Tíminn - 02.10.1986, Síða 9
Fimmtudagur 2. október 1986
Tíminn 9
llllllllllilllllllll IPRÓTTIR lilllllllllr- ;<allllllll!? ,|lllllli! '!!íllllllllif ::1lllllli'Jillllllllllllllllllllllll!>:,:'.::.i:ii1lllllllllllllll
Reykjavíkurmeistarar KR
KR-ingar urðu í fyrrakvöld Reykjavíkurmeistarar í körfuknattleik er þeir sigruðu Val með 60 sigum gegn 59 í
úrslitaleik mótsins. Leikurinn var jafn og spennandi, staðan í hálfleik var 33-29 fyrir KR en liðin skiptust á um
að hafa forystuna í leiknum. Á lokamínútunni náðu Valsmenn boltanum þegar staðan var orðin 60-59 en misstu
hann aftur og KR-ingum tókst að halda sigrinum sín megin. Garðar Jóhannsson skoraði flest stig KR, 14 en
Guðni Guðnson skoraði 12. Hjá Val skoraði Tómas Holton 14 stig og Einar Ólafsson 12. Tímainynd Sverrir.
Skaginn tapaði 0-6
- í seinni leiknum gegn Sporting
Skagamenn töpuðu fyrir Sporting þannig að endanlegar tölur eru 15-0
Lissabon með engu marki gegn sex fy.rjr Sportinit.
í síðari viðureign liðanna í Evrópu- ' pað vorif Meade, McDonald,
keppni félagsliða í Portúgal í Zinho (2) og Mario (2) sem skoruðu
gærkvöld. Skagamenn töpuðu fyrri mörk Sporting í gærkvöld.
leiknum með engu marki gegn níu
Ámundi Sigmundsson sækir að Tacconi markverði Juventus en Ámunda tókst ekki að skora frekar en öðrum
Valsmönnum. Tímamynd-Pétur
Heldur stór sigur
- Valsmenn nýttu ekki færin og Juventus
sigraði 4-0
Það var kuldalegt að litast urn á
Laugardalsvelli í upphafi leiks Vals
og Juventus í gærkvöld, völlurinn
blautur, hitastigið að nálgast frost-
rnarkið og gustaði um stúkuna. En
áhorfendur og leikmenn gerðu sitt
besta til að láta það ekki á sig fá og
má raunaf heita merkilegt hversu
margir áhorfendur hleyptu í sig
kjarki og mættu á völlinn.
Knattspyrnan varð af fyrrnefnd-
um ástæðum ekki eins góð og efni
stóðu til, leikmenn áttu í mesta basli
með að hemja sig og knöttinn á
vellinum. Það var Platini sem skor-
aði fyrsta mark leiksins og var það
jafnframt fyrsta færið sem eitthvað
kvað að. Knötturinn barst manna á
milli í vítateig Valsmanna en skyndi-
lega var Platini á auðunt sjó með
boltann fyrir framan sig og hann lét
ekki bjóða sér það tvisvar, skaut
föstu skoti upp í þaknetið út við
stöng hægra megin. Annað mark
Juventus kom 12 mínútum síðar og
var mjög áþekkt því fyrra nema nú
var það Laudrup sem átti í hlut og
skaut upp í vinstra hornið. Á 37.
mínútu skoraði Laudrup þriðja
markið, fékk knöttinn miðja vegu
milli miðju og vítateigs, hljóp af sér
tvo Valsmenn og skoraði. Á 79.
mínútu var Briarhi með knöttinn í
vítateig og felldi Guðmundur mark-
vörður hann þegar hann ætlaði að
kasta sér á knöttinn. Briarhi tók
sjálfur vítaspyrnuna en Guðmundur
gerði sér lítið fyrir og varði stórglæsi-
lega. Það hlýtur að teljast skraut-
fjörður í hatt markvarðar að verja
vítaspyrnu á móti Juventus. Síðasta
mark íeiksins var stórglæsilegt. Vig-
nola skaut háum knetti að markinu,
skotið var fast og Guðmundur varð
að nota hnefann til að verja. Platini
var skammt undan og snéri sér við
og skaut aftur fyrir sig, hjólhesta-
spyrna og knötturinn fór rétt undir
slána í markið.
Þessi úrsiit, 4-0 gefa ekki alveg
rétta .mynd af gangi leiksins, Vals-
menn áttu mörg góð færi en virtust
missa kjarkinn þegar markið nálgað-
ist og skot þeirra voru oft gersamlega
út í bláinn. Það væri ekki fjarri lagi
að ætla að Valsmenn hefðu getað
skorað 3-4 rnörk ef þeir hafðu haft
nægilega trú á sjálfunt sér.
Guðmundur Hreiðarsson stóð sig
mjög vel í liði Vals, greip oft vel inní
auk vítaspyrnunnar sem hann varði.
Tæplega verður hann sakaður um
mörkin. Aðrir leikmenn voru svip-
aðir og allir sóknarmennirnir, áttu
það sammerkt að fara einstaklega
klaufalega með færin. En ef á heild-
ina er litið lék Valsliðið alls ekki illa,
miðað við aðstæður.
Platini er óumdeilanlega sterkasti
maður Juventus þó hann virtist ekki
leggja hart að sér í gærkvöld, fór
a.m.k. ekki í návígi í vörninni. Þá
eru Laudrup og Briarhi hættulegir í
sókninni.
Liðin sem léku í gærkvöld: (númer
á leikvelli í sviga)
Valur: Guömundur Hreiöarsson (1), Sigur-
Jón Kristjánsson (2), Bergþór Magnússon
(3), Magni Pétursson (4), Jón Grétar Jóns-
son (5), Þorgrímur Þráinsson (6), Guöni
Bergsson (7), Hilmar Sighvatsson (8), Valur
Valsson (9), Ingvar Guðmundsson (10),
Ámundi Sigmundsson (11) Anthoni Gre*
gory (13) 70. mín.
Juventus: Tacconi (1), Caricola (2), Pioli (3),
Manfredonia (4), (Vignola (15) 46. mín.),
Favero (5), Solda (6), Mauro (7), Bonetti (8),
Briarhi (9), Platini (10), Laudrup (11).
Ifi i
Úrslit
í Evrópumótunum í knattspyrnu
Hér á eftir fara úrslit í Evrópuleikjunt í gærkvöldi. Heimaliðið er talið
á undan, fyrstu tölurnar tákna úrslitin í gærkvöldi, næst eru úrslitin í fyrri
leiknum og loka heildarúrslitin. Liðin sem sigra fara áfram í 2. umferð en
hin eru úr leik.
Evrópukeppni meistaraliða:
Valur-Juventus 0-4 0-7 0-11
Gornik Zarbrze (Póll.) - Anderlecht (Belgíu) 1-1 2-0 3-1
Dynamo Berlin (A-Þýskal.) - Örgryte (Svíþj.) 4-1 3-2 7-3
Bayern Múnchen (V-Þýskal.) -PSV (Holland) 0-0 2-0 2-0
Celtic (Skotland) - Shamrock Rovers (írl.) 2-0 1-0 3-0
Real Madrid (Spáni) - Young Boys (Sviss) 5-0 0-1 5-1
Austria Vín (Austurr.) - Beggen (Luxemburg) 3-0 3-0 6-0
Hjk Helsinki (Finnl.) - Nicosia (Kýpur) 3-2 0-1 3-3
— Nicosia fer áf ram, skoraöi fleiri mörk á útivelli Dynamo Tirana (Albaníu) - Besiktas (Tyrkl.) 0-1 0-2 0-3
Dynamo Kiev (Sovétr.) - Beroe Stara (Búlgaríu) 2-0 1-1 3-1
Ajax (Möltu) - Porto (Portúgal) 0-1 0-9 0-10
Honved (Ungverjal.) - Bröndby (Danmörk) 2-2 4-1 6-3
Panathinaikos (Grikkl.) -Rauða Stjarnan (Júgósl.) 2-1 0-3 2-4
Evrópukeppni bikarhafa: Sporting-ÍA 6-0 9-0 15-0
Bordeaux (Frakkl.) - Waterford (írland.) 4-0 2-1 6-1
Lilleström (Noregi- Benfica (Portúgal) 1-2 0-2 1-4
Sion (Sviss) - Aberdeen (Skotland) 3-0 1-2 4-2
Real Zaragoza (Spáni) -Roma (Ítalíu) 2-0 0-2 2-2
- Zaragoza sigraði 4-3 í vítaspyrnukeppni Lokomotiv (A-Þýskal.) - Glentoran (N-írl.) 2-0 1-1 3-1
Limassol (Kýpur) - Malmö (Svíþj.) 2-1 0-6 2-7
Spartak Trnava (Tékk.) - Stuttgart (V-Þýskal.) 0-0 0-1 0-1
Brugge (Belgíu) - Rapid Vín (Austurríki) 3-3 3-4 6-7
Luxembourg (Lúx) - Piraeus (Grikkl.) 0-3 0-3 0-6
Ajax (Holland) -Bursaspor (Tyrkl.) 5-0 2-0 7-0
Dinamo Bucharest (Rúmeníu) -Tirana (Albaníu) 1-2 0-1 1-3
Wrexham (Wales) -Zurreio (Möltu) 4-0 3-0 7-0
Torpedo Moskva (Sovét.) - Haka (Finnl.) 3-1 2-2 5-3
Mostar (Júgósl.) - Vasas Búdapest (Ungverjal.) 3-2 2-1 5-4
Vitosha (Búlgaríu) -1903 Kaupmannahöfn (Danm.) 2-0 0-1 2-1
Evrópukeppni félagsliða (UEFA): Valerengen (Noregi) -Beveren (Belgiu) 0-0 0-1 0-1
Sredets Sofia (Búlgaríu) - Tyrol (Austurriki) 2-0 0-3 2-3
Toulouso (Frakkl.)-Napoli (Frakkl.) 1-0 0-1 1-1
-Toulouse sigraði 4-3 í vítaspyrnukeppni Torino (Ítalíu)-Nanted (Frakkl.) 1-1 4-0 5-1
Werder Bremen (V-Þýskal.)-Atletico Madrid (Spáni) 2-1 0-2 2-3
DuklaPrag (Tékk.)-Hearts (Skotland) 1-0 2-3 3-3
- Dukla f er áf ram, skoraði fleiri mörk á útivelli Standard Liege (Belgíu)-Rijeka (Júgóslavíu) 1-1 1-0 2-1
Magdeburg (A-Þýskal.)-Atletico Bilbao (Spáni) 1-0 0-2 1-2
Leverkusen (V-Þýskal.)-Kalmar (Svíþj.) 3-0 4-1 7-1
WidzewLodz (Póllandi)-Linz (Austurríki) 1-0 1-1 2-1
Carl Zeiss Jena (A-Þýskal.)-Uerdingen (V-Þýskal.) 0-4 0-3 0-7
Plovdiv (Búlgaríu)-Hibemians (Möltu) 8-0 2-0 10-0
Hadjuk Split (Júgóslavíu)-Crete (Grikklandi) 4-0 0-1 4-1
Göthenburg (Sviþj.)-Sigma Olomouc (Tékk.) 4-0 1-1 5-1
Galatasaray (Tyrkl.)-Craiova (Rúmeníu) 2-1 0-2 2-3
Nicosia (Kýpur)-Studentesc (Rúmeníu) 1-1 0-1 1-2
Brandenburg (A-þýskal.)-Coleraine (N-írl.) 1-0 1-1 2-1
Barcelona (Spáni)-Flamurtari Vlora (Albaníu) 0-0 1-1 1-1
-Barcelona fer áfram, skoraði, fleiri mörk á útivelli Luzern (Sviss)-Spartak Moskva(Sovét.) 0-1 0-0 0-1
Dnépr (Sovét.)-Legia Warsjá (Pólland) 0-1 0-0 0-1
Feyenoord (Holland)-Munkas (Ungverjal.) 2-0 0-1 2-1
Eto Gyor (Ungverjal.)-Dynamo Minsk (Sovét.) 0-1 4-2 4-3
Guimares (Portúgal)-Sparta Prag (Tékk.) 2-1 1-1 3-2
Jeunesse D’Esch (Lúx)-Ghent (Belgiu) 1-1 1-2 2-3
Lyngby (Danmörk)-Xamax (Sviss) 1-3 0-2 1-5
Galway (Írl.)-Groningen (Holland) 1-3 1-5 2-8
Partizan Belgrad (Júgósl.) - Gladbach (VnÞýskal.) 1-3 0-1 1-4
Atli og Arnór skoruðu
Liðunum sem íslensku atvinnu-
mennirnir leika með gekk vel í
Evrópukeppninni í gærkvöld.
Bayern Uerdingen sem Atli Eð-
valdsson leikur með sigraði Carl
Zeiss Jena 4-0 og vann 7-0 saman-
lagt. Atli Eðvaldsson skoraði eitt
af mörkum Uerdingen.
Arnór Guðjohnsen skoraði
einnig, með Anderlecht gegn
Gornik Zabrze. Leiknum lauk
1-1 og heildarúrslit urðu 3-1
Anderlecht í vil. Þriðja íslend-
ingaliðið sem komst áfrant var
Stuttgart sem Ásgeir Sigurvinsson
leikur með, þeir gerðu 0-0 jafntefli
við Spartak Trnava en unnu fyrri
leikinn 1-0 og komast því áfram.
Hinsvegar tapaði Luzern sem
Ómar Torfason og Sigurður Grét-
arsson eru á samningi hjá.