Tíminn - 02.10.1986, Síða 11
Tíminn 11
Fimmtudagur 2. október 1986
TÆKNI OG FRAMFARIR
Myndsendingar
Á undanförnum árum hefur það
farið í vöxt að almenningur taki
nýjustu tækniþekkinguna í sína
notkun. Á markaðnunt er nú til
búnaður sem gerir það kleift, með
aðstoð tölvu (auðvitað), að senda
myndir á milli amatöranna með
radiobúnaðinum sem fyrir hendi er.
Aðferðin er einföld í flókinleika
sínum og byggist á tónum. í theoríu
átti einnig að vera hægt að beita
sömu tækni við myndsímann sem
við rekumst á í öllum vísindaskáld-
sögum. Sendingin á myndinni tekur
allt að 20 sekúndur og er myndin
uppbyggð úr 16 misdökkum pixel-
einingum (pixel er einn punktur á
myndfleti) og fer lengd sendingar-
innar eftir því hversu mörg pixel
þarf fyrir myndflötinn. Venjulegur
myndflötur tölvuskjás er 512x256
pixel og þarf því nokkuð margar
tóneiningar til að byggja upp mynd-
ina. En nú eru það ekki lengur
einungis radíoamatörar sem senda
myndir sín á milli, enn sem komið er
þá eru þetta kyrrmyndir en með
aukinni notkun ljósþráða er þess
vænst að hægt verði að senda hreyfi-
myndir milli myndsíma. í raun er
símahæfileiki myndsímans aukaatr-
iði, talsamband er svo margfalt ein-
faldara en myndsamband.
Hingað til hafa slíkar sendingar
farið fram á póstfaxtækjunr og sér-
hæfðari tölvum. en núna eru á
leiðinni á markaðinn forrit fyrir
myndsendingar á milli tölva en ann-
markarnir eru enn þcir að gæði
myndarinnar fara eftir myndskján-
um sem henni er varpað á og grein-
ingarhæfni upptökubúnaðarins.
Myndsímatæki þau sem eru á leið-
inni á markaðinn notast við litla
skjái með hlutfallslega mikilli upp-
lausn. Notast er við flókna en hrað-
virka algoritma til að endurnýja
meginmyndflöt oftar en bakgrunn.
Þess vegna er nauðsynlegt að við-
komandi aðili stilli sér rétt upp
gagnvart upptökubúnaði símans
ellegar á hann á hættu að hluti af
andliti 'hans flokkist með bakrunni.
Myndsímar þessir höfða því einungis
til þeirra ríku og þeirra sem hafa
mikla þörf fyrir slíkan tækjabúnað.
Það skemmtilega við sendingar
mynda er að hægt er að taka þær upp
á diskling eða segulband og skoða
þær á skjá eða sjónvarpi eftir að þær
voru notaðar og hafa alltaf myndir á
lager til notkunar. Þannig er hægt að
koma ýmsum skilaboðum og upplýs-
ingum til skila sem ekki væri hægt að
lýsa með orðum. Algengast er að
slíkar myndsendingar séu notaðar til
að senda á milli myndir af viðkom-
andi aðilum, myndkort og almennar
myndir af því tagi sem er nauðsyn-
legur fyrir rekstur fyrirtækja.
Notkun stafrænna-til-tón-breyta
veldur þó því vandkvæði að það
verður að festa ákveðinn fjölda pix-
ellita í byrjun og miða síðan lægstu
og hæstu tónhæð við neðsta og efsta
lit litasviðsins sem ákveðið cr. Tón-
hæðir þar á milli er ráða svo lit
pixelanna.
Eins og í flestum öðrunr þáttum
daglegs lífs hefur tölvan búið sér til
nýtingarmöguleika. Micron Eye er
til dæmis upprunalega hannað fyrir
færslu mynda og gagna inn á tölvur
með greiningu myndrænna upplýs-
inga yfir á stafrænt form. Notkun
þess í stað videobúnaðs til upptöku
myndar til sendingar á myndum
hefur sparað sumum tölvueigendum
kaup á videobúnaði en með þeim
ágalla að þcir hafa þurft að senda
tvær myndir til að ná fram sömu
myndgæðum og eru á venjulegum
skjánr. Það er athyglisvert að sím-
sending á skjölum og myndum bygg-
ist að mörgu leyti á sömu meginatrið-
um og venjuleg sending á milli tölva
og því hægt að senda þangað sem
símasamband næst og búnaður fyrir
móttöku er fyrir hendi.
Upplausn myndanna er einungis
háð þeim tíma sem sending mynd-
anna má taka og upptökubúnaður
getur greint. Því eru einfaldar
grófar, svarthvítar myndir margfalt
fljótari í sendingu en litmynd þar
sem smæstu atriði koma fram. Þetta
er auðvitað einnig háð því að mót-
ttökubúnaðurinn ráði við að taka á
móti og birta sendinguna.
LÁTTU
Tímann
EKKI FLJÚCA FRÁ ÞÉR
ÁSKRIFTARSÍMI
686300
Ertu að byggja upp
líkamann?
Þá er blaðburður
góður kostur
fyrir þig
Við leitum að
blaðberum til
starfa víðsvegar
um borgina.
Álftahólar, Blikahólar, Dúfnahólar,
Fýlshólar.
Rauðagerð,
Sogavegur frá 101-212
Hafðu samband.
Tímlnn
SÍÐUMULA 15
S686300
Itilefni opnunar.
Kaupstaðar
vœlajcs
ViÖ höfum opnað Kaupstað, - nýja verslun í Mjódd
þar sem verslunin VÍÖir var áður til húsa.
í tilefni þessara tímamóta höfum viö útbúið
Ijúffenga villikryddaöa lambasteik sem
þú matreiðir á örfáum mínútum
■ og heldur þér óvænta veislu
ávirkumdegi!
Lambakjöt
afnýslátruðu
kr. 298.- pr.kg.
Þú velur læri, hrygg eöa bóg af nýslátruðu fjallalambi,
villikryddað og tilbúið beint í ofninn. Villisósa fráTORO,
grænmeti frá SÓL hf. o.fl. meölæti átilboðsverði.
Þú færö Kaupstaðarstelk
með öllu á þessu frábæra
tilboðsverði fram á laugardag.
Láttusjá þig!
3 KAUPSTAÐUR
IMJODD
Auglýsing
um endurgreiðslu á gjaldi af kjarnfóðri sem
keypt var á tímabilinu 23. júní 1980 til 2.
október 1981.
í framhaldi af dómi Hæstaréttar 23. desember
1985 verður gjald af kjarnfóðri sem keypt var á
tímabilinu 23. júní 1980 til 2. október 1981
endurgreitt. Þeir aðilar sem telja sig eiga endur-
greiðslurétt skulu framvísa kröfum sínum til fjár-
málaráðuneytis eða landbúnaðarráðuneytis eigi
síðar en 15. nóvember 1986. Með kröfunum skulu
fylgja gögn sem sýna það kjarnfóðurgjald sem
kröfuhafi telur sig hafa sig greitt á umræddu
tímabili. Fullnægjandi gögn teljast: frumrit af
sölunótum eða afrit af sölunótum sem löggiltur
endurskoðandi fóðursala hefur staðfest. Þar sem
kjarnfóðurgjald er ekki sérgreint í verði fóðurs á
sölunótu verður kröfuhafi að afla staðfestingar
fóðursala um þátt kjarnfóðurgjalds í verði einstakra
fóðurtegunda og fóðurblandna sem krafist er
endurgreiðslu á.
Reykjavík, 30. september 1986.