Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 1
f ^ STOFNAÐUR1917 liminti SFJALDHAGI allar upplýsingar á einum staó SAMVINNUBANKI o ÍSLANDS HF. FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1986 - 236. TBL. 70. ÁRG. HALLDÓR REYNISSON ari var kjörinn prestur í Hruna- prestakalli í Árnes- sýslu í kosningum um helgina. Fjórir sóttu um presta- kalliö. Halldór sem fékk 125 atkvæöi sr. Haraldur M. Kristjánsson sem hlaut 119 atkvæði, sr. Onundur Björnsson sem hiaut 63 atkvæði og Jón ísleifsson cand. theol sem fékk 2 atkvæði. Á kjörskrá voru 383 en 310 greiddu atkvæði. 10 TALSTÖÐVUM aðverð mæti um 2 milljónir króna var stolið frá fréttamönnum bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar NBC á meðan þeir dvöldu hér á landi vegna leiðtoga- fundar Reagans og Gorbatsjovs. Stuldurinn upp- götvaðist ekki fyrr en fréttamennirnir voru að taka sam- an tæki sín og tól og voru að fara af landi brott, en tal- stöðvarnar voru í geymslu úti á Reykjavíkurflugvelli á meðan frétta- mennirnir dvöldu á landinu. Málið hefur verið kært til RLR og er hún að rannsaka málið, NBS sjónvarpsstöðin veitir þeim góð fundarlaun sem veita upplýsingar sem leiða til upplýsingar á stuldinum. RAFMAGNSLAUST varð í gærmorgun í nýja miðbænum og er það í enn eitt skiptið sem rafmagns- laust verður á þessu svæði nú á nokkrum dögum. Að þessu sinni fór rafmaanið ekki af eins stóru svæði oa um síðustu helgi. Rafmagnslaust varð í hálftima á bilinu hálf ellefu til ellefu. Starfsmenn Pósts og síma voru valdir að rafmagnsleysinu, en þeir slitu sund- ur háspennustreng í Ofanleiti þegar þeir voru aðgrafa fyrir símalínum í götunni. SLYSAVARNASKÓLI sjómanna efnir til almenns námskeiðs fyrir sjómenn dagana 21. til 24. október næstkomandi. Fjallað verður um helstu þætti öryggismála, svo sem endurlífgun og skyndihjálp, flutninq slasaðra og ráð til að halda lífi við erfiðar aðstæður, meðferð ýmissa björgunartækja um borð í skipum og höfnum. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða frá Slysavarnafélagi íslands, Landssambandi slökkviliðsmanna, Landhelgisgæslunni, Siglingamála- stofnun og Líffræðistofnun Háskólans. ÍSRAELSKAR herflugvélar gerðu loftárásir á skotmörk í Suður-LÍ- banon í,gær og var þetta þrettánda loftárás ísraelsmanna í Líbanon það sem af er þessu ári. Árásin fylgdi í kjölfar handsprengjuárásar skæruliða á hermenn j Jerúsalem þar sem einn maður lést. í fréttum frá Damascus var ein flugvélanna sögð hafa verið skotin niður og flugmennirnir handteknir. SÆTTIR tókust í gær milli Símon- ar Peresar og Yitzhak Shamirs um skipti á forsætisráðherraembættinu í ísrael sem sá siðarnefndi tekur nú við eftir að hafa séð um stjórn utanríkis- mála í stjórn Peresar. KRUMMI ; „Þá er bara að krefjast | þess af Rússum að þeir selji okkur olíuna I í trétunnum, sem ekki : eru lengur framleidd- ar í heiminum.11 Rússar neita að kaupa síld: Kröfur um frestun olíukaupsviðræðna - frá saltendum, útvegsmönnum og sjómönnum Ljóst er að ekkert verður af sölu á saltsíld til Sovétríkjanna í ár, nema knúnar verði fram róttækar breytingar á afstöðu þeirra með einum eðaöðrum hætti. Viðræðum Síldarútvegsnefndar og sovésku viðræðunefndarinnar, sem hófust á mánudag eftir 4 daga hlé, er nú lokið án nokkurs samkomulags. Sovétmenn hafa sagt það endan- lega ákvörðun að ekki verði greitt hærra verð fyrir síld frá íslandi, en þeir hafa samið um nýlega við Kanadamenn. Verðið sem þeir sömdu um við Kanadamenn er 46% lægra í bandarískum dollurum en það meðalverð sem fékkst fyrir saltsíld til Sovétríkjanna í fyrra. Raunlækkun verðtilboðs Sovét- manna er meiri því ekki er tekið tillit til lækkunar dollars gagnvart krónu og öðrum gjaldmiðlum í þessum útreikningi. Ljóst er að undirboð frá Norðmönnum, sem bjóða 30% lægra verð en meðal- verð íslenskrar síldar í fyrra, og frá Hollendingum, Bretum, og Kanadamönnum hafa gert að engu sölumöguleika á saltsíld til Sovét- ríkjanna f ár. Þetta þýðir að íslend- ingar verða af sölu sem í fyrra nam cinum 20 milljónum dollara, en þessi tekjumissir kemur harðast niður á sjávarplássum á Austur- landi og á Suðvesturlandi. í ramma- samningi um viðskipti landanna er gert ráð fyrir að árlega verði seld til Sovétríkjanna 200-250 þúsund tunnur af síld, og í fyrra voru seldar þangað 200 þúsund tunnur. Síldarsaltendur, sjómenn og út- vegsmenn hafa krafist þess að þess- Árni Þ. Árnason stjórnarformaður Byggung hf. skýrir málin fyrir íbúum í Reka- og Seilugranda á fundi í KR heimilinu í gærkvöldi. Tímainynd Pétur íbúum blöskra bakreikningar Mikill hiti var og stór orð fuku á fundi sem íbúar Byggungíbúða við Seilugranda og Rekagranda héldu meðstjórnByggunghf.í gærkvöldi vegna bakreikninga sem þessir íbúar hafa fengið frá fyrirtækinu. Bakreikningar þessir hafa verið sendir út vegna 129 fbúða í fyrr- greindum húsum og nema frá um 200 þúsundum og allt að milljón. Skýringar Byggung á reikningun- um eru að þeir séu margir vegna bílskýla og auk þess vegna vísitölu- þróunar. Á fundinum var borin upp og samþykkt tillaga um að fengið verði virt cndurskoðunarfyrirtæki til að athuga bókhald og fjárreiður Byggung hf. og fulltrúar af hverj- unt stigagangi velji cndurskoðand- ann sameiginlega. Einnig var skor- aö á stjórn Byggung hf. að fresta uppgjöri þar til þessi athugun hafi farið fram og niðurstöður fengist. ari afstöðu Sovétmanna verði svar- að í sömu mynt og viðræðunt, sem hefjast eiga um olíuviðskipti land- anna nú á mánudag verði frestað. „Við hefðum viljað láta stoppa, eða fresta samningaviðræðum um olíukaup af Sovétmönnum," sagði Björgvin Jónsson forntaður í Fé- lagi síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi í gærkvöld. Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna hafði þetta um málið að segja: „Það er ekkert álitamál að samn- inga af þessu tagi getur enginn gert. Þeir byggja þetta á einhverju heimsmarkaðsverði, sem raunarer ekkert heimsmarkaðsverð því síld- in er niðurgreidd og styrkt í þeint löndurn sent þeir kaupa hana frá. Á saraa tíma erum við að afhenda þcint upp í úrelta santninga, karfa- og ufsaflök á verði sem er langt undir heimsmarkaðsverði og við stórtöpum á þeim viðskiptum mið- að við að selja þessar afuröir á frjálsunt markaði. Það sem er enn verra, cf satt reynist, er að það standi til að fara að semja um kaup á olíu fyrir allt næsta ár í byrjun næstu viku. Við höfum óskað eftir því að viðskipti okkar um olíukaup, sem út af fyrir sig liafa ekki vcrið óhagstæð undanfarin ár, verði endurmetin á grundvelli þess að þeir eru að rifta öllum viðskipt- um við okkur.“ Kristján sagði ennfremur að útvegsmenn heföu farið þess á leit við viðskiptaráð- herra að fyrirhuguðum olíuviðræð- um verði frestað. Samkvæmt heimildum Tímans mun vera hljómgrunnur fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að bcita olíusamningaviðræðunum í þessu máli þó ekki sé samstaða um tneð hvaða hætti slíkt verði gert. Tvennt hefur verið nefnt, að fresta hrein- lega viðræðunt annars vegar eða hins vegar að fara fram á umtals- verða lækkun á olíuverði og láta þannig reyna á viðskiptavild So- vétmanna um leið og santningavið- ræður myndu væntanlega dragast á langinn. Áætlað var að samninga- nefnd um olíukaup færi utan á laugardag. - BG Stef num að 5% verð- bólgu á næsta ári sagði forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld Ríkisstjórnin hyggst ná fjórum meginmarkmiðum með efnahags- stefnunni fyrir árið 1987: verð- hækkanir á árinu 1987 verði ekki meiri en 4-5%; atvinna verði næg en betra jafnvægi og minni spenna á vinnumarkaði; vöxtur þjóðar- framleiðslu og þjóðarútgjalda haldist í hendur og verði nálægt 2% á næsta ári; viðskipti við útlönd verði sem næst hallalaus og hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu og gjaldeyristekjum lækki. Þetta var kjarninn f stefnuræðu Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra, „Takist að ná þessum markmið- um, má verja þann kaupmátt ráð- ' stöfunartekna og þau lífskjör, sem náðst hafa á árinu 1986,“ sagði forsætisráðherra. Þá sagði Stein- grímur að fylgt yrði sömu aðhalds- stefnu í gengismálunt og gert hefur verið í ár, því stöðugt gengi væri forsenda minnkandi verð- bólgu og jafnvægis í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Forsætisráðherra kom einniginn á samstarf við erlenda aðila í atvinnurekstri og sagði að samstarf við erlenda aðila, sem byggju yfir þckkingu og tækni gæti leyst mik- inn vanda. Hins vegar væri nauð- synlegt að endurskoða reglur sem gilda um þátttöku erlendra aðila í íslenskum atvinnufyrirtækjum, nteð það að leiðarljósi að íslend- ingar sjálfir hefðu óskeil forræði yfir atvinnulífi landsins. ÞÆÓ Steingrímur Hermannsson flytur stefnuræðu sína á Alþingi í gær. Tíniamynd Svcrrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.