Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 17. október 1986
Haraldur Ólafsson
„Kemur ekki
á óvart“
„Þetta kemur mér ekki á óvart.
Mér hefur fundist þess gæta undan-
farið að það væri mikill áhugi að
vakna á Framsóknarflokknum hér á
þessu svæði - miklu léttara undir
fæti en verið hefur. Ég er því ekkert
hissa á þessari útkomu,“ sagði Har-
aldur Ólafsson, alþingismaður
Reykvíkinga, spurður álits á niður-
stöðu skoðanakönnunar Helgar-
póstsins um tvöföldun fylgis flokksins
í Reykjavík og á Reykjanesi.
Og meira en það, Haraldur kvaðst
eiga von á því að fylgishlutfall Fram-
sóknarflokksins ætti eftir að aukast
enn á þessu svæði. -HEI
Finnur Ingólfsson.
„Á eftir að
margfaldast“
„Umræðan um að fá Steingrím í
framboð á Reykjanesi og breytingar
á framboðslista flokksins i Reykja-
vík hafa orðið þess valdandi að fylgi
Framsóknarflokksins tvöfaldast á
þessu svæði. Þessari fylgisaukningu,
sem fram kemur í þessari skoðana-
könnun, þurfum við að fylgja eftir
með breytingum í Reykjavík og þá
má búast við að tölurnar eigi eftir að
margfaldast," sagði Finnur Ingólfs-
son, væntanlegur prófkjörskandídat
Framsóknarflokksins í Reykjavík.
- HEI
Ný skoðanakönnun Helgarpóstsins:
Framsókn tvöfaldar fylgið
í Reykjavík og Reykjanesi
Bolli Héðinsson.
„Góð byrjun“
„Ég gleðst yfir því að fylgi l'lokks-
ins fari vaxandi," sagði Bolli Héðins-
son. sem gefið hefur kost á sér í
væntanlegt prófkjör Framsóknar-
flokksins í Reykjavík, þegarTíminn
færöi honum fréttirnar af skoöana-
könnun Helgarpóstsins, sem hann
var þá ekki farinn að heyra um.
„Þetta er góð byrjun, en baráttan er
enn ekki hafin,“ sagði Bolli. -HEI
Hólmfríður Karlsdóttir afhenti Haruo vinninginn sem er vikuferð til íslands fyrir tvo.
Vinningshafi í happdrætti fréttamanna:
Mynd: Matthías
Vill spila golf og gista hjá bændu m
Stéttarsamband bænda gaf aðal-
vinninginn í happdrætti fréttamanna
í Hagaskóla á meðan leiðtogafund-
urinn stóð yfir. Vinningurinn var
viku ferð til íslands fyrir tvo, gisting
á Hótel Sögu eða hjá ferðaþjónustu
bænda eftir því sem vinningshafi
óskar. Flugleiðir gefa flugfarið.
Sá sent vann íslandsferðina er
japanskur fréttastjóri í London,
Haruo Takebayshi frá blaðinu Sekai
Nippo sem þýðir hinar daglegu
heimsfréttir. Blaðið er gefið út á
japönsku í 280 þúsund eintökum og
hefur fréttamenn í 40 þjóðlöndum.
Haruo kvaðst myndu koma til ís-
lands næsta sumar ásatnt eiginkonu
sinni. Hann vildi ferðast um ísland
og valdi því ferðaþjónustu bænda
sem gististaði. Hann ætlar að spila
golf á íslandi því það er mjög dýrt í
Japan. Einn hringur í 18 holu golf-
velli þar kostar um 4000 ísl. krónur
en golfvellir í Japan eru yfirleitt
húsþök. Það er því að öllum líkind-
um álíka dýrt að spila golf í Japan
og að fara í laxveiði á íslandi.
ABS
„Framsóknarflokkurinn hefursótt
verulega á í Reykjavík og Reykja-
nesi og tvöfaldað fylgið í þessum
tveim kjördæmum frá síðustu skoð-
anakönnunum,“ segir í Helgarpóst-
inum í gær um skoðanakönnun sem
Skáis gerði fyrir blaðið um síðustu
helgi, en það var áður en formaður
Framsóknarflokksins Steingrímur
Hermannsson tilkynnti að hann ætl-
aði í framboö í Reykjaneskjördæmi.
Alls 800 einstaklingar voru spurðir
hvaða flokk þeir myndu kjósa í
kosningum nú, um stuðning við
ríkisstjórnina cða ekki og hvernig
stjórn viðkomandi vildi fá eftir kosn-
ingar.
Tveggja þingmanna
fjölgun
Sé miðað við þá sem afstöðu tóku
lýstu 11,4% Reykvíkinga stuðningi
við Framsóknarflokkinn og 10,2%
Reyknesinga. Sterkasta fylgi flokks-
ins er þó enn á landsbyggðinni,
22,2% þeirra sem afstöðu tóku.
Framsóknarfylgið cr því 15,0% á
landinu öllu, sem er aukning úr
11,9% í Helgarpóstskönnun í ágúst
s.l. Þingmannafjöldi (miöað við 63
þingmenn) flokksins óx úr 8 í 10
milli þessara kannana.
Og þriggja þingmanna tap
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur á
þessum sama tíma skroppið saman
úr 44,4% niður í 40,3% á landinu
öllu, sem fækkar áætluðum þing-
mönnum hans úr 29 niður í 26.
Öfugt við Framsókn á Sjálfstæðis-
flokkurinn lang mest af fylgi sínu á
suðvesturhorninu, eða 50% á
Reykjanesi og45,5% í Reykjavík af
þeim er afstöðu tóku. Á landsbyggð-
inni er hlutfallið hins vegar 31,6%.
Lítill heimanmundur
Miðað við allt landið styrkti AI-
þýðuflokkurinn stöðu sína frá 19% í
ágúst í 21,2% nú. Þess ber þó að
gæta að á þessu tímabili hafa flokkn-
um í raun bæst 3 þingmenn frá
Bandalagi jafnaðarmanna. Fylgis-
aukningin í könnuninni færir honum
hins vegar aðeins 1 þingmann, 13 nú
í stað 12 í ágúst. Fylgi Alþýðuflokks-
ins er hlutfallslega lang mest á
Reykjanesi, 25%, en 21,3% á lands-
byggðinniog aðeins 18,8% íReykja-
Alþýðubandalagið lítið
fylgi á Reykjanesi
Alþýðubandalagið bætti fylgi sitt
úr 14,3% í 16,5% á landsvísu nrilli
þessara tveggja kannana, sem fjölg-
ar þingmönnum þeirra úr 9 í 10 að
dómi Helgarpóstsins. Bandalagið á
hlutfallslega sama fylgi í höfuðborg-
inni, 19,1% á landsbyggðinni, en
aðcins 11,1% á Reykjanesi.
...og sömuleiðis
Kvennalisti
Fylgi Kvennalistans hcfur minnk-
að úr 8,1% í ágúst niður í 5,7% nú
sem færir áætlaðu þingmannatölu
hans úr 5 niður í 4. Mestu munar þar
um fylgishrun á Reykjanesi úr 11%
niður í 2,8% nú. í Reykjavík á
Kvennalisti 7,4% samkvæmt
könnuninni og 5,8% á landsbyggð-
inni.
Enginn bandalagsmaður
Enginn þeirra sem lenti í úrtaki
Helgarpóstsins ætlaði að gefa
Bandalagi jafnaðarmanna atkvæði.
Af þeim sem afstöðu tóku lýstu
tæp 54% stuðningi við ríkisstjórn-
ina, en rúm 46% ekki, miðað við
55,5% og44,5% í síðustu könnun.
Óskastjórn flestra
Samstarf núverandi stjórnar-
flokka fékk einnig langmest fylgi -
31.1% - þegar spurt var um óska-
stjórn fólks eftir næstu kosningar.
Næst vinsælust var viðreisnarstjórn
21,7% og í þriðja sæti vinstri stjórn
með 19,9% fylgi. Aðeins frá 2,3%
til 4,8% nefndu einhvern eftirtalinna
möguleika sem sína óskastjórn: Ný-
sköpun - alla flokka nema Sjálf-
stæðisflokk - A-flokkana og
Kvennalista - Sjálfstæðisflokk og
Alþýðubandalag - Krata, Kvenna-
lista og sjálfstæðismenn. Um 10,8%
óskuðu sér helst stjórnar sjálfstæðis-
ntanna einna.
Ákveðnara fólk
á landsbyggðinni
Athyglisvert var hve kjósendur á
landsbyggðinni virtust taka ákveðn-
ari afstöðu heldur en á suðvestur-
horninu. Þannig voru aðeins um
12% landsbyggðamanna óákveðin
á móti 18,3% Reykvíkinga og tæp
20% Reyknesinga. Sömuleiðis voru
aðeins rúmlega 8% landsbyggða-
manna sem kváðust ekki ætla að
kjósa eða skila þá auðu á móti 15%
Reyknesinga og 17,3% Reykjavík-
inga. Hlutfall þeirra sem neituðu að
svara var svipað - 6 til 7% - á öllum
þessum landssvæðum. -HEI
Fylgi á öllu laiitlinu:
Okt. % Ágúst %
Alþýðuflokkur 21,1 19,0
Framsóknarllokkur 15,9 11,9
Sjálfstæðisflokkur 40,3 44,4
Alþýðubandalag 16,5 14,3
Kvennalisti 5,7 8,1
Aðrirflokkar 0,4
Fylgi ilokkanna miðað við þá sem
afstöðu tóku í skoðanakönnuninni á
öllu landinu.
Gleymum ■
ekkil
geosjúkum ■