Tíminn - 17.10.1986, Side 5

Tíminn - 17.10.1986, Side 5
Föstudagur 17. október 1986 Tíminn 5 Daniloff fékk tvo gjafapakka af fiski. Sigtryggur Jónsson frá Sölustofnun Lagmetis afhendir honum pakkana Unnar matvörur kynntar í París íslenskar landbúnaðarafurðir verða í fyrsta sinn kynntar á alþjóð- legu matvælasýningunni í París sem hefst n.k. sunnudag og stendur í viku. Áður hafa íslenskar fiskafurðir verið kynntar á henni og að þessu sinni verða fimm fyrirtæki í sjávarút- vegi saman með bás á sýningunni. Auðunn Bjarni Ólafsson frá nrarkaðsnefnd landbúnaðarins og Oddur Helgason frá Mjólkursamsöl- unni munu fá aðstöðu í bás sem Útflutningsráð íslands hefur aðsetur í á sýningunni. Þar munu þeir kynna fitusnautt hangikjöt og rjómaskyr með súkkulaðibragði. Tíminn hafði samband við Auðunn og spurði hann hvaða þýðingu hann teldi að það hefði fyrir íslenskar landbúnað- arafurðir að komast inn á slíka sýningu. „Við rennum náttúrlega alveg blint í sjóinn með það, enda fyrirvar- inn stuttur. Hinsvegar er sýningin á mjög góðum tíma fyrir ísland þar sem það er búið að vera mikið í sviðsljósinu að undanförnu. I fram- haldi af þessari sýningu skiptir það mestu máli, á hvaða verði hægt er að selja unnar íslenskar afurðir því að íslendingar hafa ekki leyfi til að selja meira en 600 tonn af hráu kjöti í Efnahagsbandalagslöndunum. Ef hinsvegar unnar vörur seljast er kominn markaður til viðbótar óháð- ur þessum kjötkvóta Efnahags- bandalagsins,“ sagði Auðunn. í sýningarbás sem Sölustofnun lagmetis, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Sjávarafurðadeild SÍS, Akwa og bændur höfðu í frétta- mannamiðstöðinni á meðan leið- togafundurinn stóð yfir var gerð tilraun til að kynna íslensk matvæli og sú tilraun tókst með ágætum. Þessir aðilar munu á næstunni senda sameiginlega bréf til þeirra frétta- manna sem sýndu áhuga á að skrifa um íslensk matvæli í blöð sín. Þeir verða beðnir að hafa samband til íslands ef þeir verða varir við áhuga á íslandi og íslenskum landbúnaðar- og sjávarafurðum. Auðunn sagði að það hefði gefist mjög vel að landbún- aður og sjávarútvegur hefði unnið saman að þessum sýningarbás og full ástæða væri til þess að áframhald yrði á þeirri samvinnu. 1 framhaldi af kynningunni í fréttamiðstöðinni hafa komið upp margar hugmyndir unt hvernig best- um árangri má ná í því að selja íslenskar landbúnaðarafurðir. Ein Fréttamenn voru sumir hverjir í fæði í básnum í fréttamannamiðstöðinni. Hér eru þýskir sælkerar að snæða ostapinna og fleira góðgæti. hugmyndin sem nú á töluvcrðu fylgi að fagna er sú að leggja skuli áherslu á að útlendingar komi til íslands og borði þar holla rammíslenska fæðu sem matreidd er af íslendingum. I því sambandi mætti einnig hugsa sér að íslendingar settu á stofn matsölu- staðakeðju erlendis þar sem cinnig mætti bjóða upp á sömu fæðu. -ABS Íslenskt rjómaskyr með súkkuiaðibragði, rjómi, mjólk, ostur og tært íslenskt vatn. Sólveig Eyjólfsdóttir frá Mjólkursamsölunni og Margrét Björnsdóttir frá Ferðamálaráði bjóða hér upp á íslenskan mat. Myndir: Eiríkur Tilkynning frá landbúnaðar- ráðuneytinu til þeirra sem stofnuðu félagsbú fyrir 1. janúar 1985 í samræmi við ákvæði 2. mgr. 28. gr. jarðalaga nr. 65/1976, sbr. 1. nr. 90/1984, skal senda ráðuneyt- inu skriflegan félagsbúsamning til samþykktar fyrir 15. nóvember nk. Landbúnaðarráðuneytið 13. október 1986. Varahlutir í MASSEYFERGUSON ágóðu verði MÍIMySTAHF Jámhátsi 2 Síctm 83266 HORvk. Pórthólt 10180 Aðalfundur fulltrúaráðsins Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 19. október nk. að Rauðarárstíg 18. Fundurinn hefst kl. 10.00 f.h. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða teknar ákvarðanir um próf- kjör vegna alþingiskosninganna. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórnin OtC*CtC IJJJ v/r%ss Atvinna Hjúkrunarfræðingar! Hjúkrunarforstjóra vantar að dvalar- og sjúkradeild Hornbrekku Ólafsfirði frá 1. nóvember. Umsóknarfrestur er til 25. október. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96- 62480. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar Árna Sæmundssonar fyrrv. hreppstjóra, Stóru-Mörk Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða umönnun í veikindum hins látna. Fyrir hönd aðstandenda. Lilja Olafsdottir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.