Tíminn - 17.10.1986, Side 20
STRUMPARNIR
HRESSA
KÆTA
Vertu í takt við
AUGLYSINGAR 1 83 00
Kefivíkingar sigruöu Framara
með 40 stiga mun í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik í gærkvöld.
Leikurinn varfremurdaufur, sér-
staklega fyrri hálfleikur en Keflvík-
ingar tóku öll völd er leið á leikinn.
Guðjón Skúlason skoraði mest í
liði Keflvíkinga en Þorvaldur Geirs-
son skoraði mest fyrir Fram.
Sjá iþróttir bls. 12.
. 5. .v
Rjúpnaveiöimaður:
Fannst látinn
við Vífilfell
55 ára maður sem var á rjúpna-
veiðum upp við Vífilfell og leitað
hefur verið að síðan í fyrrakvöld
fannst látinn norðvestan við Vífilfell
um fjögurleytið í gærdag, skammt
frá bíl sínum, eða um hálftíma gang
frá bílnum. Ekki er vitað hvað
kom fyrir manninn, en ckkert benti
til þess að hann hefði slasast.
Erfið leitarskilyrði hömluðu leit,
en um 15 cm þykkt snjólag lá yfir
öllu þar sem maðurinn fannst. Það
var ekki fyrr en þriðji leitarflokkur-
inn fór yfir svæðið og leiddist hönd í
hönd að maðurinn fannst.
Maðurinn hafði lagt af stað í
birtingu á miðvikudagsmorgun og
ætlaði að koma til baka um miðjan
dag, en um kvöldmatarleytið,varfarið
að óttast um manninn og leit hófst
að honum skömmu síðar. Bíll
mannsins fannst fljótlega í sand-
gryfju fyrir ofan Arnarfell, með
nesti hans og poka með haglaskot-
um.
Maðurinn hafði ætlað á sömu
slóðir eins og hann var vanur að fara
á, á fyrsta degi rjúpnaveiðitímans til
margra ára.
Leitarsvæðið náði yfir öll Bláfjöll-
in og hraunin sitt hvoru megin við.
Svæðið náði frá veginum upp að
Bláfjöllum að sunnan og upp á
heiðina Há. Fleiri hundruð manns
tóku þátt í leitinni, björgunarsveitir
allt frá Akranesi og að Markarfljóti,
þar með talið af Suðurlandi og
Suðurnesjum auk vina og vanda-
manna. ABS
Maðurinn fannst eftir mikla lcit
skammt frá bílnum.
Páll Pétursson:
Hámarkshraði verði
hækkaður í 90 km
Meiri hámarkshraði löglegur á
næstunni? Páll Pétursson hefur lagt
fram frumvarp þess efnis á þingi.
í frumvarpinu felst sú meginbreyt-
ing að leyfilegur hámarkshraði á
þjóðvegum verði hækkaður úrsjötíu
kílómetrum á klukkustud í áttatíu
kílómetra og þar sem vegir eru
bestir og öruggastir í ni'utíu kíló-
metra.
í frumvarpinu er einnig að finna
ákvæði um að hámarkshraði stærri
Garöar Sigurðsson alþingis-
maöur:
Fer ekki f ram í
næstu kosningum
bifreiða, þ.e. bifreiða sem flytja
meira en 10 farþega, bifreiða sem
eru yfir 3.5 tonn að heildarþyngd og
bifreiða sem draga festi- og tengi-
vagna, verði hinn sami og annarrar f
umferðar.
Meginröksemdir Páls fyrir þessum
breytingum, eins og fram kemur í
greinagerð með frumvarpinu, eru
þær, að vegir á landinu hafi stórbatn-
að síðan 70 km hámarkshraði var
lögfestur og einnig hafi öryggisbún-
aður bíla tekið miklum framförum.
Óskynsamlegt sé að halda í úrelt
ákvæði um hámarkshraða, enda
ókleift að framfylgja þeim og vegfar-
endur virði þau ekki. Reglur um
hámarkshraða eiga því að fara eftir
ástandi vega og aðstæðum. ÞÆÓ
Gífurlegur fjöldi manna tók þátt í leitinni og má hér sjá á eftir hluta þeirra sem hófu leit um hádegi í gær.
Tímamyndir: Pjetur
Ríkisstarfsmenn virðast hafa nóg að gera:
Bruðla ráðuneytin
með yfirvinnuna?
- Aðhald hefur engan árangur borið segir fjármálaráðherra
„Það er Ijóst að yfirvinna hefur
aukist mjög verulega og er mjög
sriar þáttur í útgjaldavanda ríkis-
sjóðs. Þrátt fyrir ntjög eindregin
tilmæli til einstakra ráðuneyta og
stofnana um að snúa þessari þróun
við, þá hefur það engan árangur
borið nema síður sé - það hefur farið
allt á annan veg. Ogeinsogskipulag-
ið er, þá hefur fjármálaráðuneytið
ekki mögulcika á að veita þarna
aðhald - það verður að gerast í
ráðuneytunum sjálfum“, sagði Þor-
steinn Pálsson, fjármálaráðherra.
Ráðherra var spurður um þetta
atriði vegna þess að við lestur fjár-
lagafrumvarps fyrir 1987 vekur sér-
staka athygíi að aukin yfirvinna í
ráðuneyti eftir ráðuncyti og stofnun
eftir stofnun gengur þar eins og
rauður þráður í gegn.
Setningar svipaðar þessari er að
finna á hverri síðunni eftir aðra:
„Hækkun launaliðar umfram al-
mennar launahækkanir skýrist með
því að áætlun um yfirvinnu er hækk-
uð í Ijósi reynslu síðustu ára... auk
fjölgunar yfirvinnustunda frá því
sem áætlað hefur verið í fjárlögum
fyrri ára... auk þess hefur áætlun um
yfirvinnu verið endurskoðuð og
hækkuð frá fjárlögum 1986 ... áætlað
er fyrir nokkurri aukningu yfirvinnu
í samræmi við reynslu undanfarinna
ára ... skýrist þessi hækkun af auk-
inni yfirvinnu ... stundakennsla og
yfirvinna eykst nokkuð ... vegna
yfirvinnu sem ekki var áætluð á
fjárlögum 1986 ... þáer gert ráð fyrir
aukinni yfirvinnu..."
Eftir þessa runu er rétt að taka
fram að hækkun launaliðar í aðalskrif-
stofu fjármálaráðuneytisins er
18,5% og rekstrargjalda 11,6%, frá
1986, sem er með lægstu tölum sem
finnast í ráðuneytunum.
„Sannleikurinn er sá, að við höf-
um ágætlega virkt kerfi til að hafa
eftirlit með stöðuheimildum - en
ekki nándar nærri eins virkt kerfi til
að hafa aðhald og eftirlit með heildar
vinnu,“ sagði Þorsteinn.
Sá sem les fjárlagafrumvarpið fær
nokkuð á tilfinninguna að menn geti
skammtað sér yfirvinnuna sjálfir hafi
þeir í huga að hækka laun sín?
„Því miður er kerfið lekt að þessu
leyti. Þegar stofnanir hafa skrifað út
vinnutíma hafa ekki til þessa verið
nein tök á að stöðva launagreiðslur
í launadeild fjármálaráðuneytisins,
með sama hætti eins og þegar stofn-
anir fara fram úr áætlun á öðrurn
útgjaldaliðum, bæði varðandi rekst-
ur og fjárfestingar. Þá einfaldlega
lenda stofnanirnar í stoppi og þannig
er hægt að hafa aðhald með þeirn.
Sú reynsla sem við höfurn fengið
sýnir að það er verulega umhugsunar
efni hvort ekki þarf að breyta þessu
skipulagi, þannig að aðhaldskerfi
verði komið á varðandi heildarvinnu
en ekki bara fjölda starfsmanna-
heintilda,“ sagði Þorsteinn. - HEI
’ ”„Jú, það er næsta öruggt,“ sagði
Garðar Sigurðsson þingmaður Al-
þýðubandalagsins fyrir Suðurlands-
kjördæmi, þegar Tíminn bar undir
hann ummæli Einars Karls Haralds-
sonar í HP í gær þess efnis að næsta
öruggt væri að Garðar myndi ekki
fara fram í næstu þingkosningum.
Garðar sagðist raunar ekki hafa
tilkynnt um ákvörðun sína ennþá.
„Það hefur ekki skeð, en ég þarf
náttúrlega að gera það formlega
við tækifæri eins og gefur að skilja“,
sagði hann ennfremur.
Um ástæðu þess að hann hyggst
ekki fara fram í næstu kosningum
vildi Garðar sem minnst segja, en
minnti á að hann verði búinn að vera
í þessu í 16 ár í vor. „Það getur vel
verið að ég segi frá því vjð betra
tækifæri hvenær og hvers vegna ég
hætti þessu. En eins og þú veist þá
er ég nú ekki besti þingmaðurinn og
framleiði ekki 20-30 þingmál á viku.
Ég er hcldur latur en sumir aftur
mjög duglegir. Samt er það alveg
merkilegt að þeir sem eru manna
duglegastir, fá svo ekkert
samþykkt,“ sagði Garðar að lokum.
- BG
Kostaði 134 milljónir
- eða sjötíu milljónir
Reykjavíkurafmælið:
eftir því hver reiknar
Kostnaður Reykjavíkurborgar
vegna 200 ára afmælisins verður
um 134 milljónir króna, ef marka
niá samantekt Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarfulltrúa. Hins
vegar telur Davíð Oddsson borgar-
stjóri útgjöldin vegna afmælisins
ekki fara yfir sjötíu milljónir
króna.
1 umræðum kom mcðal annars
fram að tæknisýning er haldin var
í tilefni afmælisins kom aldrei fyrir
kjörna afmælisnefnd borgarinnar.
Kostnaður við sýninguna nam 40,9
milljónum króna. Þá voru keypt á
afmælisárinu hljómflutningstæki
að upphæð 14,9 milljónir króna.
Þá er ótalinn tollur að upphæð tíu
milljónir króna, sem ekki hcfur
verið greiddur.
Athygli vakti að afmælismynd
Reykjavíkur kostaði tíu milljónir
krdna.
Borgarstjóri taldi ekki rétt að
telja hljómflutningstæki og afurðir
tæknisýningar sem kostnað við af-
mælishald, þar sem að miklu leyti
væri um eignabreytingu' að ræða.
HM
Landlæknisembættið:
Bólusett gegn
inflúensu
Landlæknisembættið hefur sent
frá sér tilkynningu þar sem varað er
við inflúensufaröldrum. Hér er um
að ræða fjóra stofna inflúensu sem á
undanförnum mánuðum hafa valdið
faröldrum í Suðaustur-Asíu,
Ástrah'u og Brasilíu, auk einstaka
tilfella í Bretlandi.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
hefur því talið ráðlegt að þeir sem
kunna af einhverjum aðstæðum að
hafa veikt mótstöðuafl. láti bólusetja
sig. Hér er helst um að ræða hópa
aldraðra, sjúklinga með langvinna
sjúkdóma, þá sem búa við slæma
hjarta- eða öndunarfærasjúkdóma
sem og aðra þá sem ástæðu hafa til
að ætla að þeir hafi veikt mótstöðuafl
gegn þessum sjúkdómum.
Eins og öll undanfarin ár eru
bólusetningar gerðar að ráði
heimilislæknis eða heilsugæslu-
læknis.