Tíminn - 22.10.1986, Qupperneq 3

Tíminn - 22.10.1986, Qupperneq 3
Miðvikudagur 22. október 1986 Albert Guðmundsson: Tíminn 3 Nemendaleikhúsið sýnir: Morgunblaðið aldrei hrósað happi yfir velgengni minni „Morgunblaðið hcfur aldrei lirós- að happi þegar mér hefur gengið vel, og þetta kemur ntér ekkert á óvart,“ sagði Albert Guðntundsson iðnaðar- ráðherra við Tímann þegar hann var inntur eftir áliti á leiðaraskrifum Morgunblaðsins í gær, þarsem dreg- ið cr í efa að úrslit prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins eigi eftir að verða flokknum til framdráttar í næstu kosningum. í leiðaranunt er m.a. talað um að þrátt fyrir góða málefna- stöðu í landsmálunum sé hætta á að flokkurinn sé ekki í þeirri sóknar- stöðu sem vænta hefði mátt vegna „pólitískra sviptivinda" í kringum Albert Guðmundsson. „Albert Guðmundsson hefur sýnt að hann Tekjur fjölmiðla tveir milljarðar Gróflega áætlað var 2,milljörðum króna veitt í að greiða fyrir birtingu auglýsinga í íslenskum fjölmiðlum á tímabilinu frá 1. október 1985 til 30. september 1986. Þetta kemur fram í upplýsingum sem upplýsinga- fyrirtækið Miðlun hefur tekið saman um auglýsingamarkaðinn á íslandi og kynntar voru á blaðamannafundi í gær. Inn í þessa heildartölu er reiknaður brúttókostnaður uppgef- ins verðs fyrir auglýsingar á núvirði. M.ö.o. ekkert tillit er tekið til þess hversu mikinn afslátt fjölmiðlarnir gefa á auglýsingum. Þá er í þessari tölu ekki reiknað með útiauglýsingum, auglýsingum í landsmálablöðum, auglýsingum í kvikmyndahúsum og framleiðslukostnaður er ekki reikn- aður með í þessu dæmi heldur, en hann er þó stór hluti af því fjármagni sem á annað borð er varið til auglýs- inga í landinu. Þessi auglýsingapakki upp á 2 milljarða skiptist þannig milli hinna ýmsu fjölmiðla að dagblöðin fá 54,9% eða rétt tæplega 1.058 millj- ónir í sinn hlut, sjónvarp fær tæpar 259 milljónir eða 13,4%. Rás 1 fær tæplega 365 milljónir eða 18,9%, Rás 2 rúmar 87 milljónir eða 4,5% og tímarit fá 7,8% eða rúmar 147 milljónir. Athygli vekur að Bylgjan fékk í septembermánuði einum sam- an 0,5% af þessum tólf mánaða auglýsingapakka sem upplýsingarn- ar ná til, eða 9,5 milljónir 'króna. f máli þeirra Árna Zophaníasson- ar og Halls Leopoldssonar hjá Miðl- un kom fram að hér er um brautryðj- endastarf í könnun á íslenska aug- lýsingamarkaðnum að ræða og könnura fyrirtækisins næði einungis til þessa eina árs. Með fyrirvara um ófullnægjandi upplýsingar sögðu þeir að miðað við þær upplýsingar scm þó væru til frá fyrri árum virtist þróunin vera sú að magn auglýsinga í íslenskum fjömiðlum færi heldur minnkandi og að um 4-6% minnkun hefði verið að ræða frá því í kringum 1981. Þessi sam- dráttur á jafnt við um dagblöðin útvarp og sjónvarp, en orsakir þessa liggja ekki á reiðum höndum og geta raunar verið margvíslegar. Athygli vekur hversu mikið er auglýst á Bylgjunni og í september munaði 1/2 á henni og Rás 2 í leiknum auglýsingum. Þá koma í þessum upplýsingum vel fram yfirburðir Morgunblaðsins í magni auglýsinga og virðist það hcldur vera að auka við sig og fær nú yfir 50% af þeim auglýsineum sem birtast í dagblöðunum. -BG hcfur mikið pólitískt þanþol. Hitt er annað mál, hvort það dugar Sjálf- stæðisflokknum í næstu kosning- um,“ segir orðrétt í leiðaranum. Þá var Albert spurður um fréttir, sem heyrst hafa um að Ftladelfíu- söfnuðurinn og Kattavinafélagið hafi staðið að liðssöfnun mcðal sinna félagsmanna til stuðnings honurn í prófkjörinu á laugardaginn og geng- ið í Sjálfstæðisflokkinn í því skyni. „Mér er ekki kunnugt um að neitt slíkt hafi gerst, en ég vona að Fíladelfíumenn hafi gengið í flokkinn, það er gott fólk, og ég fagna því ef svo er. Hvað varðar Kattavinafélagið þá er það vafalaust nefnt í þessu sambandi til þess að gera þetta eitthvað tortryggilegt, en þeir sem standa að því félagi er fólk með hjartað á réttum stað, það eru dýravinir. Ég held að flokkurinn ætti að fagna því ef þetta fólk hefur gengið í flokkinn og reyna að fá fleiri hópa eins og þessa til að koma inn í flokkinn. Ég held að allir flokkar myndu fagna því. En ég veit ekkert um það hvort þetta fólk hefurgengið í flokkinn fyrir prófkjörið, það getur vel vcrið, en reglurnar voru þannig að ef menn vilja styðja einhvern frambjóðanda, ntig eða aðra, þá verða þeir að vera í flokknum og ég hefði haldið að það væri fengur fyrir stjórnmálaflokk að sent flestir gcngju í hann." sagði Albert. Tíminn hafði samband við Einar Gíslason í Fíladelfíu og spurði hann hvort söfnuðurinn hefði beitt sér í prófkjöri sjálfstæðismanna. Einar sagði að safnaðarstjórnin væri í cngri aðstöðu til þess að blanda sér í pólitík, enda hefði hún ekki áhuga á að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir meðlima sinna. Hann sagðist ekkert geta sagt um hvað einstaka safnað- armeðlimir hefðu gert, slíkt væri alfarið þeirra einkamál. Ekki náðist í talsmann Kattavinafélagsins í gær. -BG „Leikslok í Smyrnu“ - eftir Goldonis Nemendaleikhús Leiklistar- skóla íslands frumsýnir á morgun leikritið „Leikslok í Smyrnu" eft- ir samnefndu lcikriti Goldonis í leikgerð Horst Laube. Frumsýningin verður í Lindar- bæ kl. 20.30 en 2. sýning verður laugardaginn 25. okt. Leikstjóri er Kristfn Jóhannesdóttir en leik- mynd og búninga gerði Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Lýsingu annast Ólafur Örn Thoroddsen og Guðrún Sigríður Haraldsdótt- ir, en tónlist er eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Árni Bergmann þýddi. Nemendur á fjórða ári eru Halldór Björnsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Valgeir Skagfjörð, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Arnljótsdóttir. Tveir gestaleikarar leika að þessu sinni með, þau Jón Gústafsson og Kristbjörg Kjeld. Þá tekur einn nemandi á fyrsta ári þátt í sýning- unni en aðrir nemendur 1. árs sjá um tæknivinnu og aðstoð á sýn- ineum. Nemar Leiklistarskóla íslands ásamt Kristínu Jóhannesdóttur á æfíngu á „Leikslokum í Smyrnu“ í gær. Tímamynd Svemr Stöðvarmenn glaðhlakkalegir innan um tæknibúnaðinn. Frá vinstri eru Ragnar Guðmundsson forstjóri íslenska myndversins sem sér um þýðingu og textun á myndum sem sýndar eru í stöðinni, Jón Óttar Ragnarsson stöðvarstjóri og Hans Kristján Árnason fjármálastjóri. (Tímamynd-Sverrir) Fréttastúdíóið er enn hálfkarað, þó það sjáist ekki á skerminum. (Tímamynd-Sverrir) Stöö 2 færir fljótlega út kvíarnar: Helgi Pétursson verður „mastermind“ íslendinga Stöð 2 hyggst færa verulega út kvíarnar á næstu vikum, hvað varð- ar dreifingu á sjónvarpsefni, út- sendingartíma og innlenda dag- skrárgerð. Innan tveggja vikna er áætlað að hefja gerð þátta, t.d. umræðuþátta, auk þess sem fréttir verða teknar upp á sunnudögum og síðar á laugardögum. Eftir ára- mót er áætlað að hefja gerð skemmtiþátta, t.d. íslenskri gerð af spurningaþætti Magnúsar Magn- ússonar í BBC, Mastermind, sem Helgi Pétursson mun stjórna. Auk þess er ætlunin að þulur kynni dagskrárliði stöðvarinnar innan skamms. Forráðamenn Stöðvar 2 kynntu framtíðaráætlanir sínar á blaða- mannafundi í gær. Að þeirra sögn nær stöðin nú til milli 40 og 45 þúsund heimila á Faxaflóasvæðinu og innan skamms verða settir upp endursendar fyrir „skuggasvæði" sem komið hafa í Ijós á höfuðborg- arsvæðinu. Dagskrá stöðvarinnar er nú send tveim kapalkerfum, á Ólafsvík og á Ólafsfirði, og þrjú önnur kapalkerfi munu bætast við innan tíðar. Síðan mun Sjónvarps- félag Eyjafjarðar bætast við innan fárra vikna og innan árs gera stöðvarmenn ráð fyrir að 80% landsmanna nái útsendingunum. Sala á myndlyklum gengur von- um framar að sögn forraðamanna Stöðvar 2, en þá þarf að tcngja við sjónvörp svo hægt sé að horfa á svokallaðan áskriftarhluta dagskrár. Þeir myndlyklar scm ganga að útsendingu Stöðvar 2 eru framlciddir af Philips og á, að sögn kunnugra, að vera illmögulegt að „svindla" á þeim. Einnig mun þetta truflunarkerfi hafa þann kost að endurvarp hcfur engin áhrif á af- ruglunina. í upphafi var gert ráð fyrir að þessir lyklar myndu kosta rúmar 30.000 krónur nteð innflutnings- gjöldum og söluskatti og Heimilis- tæki, sem hafa umboð fyrir Philips, lögðu því aðeins inn pantanir fyrir 2-3000 lyklurn fram að áramótum. Ekki var talið hægt að hafa sama háttinn á og t.d. í Danmörku þar sem Kanal 2 á myndlyklana cn leigir þá síðan út og áskrifendur greiða því mun lægra stofngjald eða rúmar 2000 krónur. Málið horfði st'ðan öðruvísi við þegar fjármálaráðherra ákvað að nýta sér lagaheimild sem kveður á um að fella skuli niður aðflutnings- gjöld á búnaði sem fluttur er inn til aukningar á dreifikerfi útvarps. Með nýjum útvarpslögum var talið að hugtakið dreifikerfi hefði breyst þegar gert var ráð fyrir einkastöðv- um sem selja dagskrá sína í áskrift, og því var þessi lagaheimild notuð til að fella niður toll, vörugjald og söluskait af myndlyklum svo að endanlegt verð á lyklununt varð 11800,- krónur. Þrátt fyrir ýmis tæknileg vanda- mál sem komu upp þegar fólk reyndi að „Ijúka upp“ sendingu Stöðvar 2, með myndlyklunum streyma pantanir nú til Heimilis- tækja. Að sögn Bjarna Ágústsson- ar tæknistjóra, hafa um 5000 þegar fengið eða pantað tækið og 150 bætast við á dag. Afgreiðslufrestur er þó langur eða rúmar 6 vikur eins og er, og er ekki fyrirsjáanlegt að hann styttist í bráð. Til þess að rekstur stöðvarinnar beri sig var gert ráð fyrir að þyrfti um 7000 áskrifendur og samkvæmt þessu ætti það takmark að nást fljótlega og gott betur. Hinsvcgar hafa efasemdaraddir heyrst sem benda á rnikinn stofnkostnað, háan launakostnað og fleira og því sé vonlítið að rekstur stöðvarinnar beri sig. Ýmsir byrjunarörðugleik- ar urðu síðan ekki til þess að auka trú þessara manna á fyrirtækinu. Forráðamenn fyrirtækisins eru samt hvergi bangnir og segja að undirtektir hafi verið mun betri en reiknað var með og allt sé því að sigla á lygnan sjó.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.