Tíminn - 06.11.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.11.1986, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. nóvember 1986 Tíminn 15 „Varnarstarf er t.d. nauðsynlegt að hefja í skólum og meðal foreldra með umræðu um samskipti kynjanna. Slík opin umræða felur í sér skilaboð til barna og foreldra um að barnið ráði yfir eigin líkama og hafi rétt til að standa á móti þeirri snertingu sem því er ógeðfelld.“ nokkur einkenni sem eru áberandi. I fyrsta lagi verður barnið sakbitið og tekur á sig ábyrgðina. Þessu fylgir skömm, sjálfsmyndin verður mjög léleg, barnið einangrar sig og er haldið stöðugum kvíða. Það sem er mest einkennandi fyrir fórnarlömb sifjaspella er hræðsla við að missa foreldra og að vera skilinn eftir ein. Afleiðing af þessu er að barnið tekur á sig sökina og ábyrgðina á að halda fjölskyldunni saman, Ijóstra ekki upp leyndar- málinu hræðilega. Þessi áhrif skilja eftir sig varanleg spor á líf fórnar- lambsins." Hvaða meðferð er árangursríkust? Hvernig er meðferð þeirra hátt- að sem hafa lent í sifjaspellum og leita aðstoðar? „Meðferðin ræðst oftast af því hvaða orsakaskýringa er leitað þ.e.a.s. hvort maður lítur á þá sem fremja sifjaspell sem sjúka ein- staklinga og að það sé þeirra ein- staklingsvandamál, eða hvort mað- ur lítur á þetta sem afleiðingu af valdamismun karla og kvenna í þjóðfélaginu, þ.e. sem félagslegt vandamál. Ef meðferðin gengur út frá því að einstaklingurinn sé sjúkur, þá gengur maður í það að lækna þennan sjúka karl og taka síðan alla fjölskylduna í fjölskyldumeð- ferð til þess að ræða þessar aðstæð- ur. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þetta er ekki mjög árangursríkt, vegna þess að valdahlutföllin breytast ekkert við þess konar meðferð. Karlinn heldur áfram að hafa sömu völd. Til þess að árangur eigi að nást, verður að færa hluta af völdunum frá karlinum yfir til konunnar. Einnigverðurað byggja upp samband móður og dóttur til þess að dóttirin geti verið viss um að móðirin verji hana og styðji og láti ekki viðgangast að karlinn fremji aftur sifjaspell. Dóttirin verður semsagt að geta treyst á stuðning móður sinnar í stað þess að vera hrædd um að verða ein- angruð frá báðum foreldrum sínum.“ Konan lætur sifjaspell eiginmanns og dóttur viðgangast, en af hverju? „Það er mörgum alveg óskiljan- legt hvernig stendur á því að sumar mæður láta sifjaspell viðgangast á milli dóttur og eiginmanns án þess að aðhafast. En ef þetta er skoðað nánar, þá eru kannski sömu fors- endurnar fyrir því eins og þegar kona íhugar að skilja við eigin- mann sinn vegna þess að henni er orðið óbærilegt að vera með hon- um í sambúð af einhverjum ástæð- um, t.d. þeirri að hann beitir hana sjálfa ofbeldi en treystir sér samt ekki til að rjúfa sambandið þegar á reynir. Konan er svo illa stödd efnahagslega og valdalega séð í þjóðfélaginu að hún sér enga aðra leið til þess að komast af en þá að þola óbærilegt hjónaband og er því kyrr. Þarna spilar efnahagslegt ósjálfstæði konunnarótrúlega mik- ið inn í. í stað þess að fordæma þessar mæður ættum við að líta á viðbrögð þeirra sem merki um algjört valdaleysi þeirra og kúgun og reyna að vinna málið út frá því sjónarhorni. Hefðbundin meðferð er hins vegar oft byggð upp á þeim fors- endum að það sé jafnvel konunni að kenna að karlinn hefur leiðst út í sifjaspell. Konan vilji ekki þýðast hann og sé kaldlynd og allt það. Sifjaspell viðgangast einnig oft í þeim fjölskyldum sem enginn hefur látið sér detta í hug að gæti verið nokkuð athugavert við. Karlmað- urinn er oft mjög góður heimilis- faðir að mati þeirra sem utan fjölskyldunnar standa. Hann hefur góð laun og heimilið vantar ekkert efnahagslega. Þess vegna gengur oft vel að sannfæra meðferðaraðila um að það sé allt í lagi með karlinn. Þetta eru einna erfiðustu mál sem meðferðaraðilar komast í. Fyrstu viðbrögð umhverfisins eru oft reiði og viðbjóður og síðan tekur við afneitun. Menn neita að trúa því að ástandið sé virkilega svona í þessari fjölskyldu og leita að öðrum skýringum." Meðferð feminista hefur reynst árangursrík. „Meðferð sú sem feministar hafa þróað vegna sifjaspellsmála er byggð á samvinnu sérhæfðra starfsmanna og kvenna sem hafa orðið fyrir sifjaspelli sem ungar stúlkur og mæðrum stúlkna sem orðið hafa fyrir því. Þessir aðilar leggja sig fram um að veita bæði móður og dóttur óendanlegan stuðning fyrst eftir að sifjaspells- mál hefur verið upplýst hjá við- komandi. Meðferðarhóparnir eru oft í tengslum við kvennaathvörf eða athvörf fyrir konur sem orðið hafa fyrir nauðgunum." Meðferðin fer fram í hópum. „Annars vegar starfa hópar mæðra sem eiga dætur sem orðið hafa fyrir sifjaspelli og hins vegar barnahópar fórnarlambanna. í báðum tilvikum starfa með hópun- um sérfræðingar og konur sem hafa fengið samkonar meðferð og geta nú veitt öðrum aðstoð. Það er semsagt meiningin með þessu að dætur og mæður geti leitað sér stuðnings meðal þeirra sem hafa sömu reynslu. Þannig gefst móður og dóttur tækifæri til að styrkja samband sitt og á grundvelli þess taka ákvörðun um hvert framhald- ið verður, hvort móðirin skilur við manninn eða hvort einhver von er til þess að hann viðurkenni brot sitt og leiti sér aðstoðar. Til að byrja með eru móðir og dóttir í sínum hópnum hvor en er tími þykir til kominn er unnið markvisst að því að byggja upp samband þeirra til þess að þær geti tekið sameiginlegar ákvarðanir. Það er eina von barnsins að móðir- in taki ótvíræða afstöðu með barn- inu og verndi það til þess að það losni við sektartilfinninguna og hræðsluna um að verða útilokað frá báðum foreldrunum." Efnahagslegt sjálfstæði móður nauðsynleg forsenda „í tengslum við þessa meðferð- arhópa eru alls konar hópar sem hjálpa móður að verða efnahags- lega sjálfbjarga, t.d. með því að útvega henni vinnu, nýtt húsnæði og fleira sem er undirstaða þess að konan geti tekið ákvörðun um það hvort hún vill fara heim til manns- ins aftur eða hvort hún vilji fara frá honum. Hvernig þetta tekst skiptir í rauninni oft sköpum um það hvort konan hefur raunverulegt val eða ekki.“ Valdajafnvægi karla og kvenna myndi útrýma sifjaspelli. „Um leið og konur og karlar standa jafnfætis hvað varðar völd í þjóðfélaginu, og kynbundin verka- skipting er rofin, minnka líkurnar á sifjaspelli að mati feminista. Það eru fleiri samtök heldur en samtök feminista sem hafa svipaðar hug- myndir um meðferð á sifjaspells- málum. Það eru t.d. kirkjuleg samtök. Þau byggja reyndar vinnu sína á því að faðirinn geti komið aftur inn á heimilið, en það leggja feministar ekki aðaláherslu Kir- kjusamtök hafa t.d. byggt upp hópastarf fyrir karla sem framið hafa sifjaspell. Það líkist þeirri meðferð sem beitt er í áfengis- og fíkniefnameðferð. Þar ríkir strang- ur agi og miklar kröfur gerðar til afbrotamannsins og hann kemst ekki upp með að skjóta sér undan ábyrgðinni. Þeir sem hafa staðið fyrir þessari meðferð segja þó að það séu aðeins brot skjólstæðing- anna sem læknast og þar af leiðandi sé ekki hægt að tala um mikinn árangur í þessum efnum. Ég er þeirrar skoðunar að áframhaldandi barátta fyrir jöfnum völdum karla og kvenna og breyt- ingar á kynbundinni verkaskipt- ingu sé nauðsyn, eigi að vera hægt að tala um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynferðislegu ofbeldi karla, því þessir tveir þættir hafa geysileg áhrif á félagsmótun okkar í þjóð- félaginu. Til þess að þetta geti orðið þarf að koma til viðhorfs- bundin bylting. Það hlýtur þó að verða langtíma markmið miðað við ástand mála í dag. Hins vegar er ekki ástæða til að manni fallist hendur. Varnarstarf er t.d. nauð- synlegt að hefja í skólum og meðal foreldra með umræðu um sant- skipti kynjanna. í slíkum umræð- um kemur oft fram hvort börn hafa orðið fyrir sifjaspelli eða kynferðis- legri áreitni af öðrum toga. Ef slík umræða er opin í skólunum felur hún í sér skilaboð til bæði foreldra og barna um að barnið ráði yfir sínum eigin líkama og það hafi rétt til þess að standa á móti því sem er því ógeðfellt, barnið megi og eigi að segja nei við slíku.“ Sjálfshjálparhópar hér á landi í náinni framtíð? Er farið að undirbúa slíkt sjálfs- hjálparstarf hér? „Aðeins er nú farið að ræða möguleikana á því að koma á fót sjálfshjálparhópum Iíkum þeim sem feministar í Bandaríkjunum hafa komið á fót þar. Allt er þetta á umræðustigi enn sem komið er og um sjálfboðaliðastarf er að ræða. Ef af þessu verður, yrði sennilega reynt að ná til þeirra kvenna á fslandi sem búa yfir eigin reynslu sem þolendur sifjaspells. En þetta er enn allt á umræðustigi. Hitt er jafn ljóst að hér er um vandamál að ræða sem fram að þessu hefur verið þagað í hel. Enn vitum við nánast ekkert um umfang þessa vanda hér á landi né af- leiðingar hans fyrir fórnarlömbin. Mér finnst þetta vera verkefni sem hrópar á aðgerðir.“ - ABS Umboðsmenn Tímans: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut8 651141 Garðabær Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbrautú 651141 Keflavik GúðríðurWaage Austurbraut 1 92-2883 Sandgerði Hjalti Guðjónsson Hliðargötu 22 92-7782 Garður Benedikt Viggósson Eyjaholti 16 92-7217 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-3826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-1261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-7740 Stykkishólmur ErlaLárusdóttir Silfurgötu 24 93-8410 Grundarfjörður Þórunn Kristinsdóttir Grundargötu43 Ólafsvík GuðnýH.Árnadóttir Grundarbraut24 93-6131 Rif Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-6629 ísafjörður Jens Markússon Hnifsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvik Kristrún Benediktstdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Súðavík Heiðar Guðbrandsson Neðri-Grund 94-4954 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673 Patreksfjörður NannaSörladóttir Aðalstræti 37 94-1234 Bildudalur ToneSolbakk Tjarnarbraut 1 94-2268 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavik Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368 Blonduos Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlið 13 95-5311 Siglufjörður Friðfinna Sí monardóttir Aðalgötu21 96-71208 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson 96-25016 Dalvik BrynjarFriðleifsson Ásvegi 9 96-61214 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Húsavík Ævar Ákason Garðarsbraut45 96-41853 Kópasker Þóra Hjördis Pétursdóttir Duqquqerði9 96-52156 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður VeigurSveinsson Lónabraut21 97-3122 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyðisfjörður SigríðurK. Júlíusdóttir Botnahlíð28 97-2365 Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-4119 Eskifjörður Harpa Rún Gunnarsdóttir Steinholtsveg 1 97-6316 Fáskrúðsfjörður JóhannaEiriksdóttir Hliðargötu8 97-5239 Stöðvarfjörður Stefán Magnússon Undralandi 97-5839 Djúpivogur RúnarSigurðsson Garði 97-8820 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-8255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Erna Valdimarsdóttir Heiðarbrún32 99-4194 Þorlákshöfn Guðrún Eggertsdóttir Básahrauni 7 99-3961 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 99-3198 Stokkseyri SteinarHjaltason Heiðarbrún22 99-3483 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172 Vik PéturHalldórsson Sunnubraut5 99-7124 Vestmannaeyjar ÁsdísGisladóttir Bústaðabraut7 98-2419 Útboð Byggingarnefnd flugstöövar á Keflavíkurflugvelli býöur út húsgögn í nýja flugstöð á Keflavíkurflug- velli. Flugstööin er um 6000 fm aö grunnfleti á tveimur hæðum auk um 230 m langs landgangs aö flughlaði. Afhendingu húsgagnanna skal lokið 1. apríl 1987. Útboösgögn verða afhent á Almennu verkfræöi- stofunni, Fellsmúla 26 Reykjavík, frá og meö miðvikudeginum 5. nóv. 1986 gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræöistofunni eigi síðar en 21. nóv. 1986. Tilboðum skal skilaö til bygginganefndar, Varn- armálaskrifstofu utanríkisráðueytisins, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 5. des. 1986. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli N _ Fóstrur athugið Viö leitum aö fóstru fyrir leikskólann Barnabæ á Blönduósi. Fóstran þar þarf að leysa forstöðukonu af um aö minnsta kosti þriggja mánaöa skeið frá 1. desember n.k. Barnabær er nýlegur leikskóli velbúinn meö 10 dagheimilispláss og 60 leik- skólapiáss. Hafiö samband viö forstööukonu í síma 95-4530 eöa undirritaðan í síma 95-4181 fyrir 15. nóvember n.k. --------------^ Bílbeltin hafa bjargað UUMFEROAR RAO Aldraðir þurfa líka að ferðast — sýnum þeim tillitssemi yuj^EROAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.