Tíminn - 13.11.1986, Side 5

Tíminn - 13.11.1986, Side 5
Fímmtudagui‘ 13. nóvember 1986 Tíminn 5 Skýrslan um viöskipti Hafskips og Útvegsbankans: Hver braut trúnaðinn? Þingmenn reiöir yfir leka skýrslunnar um viöskipti Útvegsbankans og Hafskips í fjölmiöla Mikil óánægja ríkti í þingsölum í gær vegna fréttaflutnings ljósvaka- fjölmiðlanna af skýrslu um viðskipti Hafskips og Útvegsbankans. Skýrslunni, sem samin er af nefnd þriggja manna, Jóni Þorsteinssyni, Brynjólfi 1. Sigurðssyni og Sigurði Tómassyni, og skipuð var af Hæsta- rétti samkvæmt lögum frá því í desember 1985, var dreift á fundunt Alþingis í gær. Samkvæmt ofangreindum lögum bar rannsóknarnefndinni að hraða störfum og skila skýrslu til viðskipta- ráðherra, sem síðan skyldi gera Alþingi grein fyrir störfum og niður- stöðum nefndarinnar. Það var Jón Baldvin Hannibalsson (A.Rvk.), sem kvaddi sér hljóðs um þingsköp og furðaði sig á því að tilteknir fjölmiðlar hefðu fengið skýrsluna áður en þingmenn, þó svo að lögin segðu svo til um. Innti hann Matthías Bjarnason viðskiptaráð- herra eftir því hverju þessi leki eða trúnaðarbrot sætti og hvort hér væri ekki um að ræða brot á starfsreglum ríkisstjórnarinnar. Viðskiptaráðherra sagði að sér hefði orðið um þegar hann sá frétta- flutninginn. Einhver hefði gerst sek- ur um trúnaðarbrot. Guðmundur Einarsson (A.Rn.) vildi fá að vita um fjölda eintaka í umferð, hverjir hefðu fengið þau í hendur og að síðustu hver hefði framið trúnaðarbrot. „Þetta er þungur áfellisdómur yfir Alþingi" sagði Svavar Gestsson þeg- ar hann harmaði málsmeðferð. Skýrslan hefði verið samin fyrir Alþingi og hefði því átt að vera í höndum alþingismanna eða þing- flokksformanna áður en ráðherrar fengju hana. Krafðist hann þess, að umræða um skýrsluna færi fram á Alþingi hið allra fyrsta, helst þegar á morgun. Þá sagði þingmaðurinn að formenn flokkanna á Alþingi hefðu átt að fá skýrsluna fyrstir, ekki ríkisstjórnin því henni væri ekki treystandi. Matthías Bjarnasori viðskiptaráð- herra sagðist ekkert skilja í þessu óðagoti þingmanna. Hann hefði fengið 20 eintök á mánudaginn og síðan hefðu alls 16 aðilar fengið eintök. Ráðherrar hefðu fengið 10 eintök og hefði Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins fengið eitt þeirra vegna fjarveru Þorsteins Pálssonar fjármálaráð- herra. Bankastjórnir Seðlabanka og Út- vegsbanka hefðu fengið sitt hvort eintakið, eitt eintak hefði farið í skjalaskrá forsætisráðuneytisins og eitt hefði Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti Sameinaðs þings Utvegsbanki/Hafskip: Mun ekki leggja til að bankaráði verði breytt - ósammála aö leysa heföi átt bankastjóra frá störfum, segir Matthías Bjarnason „Það voru einstaka atriði sem koma mér nokkuð á óvart í þessari skýrslu, já. Ég er t.d. ekki þeirrar skoðunar að það hefði átt leysa þá bankastjóra sem nú eru, frá störfum. Ég sé ekki að það hefði breytt nokkrum hlut,“ sagði Matt- hías Bjarnason viðskiptaráðherra í samtali við Tímann í gær. - En hvert verður framhald mála eftir þessa skýrslu ? „Það verður ekkert framhald á því. Hún er bara gerð þessi skýrsla á grundvelli laga. Hins vegar eru tiltekin atriði enn í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins varð- andi Hafskipsmálið í heild og ein- staka.þætti þess sem tengjast með einhverjum hætti bankanum. Síð- an er kannski búið að senda sak- sóknara það, ég get ekki svarað um það, það fer bara eftir gangi þessar- ar rannsóknar." - En munt þú beita þér fyrir einhverjum breytingum í kjölfar þessarar skýrslu, t.d. á bankaráði Útvegsbankans ? „Það er ekki mitt að gera það. Það er Alþingi sem segir til um það og stjórnmálaflokkarnir eftir styrk- leika sínum ráða hverjir eru í bankaráði. En ég mun ekki taka þá tillögu upp að leggja bankaráð niður,“ sagði Matthías Bjarnason, ráðherra. - phh fengið. Viðskiptaráðuneytið hefði eitt eintak og fjögur eintök væru uppi í skáp hjá sér í viðskiptaráðu- neytinu. „Trúnaðarbresturinn virðist vera hjá ríkisstjórninni," sagði einn af útvöldum handhöfum skýrslunnar, Friðrik Sophusson (S.Rvk.) enda væru fordæmi um slíkan leka þaðan þegar Hafskipsmálið var til umræðu á liðnu sumri. Þá sagði Friðrik að Hallur Hallsson fréttamaður hjá RÚV- Sjónvarp hefði hringt í sig og falast eftir skýrslunni, en hann hefði neitað og vísað Halli á viðskiptaráð- herra. Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra sagðist vilja láta kanna hvernig þetta'sérstaka mál lak í ríkisfjölmiðl- ana. En þá ætti einnig að rannsaka það tilfelli þegar brotinn var trúnað- ur á einstaklingum í einangrun. Undir lok umræðunnar sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra vonast til að þetta yrði til þess að bragarbót yrði gerð í með- ferð trúnaðarmála. ÞÆÓ Auðvelt að setja sig í dómarasæti - segir Jónas Rafnar, fyrrum bankastjóri Útvegsbankans Tíminn hafði í gær samband við'Jónas Rafnar, fyrrum banka- stjóra Útvegsbankans frá árinu 1963 til júní 1984 og núverandi formann bankaráðs Seðlabank- ans, og spurði hann hvað hann vildi segja um framkomna gagn- rýni á bankastjóra Útvegsbank- ans, eins og hún birtist I nýútkom- inni Hafskipsskýrslu, svokallaðri. “Það er náttúrlega hægara að setja sig í dómarasætið en að sjá fyrir um alla hluti. Bankastjórnin fjallaði náttúrlega um þessi mál og hafði sinií mann í þessu.“ - f skýrslu nefndarinnar kemur frarn að þess hafi ekki verið gætt að nægar tryggingar væru fyrir skuldbindingum Hafskips ? „Við töldum á sínum tíma að við hefðum tryggingar. En þetta var náttúrlega oft á mörkunum.“ Að öðru leyti vildi Jónas ekki tjá sig um málið þar sem hann hafi ekki enn lesið skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. - phh „Hafskipsskýrslan": Ekkert í skýrslunni kemurokkuráóvart - segir Þórður Ólafsson, forstöðumaður Bankaeftir- litsins. Svara meintum ávirðingum á eftirlitið seinna „Að því er varðar viðskipti Út- vegsbankans og Hafskips, þá er ekkert í þessari skýrslu sem kemur Bankaeftirlitinu á óvart. Allar meginniðurstöður skýrslunnar eru í samræmi við niðurstöður Bankaeft- irlitsins varðandi þessi viðskipti, jafnvel þó þau séu orðuð öðr.u vísi en fram kemur í okkar skýrslu," sagði Þórður Ólafsson forstöðumað- ur Bankaeftirlitsins í samtali við Tímann í gær. „Bankaeftirlitið hefur a.m.k. ellefu sinnum á árabilinu 1975 til 1985, gert úttektir á starfsemi Út- vegsbankans, bæði í heild og ein- stökum útibúum bankans sem að allar hafa farið til bankastjórnar og bankaráðs Útvegsbankans á hverj- um tíma. Allflestar þessara skýrslna hafa einnig farið til hlutaðeigandi bankamálaráðherra á hverjum tíma, þannig að okkar niðurstöður hafa legið fyrir hjá hlutaðeigandi yfir- Lárus Jónsson bankastjóri Útvegsbankans: Fengum rangar upplýsingar völdum bankamála hverju sinni,“ sagði Þórður. „í skýrslu nefndarinnar fáum við á okkur athugasemd um að það hafi ekki verið framkvæmt eftirlit með bankahum á ákveðnu árabili, en að öðru leyti held ég að skýrslan í heild sé ákaflega mikill stuðningur við þau sjónarmið sem við höfum sett fram í okkar skýrslum á þessu árabili. Ég hef ákveðið að tjá mig ekkert um þessar meintu ávirðingar á Banka- eftirlitið fyrr en alþingismenn erú búnir að úttala sig á morgun,“ sagði Þórður Ólafsson að lokum. -phh - ef skýrslan er rétt „ Við vissum ekki annað en að allt sem að fyrirtækið átti væri veðsett, sem síðar reyndist að einhverju leyti ekki vera rétt. Það eru þó ekki nema smáupphæðir miðað við heildarfjár- hæðina" sagði Lárus Jónsson, bankastjóri Útvegsbankans þegar Tíminn innti hann eftir því hvort reynt hafi verið að tryggja að bank- inn hefði nægilegar tryggingar fyrir skuldbindingum Hafskips. „Það má út af fyrir sig segja, svona eftir á að hyggja, að bankastjórnir Útvegsbankans sl. 27 ár hafi ekki haft nægilega gott eftirlit með Hafskip. En mér finnst menn gera allt of mikið úr því að það sé ekkert eftirlit fólgið í neinu öðru en því að hagdeildir fari ofan í einhverjar tölur. Það má fylgjast með þessu á margan annan veg. Hitt er svo annað mál að reikn- ingsskilaaðferðin eins og hún erfærð í ársreikningi Hafskips og undirrituð af löggiltum endurskoðenda, er beinlínis villandi. En jafnframt er því haldið fram í skýrslunni að bankastjórnin hefði átt að geta séð það. Það er svona eftir á, erfitt að segja til um, hvort svo hafi verið,“ sagði Lárus. „Þessi mál komu nú upp alveg í kjölfar þess að við tókum við hér 1984. Þá kom endahnúturinn á þessa erfiðleikasögu, og þvf er haldið fram að við hefðum átt að grípa inn í þá strax um haustið og krefjast þess að aukið yrði eigið fé eða þá að stöðva þetta 27 ára gamla fyrirtæki, en það finnst mér þó ekki sanngjörn krafa. Það má vissulega kenna okkur sem að þessum málum stóðu um að hafa ekki brotið málið til mefgjar, en staðreyndin var hins vegar sú að á haustmánuðum 1984 vissum við ekki hver raunveruleg staða fyrirtækisins var, ef þetta er rétt sem kemur fram í skýrslunni. Ef skýrslan fer með rétt mál og sú eiginfjárstaða sem þar er reiknuð út er rétt og niðurstaða reikningsins rétt, þá hefur eigin- fjárstaða fyrirtækisins og rekstrarn- iðurstaða hvort tveggja verið mjög úr lagi færð til þess að fegra,“ sagði Lárus Jónsson bankastjóri Útvegs- bankans. Leiðrétting: Félagi ekki starfsmadur Þau leiðinlegu mistök urðu í frétt Tímans í gær varðandi ís- lendinga sem tengjast Sea Shep- herd samtökunum að íslendingur sá sem sagt var að hefði verið færður til yfirheyrslna, var sagður vera virkur starfsmaður samtak- anna en það er ekki sánnleikan- um samkvæmt. Maðurinn er fé- lagi í samtökunum, en ekki starfs- maður.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.