Tíminn - 13.11.1986, Síða 11

Tíminn - 13.11.1986, Síða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 13. nóvember 1986 Þjóðin býr við öll skil yrði til að spjara sig Stjórnmálaferli Eysteins Jónsson- ar hafa verið gerð verðug skil í ræðu og riti. Þegar á ungum aldri skipaði hann þá forystusveit sem mótaði stefnu í þjóðmálum og vék aldrei undan því að taka á sínar herðar skyldur og ábyrgð scm forystuhlut- verki fylgja. Þjóðfélagsgerð og lífshættir hafa tekið miklum breytingum sfðan Eysteinn hóf stjórnmálaafskipti. Fáir menn hafa eins mikla yfirsýn yfir þá þróun sem orðið hefur. enda hefur hann staðið í framvarðarsveit um áratuga skeið. En áhugamál Eysteins Jónssonar einskorðast ekki viðstjórnmál. Nátt- úruvernd hefur ætíð verið honum ofarlega í huga og hann er löngu þekktur fyrir þau hugðarefni sín að mönnum beri að umgangast náttúr- una og lífríkið af virðingu og nær- gætni og ástunda heilbrigöa lifnaðar- hætti. Þessi viðhorf hafa sett sinn svip á ævistarí hans og framlag til þjóðmála. Þegar Tíminn fór þess á leit við Eystein að eiga við hann viðtal í tilefni afmælisins taldi Itann nóg fjallað um liðna tíð og enn sem fyrr er framtíðin honum cfst í huga. Hver er framtíðarsýn og vonir hins aldna stjórnmálaskörungs? „ Mér eru ofarlega í huga þær miklu og gleöilegu framfarir sem orðið hafa á íslandi síðan ég var ungur og sem kalla má byltingu til bóta á flestum sviðum. Samt veldur áhyggjum hve mörg vandamál er við að stríða, sem ég læt vera að tíunda, því ekkert skortir á að á þau sé minnst Ég vil mega trúa því að úr vand- kvæðunum takist að bæta eins og svo oft áður- cf menn bera gæfu til að missa ekki verðbólguna af stað aftur. Ég held sem sagt að þjóðin búi við öll skilyrði til að spjara sig og að ánægjuleg þróun sé framundan ef ekki koma til stóráföll að utan. Hvað hefur þú þá helst í huga? Það eru Ijótar blikur á lofti Ég nefni tvennt .mengun og vígbúnað- arbrjálæðið. Mengun magnast óð- fluga vegna eiturefna scnt menn í græðgi sinni og vígbúnaðaræði láta flæða um gjörvalla jörðina, má helst segja eins og komið cr. Mest ber á þessum ósköpum í lofti og á landi - en hvað er að gcrast í sjónum? í því efni berast ófögur tíðindi um enn geigvænlegri fyrirætlanir en áður, sem mengað getur hafið sem nú þegar morar af kjarnorkukafbát- um. Hvað verður um framtíð íslend- inga ef ekki verður snúið við á þeirri braut sem nú er farin og fyrirhuguð er í þessum efnum. Vígbúnaðurinn er svo skelfilegur að hann ógnar öllu lífi á jörðinni og út yfir tekur að nú er farið að búa svo í haginn, að hann færist úr í geiminn. Þetta mengunar- og vígbúnaðar- brjálæði verður að stöðva og útrýma kjarnorkuvopnum og kjarnorkuver- um. Attræður Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra Lýðveldisstofnunin 1944. Eysteinn llytur ræðu við Stjórnarráðshúsið 18. júní. Trúlega verður það dómur sög- unnar, að á fyrri helmingi 20. aldar hafi tvinnast saman einhverjir þýð- ingarmestu örlagaþræðir í sögu ís- lensku þióðarinnar. Á þessum tíma verður Island sjálfstætt ríki undir Danakóngi (1918) og st'ðan fullvalda lýðveldi (1944), - eftir að hafa lotið erlendum yfirráðum í margar aldir. Tuttugasta öldin hefur lt'ka gefið íslensku þjóðinni slíka velmegun, að hún er nú í hópi þeirra þjóða þar sem lífskjör eru hvað best. Ekki er ofsagt að algjör bylting hafi orðið á lifnaðarháttum fslendinga á þessari öld. Ekki komu þessar miklu breyting- ar af sjálfu sér. Frelsið kostaði mikla baráttu, þótt ekki væri hún með vopnum háð. En baráttan fyrir frels- inu varð þjóðinni mikill orkugjafi og sigrarnir í sjálfstæðismálunum vöktu aukna trú á framtíðina. Þjóðin hafði dug til að færa sér í nyt hinar miklu framfarir sem áttu sér stað í veröld- inni, ekki síst eftir lok síðari heims- styrjaldar. Ekki var hikað við að takast á fangbrögðum við miklar framkvæmdir og stórar athafnir. í baráttunni fyrir stjórnarfarslegu- og efnahagslegu sjálfstæði þjóðar- innar, var það mikil gæfa að eiga „aldamótamennina“ með sínar björtu draumsýnir og óbilandi trú á landið sitt. Það var líka gæfa þjóðar- innar, að hún eignaðist dugmikla stjórnmálamenn, sem reyndu með störfum sínum að tryggja það, að draumar aldamótamannanna gætu orðið að veruieika. En fleira kom hér til sem skipti sköpum. Samtök fólksins höfðu komið til sögunnar og áttu eftir að láta til sín kveða í ýmsum myndum. í hópi þessara samtaka var samvinnuhreyfingin, sem festi rætur í Suður-Þingeyjar- sýslu 1882. Þá urðu ungmennafélög- in þýðingarmikil samtök á fyrstu áratugum aldarinnar, „Aldamóta- mennirnir“ voru þar í forystusveit og höfðu þeir næman skilning á þvf, að samvinnufélögin og ungmenna- félögin voru tveir hornsteinar í upp- byggingu frelsis og framfara. Ung- mennafélögin lögðu áherslu á þjóðr- ækni og þjóðfrelsi og sjálft mann- gildið. Samvinnufélögin voru hins vegar sameinaða aflið til að bæta efnahagslega afkomu heimilanna, gefa aukna trú á framtíðina, og stuðla að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Samvinnuhreyfingin byggðist á frjálsum samtökum fjölda einstaklinga á grundvelli lýðræðis. Þannig gat fólkið sjálft með sam- takamætti sínum skapað afl framfara sem varð þýðingarmikill þáttur í efnahagslífi þjóðarinnar. Það fer ekki á milli mála að margar af hugsjónum „aldamóta- mannanna“ urðu að veruleika í tím- ans rás. Dugmiklir og framsýnir stjórnmálamenn, unnu drengilega að því að láta framtíðardraumanna rætast. Þá lyftu samtök fólksins í landinu grettistökum á ýmsum sviðum. Þar í flokki voru samvinnu- félögin aftakamest. Gamalt orðtæki segir: „Veldur hver á heldur". Þetta á við stjórn- málin, rekstur fyrirtækja, félaga- samtökin, já reyndar flestar athafnir mannanna. Það var gæfa samvinnu- hreyfingarinnar að eiga dugmikla frumherja og síðar forvígismenn. Það voru ákveðnar hugsjónir um samvinnu og samtakamátt sem kom hreyfingunni á stað meðal fólksins. Það var því þýðingarmikið að til voru forvígismenn sem gátu túlkað þessar hugsjónir og sameinað fólk undir merki þeirra. Einn af forystumönnunum var Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráð- herra og formaður stjórnar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, sem er 80 ára í dag 13. nóvember. Eysteinn á langan og gifturíkan feril að baki, bæði sem stjórnmála- maður og samvinnuleiðtogi. Hann fæddist og ólst upp á Djúpavogi og kynnist þar ungur hugsjónum sam- vinnumanna og ungmennafélaga. Lærði fyrst í lífsins skóla með því að stunda algenga vinnu til sjós og lands, vann hjá kaupfélaginu í versl- un og á skrifstofu, fór í Samvinnu- skólann til Jónasar Jónssonar, skóla- stjóra, og lauk tveggja vetra námi 1927. Trúlega hefði Eysteinn þá verið reiðubúinn að hefja störf innan sam- vinnuhreyfingarinnar, ef Jónas skólastjóri, sem þá var mesti ráða- maður í Framsóknarflokknum, hefði ekki ætlað honum annað hlutverk. Þannig voru mál með vexti, að Jónas lagði sig fram um að fá unga menn til starfa fyrir Fram- sóknarflokkinn. Ljóst er að í Ey- steini sá hann efnilegan stjórnmála- mann, enda kvaddi Jónas hann til starfa sem aðstoðarmann sinn, þegar hann var ráðherra 1927 í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar. Eysteinn hafði nú kastað teningn- um. Stjórnmálabrautin var ráðin og framinn var skammt undan. Hann varð foringi ungra framsóknar- manna, hafði þá þegar fengið orð fyrir að vera ræðuskörungur. Ey- steinn verður svo fjármálaráðherra í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1934, sem var samstjórn Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks og fékk nafnið „Stjórn hinna vinnandi stétta". Eysteinn var þá aðeins 27 ára gamall og þá orðinn þingmaður Sunnmýlinga. Heimskreppan var þá í algleymingi og reyndi að sjálfsögðu mikið á fjármálaráðherrann að ráða fram úr erfiðum málum. Varla verður um það deilt, að Eysteinn stóðst með mikilli prýði fyrsta prófíð í ráðherrastóli. Á löng- um stjómmálaferli sínum, sem ekki verður rakinn hér, enda gerð góð skil í þriggja binda æviminningum, - átti Eysteinn eftir að gangast undir mörg próf, bæði í ráðherrastólum og á Alþingi. Þau próf stóðst hann þannig, að hann verður talinn einn af mestu stjórnmálamönnum. lands- insáárunum 1934-1974. Hann mark- aði djúp heillarík spor í þjóðlíf íslendinga á þessum árum. Þegar þjóðin er að brjótast út úr fátæktinni og byggir upp velferðarríki, sem ekki á sér marga jafningja. Eysteinn Jónsson var ekki aðeins stjórnmálaforingi, - hann var líka forystumaður í íslensku samvinnu- hreyfingunni. Störf hans á þeim vettvangi standa mér nálægt, enda átti ég þar samvinnu með honum í áratugi. Ég er ekki frá því, að samvinnuhugsjónirnar, sem Ey- steinn hefur borið í brjósti frá unga aldri, hafi orðið honum til styrktar í stjórnmálabaráttunni, enda hefur samvinnupólitík verið hluti af hans lífsviðhorfi. Á sama hátt hefur það verið samvinnuhreyfingunni ómet- anlegur styrkur, að eiga slíkan mál- svara sem Eysteinn Jónsson hefur verið, hvort sem var í ríkisstjóm, á Alþingi eða í daglegu starfi. Það hefur verið samvinnuhreyf- ingunni enn mciri nauðsyn að eiga góða málsvara, vegna þess, að frá því að henni tók að vaxa fiskur um hrygg, hefur hún átt mótherja sem hafa lagt sig fram um að hefta framgang samvinnustarfsins í því augnamiði að styrkja samkeppnisað- ilana. Hefur starf þessara aðila verið með ýmsu móti: Það hefur snert lagasetningar á Alþingi, fyrirgreiðsl- ur til mótherjanna í sumum ríkis- stofnunum og ráðuneytum, ákvarð- anir borgaryfirvalda, sem iðulega hafa lagt steina í götu samvinnufé- laganna á sama tíma sem verið er að hygla samkeppnisaðilunum. Það hefur því ekki verið vanþörf á því, að samvinnuhreyfingin ætti málsvara á Alþingi, enda hafa mót- herjarnir verið þar vel mannaðir. Víðar f stjórnkerfinu þyrfti hún að eiga málsvara. Störf Eysteins Jónssonar innan samvinnuhreyfingarinnar hafa yerið margþætt. Hann átti stóran þátt í stofnun Kaupfélags Reykjavíkur árið 1931. Var hann formaður félags- ins frá upphafi uns það sameinaðist öðrum hliðstæðum félögum í Kaup- félag Reykjavíkur og nágrennis (KRON) sem sett var á stofn árið 1934. f stjórn Sambandsins var Eysteinn kjörinn 1944 og sat þar óslitið til 1978. Hann gegndi stöðu varaformanns árin 1946 til 1975 en var þá kjörinn formaður Sambands- stjómar sem hann gegndi til 1978. Hafði hann þá setið í Sambands- stjórn í 44 ár. Þá hefur Eysteinn átt sæti í stjórn Menningarsjóðs Sam- bandsins um árabil. Þekking og reynsla Eysteins Jóns- sonar af þjóðmálum og starfsháttum víðsvegar um landið kom að góðu liði við stjómarstörf hans í Sam- Útivist og samneyti við náttúruna hafa löngum verið hugaðarefni Eysteins. Hér er hann í fararbroddi ungra skíðaiðkenda. Fimmtudagur 13. nóvember 1986 bandinu. Á Sambandsstjórnarfund- um fór oft mikill tími í umræður um málefni kaupfélaganna. Félögin leit- uðu oft til stjórnarinnar, þegar þau höfðu við vandamál að stríða í rekstrinum. Eysteinn var bæði til- lögu- og úrræðagóður þegar leysa þurfti úr vandamálum. Oftast var hann hveljandi þegar uppbyggingar- starf var rætt. íslensk samvinnuhreyfing á Ey- steini Jónssyni miklar þakkir að gjalda. Brennandi áhugi hans á mál- efnum samvinnufélaganna hefur verið óþrjótandi. Með löngu starfi í Sambandsstjórn hefur hann tengt saman nútíð og fortíð. Reynsla hans af störfum Alþingis og í störfum ríkisstjórna hefur verið þýðingar- mikil. Að eiga hann sem málssvara í svona langan tíma hefur verið samvinnuhreyfingunni ómetanlegt. Ekki má ljúka afmælisgrein um Eystein Jónsson, án þess að minnast á hug hans til íslenskrar náttúru. Eysteinn hefur verið „náttúrubam“, mikill útivistarmaður, mikill nátt- úruskoðandi. Jafnvel í mestaannríki stjómmálanna gaf hann sér tíma til þess að ganga á vit móður náttúm. Þangað sótti hann andlega hvíld og styrk til að takast á við vandamálin. Útiveran, skíðaferðir og göngur á fjöll hafa örugglega reynst mikil og góð heilsubót, enda má sjá, að Eysteinn hefur borið aldurinn vel, ekki síst þegar tillit er tekið til þess andlega álags sem fylgir því að vera í forystu stjómmálanna. Áhugi Eysteins fyrir íslenskri nátt- úru varð til þess að hann hóf afskipti af náttúruvernd og umhverfismál- um. Þessum málum helgaði hann að hluta störf sín. Hann hafði t.d. forystu um nýja náttúruverndarlög- Alþingi var löngum starfsvettvangur Eysteins Jónssonar. Hér er hann í ræðustóli. gjöf og varð formaður náttúruvernd- arráðs árið 1972. Því starfi gegndi hann í nokkur ár. Eysteinn hefur ferðast mikið um landið og skoðað náttúru þess. Hann þekkir þar margan krók og kima, fjöll og dali. Gönguleiðirnar í kring- um Reykjavík eru kunningjar hans. Þótt aldurinn hafi færst yfir er útiver- unni ekki gefin grið. Farið er á skíði, þegar færi gefst, ekki bara á göngu- skíðin. Haldið er í Bláfjöllin og farið þar í stærstu lyftunni upp í hæstu brekkumar. Þar hafa menn séð Eystein renna sér í rólegu svigi af miklu öryggi niður hlíðarnar. Nú hefur nýr fjallstoppur verið klifinn, - sá áttræði. Er það merkur áfangi, mikið og merkilegt ævistarf Ljósm. Pjetur Sigurðsson. er að baki. Eysteinn getur glaður litið yfir viðburðaríka ævi. En sagan mun varðveita verkin hans. f einka- lífi hefur Eysteinn verið mikill gæfu- maður, átt farsælt og hamingjusamt heimilis- og fjölskyldulíf. Sólveig kona hans hefur verið styrkur lífs- förunautur, stjórnað heimilishaldinu með einstakri prýði. Þá hefur barna- lán aukið gæfu þeirra hjóna. íslenskir samvinnumenn flytja Eysteini Jónssyni innilegar þakkir fyrir mikil og góð störf í þágu samvinnuhreyfingarinnar og árna honum, Sólveigu og fjölskyldunni allra heilla á þessum merku tíma- mótum. Persónulega færi ég Eysteini bestu þakkir fyrir gott og mikið samstarf á liðnum áratugum. Við Margrét þökkum honum og Sól- ..II. ÁRNAÐ HEILLA .. ...... ...... .i veigu, einlæga vináttu í gegnum árin og sendum þeim og fjölskyldunni okkar bestu óskir um bjarta framtíð. Erlendur Einarsson. í dag á áttræðisafmæli sá maður, sem hefur haft meiri áhrif á störf og stefnu Framsóknarflokksins en nokkur maður annar, Eysteinn Jónsson. Jónas Jónsson á að því leyti mikil- vægasta þáttinn í sögu flokksins, að hann var aðalstofnandi hans og helsti leiðtogi, ásamt Tryggva Þórhallssyni fyrstu áratugina, en Eysteinn Jóns- son kemur þó snemma til sögu eða upp úr 1930 og verður eftir það eljusamasti foringi hans. Það er réttilega sagt, að það sé oft meiri vandi að gæta fjár en að afla þess. Sé stuðst við þessa líkingu hafa Jónas og Tryggvi aflað fjárins, en það varð hlutverk þeirra Eysteins Jónssonar og Hermanns Jónassonar að gæta þess. Það gerðu þeir með slíkum árangri að enginn flokkur, sem telj- ast má hliðstæður Framsóknar- flokknum á Norðurlöndum og fleiri vestrænum Evrópulöndum, hefur haldið hlut sínum betur en Fram- sóknarflokkurinn í tímans rás. Og enginn maður á meiri þátt í því en Eysteinn Jónsson sakir viljafestu og viljaþreks, ósérplægni, skarp- skyggni og umgengnishæfileika. Einhver kann að segja, að með þessu sé verið að gera lítið úr hlut Hermanns Jónassonar og Ólafs Jó- hannessonar. Því fer þó fjarri. Hermann Jónasson var ómetanlegur foringi á örlagastundunr, en hann átti það til inn á milli að slá nokkuð slöku við, því að hann átti fleiri hugðarefni en stjórnmálin, eins og skógrækt og fagrar bókmenntir. Hann gat það líka með góðri sam- visku, því að nánasti samstarfsmað- ur hans stóð alltaf jafn örugglega á verðinum, Eysteinn Jónsson. Á Ólafi Jóhannessyni hvíldi svo það að taka eiginlega við hlutverki beggja og sýndi þá bæði nrikla mannkosti og forustuhæfileika. Það er um og upp úr 1930 sem þeir Eysteinn Jónsson og Hermann Jón- asson koma til sögu og með þeim hefst félagsskapur og vinátta, sem hélst síðan óslitið. Hún byrjaði með því að þeir gerast forustumenn í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Undir leiðsögn þeirra á það sína mestu blómatíð. Svo áberandi og þýðingarmikið var þetta starf þeirra, að andstæðingarnir gáfu þeim sér- stakt nafn og kölluðu þá hina bæjar- radikölu. Þeirlétu heidurekki lenda við orðin ein. Þannig gerðist Ey- steinn Jónsson forustumaður að stofnun Kaupfélags Reykjavíkur og fyrsta byggingarsamvinnufélags á landinu. Þeiruxusvofljótt afþessum og öðrum verkum sínum, að 1934 var þeim falið það mikla verkefni að stjórna landinu á erfiðustu fjárhags- tímum, sem hér hafa verið á þessari öld. Margir óttuðust þá, að það myndi ríða hinu unga sjálfstæði íslands að fullu. Sú varð þó ekki raunin, heldur komst ísland nokk- urn veginn klakklaust yfir þessa erfiðleika, sem virtust óviðráðanleg- ir um skeið. Enginn maður átti meiri þátt í því en Eysteinn Jónsson, sem var bæði fjármálaráðherra og við- skiptamálaráðherra á þessum árum og tók fjármálastjórnina svo föstum tökum, að sigur vannst á erfiðleikun- um. Síðar var Eysteinn oft fjármála- ráðherra og hefur gegnt því starfi lengur en nokkur annar og betur en nokkur annar. Þar naut viljafesta og ábyrgðartilfinning hans sín til fulls. Ég hygg, að nú orðið sé þetta ekki lengur aðeins álit samherja hans, heldur einnig sanngjarnra andstæð - inga, sent horfa ekki lengur yfir söguna með flokksgleraugum. Ég ætla mér ekki að gera tilraun til þess að rekja hér allan stjórnmála- feril Eysteins Jónssonar og þau for- ustuhlutverk, sem hann hefur gegnt á fjölmörgum sviðum. Eitt get ég þó ekki látið ónefnt. Hann hóf fyrstur t'slenskra stjórnmálamanna baráttu fyrir umhverfisvernd og hefur á undanförnum árum verið sívakandi talsmaður hennar, bæði innan flokks og utan. Síðasta verk hans í þeim efnum var á nýloknu flokksþingi framsóknarmanna, þegar hann flutti tillögu um, að inn í utanríkismála- kaflann t' sérstakri stefnuskrá, sem er í smíðum, kænri setning um að íslendingar legðu sinn fyllsta skerf til umhverfisverndarbaráttunnar í samstarfi þjóðanna. Á þessurn tímamótum í lífi Ey- steins Jónssonar, er mér ekki aðeins minnisstæð hin glæsilega stjórnmála- saga hans, heldur maðurinn sjálfpr og persóna hans. Ég hefi átt því láni að fagna að vinna náið með honum í marga áratugi eða nær óslitið síðan ég kom sem 17 ára unglingur til Reykjavíkur. Ég átti einnig því láni að fagna að vinna alllengi með þeim Jónasi Jónssyni og Hermanni Jón- assyni. Fyrir mig var einu sinni lögð sú erfiða spurning hvern þeirra ég mæti mest, án þess að vera þó að leggja dónr á þátt þeirra í þjóðarsög- unni. Ég svaraði eftir nokkuð langa og erfiða umhugsun: Eystein Jónsson. Það hefur verið réttilega sagt um Eystein Jónsson, að hann væri ntikill flokksmaður. En þó hefur hann ekki verið flokksmaður fyrst og frernst. Á öllum fundunr, sem ég hefi setið mcð honum, þar sem rætt hefur verið um afstöðu flokksins til þýð- ingarmikilla mála, hefur það verið fyrsta boðorð Eysteins: Hvað er best fyrir þjóðina og hvernig getur flokk- urinn túlkað þá afstöðu best. Ákvarðanir um slíkt hafa oft verið erfiðar og komið flokknum misjafn- lega vel. En þetta sjónarmið hefur jafnan ráðið afstöðu Eysteins Jóns- sonar. Það mun ekki í upphafi hafa verið ætlun Eysteins Jónssonar að gera stjórnmálin að ævistarfi. Eftir að hafa lokið námi úr Samvinnuskólan- um hélt hann aftur austur á Djúpa- vog og stundaði þar sjómennsku og fleiri störf, en sjómennskan mun hafa fallið honum allvel. Hún átti ekki fyrir honum að liggja. Árið 1927 gerðist sá sögulegi stjórnmálaatburður, að íhaldsmenn töpuðu kosningunum og Framsókn- arflokkurinn myndaði stjórn með stuðningi Alþýðuflokksins. Skömmu síðar hringdi Jónas Jónsson, sem orðinn var ráðherra, í Eystein Jónsson og bað hann að koma til starfa t' stjórnarráðinu. Eysteinn varð við þeirri beiðni og fékk það hlutverk að endurbæta og skipuleggja ýmis vinnubrögð í stjórnarráðinu, og fór m.a. vegna þessa starfs til náms í Bretlandi. Eftir heimkomuna vann hann að því að breyta í nútfmahorf öllu bókhaldi fjármálaráðuneytisins og sýslu- manna landsins. Andstæðingarnir gerðu lítið úr þessu til að byrja með, en breyttu síðar bókhaldi Reykja- víkurbæjar í sama horf. Þetta starf lagði að vissu leyti grundvöllinn að stjórnmálaferli Eysteins. Fyrir þingkosningarnar vorið 1931 fóru fram fyrstu útvarps- umræðurnarumstjórnmál. Þaðvoru yfirleitt dómar manna, að þar hefðu ræðumenn Framsóknarflokksins far- ið með sigur af hólmi. Hin mikla og snjalla mælska Tryggva Þórhallsson- ar naut sín þar vel, en Eysteinn Jónsson vakti þó öllu meiri athygli, því að þjóðin þekkti orðið hina áhrifamiklu mælsku Tryggva Þór- hallssonar. Hinn ungi ræðumaður Framsóknarflokksins skýrði hins vegar flóknar tölur fjármálanna svo glögglega og skiljanlega og hélt svo vel á málum, að íhaldsmenn urðu að viðurkenna að hann hefði borið af

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.