Tíminn - 13.11.1986, Side 13

Tíminn - 13.11.1986, Side 13
Fimmtudagur 13. nóvember 1986 Tíminn 13 ARNAÐ HEILLA IIIIIIIIIIIIIIIIII lllllllllí llliliillllll minni innan þeirrar hófstillingar, sem einkennir Eystein Jónsson. En þrátt fyrir alla hæfileika Ey- steins leyfi ég mér að lokum að fullyrða, að hann hefði ekki náð eins langt og afrekað eins miklu og raun ber vitni, ef hann hefði ekki notið eins góðrar eiginkonu og Sólveig Eyjólfsdóttir hefur reynst honum. Hún hefur orðið að sætta sig við rniklar fjarverur bónda síns vegna fundarhalda stærri og smærri og ferðalaga víðsvegar urn landið. Mik- ill gestagangur hefur jafnan verið á heimili þeirra, þótt oftast væru efnin af skornum skammti. 1 dag munu þau hjón vera að heiman og dvelja í hópi barna og barnabarna, sem er fjölmennur. Þangað flyt ég honum og Sólveigu bestu þakkir mínar og Ragnheiðar fyrir löng og ánægjuleg kynni, og ég veit, að það get ég einnig mælt fyrir hönd flokkssystkina hans um allt land, sem óska honum allra heilla á þessum merka afmælisdegi hans. Þórarinn Þórarinsson Tíminn er iöinn og árunum fjölgar og nú er Eysteinn Jónsson orðinn áttræður. Hann er hinn hressasti, fer á skíði og er fullur áhuga fyrir velferð manns og lands. Þetta fellur ekki allskostar að hefðbundinni ímynd áttræðs manns. En það þarf ekki að koma okkur á óvart sem átt höfum með honum langa samleið. Það er nefnilega orðið nokkuð langt síðan hann gerðist fulltrui okkar Sunnmýlinga á Alþingi 1933. En nálega jafnskjótt var hann skipaður ráðherra, og hann hafði þá einnig haslað sér völl í forystusveit Fram- sóknarflokksins og um leið tekið sér stöðu í fremstu víglínu á orustuvelli landsmálanna. Um síðustu helgi sat Eysteinn flokksþing með félögum sínum og bar ekki á öðru en honum entist þróttur til að sitja langa fundi og leggja nokkuð það til mála sem menn skildu. Þótt Eysteinn Jónsson sé þannig búinn að vera með í leiknum í ein sextíu ár og litlu skemur í framvarða- sveitinni, full fjörutíu ár á Alþingi og ráðherra hálfan þann tíma, þá er það nú annað en hár þjónustualdur sem gerir stjórnmálaferil hans eftir- minnilegan. Að minni hyggju er það annars vegar vinnubrögð og fram- ganga. Hann er ákaflega fylginn sér að hverju verki, var einn harðastur baráttumaður á málþingum, en einnig mjög laginn og og þrautseigur samningamaður. Á hinn bóginn er svo það hversu vel honum hefur tekist hvort tveggja, að beita sér um árabil að yfirgripsmiklu viðfangs- efni, fjármálastjórn ríkisins og öðr- um þáttum efnahagsmála, og taka jafnframt hressilega til hendi á mörg- um öðrum sviðum. Nægir þar að nefna sem dæmi samvinnumál og frumkvæði og forystu um náttúru- vernd og skipulega landnýtingu. Eysteinn „sló í gegn“ þegarstjórn- málaumræðum var útvarpað fyrsta sinni hér á landi vorið 1931 og varð þegar landskunnur. Hann hefur alltaf verið ferðagarpur og ferðaðist um landið þvert og endilangt að kynna stefnu og störf Framsóknar- flokksins. Nýttist það honum vel til að öðlast haldgóða þekkingu á hög- um þjóðarinnar og störfum og áhugamálum fólks í öllum landshlut- um. Til hliðar við þau fjölmörgu við- fangsefni Eysteins Jónssonar sem nú mundu vera kölluð „landsvíð“ - og voru það - liggur verksvið sem stundum gleymist þegar hugað er að ferli stjórnmálamannsins. En það er „kjördæmi þingmannsins“ og það sem því fylgir og fylgja ber. - Eysteinn var þingmaður Sunnmýl- inga í fjórðung aldar og síðan allra Austfirðinga í fimmtán ár. Þann þátt langar mig að drepa á í tilefni afmælisins. Þetta tímabil varð í meira lagi viðburðaríkt á Austfjörðum, eins og annars staðar á okkar kæra landi. f hverju byggðarlagi var sótt fram til betri lífskjara með margháttaðri uppbyggingu. Forvígismenn í héraði á fjölmörgum sviðum - eiga þar merka sögu að baki. Á margan hátt tengdist framfarasókn héraðanna löggjöf, fjárveitingum og fleiri að- gerðum stjórnvalda. Þannig koma alþingismenn sjálfkrafa og eðlilega að þessari sögu með stuðning og stundum frumkvæði. Þeirsem mestir eru atgervismenn reynast þá jafnan átakamiklir þótt mörg önnur störf hvíli þeim á herðum. - Þetta bar yður að gjöra og hitt eigi ógjört láta. Aldrei hef ég nú heyrt Eystein Jónsson hafa yfir þennan ritningarstað. En í stjórn- málabaráttunni fór hann nákvæm- lega eftir þessum hörðu fyrirmælum! Lýsti það sér meðal annars í því hversu mikla alúð hann lagði við tengslin austur, á þeim árum sem hann hafði hvað mest að sýsla í höfuðstöðvunum, á Alþingi og í ríkisstjórn, að ógleymdum störfum ritara og seinna formanns Fram- sóknarflokksins. Örðugt er að gefa til kynna um- fang kjördæmismálanna frá 1933 til 1974, en nefna má nokkra þætti. Víðtæk löggjöf gildir um atvinnu- vegi okkar eins og allir vita og margvísleg afskipti stjórnvalda koma til greina. Fyrsta þingmál Eysteins fjallaði til dæmis um bygg- ingu síldarverksmiðju í Neskaup- stað. Á fyrstu þingmannsárum hans stóðu Austfirðingar í bátakaupum og byggðu sín fyrstu hraðfrystihús. Þau þörfnuðust auðvitað endurbóta á sínum tíma, og í þann mund sem Eysteinn hætti þingmennsku var að Ijúka nýbyggingu frystihúsa um alla Áustfirði. Fiskiskipaflotinn stækk- aði jafnt og þétt að því marki sem nú er hann og var ekki alltaf auðvelt við að eiga. Stærsta breytingin í sjávarútvegs- málunum í þingmannstíð Eysteins Jónssonar var sú, að vertíða-formið var úr sögunni og við tók „heils árs“ Eldri Austfirðingar muna auðvit- að vel samskiptin við Eystein um velferðarmál byggðanna og hugsa vel til hans á afmælinu þeirra vegna. En hér fcr sem forðum að góðar þykja gjafirnar og þó vináttan meira virði. Og þá verður okkur einnig hugsað til Sólveigar. Heim til þeirra Sólveigar og Eysteins er ætíð gott að koma. Sum okkar dvöldu þar dögum oftar. Við skildum það þá, að skör- ungsskapur húsfreyj unnar gerði hús- bóndanum kleift að sinna einnig okkar aðskiljanlegum erindum meira og betur en ella. Og meðal annarra orða: Það eru aðeins ellefu dagar síðan hún Sólveig fyllti átt- unda tuginn að hálfu, því hún varð 75 ára 2. nóvember. Afmælisóskir okkar í dag beinast því til hjónanna beggja. Eg ætla ekki í þessari afmælis- kveðju að ræða samstarf okkar Eysteins. Síðustu 25 árin sem hann sat á Alþingi var ég þar við hús, lengst af sem þingmaður en líka varamaður. Og marga ferðina fórum við saman um fagrar byggðir Austur- lands, allt frá því að ég reiddi hann yfir Mjóafjarðarheiði á rauðum hrossum skömmu eftir að hann var körinn þingmaður Sunnmýlinga og þar til við ókum suðurleiðina ásamt eiginkonum okkar ekki alls fyrir löngu. Vil ég geta þess hér, að allar okkar ferðir „um kjördæmið" fórum við, með leyfi að segja, í „himinsins- dýrðar- blessaðri- bltðu" eins og komist er að orði í dagbók látins sveitunga. - Þetta kann að þykja ótrúlegt, en svona var það nú samt! Og í hátt við þetta voru öll okkar samskipti. Égáþvímargsaðminnast og margt að þakka þeim áttræða. En samskiptum okkar er raunar ekkert lokið! Og formlega framlengdum við þau þegar báðir voru hættir þingmennsku - um nákvæmlega eitt kjörtímabil! Á þeim misserum skráði ég ágrip af sögu Eysteins í þremur bindum, en hann veitti mér ómetanlega aðstoð við öflun heim- ilda og upprifjan löngu liðinna at- burða. Ég veit það mæli ég fyrir munn allra Austfirðinga, sem kynnst hafa Sólveigu og Eysteini, þegar ég nú árna þeim allra heilla með afmælin og bið þeim blessunar í framtíðinni. Vilhjálmur Hjálmarsson. í ræðustóli á hátíöarfundi vegna afmælis Sambands ísl. sainvinnufélaga. til starfa. Eftir fjörutíu ár var nánast erfitt að þekkja sig eins og sagt er. Orkuver höfðu verið byggð, lands- hlutar tengdir og orkuveiturnar teygðu arma sína um allar byggðir og inn á hvert heimili, einnig sími, útvarp og sjónvarp. Slíkt hið sama gildir um vegakerfið sem við gagn- rýnum daglega en var nánast ekki til á Austurlandi um 1930. Og hring- vegurinn var einmitt opnaður árið og erfiði. En það er ærin umbun hverjum sem heilbrigða hugsun hefur, að fylgjast með þróun af þessum toga og verða á stundum þátttakandi í gleði þeirra sem síðan nutu ávaxta gagnlegra framkvæmda á heimaslóð. Það ætla ég og að sá „yndisarður" hafi reynst Eysteini drýgri en eila vegna traustra og oft persónulegra tengsla við fólkið heima í kjördæmi. bjargræði var sótt bæði til sjós og lands og börnin tóku þátt í störfum fullorðna fólksins frá fyrstu tíð. Hann nauðaþekkti því lífskjör og lifnaðarhætti og gat rætt við fólkið um daglegu störfin jafnt og önnur áhugamál eðlilega og þvingunar- laust. Þegar ég tók að setja línur á blað vegna áttræðisafmælis Eysteins Jónssonar ákvað ég strax að vekja athygli á „kjördæmaþættinum" í hans pólitíska starfi, því ég held að sá þáttur sé, af alveg eðlilcgum ástæðum, óljósastur í vitund al- mennings. En án hans vantarsterkan drátt í myndina af starfsferli þcssarar öldnu kempu. Því þessi þáttur er að minni hyggju stórmerkur og í alla staði heilbrigður og eðlilegur. Hringvegurinn var mikið baráttumál Eysteins. Hér flytur hann ræðu við opnun hans 1974. atvinnurekstur, með tilkomu stórra veiðiskipa og öflugra og vel búinna vinnslustöðva. Á þeim áratugum sem hér um ræðir gekk landbúnaður á Austur- landi í gegnum mikla örðugleika af völdum harðæra og sauðfjársjúk- dóma. Engu að síður varð stórfelld uppbygging í sveitunum og var rækt- unarátak áranna um og uppúr 1950 undirstaðan. Mikið var byggt heima við, vélvæðst af kappi og reistar vinnslustöðvar fyrir afurðirnar. Nátengdar atvinnulífinu eru svo opinberar framkvæmdir í raforku- og samgöngumálum og fjarskiptum. Á þeim sviðum öllum var flest óunnið þegar kynslóð Eysteins kom sem Eysteinn Jónsson lét af þing- mennsku. - Vitanlega var enginn flugvöllur til 1933 og ekkert af þeim hafnarmannvirkjum sem notuð eru í dag. Og nærri liggur að sama megi segja um sjúkrahús og heilsugæslu- stöðvar og jafnvel skólabyggingar. Ég ætla samt ekki að lengja þessa upprifjan. Allt blasir þetta við aug- um ef maður stingur við fótum og litast um. Hraði framkvæmda er umdeilanlegur og mikið vill meira. En það varð hlutskipti Eysteins sem áhrifamanns á Alþingi og í ríkis- stjórn að koma með einum eða öðrum hætti að þessum viðfangs- efnum og leggja þeim lið. Það tók sinn tíma og því fylgdi auðvitað erill Ég hef haldið til haga nokkrum dæmum frá samskiptum Eysteins Jónssonar við Sunnmýlinga og seinna Austfirðinga á þingmannsár- unum og sagt frá sumum þeirra á öðrum vettvangi. Eftirminnilegast er mér „samtal“ hans við daufdumba manninn og gleði beggja þegar þeim varð ljóst að báðir skildu! En um- mæli Sigurðar á Hamri lýsa því trúnaðarsambandi sem var svo ríkj- andi. Einhvern veginn er það nú svona: „Alltaf skil égEystein best.“ Það sem auðveldaði Eysteini að rækja persónuleg kynni við fólk á Austurlandi, auk eðlislægra mann- kosta, var það að hann er fæddur og alinn upp í austfirsku þorpi þaír sem

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.