Tíminn - 23.11.1986, Side 8

Tíminn - 23.11.1986, Side 8
8 Tíminn Sunnudagur 23. nóv 1986 ■ Bæsuð eik með glerskáp og barskáp kr. 29.800.- HUSGÖGN OG ■*“ TTINGAR co fiQ NDSBRAUT 18 UO Uv7 Verð kr. 108.500.- 3ja sæta og 2 stólar Vönduð framleiðsla úr 1. flokks leðri Höfum enn fengið nýja sendingu Allar gerðir spónlagðar ÓDÝR FINNSK LEÐURSÓFASETT Vandaðar ódýrar veggskápasamstæður frá Finnlandi Mæöginin í Buckinghamhöil virð- ast ekki á sama máli og Thatcher um afstöðuna í félagsmálum í breskum stórborgum. um hefur hann sagt að borgirnar séu „rotnandi" og að þær „skrúf- ist dýpra og dýpra niður í eymd- ina“. Hefur hann hvatt stjórnina til þess að sinna betur vandamál- um þessum. Enn meiri athygli hefur það svo vakið að prinsinn hefur farið dulbúinn í bifreið að nóttu til og skoðað London upp á eigin spýtur og kynnt sér húsnæðis- leysið. Hann hefur séð fólk hringa sig saman undir brúm og á járnbrautarstöðvum við verstu aðstæður. Einnig hefur hann heimsótt skýli fyrir atvinnu og húsnæðislausa unglinga og rætt málin við þá. Og hann horfir ekki aðeins á, hann hefur líka reynt að rétta hjálparhönd. Ýmsar hjálparstofnanir hafa verið settar á fót að frumkvæði hans, sem eiga að miða að því að draga úr atvinnuleysinu og vandræðunum. Einn forstöðumanna þessara stofnana, „The Prince's Trust“ sagði fréttamanni Tímans að prinsinn léti sér mjög annt um vandamálin í London. “Hann hefur alltaf hvatt okkur til þess að hjálpa þeim sem í mestri neyð eru,“ segir hann. Hann minntist á rannsóknaferðir prinsins meðal hinna nauð- stöddu og sagði : „Þannig hefur prinsinn getað séð það eigin augum hve skelfilegt ástandið er meðal margra unglinga í London“. Maghoni með 2 glerskápum kr. 38.900.- Bæsuð eik með 2 glerskápum kr. 43.800.- og konungs- fjölskyldunnar? Drottningin og prinsinn virðast hafa allt önnur viðhorf til málanna en stjórnin BBretar standa nú frammi fyrir merkilegu fyrir- bæri,- hugmyndafræði- legum og pólitískum klofningi milli konungsfjölskyldunnar og stjórnarinnar. Pessi ágreiningur endurspeglar ágreining sem þeg- ar er ríkjandi f íhaldsfíokknum, sem heldur um völdin og líka djúpan hagsmunaágreining hjá þjóðinni í heild. Þessi ágreining- ur gæti sem best farið vaxandi og orðið aö vanda þar sem stjórnin stæði til hægri, en konungsfjöl- skyldan í miðju eða heldur til vinstri. Þótt þeim í konungsfjölskyld- unni sé samkvæmt stjórnar- skránni ekki heimilt að tjá sig um pólitisk málefni, þá sést það við athugun á ræðum drottning- ar og Karls prins og í ýmsum yfirlýsingum frá höllinni hverjar grundvallarskoðanir þeirra eru þar á bæ. Blöð höfðu það eftir mönnum sem kunnir voru ráð- gjöfum drottningar fyrr á þessu ári að hún áliti stjórn Thatchers umdeilanlega stjórnvitra og ekki njóta nægrar samúðar lands- manna. Sagt var að drottningu hefði ekki líkað of vel þátttaka Breta í sprengjuárásinni á Líbýu og enn að hún teldi að stjórnin ætti að hlynna betur að þeim sem minna mega sín í Bretlandi. Þótt þessu væri öllu neitað í Buckinghamhöll, þá kröfðust ýmsir íhaldsleiðtogar þess að þeir embættismenn hallarinnar. sem ábyrgir væru fyrir sögunum, yrðu látnir víkja. Þá er talið að drottning hafi álitið að það skaðaði breska heimsveldið að Bretar mæltu gegn viðskiptaþvingunum á S- Afríku. Meiri hluti samveidis- þjóðanna, sem einkum eru þriðja heims þjóðir, var mjög andvígur þeirri afstöðu Thatchers. Þetta kom illa við drottningu, sem er höfuð sam- veldisins og í orði kveðnu þjóð- höfðingi margra af löndunum. Ekki gerir það stöðu hennar auðveldari að hún er líka æðsti maður ensku biskupakirkjunn- ar, sem á síðari árum hefur orðið æ gagnrýnni á stjórnarfar- ið í Bretlandi. Sagt var í gamni og alvöru hér áður um ensku kirkjuna að hún væri „íhalds- flokkurinn lagstur á bæn“, sem bendir til að hún hafi þótt mjög til hægri. En þetta hefur breyst. Er nú kirkjunni lýst svo að hún megi fremur kallast „Kratar á bæn“, eða jafnvel “Verka- mannaflokkurinn á bæn“. En kannske hefur afstaða Karls prins ekki skipt minna máli. Þótt hann hafi ekki látið neinar pólitiskar yfirlýsingar frá sér fara, þá þykir það ljóst af tóninum og efnisvalinu í ræðum hans hver sjónarmið hans eru. Augljóst er að hann lætur sér ekki á sama standa um neyðina í stórborgunum, húsnæðisleysið og atvinnuleysið. í nýlegum ræð- agreimngur milli Thatcher David Kyes: Pólitískur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.