Tíminn - 23.11.1986, Page 10
10 Tíminn
„Enginnget-
ur látið sér
detta í hug
hve okkar
samvera er
falleg,“ seg-
ir Helga.
(Tímamynd Fjetur)
Það er sagt um ellina að hún sé það sem allir vilja verða en enginn
vera. Það er þó með þetta spakmæli eins og svo mörg önnur að
í því er enginn endanlegur sannleikur fólginn. Fólk getur ráðið
því nokkuð sjálft hvernig ævikvöldið verður, eins og önnur
æviskeið, hafi það þá heilsu og krafta til að njóta þess sem lífíð
hefur að bjóða og þá ekki síst rétt lífsviðhorf. Heilsubrest geta
menn svo sem beðið á öðrum æviskeiðum líka. Cicero taldi ellina
besta kapítula ævinnar og hví skyldi sú fullyrðing vera neitt
hæpnari en svo margar aðrar, sem taldar eru góðar og gildar.
Hér á eftir spjöllum við um stund við tvær gamlar manneskjur
sem fundið hafa hamingju í ellinni og verið hvor annarrar happ
eftir að þau kynntust fyrir einu ári, en hún er nú níræð og hann
áttatíu og sjö ára. Bæði litu dagsins ljós í lok nítjándu aldarinnar
og það kemur fram í samtalinu við þau að þau urðu snemma að
læra að gleðjast yfír hverju því sem strit og fátækt á annað borð
gaf eftir og vera trú yfír litlu. Það þykir víst ekki eftirsóknarverð
dyggð nú á dögum og menn gætu spurt hvert hógværðin sem svo
margir af þessari kynslóð kunnu sé fokin. Víst er að í
samtímanum sér hennar helst til of lítinn stað.
á, við kynntumst fyrir
ári, það var í borðsalnum hérna
á Hrafnistu, að ég sá Svein fyrst
og ég ákvað strax að taka hann
á löpp. Það var ást við fyrstu
sýn,“ segir Helga og brosir. Hún
er nýkomin heim af spítala, varð
fyrir því að fótbrotna um daginn
og á bágt með gang. Samt kemst
hún ferða sinna furðanlega vel,
því Sveinn telur ekki eftir sér
sporin þegar hann tekur undir
handlegginn á henni og leiðir
hana hvert sem hún þarf. Það er
eins og hann sjái fyrirfram
hvaðeina sem hún hyggst taka
sér fyrir hendur og er strax
kominn til aðstoðar.
„Já, Helga hafði frumkvæð-
ið,“ viðurkennir Sveinn. „Petta
samband hefur orðið okkur báð-
um til mikillar hamingju. Petta
er vinátta, dásamleg vinátta og
virkilegt ástríki og ekkert fram
yfir það. En hvers getur maður
líka óskað sér meira?“
Helga varð níræð í janúar sl.
og við spyrjum hana um bernsku
hennar.
„Ég er fædd austur á Stöðvar-
firði og átti færeyskan föður.
Hann var sjómaður og var mikið
í siglingum, eins og gengur og
gerist með sjómenn. Jú, við
vorum fátæk og það voru flestir
þá. Ég held að það sé gott að
hafa þekkt fátækt. Ég man að
mamma fór um skeið með mig
upp á Breiðdal, þar sem hún
vann sem vinnukona, því allir
urðu að vinna og reyna að
bjarga sér eftir bestu getu. Ég
fór að vinna um fermingu, var
lánuð á nálægt heimili og ég man
að húsbóndinn sagði að ég ætti
að spinna alla vikuna, en gera
við föt á sunnudögum. Svona
var þetta, en mér leið ágætlega
þarna samt. Þarna var vaknað
klukkan sex á morgnana og
unnið alveg fram á kvöld.
Ég var um tvítugt, þegar ég
fór í vist til Reykjavíkur og
gerðist vinnukona í húsi Jóhanns
Reykdal, málarameistara og
hans mætu konu, frú Reykdal.
Þau voru dásamlegt fólk og ekki
voru allar stúlkur svo heppnar
að komast í vist hjá konu eins og
frú Reykdal. Hún vakti yfir
stúlkunum sínum og mikið var
hún ánægð með mig, - ég var
aldrei í neinu „djammi,“ eins og
sumar.
Nú, ég giftist 28 ára gömul
miklum ágætis manni, Ingi-
mundi Jónssyni, sem var verk-
stjóri og sjálfseignamaður og
hann rak fiskverkun um langt
skeið. Hann er nú dáinn fyrir
fjölda ára. Tvö börn áttum við,
son, sem er á varðskipunum og
dóttur, sem nú er dáin. Hún dó
á besta aldri og það var mikil
sorg, en við héldum heimili
saman í mörg ár. En sonur minn
er mér alveg einstaklega góður
og má ekki vita til að mig vanti
nokkurn hlut. Börnin manns og
barnabörnin eru mesta gleðin
og við Sveinn tölum mikið um
þau.“
„Já, við Helga eigum bæði
dásamleg börn og barnabörn,"
segir Sveinn og þau bæði koma
hér og bjóða okkur heim. Þau
eiga svo yndislega falleg hei-
mili.“
Sveinn er fæddur í Reykjavík
1899 vestur á Grímsstaðaholti.
En hvernig voru bernskuárin
hans?
„Pabbi minn drukknaði aust-
ur á Fjörðum sama árið og ég
fæddist, og ég sá hann því aldrei.
Við vorum níu systkinin. Þegar
ég fæddist voru þrjú barnanna
dáin úr barnaveikinni, en nú tók
föðursystir mín þrjú okkar að
sér, en móðursystir mín tvö. Ég
varð eftir hjá mömmu, af því að
ég var örverpið. Það var erfitt
lífið hjá henhi. Hún vann hjá
þeim fræga sjósóknara, Sigurði
í Görðunum, sem var sérstakur
ágætismaður og gerði út kútter-
inn Sigurfara, sem hann var
sjálfur formaður á og verkaði
líka allan sinn fisk. Mamma
byrjaði að vinna við fiskinn
klukkan sex á morgnana og var
að allt fram til átta og níu á
kvöldin. Hún fékk tólf aura á
tímann. Oft var lítið til að borða
og ég man að eitt kvöldið þegar
hún kom heim var ekkert til
nema fjórðungur af flatköku.
Þetta tók hún, smurði og gaf
mér. Heldurðu að hún hefði
nokkuð þurft á þessu að halda
sjálf?
Nokkru eftir að pabbi dó var
mömmu sagt að hann hefði
skuldað hundrað krónur hjá
Thomsens magasíni og fyrir vik-
ið var okkur sagt að við yrðum
að flytja úr bænum okkar á
Holtinu, en það var hús reist úr
grjóti og þökum að mestu leyti
og hét Klapparholt. En við feng-
um þá leigt í öðru húsi, sem
kallað var Björnshús, fyrir fimm
krónur. En maður einn vildi
leigja risið hjá okkur fyrir sömu
upphæð og það kom sér vel, þar
sem nú bjuggum við leigufrítt.