Tíminn - 23.11.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.11.1986, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. nóvember 1986 Tíminn 3 segja nemendur í MR „Þið segið Ólafur, Magnús, Elías, - þið eruð bara stráklingar og apakettir. Þetta eru engin rök! Og í næstu svipan heimtið þið að við kennarar höldum uppteknum hætti og leggjum fyrir ykkur próf. En í mínu ungdæmi vildum við ckki að apakettir dæmdu okkur!“ Nokkurn veginn svo fórust Ólafi Oddssyni, íslenskukennara í Menntaskólanum í Reykjavík, orð í ræðukeppni kennara gegn nemend- um á vegum málfundafélagsins Framtíðarinnar. Keppnin fór fram fyrir húsfylli, - það voru rúntlega 200 áhorfendur mættir til leiks í Casa Nova - á fimmtudagskvöldið var. Lögðu kennarar til að hætt yrði að leggja próf fyrir nemendur, en aldrei þessu vant töldu nemendur þau ómissandi og mótmæltu allir. í liði kennara voru auk fyrrnefnds Ólafs Oddssonar, sem var frummæl- andi, Magnús Fjalldal, enskukenn- ari, Elías Ólafsson, raungreinakenn- ari og liðinu stýrði röggsamlega til sigurs Guðný Jóhannsdóttir, sögu- kennari. Svo fóru nefnilega leikar að lið nemenda, sem skipað var Birni P. Sigurðssyni, Páli Eyjólfssyni og Herði Þórhallssyni undir stjórn Jóns G. Jónssonar, tapaði málsvörn sinni með 116 stigum. Dómarar voru samt sem áður úr röðum nemenda, - valinkunnir menn, sem varast hlutdrægni, þeir Birgir Ármannsson, illugi Gunnars- son og Auðunn Atlason. Auk þess að skipa dómnefnd þetta umrædda kvöld, skipa þeir einnig MORFÍS lið MR. og er það nokkur byrði, þar sem til mikils er að vinna þennan vetur í mælskukeppni framhalds- skólanna. í þetta sinn var þó MORFÍS reglunum ekki fylgt út í æsar, heldur var gripið til heimatilbúinna reglna. Til dæmis tóku dómarar ekki illa upp þótt kennarar töluðu langt fram yfir leyfilegan tíma, sem var hámark 4 mínútur. Venjulega eru gefin refsistig fyrir hverja sekúndu sem menn tala of lengi eða of stutt. En kennarar komust að þessu sinni upp með að tala í jafnvel átta mínútur, án þess að það kostaði þá nokkra refsingu. Enda keppnin fyrst og fremst til gamans og var látið fjúka ýmislegt sem ekki þætti við hæfi í raunveru- legum rökræðum. Kristján Hrafnsson, forseti mál- fundafélagsins, stjórnaði umræðum. Hann tjáði blaðamanni að þetta væri venjulega best sótti atburður félags- lífsins í þessum húsakynnum. Krist- ján var ánægður með mætinguna, en bætti því við að aðstaða væri afleit. „Það er ekki einu sinni hægt að halda hér löglegan skólafund. Það komast ekki nógu margir fyrir!“ Og svo virðist að veggir skólans verði til þess að lagabreytingar verði að eiga sér stað hjá skólafélagi og Framtíð. En málfundalíf er gróskumikið sem endranær í húsinu á hæðinni og er það vel að kennarar taki þátt með nemendum í þeirri íþrótt, sem allt of lengi hefur verið hundsuð af mennta- kerfinu og skólum víðast hvar. Það væri ekki út í hött að ræða næst um að ræðumennska skyldi tekin upp sem skyldufag í skólum. Jafnvel þeim skólum sem lítið hafa breytt til í kennsluháttum í hundrað ár. þj VIÐ FLYTJUM... SKRIFSTOFU OKKAR AÐ UNDARGÖTU9A Mánudaginn 24. nóvember opnum viö sölu- deild, farmskrárdeild og afgreiöslu í auknu og endurbættu húsnæði að Lindargötu 9A. Önnur skrifstofustarfsemi flytur í næsta mánuði. Við viljum biðja viðskiptavini okkar velvirð- ingar á hugsanlegri röskun, á meðan flutn- ingunum stendur. í hinu nýja húsnæði ætlum við enn að bæta þjónustuna. SKIPADEILD SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • SÍMI 28200 ^HVERRSGATA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.