Tíminn - 16.12.1986, Qupperneq 1

Tíminn - 16.12.1986, Qupperneq 1
/rAr m STOFNAÐUR1917 ÍSHAU3HAGI * I i tni ti ti ■“* B MBMMMMMMm íslandshf-^ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBÉR 1986 - 287. TBL. 70. ÁRG. ISTUTTU MÁLl iia FOKKER flugvél Flugleiöa sem fór í áætlunarflug til Vestmannaeyja um hádegisbilið í gær hlekktist á við lendingu í Vestmannaeyjum þegar sprakk á tveimur hjólbörðum vélarinn- ar. Hvorki áhöfn né farþega flugvélar- innar sakaði en um borð í vélinni var þriggja manna áhöfn og 35 farþegar. Mjög erfið skilyrði voru á flugvellinum er óhappið varð. LANDSVIRKJUN hefur farið fram á 10 til 16,5% hækkun gjaldskrár frá og með áramótum. Hækkunar- beiðni þessi hefur ekki fengið jákvæða umfjöllun Þjóðhagsstofnunar, þar sem það þýddi umtalsverðar hækkanir hjá dreifiveitunum á landinu. Búist er við að hækkun hjá dreifiveitunum þurfi að vera um 9% burtséð frá hækkun af völdum hækkunar Landsvirkjunar. Ef Landsvirkjun fengi að hækka um 10% mætti því búast við samtals um 15% hækkun hjá dreifiveitunum. LANDSSAMBAND hjálpar- sveita skáta hefur ákveðið að taka á sig kostnað við að hafa einn lækni á bakvakt, ef til sjúkraflugs kemur, í einn mánuð. Læknar af Borgarspítalanum hafa um nokkurt skeið myndað sjálfboðaliða- hóp og átt árangursríkt samstarf við þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar. Hafa þeir skipst á að fara í sjúkraflug með þyrlunum og eru flug þeirra orðin 36 talsins. Talið er víst að þátttaka læknanna hafi bjargað a.m.k. 6 mannslífum. Þessu launalausa til- raunastarfi læknanna lauk í gær og vonast menn til að tekjustofnar fáist til að halda áfram þessu starfi. LOÐSKINN hækkuðu að með- altali um 15% á desemberuppboði danska loðdýrasambandsins sem haldið var í Kaupmannahöfn um helg- ina. Öll skinn sem í boði voru seldust upp. Fyrir lá að umtalsverð vöntun væri á minkaskinnum og óttuðust menn að verð færi óhæfilega hátt upp, sem gæti leitt til verðfalls í janúar. Sú varð ekki raunin og er útlit talið mjög gott fyrir sölu minkaskinna á uppboð- um í vetur. RAUÐAKROSSHÚSIÐ hefur opnað sérstaka símaþjónustu fyrir börn og unglinga undir 16 ára aldri. Símaþjónustan er ætluð börnum og unglingum sem telja sig hafa þörf fyrir að ræða við einhvern fulloröinn um sín mál, hvort sem það er þeirra vegna þeirra sjálfra eða þeirra að- stæðna sem þau búa við, á heimilinu, í skóla eða í vinahópi. Þá er líka hægt að hringja og segja frá einhverju jákvæðu og skemmtilegu sem þau eru að gera eða gerst hefur hjá þeim. Símaþjónustan verður á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 15.00 til 19.00. Símanúmerið er 622260. MIKHAIL GORBATSJOV Sovét- leiðtogi ræddi í gær'við Gary Hart sem líklegur þykir til að hljóta útnefningu sem forsetaefni demókrata fyrir for- setakosningarnar árið 1988. Sovét- leiðtoginn hélt því fram á fundi sínum við Hart að afvopnunarviðræður fram- tíðarinnar yrðu að byggja á þeirri afstöðu sem tekin var á Reykjavíkur- , fundi hans og Reagans Bandaríkja - forseta. KRUMMI “Kannski hefur hún ekki ver- ið nógu góð, ekki hangið nógu lengi?" Skreiðarsalan: Eru 200 milljónir króna tapaðar? Fyrsti víxill vegna skreiðarsölu frá í sumar gjaldfallinn og ekkert bólar á greiðslum Uggur er nú meðal skreiðar- framleiðenda vegna skreiðarfarnrs sem seldur var gegnum aðila f London á Nígeríumarkað í sumar. Ýmis teikn þykja á lofti, þess efnis að greiðslur fyrir farminn muni ekki inntar af hendi. Fyrsti víxillinn, sem átti að vera greiðsla fyrir 16 þúsund pakka af skreið sem send var til Nígeríu í vor og í sumar á vegum íslensku umboðssölunnar og Skreiðarsam- lagsins, féll í gjalddaga þann 1. desember sl. Annar víxill fellur í gjalddaga síðar í mánuðinum. Skreiðarfarmurinn var seldur til Nígeríu í gegnum aðila í London, sem keypti skreiðina með víxlum og án þess að fyrir lægju banka- ábyrgðir. Heildarverðmæti þessa farms er metið á um 200 milljónir króna, og fóru um 80% skreiðar- innar út á vegum Skreiðarsamlags- ins og um 20 % farmsins á vegum íslensku umboðssölunnar. Árni Bjarnason hjá íslensku um- boðssölunni sagði í samtali við Tímann í gær að þeir hefðu látið Skreiðarsamlaginu eftir að sjá um pappírsvinnu og útfærslu á útflutn- ingi þessarar skreiðar og að hann gæti lítið um þessi viðskipti sagt annað en að Ólafur Björnsson stjórnarformaður í Skreiðarsam- laginu hafi farið til London til að semja við viðskiptaaðilann þar um greiðslu á hinum gjaldfallna víxli. Milliliðurinn í London, sem keypti skreiðarfarntinn heitir Sam Naidoo og rekur nokkur fyrirtæki sem m.a. hafa verið nteð rekstur í nokkrum löndum í Vestur-Afríku þar á meðal Nígeríu. Naidoo þessi bauð á sínum tíma Sjávarafurðadeild Sambandsins viðskipti en því var hafnað. Ragnar Sigurjónsson hjá skreiðardcild Sambandsins var spurður að því hvers vegna tilboði Naidoos hafi verið hafna'ð. „Þeir gátu ekki boðið viðunandi greiðslutryggingar, þeir gátu ekki boðið öruggar greiðslur svo þctta var nokkuð sjálfgefið," sagði Ragnar. Aðspurður hvort gerðar hafi verið fyrirspurnir um þennan aðila sagði Ragnar að svo hafi verið og „að okkar mati töld- unt við okkur ekki fært að selja honum," sagði hann ennfremur. Hannes Hall hjá Skreiðarsam- laginu sagði að þeir hefðu aflað sér upplýsinga um Naidoo eftir á- kveönum leiðum og að þær upplýs- ingar hafi ekki gefið tilefni til annars en að selja honum skreið- ina. Sagði liann að þeirra upplýs- ingar hafi greinilega verið annars eðlis en þær senr Sambandið hafi fengið, þegar bornar voru undir hann upplýsingar Sambandsins um greiðslugetu Naidoos. Aðspurður unt hvort ekki væri ócðlilegt að ganga frá sölu upp á 200 milljónir mcð víxlum án bankatryggingar benti Hannes á að engin viðskipti við Nígeríu gætu talist eðlileg vegna óstöðugra viðskiptahátta þar í landi. -ES/BG Trilla sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudagskvöld og má rekja tjónið til óveðursins sem gekk yfir landið aðfaranótt mánudags. Myndin er tekin skömmu áður en trillan sökk. Lögregluþjónar og hafnsögumenn komu böndum á hana og drógu yfir að annarri bryggju, þar sem hún sökk. Tímamynd Sverrir Djúp lægö gekk yfir landið aöfaranótt mánudags: Almannavarnir og björgunar- sveitir voru í viðbragðsstöðu Of mikiö veöur gert út af veörinu segir veðurfræðingurinn Mjög djúp lægð gekk yfir landið sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Almannavarnir ríkisins gáfu út aðvörun og björgunarsveit- ir voru víða í viðbragðsstöðuog þurftu á nokkrum stöðum, aðal- lega suð-vestan lands, svo sem í Grindavtk, að grípa til aðgerða. Ekki urðu miklar skemmdir af völdum veðursins en þó nokkrar. í Reykjavíkurhöfn sökk trilla, þak tók af að hluta á húsi fsbjarnarins á Seyðisfirði og í Grindavík fauk þakplötustæða og dreifðist um bæinn. Ekki urðu þó miklar skemmdir af þeirra völdurn, en auk þess tók þakplötur af einum þremur íbúðarhúsum. Á Isafirði brotnaði ytra gler í flugturninum og hlerar fuku af flugskýli. Þá brotnuðu 8 rafmagnsstaurar með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Vindhraðinn mældist mest 12 vindstig í Vestmannaeyjum og á ísafirði, en í Reykjavík mældist mest rúmlega átta vindstig. Vindhraði mældist þó meiri í verstu hviðunum eða rúmíega 100 hnútar, t.d. á ísafirði. Sagði Unnur Ólafs- dóttir, veðurfræðingur að Veður- stofan hefði hvergi spáð fárviðri, sem cru 12 vindstig og þar yfir og hefði sú spá staðist vel. Væri mikill munur á ofsaveðri, sem eru 11 vindstig og síðan fárviðri. „Það var bara dálítið mikið veður út af þessu í fjölmiðlum, þeir ruku upp til handa og fóta. Það var alltof mikið gert úr þessu fyrir Reykja- vík, þó þetta hafi kannski átt við um suma staði," sagði Unnur Ólafsdóttir. -phh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.