Tíminn - 16.12.1986, Síða 2

Tíminn - 16.12.1986, Síða 2
2 Tíminn Þriöjudagur 16. desember 1986 (þróttaskólinn Laugarvatni: Nemendur mótmæla áformum rádherra - um flutning á Hótel og veitingaskólanum Á fundi sem nemendafélag íþróttakennaraskóla íslands hélt nýlega var hugmyndum mennta- málaráðherra um flutning á Hótel og veitingaskólanum til Laugar- vatns, mótmælt harðlega. f bréfi sem nemendafélag skólans hefur ritað ráðherra er m.a. spurt hvað verði þá um nemendur Í.K.Í. Jafnframt er bent á að nefnd er starfandi nú, sem vinnur að endurskoðun á lögum um skólann. Við þá endurskoðun hafa komið fram hugmyndir um að skólinn taki inn nemendur á hverju ári í stað annars hvers árs eins og verið hefur. Nemendur skólans telja að hugmyndir Sverr- is Hermannssonar vinni beinlínis gegn hugmyndum þeim sem nefndin hefur komið fram með. „Við nemendur Í.K.Í. viljum eindregið hvetja þig hæstvirti menntamálaráðherra, til að endurskoða hugmynd þína um flutning Hótel og veitingaskólans að Laugarvatni," segir í niðurlagi bréfsins sem ráðherra var afhent í gær. Yfirnefnd hefur úrskuröað: Bændureigaréttá viðbótargreiðslum - vegna ársfjórðungslegra hækkana Yfirnefnd hefur kveðið upp úr- skurð sinn varðandi ágreining sem kom upp í sexmannanefnd vegna verðhækkana til bænda ársfjórð- ungslega og skotið var til yfirnefndar til endanlegs úrskurðar. Yfirnefnd kvað upp úr með það, að samkvæmt 29. gr. búvörulaga nr. 46 frá 1985 ættu bændur fullan rétt á viðbótargreiðslum vegna hækkana sem kunna að verða við ársfjórð- ungslegar breytingar verðlagsgrund- vallar í hlutfalli við óseldar birgðir í landinu 1. desember, 1. mars og l.júní er inntar séu af hendi eigi síðar en 15. dag hvers þess mánaðar. Neytendur höfðu haldið því fram um leið og staðgreiðslukerfi væri komið á til sauðfjárbænda og kúa- bænda fyrir afurðir, þá ættu þeir ekki lengur tilkall til þeirrar verð- mætisaukningu birgða á þriggja mánaða fresti þar sem þeir væru búnir að fá haustverð fyrir. Yfirnefnd var skipuð af Magnúsi Sigurðssyni af hálfu framleiðenda, Sveini Snorrasyni af hálfu neytenda og oddamaður var Jóhannes L. L. Helgason, en hann var skipaður af Hæstarétti. Sexmannanefnd fundaði síðan í gær um hverjar verðhækkanir ættu að verða á búvörum frá og með 1. desember. ABS Landlæknisembættið: Verjumst eyðni, notum smokkinn - upplýsingabæklingi um eyðni dreift til ungmenna landsins. Mistök áttu sér stað við dreifingu og 15 þús. eintök innkölluð Landlæknisembættið hefur látið útbúa upplýsingabækling um eyðni sem dreift verður til allra lands- manna á aldrinum 15 til 24 ára. Alls verður því dreift 42.598 eintökum til jafnmargra einstaklinga. Þegar hef- ur verið dreift 25 þúsund eintökum og var ætlunin að setja í póst á mánudaginn það sem eftir var. Hins vegar áttu sér stað mistök hjá Skýrsluvélum ríkisins við út- keyrslu nafna þeirra sem senda átti bæklinginn og var aldurshópurinn frá 12 ára til tvítugs valinn í stað ungmenna á aldrinum 15 - 20 ára. Uppgötvaðist þetta í gær og voru þá þegar 15 þúsund eintök innkölluð, þar sem ekki mun hafa þótt við hæfi að senda unglingum á þrettánda ári bæklinginn. í bæklingnum er á skilmerkilegan hátt gerð grein fyrir sjúkdómnum, uppruna hans og útbreiðslu, hvernig smit berst og hverjir geta smitast. Síðast en ekki síst er leiðbeint um hvernig má verjast því að smitast af sjúkdómnum og er þar eindregið mælt með notkun verja fyrir karl- menn eða smokka öðru nafni. Fylgja leiðbeiningar um notkun smokka og hvatt til að þeir verði ávallt hafðir við hendina eigi að stofna til bólfara með ókunnugum. Mikill akkur er í þessum bæklingi og þá fyrir fólk á öllum aldri, þar sem enn skortir því miður á upplýs- ingu almennings í þessu alvarlega máli og hefur brunnið við að fordóm- ar og hræðsla ráði ferðinni þegar" eyðni berst í tal. Ætti því bæklingur- inn að vera þörf lesning landsmönn- um á öllum aldri. - phh Bjarni Guðmundsson aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra sagði að „heilt fótboltalið manna“ hjá Framleiðsluráði kepptist nú við að reikna út magn fullvirðisréttarkjöts hjá einstökum afurðastöðvum og vonast væri til að þeim útreikningum lyki mjög fljótlega. Þessir útreikn- ingar væru nú að fara fram í fyrsta sinn og sláturskýrslur hefðu borist í seinna lagi svo það hefði tafið fyrir útreikningum. Að auki þarf að taka frá þann fullvirðisrétt sem Framleiðnisjóður hefur keypt af bændum og fara þeir útreikningar fram jafnhliða útreikn- ingum vegna afurðalánanna. ABS Davíð Oddsson borgarstjóri veitti trénu viðtöku og þakkaði jafnframt fyrir, fyrir hönd borgarinnar. Kveikt á jólasveinar komnir í auglýsingamennsku Ljósin á jólatrénu á Austurvelli voru kveikt nú á sunnudaginn að viðstöddum stórum hópi borgarbúa. Er þetta í 36. sinn sem Osló-borg gefur Reykjavíkurborg þennan jóla- glaðning og tók norski sendiherrann, Niels L. Dahl sérstaklega fram, um leið og hann afhenti gjöfina form- lega, að hann hefði pappíra upp á að með trénu væri hvorki flutt inn lús né önnur óværa. Áður lék Lúðra- sveit Reykjavíkur jólalög og Dóm- kirkjukórinn söng. Davíð Oddsson, borgarstjóri þakkaði fyrir gjöfina fyrir hönd Reykjavíkur. Síðan tók við jólasveinaskemmt- un sem var með hefðbundnu sniði, utan þess að klúðurslegar tilraunir voru gerðar til auglýsingamennsku fyrir ákveðin fyrirtæki og þótti mörg- umsemþaðværi vartviðhæfi. -phh Það var hins vegar ekki staðið við ákvæði búvörulaganna í þessu efni og bændur fengu því ekki greitt fyrir kjötið. Þess er skemmst að minnast að ingar frá afurðastöðvunum um hvar fullvirðisréttarkjötið er. Við svöruð- um því strax í síðustu viku að við værum tilbúnir að hækka lánin upp í 70,2%. Það voru allir viðskipta- bankarnir tilbúnir fyrir helgi að af- greiða lánin en það stendur á því að vita hvar það kjöt er sem lána á út á,“ sagði Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans. Sauðfjárbændur áttu lögum sam- kvæmt að fá haustgrundvallarverð kjöts greitt að fullu í gær fyrir þau 11.800 tonn sem ríkið hefur lofað bændum að greiða fullt verð fyrir. kúabændur fengu ekki heldur greitt 10. nóvember fyrir mjólkurinnlegg til mjólkurstöðva fyrir nóvember- mánuð eins og lög kveða á um. „Við bíðum eftir því að fá upplýs- Lufthansa hefur áætlanaflug í maí - loftferðasamningar í gildi við ellefu ríki Þýska flugfélagið Lufthansa hef- þessari samkeppni ótrauðir og von- ur áætlanaflug til íslands næsta vor, nánar tiltekið þann 31. maí. Mun félagið halda uppi ferðum hingað til lands yfir sumarmánuð- ina með Boeing 737 vél sem tekur um 120 farþega, fram til 6. sept- ember. Flogið verður einu sinni í viku á leiðinni Munchen - Dussel- dorf- Keflavík. Áætlun hefurverið birt og bókanir eru þegar hafnar. Sæmundur Guðvinsson, blaða- fulltrúi Flugleiða sagði í samtali við Tímann, að þeir muni mæta uðu bara að Lufthansa yrði duglegt að selja Þjóðverjum íslandsferðir og ykju þar með ferðamanna- strauminn. Flugleiðir halda uppi áætlana- flugi til Frankfurt yfir sumarmán- uðina og flugu áður til Dusseldorf. Arnarflug tók síðan við þeirri flugleið. Samkvæmt upplýsingum Birgis Guðjónssonar í samgönguráðu- neytinu hefur verið í gildi í mörg ár gagnkvæmur loftferðasamning- ur við Vestur-Þýskaland og hefðu vestur-þýsk yfirvöld tilnefnt Luft- hansa-flugfélagið til að sjá um þessar ferðir. Það hefur hins vegar ekki nýtt sér þetta leyfi fyrr en nú. Alls munu vera í gildi loftferða- samningar milli íslands og ellefu annarra ríkja, þeirra á meðal Tai- lands og geta tilnefnd flugfélög frá öllum þessum löndum hafið hingað flug með stuttum fyrirvara, hafi þau til þess áhuga. -phh Bændur fengu ekki greitt fyrir kjötið -viðskiptabankarnirafgreiðaekki afurðalán fyrren upplýsingar um kjötmagn berast frá afurðastöðvunum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.