Tíminn - 16.12.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.12.1986, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. desember 1986 Tíminn 3 Ólafur Þ. Þórðarson. Pétur Bjamason. Prófkjör Framsóknar á Vestfjörðum: Ólafur Þ. Þórðarson hlaut fyrsta sætið Pétur Bjarnason varð annar Ólafur í>. Þórðarson varð í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins á Vestfjörðum. Pétur Bjarnason fræðslustjóri varð í öðru sæti. Alls tóku 1188 þátt í prófkjörinu, sem fram fór um fyrri helgi, en atkvæði voru ekki talin fyrr en nú á sunnu- dag. Ólafur Þ. Þórðarson fékk 334 atkvæði í 1 .sæti, en 642 atkvæði alls. Á hæla Ólafs kom Pétur Bjarna- son með 332 atkvæði í 1. sæti, en 534 atkvæði í fyrsta og annað. Pétur hlaut alls 778 atkvæði. Jón Gústi Jónsson lenti í 3. sæti með 497 atkvæði í 1.-3. sæti og 552 atkvæði alls. í 4.sæti lenti Þórunn Guðmunds- dóttir með 587 atkvæði í 1.-4. sæti. Röð annarra frambjóðenda varð þannig: Magdalena Sigurðardóttir, Gunnlaugur Finnsson, Guðmundur Hagalínson, Egill H. Gíslason, Sig- urður Viggósson, Sveinn Bernódus- son og Heiðar Guðbrandsson. Kosningin var ekki bindandi, en kjördæmisráð mun ganga frá endan- legum framboðslista um eða uppúr miðjum janúarmánuði. -HM Þórarinn Ó. Þórarinsson, Eggert Guðmundsson og Bríet Héðinsdóttir, en þau ieika aðalhlutverkin í Skyttunum. Búið að taka “Skytturnar“ Stjórn Landverndar: Álagið orðið mikið á ferða- mannastöðum Stjórn Landverndar hefur lýst áhyggjum sínum af niðurskurði á lögbundnu fjárframlagi til Ferða- málaráðs í fjárlagafrumvarpinu 1987, einkum í ljósi þess að talið er að ferðamannastraumur til lands- ins muni aukast mjög á komandi ári. Stjórnin telur að nú þegar sé álag orðið of mikið á fjölsóttum ferðamannastöðum, svo liggur við örtröð t.d. í Dimmuborgum og við Gullfoss. Stjórn Landverndar telur áríð- andi að brugðist verði skjótt við um nauðsynlegar úrbætur á ferða- mannastöðum m.a. með gerð göngustíga, bættri hreinlætisað- stöðu, auknu eftirliti á ferða- mannastöðum, gerð tjaldsvæða, aukinni fræðslu um umhverfismál og endurbótum á fjallvegum til að koma í veg fyrir landspjöll. Stjórn Landverndar skorar á fjárveitingarvaldið að sjá þegar til þess að nauðsynlegu fjármagni verði veitt nú þegar til þessara brýnu verkefna. Tökum á kvikmyndinni „Skytt- urnar“ er nú lokið. Tökur fóru fram í Reykjavík, í Hvalfirði, og úti á hvalamiðunum. „Skytturnar" fjallar um tvo hval- veiðisjómenn sem eru að koma í land að lokinni vertíð. Þetta eru gamalreyndir sjóarar sem hafa varla átt sér annað athvarf síðustu áratug- ina en mismunandi lúkara og vistar- verur háseta í veiðiflota lands- manna. Nú hafa þeir hins vegar hug á því að kynnast lifnaðarháttum landkrabba, en þar reynast þeirsem þorskar á þurru landi. Handrit myndarinnar er eftir Ein- ar Kárason og Friðrik Þór Friðriks- son, sem einnig er leikstjóri. 1 Nýjar bœkui íiá Skuggsjá VJ Pétur Zophoníasson Víkingslœkjarœtt III Þetta er þriðja bindi nýriar útgáíu aí Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólísdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi eru niðjar Jóns yngra Bjarna- sonar. Alls verða bindin íimm í þessari útgáíu aí hinu mikla œtt- írœðiriti Péturs Zophoníassonar. Myndir aí þeim, sem í bókinni em neíndir, eru íjölmargar eins og í íyrri bindum ritsins, og mun fleiri heldur en vom í fyrstu útgáíunni. Árni Óla Reykjavík fyrri tíma III Hér em tvaer síðustu Reykjavíkur- bœkur Árna Óla, Sagt írá Reykjavík og Svipur Reykjavíkur, gefnar saman út í einu bindi. Þetta er þriðja og síðasta bindið aí ritinu Reykjavík íyrri tíma. í þessum bókum er geysi- mikill fróðleikur um persónur, sem mótuðu Reykjavík og settu svip á bœinn. Nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höfuðborg landsins og forvemnum er hana byggðu. Frá- sögn Árna er skemmtileg og lifandi, . og margar myndir prýða bœkurnar. OIL «0MM VDÐ MENN Helga Halldórsdóttir írá Dagverdará Öll erum vid menn Helga Halldórsdóttir segir hér írá íólki, sem hún kynntist sjálí á Snœfellsnesi, og einnig íólki, sem íoreldrar hennar og aðrir sögðu henni írá. Þetta em írá- sagnir af sérstœðum og eftirminni- legum persónum, svo sem Magnúsi putta, Leimlœkjar-Fúsa, Þórði sterka o.fl. Kaíli er einnig um Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálara og sagt er frá skáldunum Bólu-Hjálmari, Sigurði Breiðfjörð, Jónasi Hallgríms- syni og Símoni Dalaskáldi. Mikið er af | vísum í bókinni, sem margar haía hvergi birst áður. s. - ZOÞHONtASSON 1ÆKJARÆIT • ■ . I • 0<i SJAHMAMÁLtOOftSSÍpÍflH'.'' . J HHCP'r-^rjóha h vt toJSWíék . ' Pétur Eggerz Ævisaga Davíös Davíð vinnur á skriístoíu snjalls íjár- málamanns í Washington. Hann.er í sííelldri spennu og í kringum hann er sífelld spenna. Vinur hans segir við hann; „Davíð þú veist of mikið. Þú verður að íara frá Ameríku eins fljótt og auðið er. Þú ert orðinn eins og peningaskápur íullur aí upplýsing- um. Þeir vita að þú segir ekki írá. En þeir óttast að einhverjum slóttugum bragðareí takist að leika á þig, opna peningaskápinn og' hagnýta sér upplýsingamar." SKUGGSJÁ - BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF. huhhHhhí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.