Tíminn - 16.12.1986, Side 4

Tíminn - 16.12.1986, Side 4
4 Tíminn Garðabær Vegtenging Hnoðraholts í þessum dálki var í haust fjallaö um vandræöi bæjarstjórnar Garða- bæjar vegna tengingar Hnoöraholts viö aöra hluta Garðabæjar, þar sem nýtengd Reykjanesbraut sker hverf- iö frá öörum hlutum bæjarins. Hent- ug tenging hefur ekki verið gerö og barst bæjarstjórninni fyrir nokkru svar viö beiðni um að núverandi tenging veröi bætt og standi í 2-4 ár. Erindinu var hafnað. Bæjarráö samþykkti aö kynna málið fulltrúum íbúasamtaka Hnoöraholts og hefur það verið gert. Staðan í tengingarmálum er því enn óljós. Heilsugæsla Garðabæjar í bæjarráöi Garöabæjar hefur ver- iö lagt fram erindi frá læknum heilsu- gæslunnar Garðabæ. Annað varöar trúnaöarlækningar við dagheimilin í Garðabæ og er þar vakin athygli á ákvæöi heilbrigöisreglugerðar, er mælir fyrir um, að skylt sé aö ráöa trúnaöarlækna aö barnaheimilum. I erindinu kemur fram, aö frá opnun Heilsugæslunnar í Garðabæ hafi verið mikil samskipti milli Heilsu- gæslu og starfsfólks leikskólanna. Bæjarstjóra var faliö aö ræöa viö lækna heilsugæslu Garðabæjar og gera drög aö samningi um, aö þeir taki aö sér aö vera trúnaðarlæknar bæjarins. Samningur skal lagöur fram í bæjarráöi til staðfestingar. JL. -JHL. tískumyndum frá sýningunum í París, þar sem sýnd voru fyrstu vorfötin frá tískuhús- um, svo sem Dior, Chanel og Y. Saint-Laurent, má sjá að þar eru mörg pils, sem eru fyrir ofan hné á sýningardömunum, þó ekki séu komin almennt „mini-pils“ eins og voru í móð fyrir 12-15 árum. Annars má segja að sjá megi allar mögulegar síddir á pilsum. Ökklasídd er mjög vinsæl, og þá eru pilsin oftast höfð víð. Síðan eru sumir tískuhönnuðir, sem halda sig við vinsælustu síddina sem klæðilegust er fyrir sem flestar konur. Við sjáum hér nokkur sýnishorn frá tískusýningum, þar sem lögð var áhersla á stuttu pilsin. Félagshesthús Andvara j Hestamannafélagið Andvari í Garðabæ hefur fengiö byggingarétt á 5 lóðum, fjórum undir hesthús og einni undir félagsheimili. Bæjarráð hefur samþykkt aö afhenda tvær lóðir strax, en tvær síðar. Hvaö varö ar lóö undir félagsheimili, skal hafa samráð viö bæjaryfirvöld um tíma- setningu á byrjunarframkvæmdum. Umferðaröryggi við Hofsstaðaskóla Foreldraráö Hofsstaðaskóla hefur fariö fram á við bæjarráð aö settar veröi upp hraðahindranir á Kirkju- lundi. Bæjarráö hefur vísaö erindinu til athugunar bæjarverkfræöings og húsnefndar safnaöarheimilisins. Þá hefur bæjarráö faliö bæjar- verkfræðingi að kynna foreldraráöi hugmynd um uppsetningu á grind- verki meðfram götu í báðar áttir frá útgangi skólans og málun gangb- rautar á götu við göngustíg er liggur viö Kjarrmóa. Byggingarnefnd íþróttahúss Sem kunnugt er, þá er brýn nauð- syn á stærra íþróttahúsi en nú er í Garðabæ. Því hefur verið skipuö sérstök byggingarnefnd íþrótt- ahúss. Fundargerð byggingarnefndar íþróttahúss var gerð aö umtalsefni á síðasta bæjarstjórnarfundi. Þar geröi Einar Geir Þorsteinsson at- hugasemd viö fjármögnun á fyrir- hugaöri byggingu. Benti hann á aö nauðsynlegt væri aö nefndin gerði sér grein fyrir hver væri eftirspurn félaga og skóla eftir tímum í húsinu. Hann benti á að til greina kæmi aö kaupa hús meö kaupleigusamningi. Einar taldi þaö skoðun sína, aö ekki væri hægt aö treysta á framlag frá ríkinu til byggingar hússins og aö honum sýndist framkomnar tillögur nefndarinnar fyrst og fremst vanga- veltur. Benedikt Sveinsson gerði þá grein fyrir störfum byggingarnefndar íþróttahúss og sagöi frá tillögum um byggingu nýs húss viö gafl gamla íþróttahússins, en taldi rétt aö kalla þaö hugmynd frekar en tillö’gur. -HM Y. SAINT-LAURI Franska vortískan 1987 Stuttur kvöldkjóll úr svörtu leðri með einni pífuermi úr þunnu efni. Kjóllinn er frá Chanel Dragt frá Dior. Breiðar axlir, síður jakki og pils sem nær ekki niður á hné. Dragtin er skærgræn með svörtu belti og hnöppum. Hlyralaus stuttur kvöldkjoll, svartur og með rauðu smapilsi, sem er eiginlega ekki annað en tvöföld stór pífa. Tískuhús Y. Saint-Laurent á heiðurinn af þessum kjol Þriðjudagur 16. desember 1986 SVEITARSTJÓRNARMÁL SPEGILL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.