Tíminn - 16.12.1986, Qupperneq 6

Tíminn - 16.12.1986, Qupperneq 6
6 Tíminn Þriðjudagur 16. desember 1986 Reagan forseti hugleiðir nú að svara spurningum þingsins vegna íransmálsins. Fari svo verður um einn dramatískasta atburð síðari ára að ræða þar vestra. Hér má sjá forsetann á fundi með helstu samstarfsmönnum sínum Bandaríkin: Vitnar Reagan forseti frammi fyrir þinginu? Washington-Reuter IWASHINGTON - Svo gæti farið að Donald Regan starfsmannastjóri Hvíta húss- ins yrði kallaður fyrir nefnd þá innan öldungardeildar Banda- ríkjaþings sem rannsakar vopnasöluna til írans og mál henni tengd. Þetta var haft eftir embættismönnum innan þingsins sem sögðu þetta geta verið prófraun á þao hvort sú fulla samvinna, sem Reagan forseti hefur lofað rannsókn- arnefndunum í sambandi við þetta mál, stæðist í raun. GENF - Fulltrúar Saudi Arabíu komu fram með mála-. miðlunartillögu á fundi OPEC samtakanna í Genf sem miða að því að haekka olíuverð. Ósamkomulag fulltrúa írans og (raks dró verulega úr vonum í gær um að samkomulag tækist. BANGKOK - Truong Chinh leiðtogi víetnamska kommúnistaflokksins tilkynnti um breytingar á stefnu flokks- ins þar sem þörfin fyrir nokkurn einkarekstur og erlenda fjár- festingu var viðurkennd. Þetta kom fram í ræðu Chinhs við upphaf flokksþings víet- namskra kommúnista í Hanoi BAGHDAD — Að sögn tals- manns Frelsishreyfingar Pal- estínumanna(PLO) féllst Yasser Arafat leiðtogi samtak- anna á vopnahlé við búðir Palestínumanna í Líbanon og á það að ganga í gildi nú þegar. Palestínumenn hafa barist við múslima úr hópi shita í kringum flóttamannabúðirnar síðustu ellefu vikurnar. NÝJA DELHI - Útgöngu- bann var komið á í Amritsar, heilögustu borg síkha i Punj- abhéraði á Indlandi, eftir óeirðir þar tvær nætur i röð. Óeirðirn- ar brutust út eftir að öfgasinn- aðir síkhar höfðu myrt stjórn- málamann úr hópi hindúa. BERN — Stjórnvöld í Sviss hafa samþykkt að loka banka- reikningi i Genf sem talið er að tengist hinni umdeildu vopna- sölu Bandaríkjastjórnar til írans. Reagan Bandaríkjaforseti hug- leiðir nú að koma fram fyrir þing- nefndir þær sem rannsaka vopna- söluna til írans og mál tengd henni. Þetta var haft eftir öldungadeildar- þingmanninum Paul Laxalt, nánum vini forsetans. Laxalt sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði lagt það til við Reagan að hann íhugaði hvort ekki væri rétt fyrir hann að svara spurningum þing- nefndanna. Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands sendi Mikhail Gor- batsjov Sovétleiðtoga bréf í gær þar sem hún skýrði frá nýjustu hug- myndum sínum í sambandi við víg- búnaðartakmörkun. Þetta var haft eftir talsmanni breska sendiráðsins í Moskvu í gær. Sendiherrann Sir Bryan Cartledge afhenti Gorbatsjov bréf þetta per- sónulega á fundi þeirra í Kreml. Bréfið er svar við skilaboðum, sem Gorbatsjov sendi breska for- sætisráðherranum þann 13. nóvemb- er, og þar eru settar fram hugmyndir sem Thatcher ræddi við Rónald Reagan á fundi þeirra á sveitasetri Bandaríkjaforseta, Camp David, fyrir skömmu. Thatcher og Reagan voru sam- „Við töluðum um þetta“, sagði þingmaðurinn frá Nevada og bætti við að forsetinn myndi örugglega huga alvarlega að þessari uppá- stungu. Möguleikinn á þessari óvenjulegu yfirheyrslu yfir forsetanum jukust um helgina eftir að hneykslismálið tók á sig enn umfangsmeira yfir- bragð. Þá komu fram fréttir um að eitthvað af gróðanum frá vopnasöl- unni til írans hefði ekki einungis farið í að styrkja Contra skæruliðana mála um það í viðræðum sínum í Camp David að takmarka þyrfti fjölda meðaldrægra kjarnorkuflauga og minnka fjölda árásarflauga um 50% á næstu fimm árum. Leiðtogarnir tveir hvöttu hinsveg- ar einnig til að haldið yrði áfram rannsóknum á geimvopnum eða á „stjörnustríði" Reagans forseta eins og þessi áætlun er oft kölluð. Geim- vopnaáætlunin var einmitt það mál sem viðræður Gorbatsjovs og Reag- ans hér í Reykjavík í október strönd- uðu á. Talsmaður breska sendiráðsins sagði einnig að í bréfi Thatchers væri minnst á heimsókn hennar til Sovétr- íkjanna sem fyrirhugað er að hún fari. Ekkert hefur þó verið ákveðið um dagsetningar í sambandi við þessa heimsókn. í Nicaragua, heldur hefði einnig getað farið í að fjármagna kosninga- baráttu gegn þingmönnum sem hefðu verið á móti því að styrkja skæruliðana sem berjast gegn hinni vinstrisinnuðu stjórn í Nicaragua. Eini forsetinn sem komið hefur fram fyrir þingið til að svara spurn- ingum er Gerald Ford sem árið 1975 féllst á að útskýra þá ákvörðun sína að veita Richard Nixon forseta sak- aruppgjöf vegna Watergatemálsins. Forsetinn og aðrir ráðamenn geta Ný átök milli ættflokka í borginni Karachi í Pakistan brutust úr í gær og létust fjórtán manns, þar af voru fimm brenndir til bana. Átökin hóf- ust um helgina og hafa að minnsta kosti 98 manns látið lífið. Lögreglan skýrði frá því í gær að götubardagar hefðu brotist út að nýju milli pashtúna og mohajira í að minnsta kosti tveimur hverfum í Karachi, stærstu borg Pakistan. Hersveitir voru kallaðar út til að koma á reglu á nýjan leik og öryggis- sveitir skutu viðvörunarskotum upp í loftið og dreifðu táragasi á lýðinn. Pashtúnar frá norð-vestur Pakist- an og Afganistan hófu að því er virðist skipulagðar ofbeldisaðgerðir gegn mohajirum um helgina. Skotið var á mohajira, sem eru um fjórð- ungur af íbúum borgarinnar, og þeir stungnir og kveikt í húsum þeirra og verslunum. Að minnsta kosti fimm þúsund hermenn hafa verið kallaðir út til að gæta þess að útgöngubannið, sem komið hefur verið á í mörgum hverfum borgarinnar, verði virt. Hermönnum hefur verið skipað að skjóta þá á staðnum sem virða útgöngubannið að vettugi. Þetta er ekki í fyrsta sinn að ættflokkadeilur milli þessara hópa brjótast út og raunar er hægt að rekja sögu þeirra aftur um tuttugu ár. Átökin nú um helgina og í gær eru þó þau verstu til þessa. Mohajirar telja að pashtúnar, sem ráða yfir öllum flutningum í Karachi, og hinir betur menntuðu punjabar beiti þá misrétti og geri hið opinbera lítið til að laga það. samkvæmt lögum neitað að bera vitni fyrir þingnefndum og hafa þeir John Poindexter fyrrum þjóðarör- yggisráðgjafi og Oliver North að- stoðarmaður hans hingað til notfært sér þennan rétt sinn í tengslum við íransmálið. Laxalt sagði í sjónvarpsviðtalinu að ef Reagan forseti myndi ákveða að koma fram fyrir þingið myndi verða um einn dramatískasta atburð síðari ára í Bandaríkjunum að ræða. Júgóslavía/Rúmenía: Lítils- virðing á landa- mærum Belgrad - Reuter Opinbert dagblað í Júgóslavíu sakaði rúmenska lögreglu í gær um að fara illa með og lítilsvirða júgóslavneska borgara sem færu um landamæri ríkjanna tveggja. Blaðið Borba sagði þing lands- ins meira að segja hafa þurft að ræða meðferð rúmenskra landa- mæravarða á júgóslavneskum borgurum. Áður hafði vikublaðið Nin skrifað grein um þetta mál og var því þar haldið fram að oft á tíðum væri júgóslavneskum borgurum haldið í nokkrar klukkustundir við landamærin án nokkurrar á- stæðu og þyrftu þá oftast að greiða háar mútur til að losna. Blaðið sagði einnig að landa- mæraverðirnir rúmensku við- hefðu niðurlægjandi líkamsleit þegar konur ættu í hlut. „Upplýsingum um illa meðferð á borgurum okkar við landamæri Júgóslavíu og Rúmeníu var kom- ið til þingsins í síðustu viku,“ sagði í dagblaðinu Borba sem bætti við: „En spurningin er þessi: Af hverju var ekki vakið máls á þessu fyrr?“ Pakistan: Blóðugar ættflokkaerjur Rarachi - Reuter Gorbatsjov og Thatcher: Bréfasambandi viðhaldið Frá Thatcher til Gorbatsjovs: Vígbúnaðarbréf Moskva - Reuter

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.