Tíminn - 16.12.1986, Qupperneq 14
Framsóknarflokkurinn
Sigurður Kristinsson,
1933-1934,
Jónas Jónsson frá Hriflu
1934-1944,
Hermann Jónasson,
1944-1962,
Formenn
Framsóknar-
flokksins
hafa verið
eftirtaldir:
Ólafur Briem,
1916-1920,
Sveinn Ólafsson í Firði,
1920-1922,
Þorleifur Jónsson frá Hólum.
1922-1928,
Tryggvi Þórhallsson,
1928-1932,
Ásgeir Ásgeirsson
1932-1933,
Eysteinn Jónsson,
1962-1968,
Ólafur Jóhannesson,
1968-1979
og Steingrímur Hermannsson
síðan 1979.
Formenn þingflokks
Framsóknarflokksins hafa verið
eftirtaldir:
Ólafur Briem,
1916-1920,
Sveinn Ólafsson í Firði,
1920-1922,
Þorleifur Jónsson frá Hólum,
1922-1928,
Tryggvi Þórhallsson,
1928-1933,
Þorleifur Jónsson,
1933-1934,
Eysteinn Jónsson,
1934,
Jónas Jónsson,
1934-1943,
Eysteinn Jónsson,
1943-1969,
Ólafur Jóhannesson,
1969-1971,
Þórarinn Þórarinsson,
1971-1978,
Halldór E. Sigurðsson,
1978- 1979,
Ingvar Gíslason,
1979- 1980
og Páll Pétursson,
síðan 1980.
Ljóð það sem hér birtist samdi höfundur í tilefni af sjötíu ára
afmæli Framsóknarflokksins og var flutt á hátíðarsamkomu
í Háskólabíói 6. des. sl. af Halldóri Kristjánssyni frá Kirkjubóli.
Þeir reistu merkið í Reykjavík
til ráðgjafar íslenskri þjóð,
átta þingmenn utan aflandi
og eldhuginn Jónas frá Hriflu
sem bak við þá bóndamenn stóð.
Þeir stofnuðu traustan Framsóknarflokk
með formerki djörf og snjöll.
En bakhjarlar þeirra til sjávar og sveita
var samvinnustefna fólksins
og ungmennafélögin öll.
í ellefu liðum var ávarp gert
sem alhliða stefnuskrá
um atvinnublómgun og alþýðumenntun,
að ógleymdri samhjálp og frelsi
sem fólkið átti að fá.
Sú byggðastefna var boðuð þar
sem blómleg í verki stóð
með menntaskóla á Akureyri
og alþýðuhéraðsskóla
sem lyftu lesandi þjóð.
Þegar hin fyrsta framsóknarstjórn
í forvígi landsins gekk
þá opnuðust vegir með undrahraða
með öðrum samgöngubótum
sem fólkið í byggðunum fékk.
Þá komu dagar og þá komu ráð
sem þjóðinni gott var að fá.
Og umskiptin voru aldrei meiri
við íslensk stjórnarskipti
né hollari heldur en þá.
Draumarnir rœttust í daglegri önn,
þá döfnuðu sveitir og ver.
Og nú þegar litið er langt til baka
er Ijóminn um Jónas og Tryggva
sá bjarmi sem bjartastur er.
Oft var í landi stríðið strangt
er stefnurnar tókust á
en góð reyndust vopnin til varnar og sóknar.
Þau vopn heita Tíminn og Dagur
sem notum við nú eins og þá.
Heimskreppan illrœmda gekk í garð
og grimmd hennar lengi stóð.
Þá héldu þeir vökunni, Hermann og Eysteinn,
með höftum og gjaldeyrismiðlun
þeir björguðu bágstaddri þjóð.
Eins þegar rofaði aftur til
var afstaða þeirra glögg,
þá leiddu þeir flokkinn þá félagsgötu
sem frjálsum mönnum hentar
með víðsýni, ráðdeild og rögg.
Um Ólaf og Steingrím með sanni er sagt
að sömu þeir fetuðu braut.
í hafréttarmálum stóð Ólafur ætíð
með íslenskri ró og festu
uns Bretastjórn lögutn hans laut.
Steingrímur merkinu fylgir fast
með föður síns þrek og dug.
Honum er runnið það kapp í kinnar
að kveða verðbólgudrauginn
niður á neðsta tug.
í sjötugum flokki við sœkjum fram
til sigurs á góðri leið
og rækjum það hlutverk miðjumanna
að milda samtímans öfgar
svo fólki sé gangan greið.