Tíminn - 16.12.1986, Blaðsíða 17
Tíminn 17
llllllllllllllllllllllll IPRÓTTIR '...................................................... ............................... ...................... ..........................
Þriðjudagur 16. desember 1986
Tíminn flaug frá
íslensku strákunum
- 21 árs liðið gerði jafntefli gegn
Bandaríkjamönnum
Það eru orð að sönnu að tíminn
hafi flogið frá strákunum í 21 árs
landsliði íslands í handknattleik í
gærkvöld því þeir áttu aukakast
þegar tvær sekúndur voru eftir og
staðan var jöfn 19-19. Þeir gerðu
vegg, boltinn var sendur á Héðin
Gilsson og í netiö fór hann en
markið var ekki dæmt gilt, tíminn
útrunninn sögðu tímaverðirnir og
var það mjög umdeild ákvörðun.
íslenska liðið hafði yfir í leikhléi,
10-8 og var fjórum mörkum yfir unt
iniðjan síðari hálfleik.
Mörkin: Árni Friðleifsson 4, Halfdán
Þórðarson 3, Bjarki Sigurðsson, Jón Þórír
Jónsson, Konráö Olavsson, Óskar Helgason
og Pétur Petersen 2 hver, Héöinn Gilsson
og Sigurjón Sigurösson 1 hvor.
Tímamynd Sverrir.
Karl Þráinsson skoraði fimm mörk gegn Finnum og hér vindur hann sig inn úr horninu.
Alþjóðlega handknattleiksmótið:
Tap í fyrsta leik
-fyrstatap íslendingagegn Finnum í handknattleik
íslenska A-landsliðið í handknatt-
leik byrjaði ekki vel í fyrsta leiknum
á handknattleiksmótinu sem hófst í
gærkvöld, leikið var gegn Finnum og
leikurinn tapaðist 29-31.
Leikurinn fór gífurlega hratt af
stað og þegar fyrri hálfleikur var
hálfnaður var staðan orðin 9-12
Finnum í hag. Staðan í leikhléi var
síðan 16-18 og hefðu það sjálfsagt
þótt líklegri lokatölur.
íslendingar skoruðu fyrsta mark
leiksins en Finnar jöfnuðu um hæl
og höfðu yfirhöndina eftir það.
Rúmum fimni mínútum fyrir leiks-
lok var munurinn fimm mörk en
íslenska liðið smá saxaði á og minnk-
aði muninn í eitt ntark, fyrst 28-29
og síðan 29-30 en allt kom fyrir ekki
og Finnar unnu, 29-31. Sigurður
Gunnarsson fékk að sjá rauða
spjaldið tæpum fimm mínútum fyrir
leikhlé er hann hékk í einum Finnan-
um í hraðaupphlaupi. Veikti það að
vonum sóknina nokkuð. Geir
Sveinsson varð síðan að yfirgefa
leikvöllinn um miðjan síðari hálfleik
eftir að hann hafði verið rekinn
þrisvar útaf í tvær mínútur. Mark-
varslan var mjög slök í fyrri hálfleik,
þeir Guðmundur Hrafnkelsson og
Einar Þorvarðarson vörðu samtals 4
skot þá en Einar hresstist talsvert í
þeim síðari og varði þá ein 12 skot,
þar af þrjú úr hraðaupphlaupum.
Sókn finnska liðsins byggist að
verulegu leyti upp á tveimur leik-
mönnum, þeim Jan Roenneberg og
Mikael Kaellmann og til samans
skoruðu þeir 20 mörk, Roenneberg
raunar 13. Þeir voru teknir úr um-
ferð síðustu 15 mínúturnar og gekk
það vel til að byrja með en dugði þó
ekki til.
Um frammistöðu íslenska liðsins
verður fátt annað sagt en það að hún
var slök. Hvað eftir annað fundu
Finnarnir leið í gegnurn vörnina, oft
þurfti ekki nema einfalda gabbhreyf-
ingu og-bingó-mark. Markvarslan
eins og fyrr var nefnt en einna helst
að sóknin væri í lagi. Á þeim bæ var
Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði
bestur en Sigurður Gunnarsson
einnig ágætur meðan hans naut við.
Mörkin skoruðu: Steinar Birgjs-
son 7(2), Þorgils Óttar Mathiesen 6,
Karl Þráinsson 5, Guðmundur
Guðmundsson 4, Sigurður Gunnars-
son 4(1), Júlíus Jónasson 2, Aðal-
steinn Jónsson 1.
Eðvarð þriðji
- Ragnheiöur varö sjöunda
Eðvarð Þór Eðvarðsson varð
þriðji í 200 metra baksundi á
Evrópumcistaramótinu í Malmö
um helgina. Hann synti á 2:01,61
mín. sein cr íslandsmet. Sigurvcg-
ari varð heimsmethafinn Igor Pol-
ianskiy frá Sovétríkjunum á
1:57,66 og Frank Hoffmeister
Vestur Þýskalandi varð annar á
1:58,59 mín.
Ragnheiður Runólfsdóttir varð
7. í 200 vn bringusundi, synti á
2:37,67 mín. sem einniger íslands-
met.
Nánar vpröur sagt frá mótinu í
blaöinu á morgun.
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Sanngjarn sigur ÍBK
Aftur 100 hiá UMFN
Njarðvíkingar sigruðu KR-inga
með 102 stigum gegn 83 í úrvals-
deildinni á sunnudag eftir að staðan
var 49-45 KR í hag í leikhléi.
KR-ingar sprungu á limminu eftir
River Plate
vannSteaua
Suður-Amcríkumeistararnir
River Plate frá Argentínu sigruðu
Evrópumeistarana Steaua Búka-
rest frá Rúmentu á sunnudaginn
og urðu þar með heimsmeitarar
félagsliða f knattspyrnu. Leikurinn
fór 1-0 og það var Antonio Alza-
mendi sem skoraði sigurmarkið
um miðjan fyrri hálfleik. Leikurinn
fór fram í Tokyó.
leikhlé en Njarðvíkingar héldu sínu
striki.
Stig Njarðvíkinga skoruðu: Valur
Ingimundarson 35, Jóhannes Krist-
björnsson 23, Helgi Rafnsson 17,
Teitur Örlygsson 12, ísak Tómasson
6, Kristinn Einarsson 5, Hreiðar
Hreiðarsson 4. KR: Guðni Guðna-
son 34, Garðar Jóhannsson 18, Þor-
steinn Gunnarsson 13, Guðmundur
Jóhannsson 10, Ólafur Guðmunds-
son 8.
Þórsarar lágu
ÍR-ingar unnu öruggan sigur á Þór
í 1. deild karla í körfuknattleik um
helgina, lokatölur 90-67 eftir að
staðan í hálfleik var 44-29.
í 1. deild kvenna voru tveir leikir,
KR vann ÍR 70-48 og Njarðvík vann
Grindavík 52-29.
Úrvalsdeildarlið Keflvíkinga í
körfuknattleik kom í höfuðborgina
á sunnudagskvöldið, lék við Vals-
menn í íþróttahúsi Seljaskóla og
sigraði þá sanngjarnt með 68 stigum
gegn 54. Torfi Magnússon átti stór-
leik í liði Vals, skoraði 31 stig og fór
á kostum, en það dugði skammt því
flestir aðrir leikmenn liðsins voru
ólíkir sjálfum sér í þessum mikilvæga
leik.
Keflvíkingar hófu leikinn með
látum, skoruðu jafnt og þétt og í
vörn sem sókn náðu bræðurnir Gylfi
og Hreinn Þorkelssynir flestum frá-
köstum. ValsmennogaðallegaTorfi
gáfust þó ekki upp, náðu að jafna
leikinn 24-24 er langt var liðið á
hálfleikinn og leiddu í leikhlé 30-29.
í upphafi síðari hálfleiks þurfti
Gylfi Þorkelsson að fara út af með
fimm villur og fögnuðu Valsmenn
því. Sá fögnuður stóð þó stutt.
Keflvíkingar með Jón Kr. Gíslason
í broddi fylkingar tvíefldust, sigu
framúr og stóðu uppi sem öruggir
sigurvegarar í lokin.
Jón Kr. Gíslason átti mjög góðan
leik í liði Keflvíkinga. Hann skoraði
28 stig, gerði fá mistök og stjórnaði
spili sinna manna gallalaust. Sigurð-
ur Ingimundarson og Guðjón Skúla-
son skoruðu 12 stig hvor, Sigurður
lenti þó snemma í villuvandræðum
sem höfðu sín áhrif. Gylfi Þorkels-
son og Ólafur Gottskálksson skor-
uðu 6 stig hvor og Matti Stefánsson
var með 4 stig. í heild var leikur
Keflvíkinga dulítið gloppóttur en
inn á milli sáust leikfléttur og ein-
staklingsframtak í hæsta gæðaflokki.
Torfi Magnússon var langsamlega
langbestur Valsmanna eins og áður
... . -
er getið. Einar Ólafsson skoraði 8
stig, Leifur Gústafsson var með 6
stig og þeir Tómas Holton og Björn
Zoega skoruðu 4 stig hvor. Sturla
Örlygsson skoraði aðeins 1 stig,
gerði fjöldamörg mistök og hrein-
lega fann sig hvergi í þessari viður-
eign.
Blak:
KA vann Víking
KA sigraði Víking3-1 í miðnætur-
leik liðanna á Akureyri um helgina
en mikil töf varð á að Víkingar
kæmust norður. Leikurinn fór 3-1,
Víkingar unnu 2. hrinuna 18-16 en
hinar fóru 15-13, 15-13 og 15-9. Þá
vann IS Fram 3-1 (15-12, 10-15,
15-12, 15-10).
í 1. deild kvenna tókst Þrótturum
að sigra Breiðablik í lengsta kvenna-
leik vetrarins, 112 mín. Lokaniður-
stöður 3-2 og hrinurnar 15-9, 12- 15,
15-12, 15-17, 15-5. Víkingar sigruðu
hinsvegar KA léttilega 3-0, 15-5,
15-3, 15-8.
Hlín valin fimleika-
maðurársins1986
Hlín Bjarnadóttir frá Gerplu í
Kópavogi hefur verið valin fim-
leikamaður ársins 1986. Hún er 15
ára en hefur stundað æfingar frá 6
ára aldri. Hlín varð fyrst unglinga-
meistari árið 1980 og hefur hún
pinnig tekið bátt í mörgum lands-
keppnum. Á Norðurlandameist-
aramóti unglinga í Kaupmanna-
höfn á þessu ári varð hún í 4. sæti
í gólfæfingum og 6. sæti í stökki.
Þá er hún unglingameistari 1986.
Jón Kr. Gíslason er einbeittur á
mynd Sverris enda lék hann mjög
vel. Hér er karfan greinilega komin
í sigtið og Einar Ólafsson virðist lítið
geta að gert.
Sovétmenn
meistarar
Sovéska kvennalandsliðið í hand
knattleik sigraði Tékkóslóvakíu mei
30 mörkum gegn 22 í úrslitaleil
A-Heimsmeistarakeppni kvenna
handknattleik í Hollandi um helg
ina. Staðan í leikhléi var 15-12
Norðmenn urðu í 3. sæti, sigruði
Austur-Þjóðverja 23-19 eftir að stað
an í hálfleik var 14-8. Rúmenar urði
fimmtu, Júgóslavar sjöttu, Vestur
Þjóðverjar sjöundu og Ungverja
áttundu.