Tíminn - 16.12.1986, Side 19
Þriðjudagur 16. desember 1986
Tíminn 19
MINNING
Aðalheiður Eiríksdóttir
f. Herrmann
frá Ásmundarstöðum
Fædd 23. september 1923.
Dáin 18. október 1986.
Systir okkar Heidi fæddist á
sunnudegi þann 23. 9. 1923 í Elm
Habertshof Schliichtern. Hjá okkur
vilja menn gjarnan trúa því að
sunnudagsbarni fylgi gæfa, þ.e.
blessun. „Hún var mikil gæðakona,
mig langar að krossa yfir kistu
hennar," sagði gamall nágranni.
Jósef, einn af tengdasonum: „Hún
hugsar eingöngu um aðra.“ Hvernig
gat hún það, bóndakona og fimm
barna móðir sem þurfti að sinna
mörgum störfum bæði úti og inni?
Hún prýddi heimili þeirra með
mörgum fallegum hlutum og blóm-
um og gerði það vingjarnlegt og
sólríkt. Utanhúss kom hún sér upp
stórum og fallegum garði þar sem
hún ræktaði margskonar blóm og
tré, auk þess ræktaði hún grænmeti og
ber. Hún gaf ríflega af öllu og
hugsaði alltaf um það, hvernig hún
gæti glatt aðra með því sem var
hennar yndi. Kærleikur í garð
nágrannans var henni í blóð borinn
eins til allra dýra og náttúrunnar.
Hún hafði áhyggjur af okkar áhyggj-
um og gladdist í gleði okkar. Það var
auðvelt að gleðja hana með litlu og
þakklát var hún fyrir heimsóknir
okkar, símtöl eða bréf, en við hefð-
um átt að gera meira af því! Við
höfum svo margt að þakka henni,
höfum við reynt að að endurgjalda
nóg? Þegar ástvinur fer svo skyndi-
lega frá okkur, spyrjum við hvers-
vegna? Hún var eins og móðir allra
og gaf frið og gleði. Hvert er hlut-
verk okkar núna? Jú, við getum
haldið áfram að elska hana og það
gerum við ef við gerum það sem
gladdi hana. Hjálpa hvort öðru og
styðja. Við getum haldið áfram í
hennar anda, gefið gleði og haft
augun opin fyrir þörfum nágrann-
ans, látlaus í hógværð og stórhug.
Það voru nokkur orð eftir Max
Ehrmann sem henni bótti vænt um:
„Gakktu með jafnaðarg> di í gegn-
um hávaða og hraða nutímans og
gleymdu ekki hverskonar friður get-
ur verið í þögninni. Þess vegna lifðu
í friði með guði, hvað svo sem þú
erfiðar, eftir hverju sem þú leitar, í
hávaðasamari ringulreið lífsins, haltu
friði með sálu þinni. Þrátt fyrir allar
sjónhverfingar, allan þrældóm og
allar brostnar vonir er heimurinn
fagur“.
Jóhanna Eiríksdóttir.
BÆKUR
gamanmál — sjálfum sér og öðrum
til skemmtunar, eru samt í bókinni
alvarlegir þættir sem eru til vitnis
um skarpskyggni höfundar og
þekkingu á mannlegu eðli,
margvíslegum örlögum og
vandrötuðum leiðum á
lífsbrautinni.
Bókin er myndskrett af Bjarna
Jónssyni listmálara. Hún er 90
bls., unnin í Prentsmiðju
Hafnarfjarðar. Útgefandi er
Bókaútgáfan Rauðskinna.
Flísar úr auga
bróður míns
Smásögur eftir sr. Sigurð
Helga Guðmundsson
Komið er út smásagnakverið
Flísar úr auga bróður míns eftir
Sigurð Helga Guðmundsson prest
í Víðistaðasókn í Hafnarfirði. Séra
Sigurður er landskunnur maður
fyrir ýmis félagsmálastörf og hann
hefur gefið út tvö ljóðakver áður,
en þetta fyrsta bók hans í lausu
máli. Á bókarkápu segir:
„Og nú stígur kennimaðurinn
niður úr stólnum og sendir frá sér
smásagnasafn. Eru í bókinni 11
smásögur og þættir. Flestar
sagnanna eru gamanmál, nánast
grinsögur enda er höfundur
hrókur alls fagnaðar í góðum
félagsskap og kann vel að
skemmta sér og öðrum og enginn
er fljótari að láta kviðiinga fljúga
á fleygri stund. En þótt höfundur
, hafi hér brotið blað og skrifað
Jóns Stcingrímssonar
f öllum heimsálfum
i.
Um höf til
hafna
Sjóferðaævintýri Jóns
Steingrímssonar í
öllum heimsálfum
Hjá bókaútgáfunni Vöku-
Helgafelli er komin út
sjóferðasaga Jóns
Steingrímssonar, skipstjóra, Um
höf til hafna, þar sem hann tekur
upp þráðinn frá fyrri minningabók
sinni Kolakláfar og kafbátar sem
kom út í fyrra.
í þessari bók rekur Jón
ævintýralega sjóferðasögu sína
um öll heimsins höf og staldrar við
minnisverða punkta, en margt bar
til tíðinda á ferðum hans og
ævintýrin eltu hann eins og
málmur segul. í upphafi
bókarinnar segir Jón frá stóru
smyglmáli við í slandsstrendur og
kemur þar margt óvænt fram sem
kann að þykja reyfarakennt.
Siglingar Jóns með íslenskum og
erlendum skipum eru síðan
meginefni bókarinnar.
Jón gefur með hreinskilinni og
ítarlegri frásögn sinni af lífi sínu
sem farmaður innsýn inn í heim
sem fáir þekkja nema
sjómennirnir sjálfir. Langsiglingar
og heimsóknir í framandi
samfélög gefa farmanninum
aukna heimsýn og víkka
sjóndeildarhring hans. Æðruleysi
og hispursleysi margra sjómanna
þarf því að skoða í þessu ljósi. Jón
leggur óhikað fram dóma um
samferðarmenn sína og þar er
ekki talað í gátum né verið að
vanda kveðjur þegar við á. Hvort
sem hann er að tala um
„aukabúgreinina góðu“ eða
„skippera" sína af ýmsu
sauðahúsi þá er frásagnarstíllinn
tæpitungulaus og auðskilinn.
Þetta er hressileg og lífleg
minningabók sem geymir góðar
heimildir um líf og vist á
farskipum fjarri heimahöfn. Þar
skiptast á skin og skúrir og
lífsbaráttan er hörð. Jón þekkir
þetta út og inn og segir frá á
hreinskiptan hátt, en oft er stutt í
glettnina og gamansemina sem
skín í gegn þegar sagt er frá því
kostulegasta sem aðeins
farmaðurinn upplifir á
ævintýraferðum sínum.
Um höf til hafna er 204 bls. og er
sett, prentuð og bundin í
Prentsmiðjunni Odda hf. í
Reykjavík.
ASKRIFT AÐ TIMANUM
Ég undirritaður/uð óska eftir að gerast áskrifandi að TÍMANUM. 3 nýjar matreiðslubækur Sigmars B. Haukssonar verða sendar mér um leið og ég staðfesti umsókn þessa.
Nafn Nafnnr.
Heimili Sýsla
Sími Póstnr.
Einnig ertekið við áskriftum í síma 91-686300 Síðumúla 15, 105 Reykjavik
FLJÚGIÐ í
JÓLAFRÍIÐ
Flugleiðir hafa nú sett upp yfir 50 aukaflug
innanlands fyrir jólin.
Við gerum okkar besta til þess að koma
öllum á ákvörðunarstað áður en hátíðin
gengur í garð.
Vinsamlega bókið far tímanlega því síð-
ustu ferðir fyrir jólin fyllast fljótt.
Til þess að forðast biðraðir á flugvelli bendum við
farþegum okkar á að kaupa farmiða í söluskrifstof-
um okkar, hjá umboðsmönnum Flugleiða eða hjá
ferðaskrifstofum.
Söluskrifstofur Flugleiða í Reykjavík eru:
Lækjargötu 2 (Nýja bíó)
Hótel Esju við Suðurlandsbraut
Álfabakka 10 (í Mjóddinni)
Farpantanir í síma 26622.
FLUCLEIDIR
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í
eftirfarandi:
RARIK 86019: 125 stk. 25 KVA einfasa staura-
spennar.
Opnunartími: Þriðjudagur 3. febrúar 1987 kl.
14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir
opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að
viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá
og með mánudeginum 15. des. 1986 og kosta kr.
300,- hvert eintak.
Reykjavík 12. desember 1986.
w
Félagsfundur
verður haldinn fimmtudaginn 18.
desember 1986 kl. 20.00 i Domus
Medica við Egilsgötu.
Dagskrá:
1. Samningarnir.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.