Tíminn - 16.12.1986, Page 20

Tíminn - 16.12.1986, Page 20
20 Tíminn BÆKUR °r«W II Drykkir við allra hæfi Stórglæsileg bók sem stendur undir nafni Hjá Vöku-Helgafelli er komin út á íslensku alhliða og vönduð bók um drykki, áfenga jafnt sem óáfenga, Drykkir við allra hæfi. Þetta er hiklaust viðamesta og fjölbreyttasta bók sem til þessa hefur komið út á íslensku um drykki. Auk margvíslegs fróðleiks og góðra ráða af ýmsu tagi er í bókinni að finna uppskriftir að 260 drykkjum af ólíkustu gerðum. Fjallað er um helstu glös fyrir drykki, áhöld og útbúnað, um skreytingar og blöndun. Gefnar eru uppskriftir að fjölmörgum lystaukum úr ýmsum tegundum, löngum drykkjum, áfengum og óáfengum bollum. Rætt er um sterka drykki og gefin holl ráð og góðar uppskriftir að köldum drykkjum, þ.á m. kaffi- og tedrykkjum, ávaxtadrykkjum, mjólkurhristingum og ísdrykkjum. Annað eins er af uppskriftum að heitum drykkjum, kaffi- og tedrykkjum, glöggi, toddýi og púnsdrykkjum. Sérstakur kafli er um heimatilbúna matardrykki. ítarleg uppskrifta- og efnisskrá er aftast í bókinni. Drykkirnir eru ýmist áfengir eða óáfengir og fjölmargir íslenskir drykkir eru kynntir. Þar á meðal ýmsir verðlaunadrykkir Barþjónaklúbbs Islands. Við gerð bókarinnar hefur verið kappkostað að drykkirnir séu við aUra hæfi og eigi við hin ólíkustu tUefni. Maður er manns gaman og ávaUt er gaman að fá vini og kunningja í heimsókn og einkum ef hægt er að gleðja þá með góðum veitingum. SkemmtUegar nýjungar og frumlegar útfærslur á því venjulega gefa gestaheimsókninni eða heimboðinu gUdi. Það er von útgefanda að þessi hagnýta handbók standi undir nafni: Drykkir við aUra hæfi. Drykkir við aUra hæfi frá Vöku- HelgafeUi er í stóru broti, 186 bls. að stærð og er ríkulega myndskreytt í litum. Bókina þýddi og staðfærði Einar Örn Stefánsson. Efni bókarinnar er tekið saman í Svíþjóð fyrir alþjóðamarkað, og er íslenska útgáfan unnin í samráði við ýmsa sérfræðinga, þekkta sælkera og barþjóna. Frumtexti og uppskriftir eru eftir Mariann Erlandsson og Kent Jardhammar ljósmyndaði. Bókin er prentuð í Þýskalandi en Prentstofa G. Benediktssonar í Kópavogi annaðist setningu og fUmuvinnu. Setið á svikráðum - tólfta bók Snjólaugar Bragadóttur Út er komin hjá Erni og örlygi skáldsagan Setið á svikráðum eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk og er þetta tólfta bók hennar. Þetta er spennusaga sem gerist að mestu á Suður-Englandi. Aðalsögupersónan er íslensk stúlka í sumarfrii en jafnframt er hún í leit að hálfbróður sínum sem hefur horfið sporlaust ásamt eiginkonu sinni sem er frá Norður- írlandi. íslenska stúlkan finnur fljótlega að mikUlar varkárni er þörf, því norður-írskir hryðjuverkamenn eru líka í leit að mágkonu hennar. Ferðin fer að líkjast ævintýri þegar Magnea, en svo heitir íslenska stúlkan, er tekin í misgripum fyrir víðförla auðkýfingsdóttur og fær glæsilegan unnusta í kaupbæti, en það er nú bara í byrjun sögunnar og margt á eftir að ske áður en yfir lýkur. Bókin er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá ArnarfeUi. Kápumynd er eftir Brian Pilkington. Elliðaárnar eftir Ásgeir Ingólfsson Bókin segir sögu EUiðaánna að fornu og nýju og hefur auk þess að geyma ítarlega lýsingu á veiðistöðum í ánni. í henni eru 120 litmyndir, þar á meðal litmynd af hverjum veiðistað, með lýsingu á því hvernig best er að bera sig að við veiðarnar á hverjum stað, en slíkt mun vera algjör nýjung. Auk þess eru í bókinni margar svarthvítar myndir. Bókinni fylgir vandað litprentað kort af Elliðaánum og annað sem sýnir nöfn allra hylja og annarra kennUeita við árnar. Höfundurinn, Ásgeir Ingólfsson, fyrrum varaformaður og framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur er gjörkunnugur sögu ánna og veiði í þeim. Hann rekur söguna og birtir afrit skjala sem varða árnar og viðtöl við menn sem tengjast þeim. Ásgeir er fjórði ættliður sem stundar veiðar í ánum, og í bókinni miðlar hann meðal annars þekkingu afa síns og langafa sem stunduðu veiðar í EUiðaánum með breskum veiðimönnum fyrr á öldinni. Það er sennilega einsdæmi í heiminum að laxveiðiá renni um fniðja höfuðborg, og þótt megintilgangur bókarinnar sé að tengja veiðimann og á sterkari böndum og fjölga þeim sem standa vilja vörð um þessa fallegu og gjöfulu á í borginni, er hún engu síður ætluð þeim sem unna náttúrunni, því að Elliðaámar eru sannkölluð náttúmperla og saga þeirra er hluti af náttúmsögu landsins, auk þes sem fegurðin við árnar kemur glæsilega fram í myndunum. Bókin er litprentuð og að öðm leyti unnin í ísafoldarprentsmiðju hf., en litaaðgreiningar eru gerðar í Myndamótum hf. Stríðs- minningar - framhald hinna geysivinsælu bóka Stríðsvindar sem sjónvarpsþættirnir Blikur á lofti byggðu á Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bækurnar Stríðsminningar eftir Herman Wouk í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. Þetta er framhald hinna geysivinsælu bóka Stríðsvindar sem þættinir Blikur á lofti byggðu á. Sagan hefst þar sem síðara bindi Stríðsvinda lauk en þá stóð síðari heimsstyrjöldin sem hæst. Pug var kominn til Pearl Harbour og hefur tekið við stjórn Northampton, skipsins sem honum er ætlað. Styrjöldin er i algleymingi, synir hans taka þátt í stríðinu, en kona hans leitar nýrra ásta heima við. Stríðsvindar er söguleg skáldsaga úr síðari heimsstyrjöldinni. Hún fjallar um ástir og örlög einstaklinga en um leið er hún hluti mannkynssögunnar en ekki síst fjallar hún um mannlega reisn og niðurlægingu á úrslitastundu. Bókin er sett og prentuð í prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnafelli. Sigurþór Jakobsson hannaði kápuna. Stcfín Jónsson Höskuldsstöðum RITSAFN III SAGNA ÞÆTTIR Sagnaþættir Stefáns á Höskuldsstöðum Sögufélag Skagfirðinga hefur gefið út Sagnaþætti eftir Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum, og er þetta þriðja bindið í ritsafni hans. í þessu bindi er þrír sagnaþættir, og nefnist sá fyrsti og lengsti Söguþættir úr Austurdal. Þar lýsir Stefán byggð og mannlífi í afskekktri sveit og einangraðri eftir því sem heimildir og sagnir hrökkva til. Annar þátturinn er um Þorlák auðga Símonarson á Stóru- Ökrum, og í lokaþættinum er aðallega greint frá Jóni sterka Guðmundssyni á Hafgrímsstöðum og afkomendum hans. Umsjón með útgáfunni höfðu Hjalti Pálsson, Sölvi Sveinsson og Þórdis Magnúsdóttir. Jörundur Pálsson á einni af Esju-sýningum sínum. 7. sýning Jömndar á Esjumyndum S.l. laugardagopnaði Jörundur Pálsson 7. einkasýningu sína á málverkum af Esjunni. Sýningin er í Ásmundarsal og á að standa fram til 22. desember og er opin kl. 14.00-20.00 hvern dag. Á sýningunni eru 50 myndir af jallinu Esjunni, en Jörundur hefur haft það fjall sem mótíf árum saman og einbeitt sér að því að mála Esjuna í musmunandi veðri og litabrigð- um. Jóla-almanak SUF Þessar tölur hafa verið dregnar út: 12. des. no. 6660 13. des. no. 6793 14. des. no. 1665 15. des. no. 243 16. des. no. 5666 Gallerí Svart á hvítu Sölusýning á smámyndum Þriðjudaginn 16. desember opnarGall- erí Svart á hvítu sölusýningu á smámynd- um eftir unga myndlistarmenn. Meðal verka eru olíumálverk, pastel- myndir. teikningar, grafik, höggmyndir og samlímingar. Hægt er að taka með sér verkin strax að kaupum loknum. Sýningin stendur til 24. desember. Galleri svart á hvítu er opið alla daga frá kl. 14-18. Dregið I Lukkupotti Hlaðvarpans Dregið hefur verið í Lukkupotti Hlað- varpans og kom vinningurinn Nissan Sunny wagon IX á miða nr. 1837. Ei. göngu var dregið úr seldum miðum. Vinningsins má vitja á skrifstofu Hlað- varpans Vesturgötu 3, sími 19055. Rafmagn, vatn, hitaveita Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja í þessi símanúmer: Rafmagn: í Reykjavík, Kópavogi og Seitjarn- ’ arnesi er sími 686230. Akureyri 24414, Keflavík 2039, Hafnarfjöröur 51336, Vestmannaeyjar 1321. Hitaveita: Reykjavík sími 82400, Seltjarnarnes sími 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar í síma 41575, Akureyri 23206, Keflavík 1515, en eftir lokun 1552. Vestmann- aeyjarsími 1088 og 1533, Hafnarfjöröur 53445. Sími: Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnárnesi, Ak- ureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í síma 05 Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er í síma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svarað! ■ sólarhringinn. Tekið er þarvið tilkynningum á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Minningarkort Áskirkju Minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir. Austurbrún 37, ' sími 681742, Ragna Jónsdóttir, Kambs- vegi 17. sími 82775. Þjónustuíbúðir aldr- aðra, Dalbraut 27. Helena Halldórsdótt- ir. Norðurbrún 2, Guðrún Jónsdóttir. Kleifarvegi 5, sími 681984, Holts apótek, Langholtsvegi 84. Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Þá gefst þeim. sem ekki eiga heintan- gengl, kostur á að hringja í Áskirkju, síma 84035 á milli kl. 17.00 og 19.00 á daginn og mun kirkjuvörður annast send- ingu minningarkorta fyrir þá sem þess óska. Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohól- ista,Traðarkotssundi6. Opinkl. 10.00-12.00 alla laugardaga, sími 19282. AA-samtökin. Eigir þu við áfengisvandamál að stríða, þá'er simi samtakanna 16373, milli kl. 17.00-20.00 daglega. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155 Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814 Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270 Borgarbókasafnið í Geröubergi, Gerðu- bergi 3-5, s. 79122/79138 Opnunartími ofangreindra safna er: Mán.-Föst. kl. 9-21, sept.-apríl, einnig opið á laug. kl. 13-16. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640 Opnunartími: mán.-föst. kl. 16-19. Lestrarsalur aðalsafns, Þingholtsstræti 27, s. 27029 Opnunartími: Mán.-föst. kl. 13-19, sept-apríl einnig opið á laug. kl. 13-19. Bókabílar, Bækistöð í Bústaðasafni s. 36270. Bókin hcini, Sólheimasafn s. 83780. Heimsendingaþjónusta fyrir fatlaða og aldraða. Símatími mán. ogfim. kl. 10-12. Sérútlán, aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Bækur lánaðar skipum ogstofnun- um. Sögustundir fyrir börn á aldrinum 3-6 ára Aðalsafni: Þriðjud. kl. 14-15, Bú- staðasafni og Sólheimasafni: Miðvikud. kl. 10-11 og Borgarbúkasafninu í Gerðu- bergi: Fim. kl. 14-15. Kvenfélagið Seltjöm Hefur jólapakkafund í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, þriðjudaginn 16. des. nk. kl. 20.30. Áramótaferð Útivistar í Þórsmörk Útivist fer áramótaferð í Þórsmörk 31. des. (4 dagar). Brottför kl. 8.00. Gist í Útivistarskálunum Básum. Pantanir ósk- ast sóttar í síðasta lagi um miðjan des- ember. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofunni Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. 12. desember 1986 kl. 09.15 Kaup Sala Bandarikjadollar.....40,880 41,000 Sterlingspund........58,356 58,528 Kanadadollar.........29,6520 29,739 Dönsk króna.......... 5,3368 5,3525 Norskkróna........... 5,3752 5,3908 Sænsk króna.......... 5,8584 5,8756 Finnsktmark.......... 8,2411 8,2653 Franskur franki...... 6,1515 6,1696 Belgískur franki BEC .. 0,9699 0,9727 Svissneskur franki...24,0496 24,1202 Hollensk gyllini.....17,8593 17,9118 Vestur-þýskt mark....20,1677 20,2269 ítölsk líra.......... 0,02912 0,02920 Austurrískur sch..... 2,8675 2,8759 Portúg. escudo....... 0,2730 0,2738 Spánskur peseti...... 0,2992 0,3001 Japansktyen.......... 0,25049 0,25123 írsktpund............54,949 55,110 SDR (Sérstök dráttarr. ..48,9715 49,1157 Evrópumynt...........42,0369 42,1603 Belgískur fr. FIN BEL ..0,9637 0,9665 Börnum mínum og ölium vinum og vandamönnum, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 17. nóvem- ber s.l. vil ég segja þetta: „Fyrir gjafir gott og allt, sem gjörið mér að hlynna. Drottinn blessi eitt og allt ykkar vina minna.“ Hróifur Jóhannesson, Hólavegi 9, Sauðárkróki.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.