Tíminn - 16.12.1986, Blaðsíða 24

Tíminn - 16.12.1986, Blaðsíða 24
SSAMBANDSFÓÐUR 3 |£ Hækkun bóta almannatrygginga: Er lagaheimild til hækkunar? Enn hefur ekki veriö lokið við gerð nýrrar reglugerðar um hækkun bóta almannatrygginga, sem nauð- synleg er vegna nýgerðra kjarasamn- inga. Samkvæmt lögum á hækka bætur innan sex mánaða frá því launabreytingar verða, cn þessi hækkun hefur að jafnaði komið til framkvæmda í næsta mánuði eftir að laun hafa hækkað. Samkvæmt regl- um skal miða við þegar breyting verður á vikukaupi í verkamann- avinnu og skuli bæturnar þá hækka til samræmis við það. Páll Sigurðsson í heilbrigðis og tryggingaráðuneytinu sagði að það flækti nokkuð málin, að laun hefðu ekki hækkað um ákveðna prósentu, heldur hefðu laun hækkað mjög mismikið, allt frá 3% til rúmlega 26 % hækkunar. Þá hefði Dagsbrún lýst því yfir að þessir samningar hefðu ekki fært þeirra mönnum neinar launahækkanir. „Þannig að verkamenn í Reykja- vík hækka ekkert í launum. Pá er náttúrlega spurningin hvaða laga- heimild er til hækkunar, ef þetta er svona óljóst hver hækkunin hefur orðið.“ Það tæki því eðlilega tíma að reikna þetta út og hefðu þeir leitað ráða hjá Kjararannsóknarnefnd vegna þessara mála. Sagði Páll enn fremur að það væri hugsanlegt að það þyrfti að reikna út bæturnar upp á nýtt eftir að Dags- brún gerði sinn samning. Enn væri engin niðurstaða komin um hvaða upphæðir væri um að ræða. Reglugerðina þyrfti hins vegar ekki að setja fyrr en í lok mánaðarins eða byrjun janúar, því þessi hækkun yrði ekki greidd út fyrr en með bótagreiðslum í janúar. “En það verður örugglega gefin út reglugerð fljótlega, þannig að Trygg- ingastofnun hafi góðan tíma til að reikna þetta,“ sagði Páll Sigurðsson. -phh y Ofgreidd lán til Húsnæðisstofnunar frá 1983: Utreikningar Seðla- banka á þingi í dag Líklegt er að nokkur þúsund skuldunautar Húsnæðisstofnunar ríkisins eigi von á samtals í kringum 20 millj. króna endurgreiðslu frá stofnuninni vegna þeirra ca 3% sem þeir hafa ofgreitt af lánum sínum árlega frá haustinu 1983, samkvæmt heimildum Tímans. Félagsmálaráðherra, Alexander Stcfánsson, mun á Alþingi í dag kynna niðurstöður á útreikningum Seðlabankans á því hvaða áhrif það hafði að hækkun lánskjaravísitölu milli ágúst og september 1983, sem var rúmlega 8%, var að fullu látin koma á húsnæðislánin í stað rúmlega 5% hækkunar eins og ríkisstjórnin ákvað. Stærstu lánaflokkar stofnun- arinnar, nýbyggingarlán og G-lán voru ekki verðtryggð eftir lánskjara- vísitölu fyrr en í apríl 1982 en önnur lán stofnunarinnar frá árinu 1980, þannig að um er að ræða lán sem veitt voru frá þessum tímapunktum og þar til í ágúst 1983. Byggingarsjóður ríkisins lánaði út á í kringum 4 þús. íbúðir á þessum árum og Byggingarsjóður verka- manna nokkur hundruð íbúðir. Þessi umframhækkun lánskjaravísitöl-. unnar í september 1983 gæti því hafa haft áhrif á t.d. 6-8 þús. lán. Þessi u.þ.b. 3% vísitölumunur sem hér um ræðir mun í heild samsvara í kringum 100 millj. króna á núvirði, þ.e. sem heildarlánsupp- hæðin hefur hækkað umfram það sem ella hefði verið. Hækkun af- borgana og vaxta af þessum lánum frá 1983 hefur af þessum sökum numið í kringum 20 milljónum króna, samkvæmt heimildum Tímans. Þá upphæð sem ofgreidd hefur verið mun félagsmálaráðherra ætlast til að Húsnæðisstofnun skili til baka. Hins vegar mun enn ekki ákveðið hvaða aðferð verði viðhöfð um skil á þeirri upphæð sem ógreidd er. Einn möguleikinn er sá að hækka upphafsvísitölu þessara lána um3%, sem þar með lækkar uppfærðar eftir- stöðvar þeirra og þá um leið afborg- anir í framtíðinni. Annar möguleiki er að lækka hverja afborgun þeirra framvegis um 3% hverju sinni. Formannafundur BSRB: Félögin hafi sam- f lot í samningunum - vilja fundi með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga Formannafundur BSRB og stjórn- ar bandalagsins var haldinn í gær og voru væntanlegir kjarasamningar til umræðu, í lok fundarins var eftirfar- andi yfirlýsing send til fjölmiðla. „Fundur formanna aðildarfélaga BSRB og stjórnar bandalagsins var haldinn í dag, þar sem staða samn- ingaviðræðna var rædd í ljósi þess að vonir standi til að ný samningsréttar- lög verði samþykkt fyrir jól. For- menn þorra þeirra félaga sem mættir voru á fundinum samþykktu að fé- lögin hefðu samflot í komandi við- ræðum. Tvö af þeim munu þó ák- veða afstöðu sína á næstu dögum. Samþykkt var, að viðræðunefnd ræði við fjármálaráðherra qgfulltrúa sveitarfélaganna um fyrirkomulag viðræðna, en í framhaldi af þessu mun verða óskað eftir fundum með fjármálaráðherra, borgarstjóranum í Reykjavík og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ -phh Sjötíu ára afmæli Framsóknarflokkurinn og þingflokkurinn í dag eru 70 ár frá því að átta þingmenn komu saman í Alþingis- húsinu, mynduðu þingflokk og stofnuðu Framsóknarflokkinn. Þessara tímamóta verður minnst í dag á Hótel Sögu. Milli klukkan 16:30 og 19 verður opið hús í Súlnasalnum. Þar munu alþingismenn flokksins og ráðherr- ar taka á móti gestum og veitingar verða fram bornar. Elliðaárnar eru náttúruperla Reykjavíkur. Höfundurinn kemur fróðleik og ieiðbeiningum fjögurra ættliða um veiði og veiðistaði í ánum til skila í skýru og skemmtilegu máli. í bók- inni eru á annað hundrað litmyndir, m.a. af öllum veiði- stöðum, ásamt mörgum svarthvítum myndum og kort sem sýnir kennileiti og veiðistaði við árnar. Þetta er bók veiði- mannsirís og náttúruunnandans. vff, vi! ekki Vil, vil ekkifjallar um menntaskólastúlkuna Elísu sem stendur á tímamótum í lífi sínu. Hún er í föstu sambandi við ungan mann á uppleið sem getur tryggt henni áhyggju- og áreynslu- lausa framtíð. En með henni bærast margvíslegar tilfinningar. Er þetta það sem hún vill? Lætur hún aðra stjórna sér? Eða tekur hún óvissu og ævintýri fram yfir öryggið? Skemmtileg og spennandi bók um vaknandi vilja og sjálfsvitund. \'K é Æ Menn með mönnum gerist í demantalandinu Suður-Afríku. Draumur Zougas Ballantyne um „Norðrið“ hefst í þrældómi demantanámanna í Kimberley og lýkur á frjósömum gras- lendum Matabelelands - en ekki fyrr en heil þjóð stoltra stríðsmanna hefur nánast verið þurrkuð út. Metsöluhöfund- urinn, Wilbur Smith, gjörþekkir náttúru landsins og sögu þjóðanna sem það byggja. Heillandi saga, mannleg, þrungin spennu, ævintýrum og rómantík. í blíðu og stríðu I blíðu og Stríðu er önnur bókin í þriggja bóka flokki um Stúlkuna á bláa hjólinu eftir metsöluhöfundinn Régine Deforges. Við fylgjumst áfram með söguhetjunni Leu Delmas í síðari heimsstyrjöldinni, ástum hennar, sorgum og baráttu í hinu hernumda Frakklandi. Atburðarásin er hröð og spenn- andi og örlög ráðast. Boðið er upp á 1. og 2. bindi sögunnar saman í pakka á afsláttarverði. ÍSAFOLD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.