Tíminn - 21.01.1987, Page 1

Tíminn - 21.01.1987, Page 1
— I FRAMSÓKNARflokkurinn á I | Reykjanesi samþykkti samhljóða á fundi kjördæmissambandsins sl. | mánudagskvöld framboðslistann fyrir komandi alþingiskosningar. í efstu sætunum eru: 1. Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, 2. Jó- hann Einvarðsson aðstoðarm. ráð- herra, 3. Níels Árni Lund ritstjóri, 4. Elín Jóhannsdóttir kennari, 5. Váldís Kristinsdóttirkennari, 6. Gylfi Guðjóns- son, 7. Hilmar Þ. Hilmarsson nemi, 8. Erna K. Kolbeins verkstóri, 9. Soffía Guðmundsdóttir fóstra, 10. Inga Þyrí Kjartansdóttir snyrtifr. Sameining Útvegsbanka og Búnaðarbanka: Hlutafélagsbanki ekki möguleiki! - nema nýju bankalögunum verði breytt. Stofnendur hlutafélagsbanka skulu vera a.m.k. 50 FARMANNADEILAN var komin í nokkurn hnút í gærog útlitfyrir að lausn gæti látið standa á sér. Deiluaðilar voru á fundi hjá sáttasemj- ara frá kl. 17 I aær, en var þá lítið sem ekkert farið ao ræða kröfur um lág- markslaun háseta. Snurða hljóp á þráðinn í viðræðunum vegna orðalags um grein sem fjalla átti um vinnutilhög- un háseta. Segja sjómenn að með orðalagi greinarinnar hefði vinnuálag þeirra verið stór aukið en fulltrúar vinnuveitenda segja að þeir hafi breytt orðalagi og því ríki efnislegtsamkomu- lag um málið. ÍSLENSKUR fjallgöngu- leiðangur sem hugðist ganga á rúm- lega 7.500 metra hátt fjall í Kína, Kongur Tiube hefur neyðst til að hætta við ferðina. Aðstandendur ferðarinnar telja Ijóst að ekki náist að brúa bil milli kostnaðar og eigin framlags auk þess sem hluti leiðangursmanna forfallað- ist. Hins vegar hefur hóþurinn fengið leyfi kínverskra yfirvalda að klífa 8000 metra háan tind i Tíbet eftir nokkur ár. SLÖKKVILIÐ Hafnarfjarðar var kallað út 1183 útköll í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreþþs á ár- inu 1986. Hefur fjöldi útkalla aldrei náð svo hárri tölu. Af þessum útköllum voru 148 vegna elds. Árið 1985 voru 149 útköll, þar af 120 vegna elds. Aukningin stafar nær öll af útköllum í „rusli, sinu og mosa“, þar af urðu 26 útköll á nýársnótt vegna sinubruna. Sjúkraflutningar urðu 1296, en voru 1186 árið 1985. Af þessum flutningum voru 209 bráðatilfelli vegna slysa og annarra áfalla. NEMENDUR ölbrautaskólans I í Breiðholti hafa hafið herferð gegn eyðni og fordómum varðandi sjúkdóm- inn. Ákveðið hefur verið að nemenda- félagið gefi eina verju með hverjum Iballmiða sem seldur er á böll nem- endafélagsins. Einnig er von á lækni til að halda fyrirlestur um eyðni og aðra kynsjúkdóma. Einnig mun hann svara fyrirsþurnum. IÁLYKTUNUM þar sem ýmis I félög og samtök, er starfa að skólamál- um, fordæma Sverri Hermannsson menntamálaráðherra fyrir brottvikn- ingu Sturlu Kristjánssonar úr starfi ■ fræðslustjóra, rignir yfir fjölmiðla. Má j þar nefna ályktun frá Sálfræðingafé- | lagi íslands, Kennarasambandi j íslands, Hinu íslenska kennarafélags, | Félagi skólastjóra og yfirkennara, Fé- | lagi fræðslustjóra, og starfsfólki j Fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæm- | is. í ályktunum er m.a. bent á hvílíkt áhyggjuefni það er opinberum starfs- mönnum ef valdhafar geta svipt menn atvinnu sinni með þessum hætti. KRUMMI „Nú hygg ek at Sverr hafi verit at lesa Sturlungu" Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra: „Sturla leiksoppur miklu verri manna“ Harkalega deilt á vinnubrögð ráðherra á Alþingi Brottrekstur Sturlu Kristjáns- sonar var tekinn til umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær. Allir þeir þjngmenn sem tóku til máls gagnrýndu mjög alla málsmeð- ferð Sverris Hermannssonar og sögðu hana einkennast af óbil- girni. Margir þingmenn töldu einnig að forsendur brottvikning- arinnar stæðust ekki og væri hér um valdahroka ráðherra að ræða. Eðlilegt hefði verið að víkja fræðslustjóra frá um stundarsakir á meðan ástæður uppsagnarinnar væru rannsakaðar ofan í kjölinn. Fram kom að á ríkisstjórnarfundi fyrr um daginn hafði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra reynt að fá menntamálaráðherra til að sættast á tímabundna brott- vikningu meðan málin væru at- huguð, en því hafnaði Sverrir alfarið. Menntamálaráðherra hélt langa ræða í þinginu um málið. Rakti hann samskipti Sturlu Kristjánssonar og menntamálar- áðuneytisins s.l. sex ár og sagði að fræðslustjórinn hefði greini- lega ekki skilið valdsvið sitt og talið fjárlög ómerk og vitlaus ef þau hentuðu ekki áætlunum hans um framkvæmd skólamála í fræðsluumdæmi Norðurlands eystra. Til dæmis hefði Sturla ráðið í 22 stöður umfram það sem honum hefði verið leyfilegt. Þá sagði menntamálaráðherra að fræðslustjóri og fræðsluráð Norðurlands eystra hefðu vísvit- andi gengið framhjá mennta- málaráðherra og ráðuneytinu og talið sig eiga betri leiðir til að breyta áætlunum ráðuneytisins varðandi kennslumagn í Norður- landi eystra. Slíkt sagði ráðherra bera vott um samsæri. Sverrir Hermannsson var stór- orður í ræðu sinni og sagði að Sturla Kristjánsson væri leiksoppur miklu verri manna, sem hann tiltók þó ekki hverjir væru. Þá kallaði hann alþýð- ubandalagsmenn á Akureyri „hyski“ sem héldu skildi yfir fræðslustjóranum. Gagnrýndi ráðherra einnig vöxt fræðsluskrifstofanna víða um land, „sem hefðu sálfræðinga á hverjum fingri". Halldóri Blöndal samflokksmanni Sverris þótti anda heldur köldu í garð sérfræðinga í kennslumálum, sem ynnu störf sín af heilum hug. Einnig kom fram í umræðunni að til hvers nemanda, sem nýtur sérkennslu í Reykjavík og á Austurlandi, kjördæmi ráðherra, er veitt yfir 25 þúsund krónum hærra framlagi en til sams konar nemenda í Norðurlandi eystra. Allir þeir þingmenn sem tóku lil máls töldu að eðlileg málsmeð- ferð í þessu tilfelli hefði verið að víkja fræðslustjóranum frá um stundarsakir á meðan málsatvik væru rannsökuð. Reyndar gerði Guðmundur Bjarnason það að tillögu sinni að sérstök rannsókn- arnefnd yrði sett á fót til að rannsaka málið og fá hlutlausa niðurstöðu. Umræðunni var ekki lokið í gær vegna óska menntamálaráð- herra og verður henni framhaldið á fimmtudaginn. aw Sjá nánar á bls. 2. Ríkisstjórnin: Heldur sér við fast- gengisstefnu Ríkisstjórnin ákvað á fundi sín- um í gær að halda fast við fastgeng- isstefnu sína enn um sinn. Telur ríkisstjórnin ástæðu til að bíða aðeins lengur og sjá hvort dollarinn hækkar ekki. Því mun ákvörðunar um það hvort horfið verður frá fastgengisstefnu ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Fall dollara á alþjóðlegum gjald- eyrismörkuðum stöðvaðist í gær og hækkaði hann raunar lítillega á mörkuðum bæði í Asíu og Evrópu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að sterkar líkur eru nú á að stjórnvöld í Vgstur-Þýskalandi og Japan muni ákveða að lækka vexti og minnka þar með eftirspurn eftir gjaldmiðl- um sínurn og auka eftirspurn eftir dollar sem myndi hækka hann í verði. Sá valkostur sem Seðlabankinn leggur til að nú verði kannaður, í sambandi við sameiningu bank- anna, þ.e. að Útvegsbanki og Bún- aðarbanki verði sameinaðir og stofnaður nýr hlutafélagsbanki, er ekki raunhæfur nema því aðeins að nýgerðum lögum um viðskipt- abanka verði breytt. í öðrum kafla laga um viðskipta- banka, nr. 86 frá 1985 segir í 5. gr. um stofnun hlutafélagsbanka: „Stofnendur hlutafélagsbanka skulu eigi vera færri en 50. Hluthaf- ar skulu jafnan vera 50 hið fæsta. Hlutafé í hlutafélagsbanka skal skiptast í a.m.k. 50 hluti, nema minnst 100 000 000 kr.“ í þeim tillögum sem fram hafa komið um sameiningu Útvegs- og Búnaðarbanka sem hlutafélags- banka, hefur ekki komið fram að ráð sé gert fyrir fleiri aðilum sem hluthöfum, fyrr en eftir að nýi hlutafélagsbankinn hefur verið stofnaður. Virðist það reyndar forsenda hugsanlegrar sameiningar bankanna tveggja, að fleiri aðilum verði ekki blandað í málið fyrst í i stað, svo koma megi í kring nauð- synlegum breytingum en mál ekki flækt frekar. Má einnig benda á að ekki eru öll kurl komin til grafar með eigin- ' fjárstöðu Útvegsbankans vegna skulda Hafskips. og verða þau mál varla ljós fyrr en eftir a.m.k. ár. Og fyrr verður ekki hægt að gefa hugsanlegum hluthöfum hins nýja hlutafélagsbanka réttar upplýsing- ar um upphæð hlutafjár bankans. Virðist sem þeim sem fjallað hafa um sameiningu bankanna á þessum nótum, þ.á m. Seðlabanka og ríkisstjórninni hafi yfirsést þetta atriði, þó ótrúlegt megi virðast. Efákveðið verður að halda sig við hugmyndina um stofnun hluta- félagsbanka, þar sem ríkið er eini eigandi hlutafjár, verður því að fá undanþágu frá ofangreindum lög- um um hlutafélagsbanka eða ein- faldlega breyta þeim í fyrsta skipti sem á þau reynir. -phh

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.