Tíminn - 21.01.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.01.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminnj Miðvikudagur 21. janúar 1987 Miðvikudagur 21. janúar 1987 Tíminn 9 Twiggy er orðin 36 ára fullþroska kona. Leigh Lawson (Travelling Man) er nú maðurinn í lífi Twiggy. staður til að ala upp börn á,“ segir Twiggy og bætir því við að þar snúist allt um peninga og fólk sé einungis vegið og metið eftir því hvað það afli mikils fjár. Twiggy er nú orðin 36 ára gömul. Hún býr með Leigh Lawson, sem áhorfendur Stöðvar 2 þekkja úr myndaflokknum um einfarann (Travelling Man). Hann var áður sambýlismaður Hayley Mills og á með henni son sem nú er 10 ára. Twiggy er mikil fjölskyldumann- eskja og finnst vænt um að eiga nú orðið í rauninni tilbúna fjölskyldu. En hún segist gjarna vilja sjálf eignast a.m.k. annað barn í viðbót og sig skipti ekki öllu máli hvort það verði í hjónabandi eða ekki. í starfinu gengur Twiggy líka allt í haginn þessa dagana. Hún er nýbúin að leika í 90 mínútna sjónvarpskvikmynd sem gerð var eftir sögu H.C. Andersen um litlu stúlkuna með eldspýtumar. Sú mynd var sýnd í Bretlandi um jólin. Twiggy er sem sagt engin eftirsjá að lífinu á 7. áratugnum sem mörgum finnst hún reyndar nokk- urs konar einkennismerki fyrir. „í>að var ofsafjör, ég ferðaðist um allan heim og kynntist merkilegu fólki. Þetta voru stórkostlegir tímar, en þeir eru nú liðnir. Annars hefði ég getað orðið venjulegur táningur, þá hefði ég sennilega gifst og eignast 20 börn og væri áreiðanlega skilin núna,“ segir Twiggy kímileit. Svona muna allir eftir Twiggy. „Grindhoruð stelpurengla, ekkert nema augu og munnur,“ sögðu sumir. oglangartilaðverða móðir á ný! Hver man ekki eftir Twiggy, ensku sýningarstúlkunni þveng- mjóu sem virtist ekki vera neitt nema heljarstór augu og munnur? Og út úr munninum kom endalaus orðaflaumur á hroðalegri enskri mállýsku sem engin tilraun hafði verið gerð til að lagfæra. Enginn hefði búist við því fyrir 20 árum að þessi 16 ára óskólagengna stelpu- rengla ætti eftir að njóta eftirlætis og virðingar landa sinna um ókom- inn aldur. Twiggy er nýkomin aftur „heim“ eftir margra ára búsetu í Banda- ríkjunum. t>ar beið hún bæði sigra og ósigra. Hún sló í gegn á Broad- way og Ameríkanar hefðu gjarna viljað hafa hana lengur sín á meðal, en hún kaus að halda aftur til Englands, sérstaklega vegna dóttur sinnar Carly, sem nú er orðin 7 ára gömul. Carly var nefnilega orðin föðurlaus, pabbi hennar Michael' Whitney féll niður örendur þar sem hann var staddur á veitinga- húsi með Carly. „Þá ákvað ég að fara heim, Los Angeles er ekki ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Þorgils Óttar Mathiesen og félagar hans ■ íslenska landsliðinu keppa við Austur-Þjóðverja í kvöld í opnunarleik Baltic-keppninnar. Baltic-keppnin í Austur-Þýskalandi: Ballið byrjar í kvöld Já, Baltic-ballið hefst í kvöld er íslenska landsliðið í handknattleik mætirgestgjöfun- um Austur-Þjóðverjum í Rostock og hefst viðureignin kl. 16.30 að íslenskum tíma. Hinar viðureignirnar í kvöld verða leikir Sovétríkjanna og Póllands og V-Þýskalands og Svíþjóðar. Keppt verður síðan á hverju kvöldi fram á sunnudag er íslendingar mæta nágrönnum vorum og vinum(nema í íþróttum) Svíum. Það er Ijóst að geysisterk lið eru mætt til leiks á Baltic-keppnina í ár og víst að róðurinn verður þungur fyrir okkar menn. Viðureignin við Austur-Þjóðverja í kvöld Jóhann Ingi kosinn besti þjálfarinn - af lesendum Handball Magazin Jóhann Ingi Gunnarsson fyrrver- andi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari handknattleiksliðsins Tusem Essen hefur verið kosinn þjálfari ársins 1986 af Handball Magazin. Þetta er mjög mikill heiður fyrir þjálfara, þar sem Handball Magazin er eitt af virtari tímaritum í Evrópu sem fjalla um handknattleik. Það eru lesendur blaðsins sem velja þjálfara ársins og var þetta í fjórða sinn sem hann er kosinn. Sem dæmi má nefna að landsliðsþjálfari V-Þjóðverja Schobel lenti í sjötta sæti í kosningunni. Það er ekki að sjá að lesendur tímaritsins hafi átt í erfiðleikum með að velja þjálfarann. Jóhann Ingi fékk 2416 atkvæði á meðan Petre Ivanescu, sem varð í öðru sæti-, fékk 1600 atkvæði. Árangur Essen var mjög góður undir stjórn Jóhanns Inga á síðast- liðnu ári og ekki virðist vera neinn afturkippur það sem af er árinu. í fyrra lék Essen fjórtán leiki í röð í fyrri hluta deildarkeppninnar þýsku án taps. Liðið er nú komið í undan- úrslit Evrópukeppni meistaraliða eftir sigur á Dukla Prag, tékknesku meisturunum. Illur Boris úr leik Wimbledonmeistarinn, táningurinn og Vestur-Þjóðverjinn (þó ekki endilega í þessari röð) Boris Becker var sleginn út úr Opna ástralska meistaramótinu i tennis í gær af heimamanninum Wally Masur. Fór tapið illa í Becker sem blótaði og barði spaða sínum í völlinn oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Fékk hann fyrir það áminningu. Af körfukonum Þetta er Uð VífUfells í knattspyrnu en það sigraði nýlega í firmakeppni Gróttu í innanhússfótbolta. Kókstrákamir sigraðu Granda í úrsUtaleik en í þriðja sæti lenti svo Uð A. Karlssons. AUs tóku þrjátÍU Uð þátt í mótinu. Timamynd-Pjclur verður kannski allra erfiðust en það fáum við að sjá í ríkissjónvarpinu í kvöld en bein útsending verður frá þessum opnunarleik keppninnar sem fram fer í íþróttahöllinni í Rostock sem tekur um fjögur þúsund áhorfendur í sæti. 2.deildin í handknattleik: Þórsarar sigruðu Fylki létt Frá Gylfa Krístjánssyni á Akureyri: Þórsarar áttu ekki í erfiðleikum með að sigra Fylki er liðin léku í 2. deildinni í handboltanum á Akureyri um helgina. Úrslitin urðu 21-12 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12-5 fyrir Þór. Strax í byrjun var Ijóst hvert stefndi. Þór skoraði þrjú fyrstu mörkin og skömmu síðar var staðan 6-3. Þá komu sex mörk í röð frá heimaliðinu en Fylkir skoraði síð- ustu tvö mörk hálfleiksins og staðan þá 12-5. í síðari hálfleik var aldrei um neina keppni að ræða, Þórsarar voru með unninn leik og viðureignin þró- aðist upp í algjöra vitleysu. Með þessum sigri eru Þórsarar enn í baráttunni um sæti í 1. deild að ári, þeir eru fjórum stigum á eftir liði í öðru sæti en eiga leik til góða. Hermann Karlsson markvörður Þórs var langbesti maður vallarins í þessum leik. Sigurður Pálsson og Sigurpáll Aðalsteinsson voru marka- hæstu menn liðsins, hvor með 6 mörk, Kristinn Hreinsson með 3. Hjá Fylki voru allir slakir og liðið það lélegasta sem leikið hefur á Akureyri í vetur. Flest mörk Árbæ- inganna skoruðu Einar Einarsson 5 og Magnús Sigurðsson 3. Körfuknattleikssambandið hefur nú skipað í landsliðsnefnd kvenna sem starfa mun út keppnistímabilið 1987-1988. í nefndinni eru Sigurður Hjörleifsson, Margrét Eiríksdóttir, Stefán Kristjánsson og Guðrún ÓI- afsdóttir. Af fyrirhuguðum verkefnum á þessu ári er það fyrsta að unglinga- landsliðið (stúlkur fæddar 1968 og síðar) fer til Skotlands í lok febrúar og leikur þar 2-3 leiki við Skota. Unglingalandsliðið mun jafnframt taka þátt í Norðurlandamóti í Nor- egi í apríl n.k. A-Iandsliðið fer í keppnisferð í apríl til Lúxemborgar og leikur þar landsleik og hugsanlega nokkra leiki gegn félagsliðum. Þá eru möguleikar á því að liðið leiki nokkra leiki næsta haust. Þjálfari hefur verið ráðinn Sigurð- ur Hjörleifsson og mun vera í bígerð að leggja sérstaka áherslu á upp- byggingu unglingalandsliðsins. For- ráðamenn körfuknattleikssam- bandsins vonast til að það muni skiia sér í auknum áhuga í yngri aldurs- flokkum kvenna og þrýstingi á fleiri félög að taka upp æfingar í kvenna- flokkum. Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari vestur-þýska handknattleiksliðsins Tussem Essen: Kjörinn besti þjálfar- inn í vestur-þýskum handknattleik á síðasta ári. Mikill heiður fyrir snjall- an þjálfara. Iiminn DJÓÐVIUINM S. 686300 S. 681866 Blaðburður er. S.681333 BESTA TRIMMIÐ ogborgar sigl Eskihlíð Mjóuhlíð Skerjafjörð Armúla Suðurlandsbraut Afleysing Vz mán. Einimelur Melhagi Neshagi HMINN Sföumúla 15 S 68 6300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.