Tíminn - 21.01.1987, Qupperneq 3

Tíminn - 21.01.1987, Qupperneq 3
Miðvikudagur 21. janúar 1987 Tíminn 3 Launakönnun ASÍ og VSÍ: Bílastyrkur algeng yfirborgunaraðferð Allt frá um 15 ára aldri og fram að fimmtugu bæta íslenskir verkamenn að meðaltali um 52-55% við dag- vinnulaunin sín með yfirvinnu, sam- kvæmt launakönnun þeirri er Kjara- rannsóknarnefnd vann í apríl sl. vor fyrir ASÍ, VSÍ og VMSÍ. Á milli 50 og 70 ára draga þeir heldur úr yfirvinnunni, en hún var þó að meðaltali 36% ofan á dagvinnulaun- in. Með bónus og vaktaálögum náðu verkamenn að meðaltali að bæta 63-88% við dagvinnulaunin. Hjá verkakonunum er yfirvinnuhlutfall- ið frá 16-21% af dagvinnulaunum, en með bónus og öðru tekst þeim að ná heildarlaununum 32-55% um- fram dagvinnulaunin. Bílastyrkir eru fátíðir meðal verkamanna og nær óþekktir meðal verkakvenna. Mestu vinnuþrælarnir virðast þó vera unglingar (15-19 ára) við af- greiðslustörf, með um og yfir 70% af dagvinnulaununum fyrir yfirvinnu. Þess ber að geta að fáir á þeim aldri voru í úrtakinu. Hjá öðru af- greiðslufólki er þetta hlutfall um 21-35% að meðaltali og svipað hjá körlum og konum. Heildartekjur karlanna voru þó miklum mun hærri. Auk þess sem hrein dagvinnulaun þeirra voru um 10 þús. kr. hærri á mánuði voru bílastyrkir og greiðslur fyrir óunna yfirvinnu mjög algengar þeirra á meðal. T.d. hafði um helrn- ingur afgreiðslukarla 40-50 ára um 7 þús. kr. á mánuði í bílastyrk að meðaltali. Aðeins urn 2-3% kvenna fengu þessar greiðslur. Unnin yfirvinna er algengust 15- 25% af dagvinnulaunum hjá skrif- stofufólki. Um helmingur karlanna hafði hins vegar bílastyrk, um 9-10 þús. kr. á mánuði og fór það hlutfall bílastyrk og þá á bilinu 5-6 þús. krónur, og enn færri greitt i'yrir óunna yfirvinnu. Um helmingur þeirra fékk greidda ferða- og fata- peninga. -HEI MÁNAÐARLAUN ÁN ÁLAGA KarIar Hflfudb. Uton ■vadl hflfudb.sv. r-----1 xzzzzza 10 11 12 13 1 - PAKKHÚSVINNA 2 - BYGGINGARVINNA 3 - VERKSTJÓRN ÓFAGL. 4 - ÓFAGL. 'ÍVIISS STÖRF 5 - BIFREIOASTJÓRN 6 « STJÓRN VINNUVÉLA 7 - uAljusmIðar 8 - BIFVÉLAVIRKJUN 9 = TRÉSMlÐAR 10 - RAFVIRKJUN 11 - VÉLSTJÓRN FAGL. 12 = VERKSTJÓRN FAGL. 13 - ALMENN SKRIFSTOFUSTÖRF Launakönnun Kjararannsóknarnefndar í apríl 1986 sýnir mikinn launamun milli karla á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni í svo að segja öllum starfsgreinum. Miðað er við mánaðarlaun án alls alags (ekki taxtakaup), en inni í því geta verið yfirborganir. Sem sjá má hafa þessi laun verið algengast rétt um 25 þús. kr. að meðaltali hjá nær öllum ófaglærðum á landsbyggðinni. Mestur hefur launamunurinn þó verið hjá almennum skrifstofu- mönnum, yfir 17 þús. kr. lægri á landsbyggðinni en við Faxaflóann. upp í 70% meðal 40-50 ára karla. —— Mikill launamunur karla innan sömu stétta á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar kom í Ijós í könnun VSÍ og ASÍ s.l. vor. Efri taflan sýnir mánaðarlaun fyrir dagvinnu án álags (ekki taxtakaup) en yfirborganir geta verið innifaldar. Neðri taflan sýnir hins vegar mánaðarlaun fyrir dagvinnu að viðbættu álagi (svo sem bónus, vaktaálagi, óunninni yfirvinnu, bílastyrk, ferða- og fatapening- um og fleiru) en án unninnar yfirvinnu, þ.e. raunverulega greitt kaup fyrir dagvinnuna. Á efri töflunni sést að mánaðarlaun án álags hjá ófaglærðum körlum á landsbyggðinni hafa að meðaltali verið í kring um 25 þús. kr. í apríl 1986. Drýgst virðist álagið vera hjá vélstjórum á landsbyggðinni (11) sem hækka dagvinnulaun þeirra úr um 39 þús. í 59 þús. kr. á mánuði. Um 15% þeirra fékk og drjúgar greiðslur vegna óunninnar yfirvinnu. Aðeins um 10% þeirra fengu bíla- styrk og þá aðeins um hálfa upphæð á við starfsbræður þeirra. Meðal iðnaðarmanna var yfir- vinnuhlutfallið um 45% af dagvinnu- launum og niður í 31% í elsta hópnum. Aðeins um 15% þeirra fá Athugasemd vegna fréttar í Tímanum: SÍMAMÁL Á VESTURLANDI - eftir Jóhann Hjálmarsson blaöafulltrúa Póst- og símamálastofnunar Afleitt ástand í símamálum Símamál á Vesturlandi, einkum í Borgarfirði, hafa oft verið til um- ræðu og umfjöllunar í Tímanum að undanförnu. Fyrir nokkru birtist frétt um afleitt ástand í símamálum í uppsveitum Borgarfjarðar og er haft eftir íbúum á svæðinu að þeir séu orðnir „langþreyttir á aðgerðar- leysi póst- og símamálayfirvalda til lausnar þessu vandræðaástandi". Til þess að ljóst sé að símamálayf- irvöld hafi ekki setið með hendur í skauti er nauðsynlegt að rifja upp það sem þegar hefur verið gert til að bæta símaþjónustu á Vesturlandi. Langlínum hefur verið fjölgað Langlínum milli þéttbýlisstaða á norðanverðu Snæfellsnesi og við Breiðafjörð hefur verið fjölgað veru- lega og langlínustig stöðva á sama svæði stækkuð. Aukning hefur orðið á langlínum frá Stykkishólmi til Akraness og frá Stykkishólmi til Reykjavíkur og telst hún nægjanleg. Mælingar sýna hins vegar að fjölga þarf langlínum milli Reykjavíkur og Akraness og Reykjavíkur og Borg- arness, einkum vegna álagstoppa á kvöldin þegar afsláttargjöld eru í gildi. Ný stafræn símstöð í Borgarnesi Ný stafræn símstöð verður tekin í notkun í Borgarnesi um mitt þetta ár og verður þá línum fjölgað um leið eins og þörf er á. Einnig er gert ráð fyrir að á þessu ari verði not- endasímar á Hreðavatni, Hvann- eyri, Kljáfossi og Gröf tengdir staf- ræna símakerfinu. Stöðin í Búðardal verðurstækkuð um 100 númer fyrir lok þessa mánað- ar, úr 400 í 500. Samhliða þeirri stækkun verður línum milli Búðar- dals og Stykkishólms fjölgað. Grundarfjarðarstöðin verður stækk- uð um 100 númer um svipað leyti, úr 300 í 400. Stöðin á Hellissandi var stækkuð um 100 númer í desember 1986, úr 200 í 300. í undirbúningi er að fjölga línum frá Ólafsvík með beinum línum í stafrænu stöðina í Reykiavík. Nú liggja allarsímalínur frá Ólafsvík um Stykkishólm og Akranes og myndi þessi síðast- nefnda framkvæmd minnka álag á línum milli Akraness og Reykjavík- ur. Á undanförnum þremur árum hef- ur fjölgun langlína á Vesturlandi verið rúmlega 60%. Á undanförnum þremur árum hef- ur fjölgun langlína á Vesturlandi verið rúmlega 60%. Kostir stafræna kerfisins Stafræna kerfið hefur miklar breytingar í för með sér. Afköst símakerfisins aukast stórlega svo að gera má ráð fyrir að á mestu álag- stímum muni litlum erfiðleikum bundið að ná sambandi. Stöðvarnar í Borgarfirði og víðar hafa ekki annað hinu mikla álagi, allra síst á kvöldin. Mælingar sýna að símaum- ferð á kvöldin er 50% meiri en á álagstíma að degi til. Þetta gildir um fleiri svæði en Borgarfjörð. Sífellt er unnið að því að koma á stafrænum stöðvum um allt land. „Aðgerðarleysi" er ekki rétta orð- ið yfir framkvæmdir Póst- og síma- málastofnunar. En ýmislegt getur tafið framkvæmdir, til dæmis niður- skurður fjárfestingartillagna stofn- unar. Nokkrir af stjórnendum afmælisbarnsins. Frá vinstri Árni Einarsson,frkvst., Anna Einarsdóttir stjórnarmaður, Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri TMM, Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri og Þorleifur Einarsson stjórnarfor- maður. Á milli sín halda þau á auglýsingu fyrir Rauða penna, þar sem bent er á hversu hentug jólagjöf sú bók er. Jólabókarhefðin er því að minnsta kosti hálfrar aldar gömul. Mál og menning hálfrar aldar - gefa út 12 afmælisbækur á árinu Bókmenntafélagið Mál og menning á fimmtugs afmæli á þessu ári, en forlagið var stofnað sumarið 1937 að frumkvæði Kristins E. Andréssonar. í upphafi var félagið eins konar bókaklúbbur og hafði það að markmiði að koma góðum bókum á framfæri á viðráðanlegu verði fyrir almenning. Á fimmtíu ára ferli félagsins hefur því hins vegar vaxið mjög fiskur um hrygg og á síðasta ári seldi félagið um 200 þúsund bækur til landsmanna. Tímarit Máls og menningar var stofnað 1938 og hefur verið gefið út óslitið síðan, en nú eru um 3000 áskrifendur að tímaritinu. Ritstjóri TMM er nú Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur. Annar angi af starfsemi M&M er íslenski kilju- klúbburinn og eru félagar þar nú um 5500. í fyrra voru seldar um 60 þúsund kiljur, aðallega í gegnum klúbbinn. f tilefni afmælisins verða gefnar út 12 afmælisbækur eða ein í hverj- um mánuði. Þegar er komin út fyrsta afmælisbókin, en það er ljóðabókin Tengsl, eftir Stefán Hörð Grímsson. í febrúarmánuði verður endurútgefin Hundrað ára einsemd, eftir Gabriel Garcia Mar- ques, sem hefur verið ófáanteg um nokkurn tíma. Veitt verður 30% afsláttur af hverri afmælisbók í útgáfumánuðinum. Flaggskipið á afmælinu verður svo fyrsta bókin í ritröð um Náttúru íslands eftir Guðmund Ólafsson náttúrufræð- ing. -phh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.