Tíminn - 21.01.1987, Síða 6

Tíminn - 21.01.1987, Síða 6
6 Tíminni Títnitin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NielsÁrniLund Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuömundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGlslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Ríkisstjórnin á næsta leik Nú er ljóst að ekkert verður af sameiningu Útvegs- bankans, Verslunarbankans og Iðnaðarbankans eins og Seðlabankinn gerði að tillögu sinni, og Sjálfstæðisflokk- urinn lagði mikla áherslu á að farin yrði sú leið. Gjaldþrot Hafskips og hrun Útvegsbankans verður ekki aðskilið. Deilt er um hver beri ábyrgð á viðskiptum þessara fyrirtækja og afleiðingum þeirra. Eflaust þykir nauðsynlegt að úr því sé skorið en vafasamat hlýtur þó að teljast að í því máli sé einn aðili sekur umfram annan. Þetta mál hefur hins vegár orðið til þess að skýra ýmsar pólitískar línur og hugmyndafræði stjórnmála- flokkanna. Einkum,hefur opinberast afstaða íslenskra frjálshyggjumanna til hins opinbera þ.m.t. til hvers þeir ætlast af ríkinu. Margsinnis hafa þeir lagt áherslu á að frelsi einstakl- ingsins eigi að vera sem mest en ríkisafskipti sem minnst. Út af fyrir sig getur þessi stefna átt rétt á sér. Það hefur hins vegar komið í ljós bæði í Hafskipsmálinu og í umræðum um vanda Útvegsbankans að frjáls- hyggjumenn treysta á ríkið þegar í harðbakkann slær. Þannig er stefna þeirra í hnotskurn sú að einstaklingarn- ir fái það fjármagn sem þeir óska eftir, fái að ráðskast með það að eigin vild en ríkið taki á sig skakkaföllin þegar illa tekst til. Viðræðurnar um sameiningu Útvegsbankans, Versl- unarbankans og Iðnaðarbankans báru þess greinilega merki að einkabankarnir ætluðu sér að hagnast á sameiningunni ef af henni yrði, án tillits til þess hvort annar kostur hefði verði æskilegri fyrir Útvegsbankann. Undir þessa afstöðu skrifuðu sjálfstæðismenn þegar þeir kröfðust þess að sú leið yrði farin. Nú hefur henni veri hafnað, og þar með hefur stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í bankamálum verið vísað á bug. Þessi málalok hljóta að vera flokknum mikil vonbrigði og hefur formaður Sjálfstæðisflokksins viðurkennt að svo sé. Nú er það tillaga Seðlabankans að farin verði sú leið sem Framsóknarflokkurinn vildi að valin yrði, þ.e. að ríkisbönkunum verði fækkað um einn með sameiningu Útvegsbankans og Búnaðarbankans. Sjálfstæðismenn verða að skilja að þeirra leið hefur verið reynd án þess að takast. Allt of langur tími fór í viðræður þar að lútandi og því ófært með öllu að málið tefjist enn á ný vegna karps um hvor stjórnarflokkurinn eigi hugmynd að þeirri leið sem farin verður. Pað sem þarf að gerast f bankamálunum er eftirfar- andi: Breyta þarf bankakerfinu í þá átt að það verði einfaldara og ódýrara fyrir landsmenn, - og gera þarf Útvegsbankann og Búnaðarbankann að einni stofnun sem verði fær um og hafi það markmið að þjóna hagsmunum atvinnuveganna í landinu. Þá kröfu verður að gera til beggja stjórnarflokkanna að þeir komi sér saman um leiðir að þessu markmiði áður en gengið verður til kosninga. Miðvikudagur 21. janúar 1987 llllllll GARRI Hnmnr^bákíð Ffnislega hafði Þorsteinn Pálsson rétt fyrir sér, þeg- I ar W Sh.la6, áform allra hinn. «6herranna . ríkisstjórninni um að banna sjómannaverkfallið með l lögum Þeir höfðu verið óþarflega taugaveiklaðir ut deilu, sem síðan var leyst á emfaldan hatt. í heiðarlegu samstarfi hefði formaður S]alfstæðis- flokkslns farið að með öðrum hætti. Þá heflh hann Wð á að setjast að Steihgrími Hermannssym, sagt honum skoðun sína og án upphlaups gefið forsætisrað- herrTtækifæn til að leggja til að máhnu yröi frestað. í þess stað fór Þorsteinn fjármalaraðherra beint Jhnn Mélflutningur hans kom öllum v^ddum teinilega á óvart, ekki sízt hinum ™öh“r™uAr Lennan hátt kom hann ekki framan aó þe.m, 1 aftan að þeim og stakk hmfnum í oak þeirra. Þorsteinn v.ld, sjálfur Þ-a grófu rnálsmeMeró, Sta6 Þegar hnífarnir tala Garra þótti sérkcnnilegt að lesa leiöarann í DV í gær, sem saminn er af fyrrverandi fréttastjóra Tímans, Jónasi Kristjánssyni. Fyrirsögn hans er livorki meira né niinna en „Hnífínn í bakið“ og hann byrjar svona: „Efnislega hafdi Þorsteinn Páls- son rétt fyrir sér. þegar hann hindraði áform allra hinna ráðherr- anna í ríkisstjórninni um að banna sjómannaverkfallið með lögum. Þeir höfðu verið óþarflega tauga- vciklaðir út af deilu, sem síðan var leyst á einfaldari hátt. í heiðarlegu samstarfí hefði for- maður Sjáífstæðisfíokksins farið að með öðrum hætti. Þá hefði hann byrjað á að setjast að Steingrími Hcrmannssyni, sagt honum skoð- un sína og án upphlaups gefíð forsætisráðherra tækifæri til að leggja til að málinu yrði frestað. I þess stað fór Þorsteinn fjár- málaráðherra beint í stólinn. Mál- flutningur hans kom öllum við- stöddum greinilega á óvart, ekki sist hinum ráðherrunum. Á þennan hátt kom hann ekki framan að þeim, heldur aftan að þeim og stakk hnífnum í bak þeirra.“ Langtímavandinn Og eins og hér sé ekki nóg komiö um blessaðan drenginn hann Þorstein þá heldur leiðarinn áfram: „Þorsteinn valdi sjálfur þessa grófu málsmeðferð í stað hinnar kurteislegri, sem venjulegri er í samskiptum samstarfsmanna. Með því vakti hann meirí skammtíma athygli á réttmætum málstað sínum, en bjó sér og flokki sínum jafnframt til hættulegan langtíma- vanda. Hnifstunga ráðherrans er önnur og alvarlcgri en laus skot af ýmsu tagi, sem þotið hafa milli manna á þcssum kosningavetri. Hún ristir dýpra en ummæli hans um, að ekki sé ástæða til að taka forsætisráð- herra of alvarlega, þegar hann fjalli um Seðlabankann. Síðarncfnda skitkastið er svipað öðru slíku, sem tíðkast hefur og tíðkast enn í samskiptum stjórn- málamanna hér á landi. Það felst bara í orðum, marklitlum orðum, sem stjómmálamenn hafa iUn heilli tamið sér og taka ekki mark á frekar en áhorfendur að stjórnmál- unum. Að vísu eru gífuryrðin vanda- mál, sem stjórnmálaleiðtogum ber að hemja hjá liðsforingjum sinum. Xið sjáum til dæmis, að einn ráðherrann, Sverrir Hermannsson, opnar tæpast svo munninn, að hann fíytji ekki skæting, níð og hótanir, alveg eins og honum sé ekki sjálfrátt. En það er allt annað og ómerk- ara uð kasta dónalegu orðbragði hver í andlit unnars cn að stinga hnífnum i bakið. Steingrímur Her- mannsson reyndi að bera sig vel eftir sárið, en enginn vafí er á, að hann gleymir því seint. Hið sama má segja um aðra ráðherra. “ Sjálfstæðisráðherrar gerðir að fíflum Og enn er haldiö áfram á svipuð- um nótum: „Vel getur verið að Þorsteinn hafí efni á að gero sjálfstæðisráð- herruna að fífíum, fyrst og fremst Matthiusanu Bjarnason og Mat- hiesen, sem gegndu starfí fjármála- ráðherra í fjarveru hans, svo og Sverris, sem hafði heimtoð bráða- hirgðuliig á sjómenn. Hugsanlega undirstríkur þettu svo rækilega, að Þorsteinn ætli að skipta um ráðherragengi flokksins eftir kosningar, að gamla gengið muni nú lyppast niður eins og barðir rakkar. En jafnlíklegt er, að einhvern tíma telji einhver þeirra gott að hefna sín lítillega. Hitt eralvarlegra, að eftir næstu, þarnæstu og aðrar kosningar þarf formaður Sjálfstæðisfíokksins að hyggja að stjórnarsamstarfí við aðra fíokka. Eftir hnífstungu síð- ustu viku munu formenn annorra fíokka umgangast stungumanninn með varúð og engu trúnaðar- trausti. Það er ekki uðeins Steingrímur, sem Þorsteinn þarf þá að tola við. Formenn annarra fíokka hafa einn- ig tekið greinilega eftir vinnu- brögðum formanns Sjálfstæðis- fíokksins og munu reyna uð forðást að verða fórnardýr sömu eðu hlið- stæðru vinnubragða. “ Garri 11111111111 VÍTTOG BREITT ... TjilijlillnL. .ý'riiiijjiliiÚ .ýijLTjliiif. .VHiiiÚ; MýjjiT ''iilliiiilllLL SMOKKURINN, LÍFSBJÖRGIN EINA Reðurdýrkun er alþekkt fyrir- bæri í öllum heimshlutum og á öllum tímum. Kristnir menn hafa þó lagst gegn hjáguðadýrkun, ekki síst þeirri sem álitin er til þess fallin að auka frjósemi. Kristilegt sið- gæði er svo magnað að þessu leyti að kynfæri eru bönnuð í tali og myndum og lagaklásúlum þar um er strengilega framfylgt. Á sama tíma og verðir laganna láta greipar sópa um bannfært klám og ríkissjónvarpið útbásúnar viðbjóðinn, stendur yfir opinber herferð með góðu fulltingi sömu stofnunar, um að lauslæti í kyn- ferðismálum sé sjálfsagt, eðlilegt og eftirsóknarvert, en því aðeins að menn noti smokk. Smokkaæðið sem nú gengur yfir er runnið frá embættismönnum ríkisins og starfsmanna stofnana þess. Smokknum er sungið lof og prís. Hann er lausn á mörgum vanda og er því jafnvel haldið fram að hann sé lífsnauðsynlegur. Á sama hátt og skeggið er skylt hökunni hljóta að vakna hugrenn- ingatengsl þegar smokkurinn er vegsamaður svona dýrlega og er þá skammt í að við stöndum í sporum forfeðranna, sem töldu líf sitt og framtíð undir innihaldi smokksins komið, og tilbáðu það. í stað kristilegs siðgæðis er börn- um og unglingum nú innprentað að náðin felist í smokknum, að kynn- ast honum og lifa í samfélagi við hann. Sá sem trúir á smokkinn og breytir samkvæmt eðliskostum hans verður langlífur í landinu. Aðrar leiðir ekki til Smokkatrúin nýja á rót sína að rekja til Afríku. Þaðan berst ban- vænn sjúkdómur um allan heim og er lauslæti og kynferðislegt siðleysi undirrót ört vaxandi faraldurs. Menn standa agndofa gagnvart ógninni. Engum dettur í hug að reyna að stemma stigu við taum- lausu lauslæti. Smokkurinn ereina vörnin til að hefta útbreiðslu far- aldursins. Siðgæði í kynferðismál- um er ekki til og gengið er út frá því sem vísu að unglingar, varla af barnsaldri, ástundi kynlíf og ævin- týralegt lauslæti. Nemendafélag unglingaskóla í Breiðholti hefur komið á hjá sér „nýbreytni í skemmtanalífi nemenda", eins og það er kallað í dagblaði. Nýbreytnin felst í því að smokkur er látinn fylgja hverjum aðgöngumiða á skólaball. Það virð- ist gengið út frá því sem vísu að hver einasti nemandi endi skemmt- unina með rekkjunaut. Blöðunum var send fréttatil- kynning um þessa uppbót á skemmtunina. Vonandi er búið að kenna krakkanum, sem setti til- kynninguna saman, árangursríkari tilburði til að nota smokkinn sinn en tekist hefur að troða í hann um meðferð á móðurmálinu. Frægðarfólk boðar von í ráði er að hefja mikla trúboðs- ferð sem hefja á smokkinn til vegs og virðingar. Postuli samtímans, sem er náttúrlega auglýsingakont- ór, hefur tekið að sér að boða fagnaðarerindið. Landsfrægur skemmtimaður hefur gengið til liðs við heimatrúboðið og mun efla það með ráðum og dáð. Þjóðviljinn, sem er öðrum mál- gögnum frjálslyndara, skýrir frá því að vegsemd smokksins fari fram með myndasýningum. Frægar standpersónur munu láta mynda sig með smokka í höndunum. (Skyldu þær vera eðlilegir líkams- partar til kynningar á íveruvarningi sem ætlaður er til brúks annars staðar?) Einn var þó sá aðili sem skorað- ist undan að handleika tákn frjáls- lyndisins frammi fyrir myndavél- um. Það var heilbrigðisráðherra. Þykir málgagninu það pempíu- skapur hinn mesti. En skýring er fengin. Ráðherr- ann var erlendis á þeim tíma sem frægðarfólk handlék djásnin til kynningar á hinum nýja sið. Smokkadýrkunin á sínar orsak- ir. En það gerði ekkert til þótt heilbrigðisyfirvöld og uppalendur leiði hugann að einhverjum öðrum leiðum til varnar lífi og heilbrigði en gengdarlausum áróðri fyrir smokkum. Þótt ekki væri nema ofurlítilli fræðslu um siðgæði og sjálfsafneitun. En kannski að þau orð séu ekki lengur til og hugtökin úrelt. Þá er smokkurinn einn lífsbjörg- in eina. OÓ i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.