Tíminn - 21.01.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.01.1987, Blaðsíða 16
BALTIC-KEPPNIN í handknattleik hefst í Austur- Þýskalandi í kvöld meö leik íslendinqa í ostock. Aörar heimamanna o íþróttahöllinni í þjóðir sem þátttaka í keppninni eru lið Vestur-Þjóðverja, Sov- étmanna, Pólverja og Svía. Hjördís Árnadóttir íþrótta- fréttakona Tímans er úti í Aust- ur-Þýskalandi og mun hún senda fréttir af mótinu til les- enda blaðsins. Miövikudagur 21. janúar 1987 Heildarútflutningur sjávarafurða jókst um 26% í magni og 36% að verðmæti Freðfiskútflutningur Sjávar- afurðadeildar Sambandsins til Bandaríkjanna minnkaði um 4% á árinu 1986 á meðan hann jókst gífurlega til Evrópulanda. Aukning- in til Bretlands var 17%, til Sovét- ríkjanna 54%, Frakklands 61% og til Vestur-Þýskalands var aukningin 113%. Bandaríkjamarkaðurinn er þó lang þýðingarmestur, en þangað fóru 46% útflutningsins. Heildarútflutningur sjávarafurða. SÍS var 69.100 lestir og jókst um 26% í magni á árinu 1986, en um 36% að verðmæti. Þrátt fyrir að nokkuð meira hafi verið fryst á árinu 1986 en 1985, hafa birgðir frystra sjávarafurða Sjávaraf- urðadeildar SIS minnkað um 500 milljónir að útflutningsverðmæti. Sveiflan frá Bandaríkjunum til freðfiskmarkaða í Evrópu á síðasta ári á einkum rætur sínar að rekja til lækkandi gengis Bandaríkjadollars gagnvart Evrópugjaldmiðlum. Á seinni helmingi ársins urðu verulegar verðhækkanir á frystum fiski á Bandaríkjamarkaði sem höfðu þau áhrif að beina framleiðsl- unni aftur á þann markað, enda eftirspurn mikil. Áframhaldandi lágt gengi dollarans skapar hins vegar mikla óvissu um samkeppnisaðstöðu þeirramarkaðaergreiða í dollurum. Þrátt fyrir þetta seldi Iceland Sea- food Corporation, söluaðili Sam- Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Herbjörg Wassmo hlýtur verðlaunin Norski rithöfundurinn Herbjörg Wassmo hlaut í gær bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 1987. Verðlaunin fékk hún fyrir bókina „Himinn án hörunds“ (Hudlös Himmel). Dómnefndin tilkynnti þetta f Stokkhólmi í gær og færði eftirfar- andi rök fyrir ákvörðun sinni: „Him- inn án hörunds er þriðja bindi þrí- leiksins um Þóru, dóttur norskrar konu og þýsks hermanns, sem sjálf verður fórnarlamb en tekst að öðlast nýja trú á lífið og annað fólk. Bókin er óvenjulega blæbrigðarík lýsing á sálarlífi ungrar stúlku, skrifuð af miklum næmleika, en um leið tæpi- tungulausu raunsæi." Verðlaunin, 25.000 danskar krónur, verða afhent á 35. þingi Norðurlandaráðs af forseta ráðsins. íslensku fulltrúarnir í dómnefnd- inni voru rithöfundarnir Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Einarsson. bandsins á Bandaríkjamarkaði, frystar sjávarafurðir fyrir 157,1 mill- jón dollara, sem er 15,3% meira en árið 1985. Mikið skorti á að fyrirtæk- ið gæti annað eftirspurn eftir frystum flökum og frystri rækju á árinu 1986. Var svo komið í árslok, að birgðir voru í algjöru lágmarki og má segja að afurðirnar hafi verið skammtaðar beint upp úr skipi síðustu mánuði ársins. Þess má geta að Guðjón B. Ólafs-, son, núverandi forstjóri Sambands- ins, var framkvæmdastjóri Iceland Seafood Corporation til Ioka ágúst 1986 og hafði þá gegnt því starfi í tæp 12 ár. Núverandi framkvæmda- stjóri er Eysteinn Helgason. -HM HÆKKUN GJALDA I STOÐUMÆLA Þessa dagana er verið að hækka gjöld i alla stöðumæla í miðbæ Reykjavíkur. Mest er hækkunin i Austurstræti, en þar hækka gjöld um 100% frá því sem áður var. Fyrir 10 krónur var leyfilegt að leggja bílum í hálftíma á bílastæðum hvar sem var ( miðbænum. Tíminn hefur verið styttur í tuttugu mínútur fyrir sama gjald, en í kortér í Austurstræti. Á myndinni er starfsmaður að skipta um verðskrá á einum nýju stöðumælanna við Kalkofnsveg. þj/Tímamynd: Pjetur Landsbankinn mun semja við OLÍS á næstunni: Semja þarf um aílt aftur til Landsbankinn bíður nú eftir áætl- unum Olíuverslunar íslands um áframhaldandi rekstur og stöðu fyrirtækisins. Fulltrúar OLIS vinna nú við gerð slíkrar áætlunar. OLÍS hefur ekki staðið við samn- inga við bankann sem gerðir voru 1985 og eru vanskil veruleg. Þó hafa vanskil lækkað talsvert síðustu tvo mánuði, éða frá miðjum nóvember. Þegar áætlanir OLÍS berast bankan- um verður það sennilega aðaláhuga- efni bankans hversu miklum endur- greiðslum til bankans er gert ráð fyrir, á árinu. Því ljóst er að þessar áætlanir munu verða grunnurinn að þeim erfiðu samningum sem fram- undan eru milli þessara tveggja að- ila, Landsbankans og OLÍS. Höfuð- atriði samningagerðarinnar verður að tryggja að fyrirtækið greiði upp vanskilin, en hinsvegar munu helstu átökin standa um á hversu löngum tíma og með hvaða skilyrðum er vanskil 1985 hægt að greiða upp vanskilaskuldirn- ar. Jónas Haralz bankastjóri Lands- bankans sagði í samtali við Tímann í gær að ljóst væri að þetta væri mikið mál og að samningar gætu orðið erfiðir. Hann sagði einnig að ljóst væri að á þessum fyrstu vikum nýja eigandans hefði innheimta batnað. Atvinnuleysisskráning: Um 1.750 vinnu- lausir um áramót Tæplcga tvö þúsund manns voru skráðir atvinnulausir í des- embermáuuði sl. -semsamsvarar 8 af hverjum 1.000 sem taldir eru á vinnumarkaðinum. Atvinnu- lausum hafði fjöjgað um rúmlega helming frá nóvembcrmánuðinn. og fór jafnframt fjölgandi eftir því sem leið á mánuðinn. Á gamlársdag voru 1.750 á atvinnu- leysisskrá, þar af 1.000 konur. Atvinnulausir nú um áramótin voru þó helmingi færri cn á árinu áður. Hæsta landshlutatalan var að vanda Norðurland eystra með 197 atvinnulausa, þar af 67 á Akureyri og 58 á Húsavík. At- vinnulausir á höfuðborgarsvæð- inu voru 187 þar af 137 í Reykja- vík. í öðrurn landshlutum voru rúmlega 100 á skrá, nema á Vcstfjörðum sem varla komst á blað freinur en venjulcga. Á árinu 1986 voru skráðir um 214.000 atvinnulcysisdagar, sem samsvarar því að 820 manns hafi ekki fengið vinnu allt árið. Færri atvinnuleysisdagar hafa þó ekki verið skráðir síðan árið 1982. Af atvinnulausum í fyrra voru 31% á höfuðborgarsvæðinu á móti28% áriðáður. Hlutfailslega meira hefur því dregið úr atvinnu- leysi á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu. Af 820 atvinnulausum allt árið hafa samsvarandi um 188 verið í Reykjavík, um 84 á Akurcyri, 46 í Kcflavík, 44 á Húsavík, um 30 á Akranesi, Sauðárkróki, Hafn- arfirði og Kópavogi, 26 á Selfossi, um 20 í Borgarnesi og á Ólafsfirði og um 15 á Hvolsvelli og á Egilsstöðum. -HEI -ES Flugleiðir á biðlista eftir tveimur nýjum Boeing-þotum Meðal annars vegna nýrra háv- aðareglna um flugvélar sem taka gildi á næstu árum víðs vegar um Evrópu er óumflýjanleg einhver endurnýjun flugvélakosts Flug- leiða. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig hefur flugfélagið skotið sér inn á biðlista um kaup á tveimur flugvélum Boeing verk- smiðjanna, en langur afgreiðslu- frestur erá þeim vélum sem koma til greina að festa kaup á. Staðfest- ingargjaldið er 75 þúsund Banda- ríkjadalir, eða samsvarandi um 3 milljónum íslenskra króna. „Flugleiðir hafa greitt inn á tvær Boeing flugvélar, annað hvort 737- 300 eða -400, til þess að tryggja afgreiðslu á slíkum vélum vorið 1989,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Tímann. Þær vélar taka allt að 160 farþega. „Það hefur engin pöntun eða samningur verið gerður enn, heldur verður staðfestingargjaldið endurgreitt, ákveði Flugleiðir að hætta við kaupin. Einnig erum við með í huga kaup á Airbus A320, sem tekur 160 manns í sæti. Það er ýmislegt í myndinni." Vélar, sem taka færri farþega en 250, eru ekki framleiddar með fleiri hreyflum en tveimur og þá er gert ráð fyrir tveimur flugmönnum, en engum flugvélstjóra. „Það er komin löng og góð reynsla á tveggja hreyfla vélar og það þekkist ekki annað nú á dögum á ekki stærri vélum. Þegar þessar vélar komu fyrst, fyrir um tíu til fimmtán árum, var nokkuð deilt á að fljúga tveggja hreyfla vélum yfir hafið. En það eru ákveðnar reglur í gildi hvað varðar þessar flugvélar. Til dæmis má ekki fljúga lengra frá næsta flugvelli, en vélin komist þangað á einni klukkustund. Aldrei er meira en 60 mínútur í næsta flugvöll á leiðinni frá íslandi til Evrópu. Um þá ákvörðun framleiðenda að hafa tvo menn frammi í flugvél- inni, í stað þriggja, eins og tíðkast hefur hjá Flugleiðum á lengri leið- um, er það að segja, að þessu hafa menn vanist í innanlandsfluginu og Arnarflug hefur alltaf flogið til útlanda með tvo flugmenn. Enn- fremur má benda á, að nýjasta 747 flugvél Boeing verksmiðjanna, sem enn þá er verið að hanna, mun aðeins hafa tvo flugmenn en taka yfir 500 farþega." Gagnrýnisraddir á tveggja hreyfla vélar eru þess vegna löngu þagnað- ar: Þj Freðfiskútflutningur Sjávarafurðadeildar SÍS: Sveifla frá Bandaríkjun- um til Evrópu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.