Tíminn - 30.01.1987, Qupperneq 2

Tíminn - 30.01.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn Föstudagur 30. janúar 1987 Jón Helgason landbúnaðarráðherra: Umtalsverður árangur af markaðsstarfsemi - innanlands en slæmar horfur í sölu landbúnaðarafurða érlendis Nýjungar í vinnslu landbúnaðara- furða var efni fyrirspurnar Davíðs Aðaisteinssonar (F.Vl.) til Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra á Albingi fyrir skömmu. I svari landbúnaðarráðherra kom fram að landbúnaðarráðuneytið hefði lagt sitt af mörkum til að koma á nýjungum og hagræðingu í vinnslu og sölu búvara, enda þótt slíkt starf hljóti fyrst og fremst að hvíla á fyrirtækjum sem sinna þessu starfi, enda þekkingin og reynslan mest hjá þeim. Engu að síður hefði ábyrgð og þátttaka stjórnvalda á þessu sviði aukist mjög með tilkomu búvöru- samninganna þar sem ríkið tekur á sig beina söluábyrgð. Landbúnaðarráðherra kvað stjórnvöld fyrst og fremst hafa beitt þremur aðferðum. f fyrsta lagi beitingu reglugerða á þann veg að þær hvettu til aukinnar hagræðingar í vinnslu og sölu bú- vara. f öðru lagi með því að stuðla að samstarfi hagsmunaaðila, þar sem unnið er að sameiginlegum mark- miðum og lausnum á aðsteðjandi vanda. Þá er reynt að auka fræðslu- og rannsóknarstarfsemi með eflingu skólarannsóknastofnana og nám- skeiðahalds. Þriðja leiðin hefur svo verið að styrkja eða lána beint til einstakra verkefna, sem tryggt er að koma allri atvinnugreininni að notum eða eru í samræmi við einstök markmið, s.s. byggðamarkmið. Varðandi einstakar afurðategund- ir sagði Jón Helgason að á síðasta ári hefðu verið lagðar 10 milljónir kr. til að efla sölustarfsemi á kindakjöti með auglýsingum og kynningarátaki innanlands, umfram það sem sölu- aðilar lögðu sjálfir til þeirrar starf- semi. Pá var markaðsnefnd landbúnað- arins, sem í sitja fulltrúar landbún- aðar- og viðskiptaráðuneytisins, efld stórlega og réð hún sér starfsmann, sem hefur unnið mikið að sölu kindakjöts. Til dæmis var gert sér- stakt söluátak þegar leiðtogafundur- inn var hér og tókst vel. Pá hafa sérstök söluátök skilað sér vel, t.d. var mánaðarsala kindakjöts í júlí og ágúst á síðasta ári um 900 tonn eftir slíkar aðgerðir, en það var miklu meiri sala en hafði verið. Um markaðsöflun erlendis sagði landbúnaðarráðherra að sölutilraun Félags sauðfjárbænda í Bandaríkj- unum hefði verið sérstaklega styrkt með 1,5 milljóna króna framlagi. Jafnframt hefði markaðsnefnd unnið að markaðsöflun erlendis. Hins veg- ar væri það staðreynd að mun þyngra væri fyrir fæti með sölu kindakjöts erlendis nú en nokkru sinni fyrr. Erfitt væri að segja nákvæmlega til um árangur af aðgerðum stjórn- valda, en þó hefur landbúnaðarráðu- neytið talið beinan árangur af sölu- starfseminni á síðasta ári vera á bilinu 500-1000 tonn. Jón sagði að sama mætti segja um mjólkurafurðir og kindakjötið. Nið- urgreiðslur á smjöri hefðu verið auknar verulega. Ríkissjóður og Framleiðnisjóður landbúnaðarins hafa lagt rúmlega þrjár milljónir kr. til kynningar á mjólkurvörum. Pá hefur Osta- og smjörsalan fengið sérstakan styrk til vörukynninga í verslunum. Jafnframt hefði bökur- um verið auðvelduð kaup á smjöri á Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur gert samning við japanska aðila um sölu á 5000 lestum af frystri loðnu og 5000 lesum af frystum loðnuhrognum. Þetta er tæplega helmingi meira af loðnu en SH seldi Japönum í fyrra en þá voru seldar þangað 2.800 lestir og aukningin hefur orðið enn meiri í sölu frystra hrogna, en í fyrra voru seldar til Japans á vegum SH 1.800 lestir. Verðið sem fæst fyrir hrognin er lægra verði til að það kæmi í stað annarrar vöru. Einnig hefði Mjólk- urdagsnefnd verið styrkt með fram- lagi úr Framleiðnisjóði. Beinn árangur af mjólkursöluher- ferðinni væri augljós og mætti því til sönnunar benda á að mjólkursala síðasta árs var 3,5% meiri en árið þar á undan. Mikilsvert væri í því sambandi að aukningin hafi að mestu orðið á síðari hluta ársins þegar markaðsvinnan var farin að skila sér betur. Jón Helgason sagði að mikið hefði verið unnið að því að efla hagræð- ingu í vinnslunni undanfarið, enda væri það mikið verkefni. Sérstök það sama í yenum og í fyrra en það þýðir rúmlega 20% aukningu í ís- lenskum krónum. Japanar greiða fyrir loðnuna og hrognin í dollurum þó samið hafi verið um verðið í yenum. Verðmætaaukningin mæld í íslenskum krónum kemur því til vegna falls dollara og íslensku krón- unnar gagnvart japanska yeninu. Verðmæti þessa samnings er talið vera 650 milljónir króna ef það tekst nefnd væri að gera úttekt á sláturhús- um og starfsemi þeirra og væri tillagna hennar að vænta bráðlega. Þessari sömu nefnd hefði einnig verið falið að gera úttekt á mjólkur- búunum í sama tilgangi. Þá hefði matvæladeild Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins að undanförnu unnið mikið að rann- sóknum á kindakjöti undanfarið, til dæmis á nýjum geymsluaðferðum. Davíð Aðalsteinsson þakkaði svörin og hvatti eindregið til að áfram yrði duglega unnið að sölu- starfsemi á landbúnaðarvörum, því það væri brýnasti þátturinn í málum landbúnaðarins. ÞÆÓ að veiða næga loðnu og þá ekki síður loðnu sem uppfyllir þau skilyrði að unnt sé að vinna úr henni á Japans- markað. Loðnan þarf að hafa um 15% hrognainnihald þegar hún er fryst og einnig skal hún vera átulaus, af ákveðinni stærð og kvenkyns. Hrognafylling til hrognatöku þarf hins vegar að vera um 22%. Búist er við að unnt verði að hefja loðnuveið- ar í frystingu um miðjan febrúar. Sjávarafurðadeild Sambandsins er Nesjavallavirkjun: Undirbúningur ertil fyrirmyndar - aó áliti stjórnar Verk- fræöingafélags íslands Framkvæmdastjórn Verk- fræðingafélags Islands tclur að helstu niðurstöður af ráðstefnu um virkjun á Nesjavöllum séu þær að undirbúningsvinna sé til fyrirmyndar. Sú vinna sýni hve verkfræðileg og jarðvísindaleg þekking og kunnátta sé á háu stigi hér á landi. Tæknilegar lausnir og út- færslur hafi allar verið hafðar mjög sveigjanlegar við hönnun og áætlanagerð, þar sem ætíð sé erfitt að sjá fyrir um það hvaða hönnun sé heppilegust. Hins vegar bendir stjórnin á að ekki sé óeðiilegt að huga nánar að, hvaða áfangaskipting og tímasetning einstakra verkhluta er eðlilegastur og hagkvæmastur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, þcgar tekið sé tillit til rekstrar- öryggis í kuldaköstum. -ABS þessa dagana einnig að ganga frá samningum um sölu á loðnuhrogn- um og frystri loðnu til Japans en þar mun vera um mikið minna magn að ræða. Þó eru áform uppi hjá Sjávar- afurðadeildinni um að auka þennan útflutning frá því í fyrra og stefnt að því að flytja út allt að 1.500-2.000 tonn af frystri loðnu en hrognaút- flutningurinn verður þó trúlega inn- an við 100 tonnin. -BG Frystihúsin komin af stað aftur Vinna er nú aftur hafin í frystihúsum landsins og lífið þar að komast í sitt fyrra horf, eftir að sjómannaverkfalli lauk og hráefni fór að berast á land. Birgðastaða frystihúsanna er mjög slæm og því áríðandi að hafa hraðar hendur í fiskvinnslunni. Þessar blómarósir voru komnar á fullt í snyrtingunni hjá Granda hf. í Reykjavík þegar Ijósmyndari Tímans leit þar inn. Frystar loönuafurðir til Japans: SOLUMIÐSTODIN HEFUR GERT SAMNING UPP Á 650 MILLJ. - 5.000 tonn af loönuhrognum og 5.000 tonn af frystri loðnu __ HOTEL KRISM njarðvík NÝTT HÓTEL - við bæjardyrnar! Alþjóðaflugvöllurinn á Keflavíkurflugvelli er í landi Njarðvíkur. HÓTEL KRISTlNA er staðsett að Holtsgötu 47, Njarðvík,og er því í aðeins 5 mín. akstursleið frá flugstöðinni. I fyrsta skipti gefst landsmönnum nú kostur á að njóta 1. flokks hótelþjónustu „við bæjardyrnar" á ferðum sínum að heiman - og heim og þykir víst mörgum æði tímabært. OKKAR ÞJÓNUSTA: ■ Ókeypis flutningur til og frá hóteli og flugstöð í nýjum hópferðabílum. BTveggja manna herbergi á kr. 2.100.- pr. nótt. ■ Eins manns herbergi á kr. 1.650 - pr. nótt. (Öll herbergi með fullkominni snyrtiaðstöðu, og hægt er að fá sjónvarp og síma inn á herbergin án endurgjalds.) ■ Morgunverður á kr. 200.-. ■ Hóp- ferðaþjónusta. ■Bílaleiga. ■ Öll almenn hótelþjónusta. Ferðaþjónusta, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. SÍMAR: 924444 92-3550

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.