Tíminn - 30.01.1987, Síða 3

Tíminn - 30.01.1987, Síða 3
Föstudagur 30. janúar 1987 Tíminn 3 Sjúkrahús Keflavíkur: VANTAR ALLT AD 70 SJÚKRARÝMI Frístundir og áhugamál unglinga í Reykjavík: UM 70% UNGLINGA IDKA ÍÞRÓTTIR Verða stelpurnar að draga strák- ana sárnauðuga út á dansgólfið eða dansa hver við aðra á skólaböllun- um er meðal spurninga sem vakna við að líta á þessa nivnd, sem unnin er upp úr svörum unglinganna um tvö höfuðáhugamál sín. Tónlist og hross eru nærri því það eina sem strákar og stelpur hafa álíka mikinn áhuga á. Eins og fram kemur í meðfylgjandi frásögn taka þau mikinn þátt í ýmsu því sem hér er nefnt þó það sé kannski ekki meðal höfuð áhugaefnanna. T.d. fór um helmingur unglinganna í bíó þessa viku þótt kvikmyndir/vídeó sé ekki hátt á vinsældalistanum og svipað má segja um tölvurnar. Dans- menntin er á hinn bógin nokkuð ■ takt við áhugann. Hjúkrunarfræðingar á Suðurnesj- um hafa lýst yfir þungum áhyggjum sínum varðandi þá þjónustu sem heilbrigðisráðuneytið gerir nú ráð fyrir að Sjúkrahús Keflavtkur veiti í framtíðinni. Á fundi hjúkrunaríræðinga sem haldinn var um miðjan mánuðinn kom fram að samkvæmt stöðlum um sjúkrarýmisþörf, þyrfti Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs að vera með 80- 1(X) sjúkrarúm en nú er að- eins rými fyrir 32 sjúklinga. Suður- nesjabúar voru um síðustu áramót 14.315,- ogsamkvæmt nýjustu fólks- fjölgunarspám fer íbúum Suður- nesja þó nokkuð fjölgandi fram til ársins 2000. Stefnu heilbrigðisyfirvalda sem mörkuð var árið 1973 sé nú snúið í gagnstæða átt og gcrt ráð fyrir að sjúkrahúsið verði rekið sem dag- spítali án bráðaþjónustu. Stefnan 1973 var aftur á móti sú að Suður- nesjamenn yrðu sjálfunt sér nógir á sem flestum sviðum heilbrigðisþjón- ustu. í því sambandi benda hjúkrunar- fræðingar á að engin bráðaþjónusta verði veitt frá klukkan 8:00 á laugar- dögum til klukkan 8:00 á mánudög- um. Af því leiði að bráðasjúklinga og fæðandi konur af Suðumesjum verði að flytja til Reykjavíkur. . Hjúkrunarfræðingar segja að sýnt hafi vcrið fram á að líkamlcg heilsa og andleg fari mjög oft saman. í því ljósi sé nauðsyn að stuðla að því að sjúklingar geti verið í stnu umhverfi og með sína nánustu sér við hlið. „Það hefur ekki verið stefna ráðu- neytisins að starfsemin drægist saman, heldur að reynt yrði að reka sjúkrahúsið betur en gert hefur verið með því að nýta betur það fé sem það fær til sinna nota. Það hefur ver- ið verulega meiri eyðsla þarna en á Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í vikunni að endurnýja heimild til handa grænlenskum rækjutogurum til að landa afla sínum hér á landi. Heimild þessi gildir til 1. júlí næst komandi en þá mun næsta loðnu- vertíð formlega hefjast. Grænlendingar hafa lagt mikið kapp á að þessar löndunarheimildir öðrum sjúkrahúsum. Við höfum ekki enn fengið endurskoðaða reikninga fyrir árið 1986, en fjölda- margir rekstrarliðir fóru yfir mörkin árið 1985. f heild fór reksturinn árið 1985 milli 25 og 30% yfir þá áætlun sem við töldum eðlilega. Þá erum við að tala um 25 til 30 milljónir um- fram áætlun. Núverandi sjúkrahús- stjórn er öll af vilja gerð að breyta þessu til batnaðar," sagði Páll Sig- urðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigð- isráðuneytinu. Aðspurður urn vöntun á sjúkra- rými og áhyggjur vegna minnkandi bráðaþjónustu, cinkum um hclgar, sagði Páll að það væri litið á Reykja- nessvæðið sem eitt sjúkrahússvæði, cinkurn eftir að vegir urðu góðir. Um það að ráðuneytið væri búið að snúa við stefnu sem mörkuð var í heilsugæslumálum árið 1973, sagðist Páll ekki kannast við að þá hefði ver- ið mörkuð nein stefna um að gera Suðurnesin sjálfum sér nóg. „Það er nú einu sinni þannig að á fslandi er engin svæðaskipting í sjúkrahúsmálum. Ég tel það einn af kostum okkar heilbrigðiskerfis að fólk cr ckki bundið við að fara á sjúkrahús í sínu sveitarfélagi. Það hefur rétt til að fara á sjúkrahús hvar sem er og þá er spurning hvort á að kosta miklu til að hafa þjónustuna margskipta og ég hef haldið því fram, að það væri betra að flytja sjúkling sunnan úr Kcflavík til Reykjavíkur, heldur en að flytja lækni sem er á bakvákt úr Reykjavík til Keflavíkur. Svæfingarlæknir sjúkrahússins allt síðasta ár bjó á Seltjamarnesi, bæklunarlæknir býr á Reykjavíkursvæðinu og það gerir líka háls-nef-ogeyrnalæknirinn. Það eru því kvensjúkdómalæknirinn og skurðlæknirinn sem búa suður frá,‘* sagði Páll. ABS verði endurnýjaðar, en undanfarin ár hafa þær verið gefnar út til eins árs í senn, og höfðu þeir m.a. lýst því yfir að hugsanlega yrði hætt við kaup á íslenskum vörum ef heimildirnar fengjust ekki. Ráðherrar hafa hins vegar sagt að löndunarheimildir hafi ekki verið endurnýjaðar vegna þess- ara hótana Grænlendinga og er mun Reykvískir unglingar virðast flest- ir hverjir ekki síður uppteknir í leik og starfi frá morgni til miðnættis heldur en oft er talað um að foreldrar þeirra séu. Auk þess að stunda skólann og vinna töluvert með nám- inu tekur stór meirihluti þeirra mik- inn þátt í alls kyns íþróttum og fjölbreyttum tómstundastörfum. Enda virðist dagurinn of stuttur hjá sumum sem sjá má af því að um fimmti hluti unglinganna er vart heima hjá sér eitt einasta kvöld vikunnar - annar fimmti hluti að vísu heima flest eða öll kvöld - og um helgar er ótrúlega stór hluti, sérstaklega stelpnanna, enn ókom- inn heim til sín klukkan 3 á nóttunni. Um 75% stráka í íþróttum Geysilegur íþróttaáhugi er meðal þess sem glöggt kemur í ljós í könnun sem íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur gerði á því hvernig nemendur 7., 8. og 9. bekkja (13-15 ára) grunnskólanna í Reykjavík vörðu tómstundum sínum vikuna 7. til 13. apríl s.l. vor - sem var fyrsta heila skólavikan eftir páskafrí og farið að styttast í lokaprófin hjá þeim elstu. Þessa viku tóku um 75% strák- anna og 60% stelpnanna meiri og minni þátt í hinum fjölbreyttustu íþróttaiðkunum, mörg allt upp í 6 sinnum. Um 68% alls hópsins stunduðu einhverskonar íþróttir á eigin vegum eða með vinkonum/vinum - svo sem skíði, fótbolta, sund og fleira - og þar af nær helmingurinn frá 3-6 sinnum. Háttfhelmingurkrakkanna fór í heilsurækt, leikfimi eða aer- obik, og um 13% í jassballett eða líklegra að viðræðufundur íslend- inga og Grænlendinga um síöustu helgi hafi verið aðalhvatinn að þess- ari ákvörðun íslensku ríkisstjórnar- innar, og hún telji að löndunarheim- ildirnar muni greiða fyrir samning- um um rækju og loðnustofninn. -BG dans (23% stúlkna en 4% stráka). Auk þessa fór tæplega þriðjungur unglinganna á æfingar hjá íþróttafé- lögum, þar af meirihlutinn 3-6 sinnum. Enn má bæta við að rúmlega 6. hver unglingur fór á hestbak þessa viku þar af margir 3-6 sinnum. Auk allra þessara íþrótta sem unglingarn- ir tóku sjálf þátt í fóru 38% strák- anna og 26% stelpnanna til að horfa á íþróttakeppnir annarra. Yfir þríðjungurinn í vinnu Þrátt fyrir alla þessa miklu íþrótta- iðkun höfðu krakkarnir tíma til ótal annarra hluta. Fyrst má kannski geta þess að 40% stelpnanna og um 30% strákanna voru í vinnu einu sinni og allt upp í 6 sinnum þessa viku. Um 57% stelpnanna höfðu passað börn (sem þær virðast því a.m.k. ekki allar telja með vinnu) en um 29% strákanna. Þriðjungurinn út með foreldrunum Um 55% unglinganna fór á bíó með kunningjunum þessa viku flestir 1 sinni til tvisvar og tæplega þriðj- ungurinn fór eitthvað með foreldr- um sínum, í leikhús, bíó eða annað. Tæplega fjórðungurinn fór á fundi í félögum eða klúbbum, um 21% teflt skák og 13% voru í tónlistarnámi. Um 23% unglinganna höfðu haft yfir hálftíma viðdvöl í sjoppu eða leik- tækjasal þessa viku þar af nær þriðj- ungurinn 3-6 sinnum. Um 32% unglinganna fóru í félags- miðstöð þessa viku þar af þriðjung- urinn 3-6 sinnum og um 23% fóru á diskótek í skólanum. Meirihluti stráka notar tölvur Um 58% af strákunum en fjórð- ungur stelpnanna vann eða lék sér með tölvu í vikunni, þar af hátt í helmingur þrisvar eða oftar. Yfir 9 af hverjum 10 unglingum höfðu eytt meira en klukkutíma framan við sjónvarp eða myndband þessa viku þar af vel yfir helmingurinn 3-6 sinnum. f því áttu strákar og stelpur líkan hlut. 1 könnuninni voru unglingarnir beðnir að nefna tvö helstu áhugamál sín og kom þar víða fram gífurlegur mismunur milli kynja, eins og að nokkru má ráða af framangreindum upplýsingum um hvað þau gerðu, þó ekki fari það alveg saman. Þannig nefndi t.d. varla nokkur stelpa tölvu meðal sinna tveggja helstu áhuga- mála þótt fjórðungur þeirra hafi unnið með eða leikið sér á tölvu í vikunni eins og áður segir. -HEI Grænlendingar fá að landa LADA samaRa ’87 Metbíllinn er til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Lada Samara 4 gíra: 247.000,- Lada Samara 5 gíra: 265.000,-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.