Tíminn - 30.01.1987, Page 4

Tíminn - 30.01.1987, Page 4
SpencL'r Tracy oj; Katharinc Hcpliiirn -clskciidiu l'rii l'yrslu iiivihI sciii |>au lcku saniaii í 4-Tíminn liilllllllllllllllllllllli SPEGILL 111111 Paul Newman og Joanne Woodward hafa verið gift frá 1958 og leikið saman í mörgum myndum rómantík sem réði ríkjum. En frá því þau fyrst léku saman árið 1942 urðu þau elskendur og þó þau aldrei giftu sig, voru þau sambýlis- fólk þar til Tracy lést 1967, - rétt eftir að þau höfðu leikið saman í myndinni „Gettu hver kemur í mat!“ Richard Burton og Eliza- beth Taylor léku saman 1961 f „Kleopötru" og við það breyttist líf þeirra beggja. Pau urðu óstjórn- lcga ástfangin og létu alla siði og skyldur lönd og leið, en lifðu fyrir ástina. Þegar þau höfðu losað sig við hjónabandsbönd og annað sem stóð í vegi fyrir sambúð þeirra giftu þau sig og lifðu saman í storma- sömu hjónabandi í 10 ár. Burton leitaði uppi fræga og dýra demanta handa hinni skraut- gjörnu konu sinni til að sýna ást sína, og einkum bar hann í hana gjafir eftir að þeim hafði orðið sundurorða, til að friðmælast á ný. Hann var drykkfelldur og varð oft allhávaðasamt á heimilinu ef þau fengu sér í glas saman hjónin. Þau skildu 1974, og var sagt að Richard Burton hefði ekki þolað í kvikmyndum - og elskendur í einkalífi að búa með leikkonu, sem sögð var meiri stjarna en hann. Fylgst var með framvindu ástamála þcirra í öllum heiminum, þegar þetta róm- antíska samband var að fara út um þúfur. En var það farið út um þúfur? Allt í einu í október 1975 bárust fréttir af því, að í smáþorpi í Botswana í Suður-Afríku hefðu þau Liz og Richard aftur verið gefin saman. Þau ætluðu að rcyna aftur. En þrátt fyrir að þau elskuðu hvort annað þá var ómögulcgt fyrir þau að búa saman. í Iok desember- mánaðar sama ár flugu þau til Gstaad í Sviss til að vera þar um jólin. Þá fór heilsa Burtons versn- andi, leikferill hans var í mikilli lægð - og hjónabandið var von- laust. Þau Elizabeth og Burton skildu nokkru síðar. Tilfinningar þeirra voru þó alltaf sterkar og þau gátu ekki alveg slitið sambandinu en hittust öðru hverju næstu átta ár. Richard Burton giftist tvisvar eftir þetta. Susan Hunt. sem áður hafði verið gift kappaksturshetj- unni James Hunt, en þau skildu eftir nokkurn tíma. Þá gekk hann að eiga Sally Hay, sem vann við kvikmyndagerð, og hún var kona hans þegar hann lést. Burton viðurkenndi þó að alltaf elskaði hann Elizabeth, þótt þeim auðnaðist ekki að búa saman í hjónabandi, og sagt var að hennar tilfinningar til Burtons hafi verið á sömu lund. Richard Burton og Elizabeth Taylor eru orðin fræg í sögunni ekki síöur cn Cleopatra og Antonius, söguhetjurnar í þeirra fyrstu kvikmynd Bogart og Bacall í fyrstu kvikmyndinni, - og þau skildu aldrei síðan PÖR fyrstu tíð kvikmyndanna hafa alltaf verið sérstök „drauma- pör“ , sem stjórnendur hafa valið saman og áhorfendur hafa valið sem hina dæmigerðu, rómantísku elskendur. Og það skemmtilega við þetta var, - að oft varð alvara úr ástinni á hvíta tjaldinu og þessi kvikmyndapör urðu elskendur eða jafnvel gengu í hjónaband. Má þar nefna t.d. Humphrey Bogart og Laureen Bacall, sem léku fyrst saman 1941 í „To Have and Have Not“. Hann var helmingi eldri en hún. Hann var vansæll í hjónabandi sínu. en sagt var að Bogart og konan hans, Mayo Methot, hafi verið þekkt í Hollywood undir viðurnefninu „The Battling Bogarts“ (Baráttu- glöðu Bogarts-hjónin, eða eitthvað í þeim dúr). Þau Laureen og Humphrey urðu ástfangin og hann fékk skilnað frá Mayo konu sinni og kvæntist Bacall. Þau lifðu í hamingjusömu hjónabandi „þar til dauðinn aðskildi þau“, en Bogart dó 1957. Paul Newman og Joanne Woodward léku fyrst saman í heldur ómerkilegri mynd, „Picnic" eða „Lautartúrinn" , og sá túr varð að löngu ferðalagi þeirra saman um æviveginn, því að þau hafa verið í hjónabandi síðan 1958. Þau hafa leikið saman í sjö myndum, og Paul hefur stjórnað henni í tveimur verðlaunamyndum. Spencer Tracy og Kathar- ine Hepburn léku oft ástahlut- verk í kvikmyndum hér áður fyrr. Oftast gengu myndirnar þó út á „baráttu kynjanna" og gekk á ýmsu. Það var ekki alltaf rósrauð Föstudagur 30. janúar 1987 en satt - bók um ótrúlega atburði fyrr og síðar Frjálst framtak hefur sent frá sér bókina Ótrúlegt en satt eftir Tim Healy í íslenskri þýðingu Björns Jónssonar og Karls Birgissonar. Bókinfjallarumýmsa ótrúlega atburði - en sanna - sem fjölmiðlar hafa greint frá á ýmsum tímum og kemur þar fram að sannleikurinn er oft öllum skáldskap og skreytni ótrúlegri. Skiptist bókin í níu kafla og segja kaflaheitin nokkra sögu um efni bókarinnar. Kaflarnir heita: Dýralif; Undarleg hegðun; Einfarar; Bellibrögð; Trú og sannindi; Undur vísindanna; Fyrirbæri; Dauði og greftrun og Hið blábera bann. Svo sem fram kemur fjallar bókin ekki aðeins um fólk og atvik sem hendir það heldur einnig ýmsar furður náttúrunnar. Höfundur bendir á það í inngangsorðum bókarinnar að allt frá bernsku dagblaðaútgáfu í heiminumhafi „hið æðri“ málefni fengið mesta umfjöllun en síður blaðanna hafi einnig að geyma margar furðulegar frásagnir sem sannar reyndust og eru þær rifjaðar upp í bókinni. „Stundum er það umfangsmikið og hryllilegt en oft einnig látlaust og einfalt. Blaðamaðurinn John B. Bogart reyndi eitt sinn að greina muninn á því sem er fréttnæmt og hinu sem ekki er áhugavert. Skilgreining hans er jafngóð þeirri sem að ofan greinir: „Það telst ekki frétt þegar hundur bítur mann,“ sagði hann. „En það eru hins vegar fréttir þegar maður bítur hund.“ “ Bókin Ótrúlegt en satt er prýdd fjölmörgum ljósmyndum af ýmsu því sem við sögu kemur. Bókin er prentunnin í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Bókfelli hf. Kápuhönnun annaðist Auglýsingastofa Ernst Bachmanns. DAGUR VONAR BIRGIR SKilIRDSSON Mál og menning hefur gefið út leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson. Verkið var frumsýnt í Iðnóþann 11. janúar 1987, á 90 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. Af útgáfunni eru gerð 200 innbundin eintök, tölusett og árituð af höfundi í tilefni afmælisins. Samtimis þeirri útgáfu kemur verkið líka út sem kilja. Dagur vonar gerist á heimili reykvískrar fjölskyldu á sjötta áratugnum. Leikritið er í fjórum þáttum. Persónur eru fáar, og samskipti þeirra þrungin spennu og sterkum tilfinningum, þar sem spurt er um draumsýnir og veruleikamat á átakatímum. Þetta er fimmta leikrit Birgis Sigurðssonar. Dagur vonar er 118 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Anna .Ágústsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.