Tíminn - 30.01.1987, Page 6

Tíminn - 30.01.1987, Page 6
6 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT JÓHANNESARBORG - Hæstiréttur í Jóhannesarborg ógilti úrskurö ríkisstjórnarinnar sem bannaöi fjölmiðlum í Suð- ur-Afríku aö skýra frá mark- miðum samtaka sem gerö hafa verið útlæg í landinu. BAHREjN — Yfirvöld í (ran sögöu heri sína hafa sótt enn meira inn á írakskt landsvæði. í Baghdad var hinsvegar sagt frá loftárásum íraka á íranskar olíustöðvar. BEIRÚT — Skæruliðahópur múslima í Beirút sem segist hafa í haldi þrjá Bandaríkja- menn og Indverja sagðist mundi taka gíslana af lífi færi svo að Bandaríkjamenn gerðu árás á borgina. LUNDÚNIR — Fulltrúar ensku biskupakirkjunnarsögð- ust ekki hafa fengið neinar nýjar upplýsingar um sendi- mann sinn Terry Waite. I fyrra- kvöld sögðu þó leiðtogar drúsa að Waite væri heill á húfi og héldi áfram að reyna að semja um frelsun vestrænna gísla í Líbanon. VARSJÁ — Viðræður fóru fram milli háttsettra banda- rískra og pólskra embættism- anna og voru þetta fyrstu sam- skipti þjóðanna af þessu tagi síðan herlög voru sett á í Póllandi fyrir fimm árum er heftu mjög starf Samstöðu, samtaka frjálsra verkalýðsfé- laga. BRUSSEL — Fram- kvæmdastjórn Evrópubanda- laasins gaf verulega eftir í viðræðum við fulltrúa Banda- ríkjastjórnar til að koma í veg fyrir viðskiptastríð vegna sölu- banns á bandarískum land- búnaðarvörum til Spánar. MOSKVA — Tímarit i Moskvu birti grein sem hafði greinilega fengið samþykki stjórnvalda. Þar var sagt að Sovétmenn yrðu að horfast í augu við „æðiskast hins illa“ sem gekk yfir á valdatíma Jósef Stalíns. ABIDJAN — Ríkisútvarpið í Chad sagði lofther Líbýu- manna hafa gert enn eina loftárásina á bæinn Fada í norðurhluta landsins í vikunni. Föstudagur 30. janúar 1987 Maniluborg á Filippseyjum: Ástandið vægast sagt ótryggt Filippseyjar: Forseti í vanda Ástandið ótryggt í landinu - Er herinn hættur að láta að stjórn ? Manilu - Reuter Corazon Aquino forseti Filipps- eyja reyndi í gær að vinna aftur traust hersins og fólks í landinu með því að vara þá sem stóðu að bylting: artilrauninni í Maniluborg við að þeir yrðu sóttir til saka fyrir athæfið. Forsetinn lét þessi hörðu orð falla skömmu eftir að 200 uppreisnarher- menn höfðu tekið niður þjóðfánann á þaki hertekinnar sjónvarpsstöðvar og var þar með lokið byltingartilraun sem stóð yfir í 61 klukkustund. Aquino sagði í ræðu í Manila að hún hefði skipað Rafael Ileto varn- armálaráðherra að láta uppreisnar- mennina mæta fyrir herdómstól: „Allir sem tóku þátt í þessum glæp, borgarar sem hermenn, munu þurfa að taka afleiðingunum," sagði for- setinn. Það var hinsvegar ekki svo að sjá í gær að uppreisnarhermennirnir myndu þurfa að svara til saka fyrir athæfi sitt sem þeir sögðu vera gert til að sýna fólki að þeir myndu ekki hætta að berjast gegn kommúnist- um. Þeim var raunar fagnað við komuna til herstöðva sinna þar sem þeir stóðu á bak við hersveitir Fidel Ramos yfirhershöfðingja og veifuðu M-16 rifflum sínum. Aquino hafði áður skipað Ramos að kveða uppreisnina niður með harðri hendi en það hvernig hún endaði vekur upp þá spurningu hvort forsetinn sé í raun að missa tökin á hernum en það er ekkert launúng- armál að öfl innan hans eru enn mjög hlynnt Marcosi fyrrum forseta og þeirri andkommúnísku stefnu sem hann ávallt boðaði. í gær var spenna í loftinu í Manila og virðist hreinlega allt geta gerst í landinu á þessari stundu, nú þegar stutt er í kosningarnar um hina nýju stjórnarskrá sem fara eiga fram á mánudaginn. 1 sjónvarpsræðu sinni í gær reyndi forsetinn að fá almenning á bak við sig og sagði að óvinir hennar reyndu allt til að koma í veg fyrir að kosið yrði um stjórnarskrána nýju. Sú stjórnarskrá gefur Aquino völd til að stjórna landinu næstu sex árin. Aquino hvatti fólk til að endur- vekja þá fjöldahreyfingu sem hvað mest bar á í kosningunum fyrir tæpu ári og kennd var við „vald fólksins“. Sú hreyfing tryggði meira en allt annað að yfirmenn hersins og Bandaríkjastjórn snéru baki við Ferdinand Marcos sem þá var for- seti. Á morgun áætlar Aquino að halda útifund í Manila og hefur hún hvatt fólk til að mæta á þann fund og sýna þannig stuðning sinn við stjórnar- skrána nýju. Ástandið er annars ótryggt á Fil- ippseyjum þessa dagana og bylting- artilraunin nýafstaðna er sú mesta ógnun við valdaferil Corazonar Aq- uino sem komið hefur upp á yfir- borðið. Talsmaður forsetans sagði reyndar að uppreisnartilraunin hefði átt að vera undanfari heimkomu Marcosar og í gær viðurkenndi hinn heilsuveili fyrrum forseti að hann hefði hug á að snúa aftur til Filipps- eyja frá Hawaii þar sem hann er nú í útlegð. Marcos sagði bandarísk yfirvöld hinsvegar hafa hótað að hindra slíka för. Bandaríkin: Tambo og Shultz greindi á um leiðir gegn að- skilnaðarstefnu Washington-Rcutcr Oliver Tambo, einn af leiðtogum svertingja í Suður-Afríku, og Ge- orge Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna áttu fund í Was- hington í vikunni og voru þar ósammála um leiðir til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna í Suð- ur-Afríku. Tambo er forseti Afríska þjóðar- ráðsins sem bannað er að starfa í Suður-Afríku og var þetta í fyrsta sinn sem blökkumannaleiðtoginn hittir svo háttsettan bandarískan embættismann að máli. Báðir aðilar sögðu viðræðurnar hafa verið „alvarlegar og upp- byggjandi" og Tambo sagði við fréttamenn að hann væri ánægður með fundinn. Það var hinsvegar nokkuð ljóst að Shultz og Tambó greindi veru- lega á um leiðir í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku- stjórnar. Shultz gagnrýndi harð- lega ofbeldi og sagði það ekki vera svarið við vandamálum Suður-Afr- íku. Afríska þjóðarráðið tók upp vopnaða skæruliðabaráttu gegn stjórn hvíta minnihlutans fyrir 25 árum og hvatti Tambo Shultz til að leggja af þá stefnu Bandaríkja- stjórnar sem kennd er við upp- byggjandi íhlutun í málefni Suður- Afríku. Þess f stað hvatti skæru- liðaleiðtoginn Bandaríkjamenn til að fá vestrænar þjóðir til að taka upp harðari efnahagslegri refsiað- gerðir gegn stjórninni í Pretoríu. Nokkur mikil andstaða var gegn heimsókn Tambo til Washington þar sem Afríska þjóðarráðið hcfur verið sakað um að vera helst til of vinstrisinnað og halla sér of mikið að sovéskum stjórnvöldum í leit sinni cftir stuðningi. Alþjóðasamtök blaðaútgefenda: Gullni penni frelsisins til Cardenas Istanbúl - Rcutcr Juan Pablo Cardenas, ritstjóri tímaritsins Analisis sem gefið er út í Chile, hefur fengið verðlaun al- þjóðasamtaka blaðaútgefenda (FIEJ) fyrir árið 1987, verðlaun sem nefnd eru Gullni penni frelsisins. „Gardenas hefur fengið að greiða og heldur áfram að fá að greiða dýru verði trú sína á lýðræði og frjálsa tjáningu,“ sagði í yfirlýsingu FIEJ sem birt var eftir tveggja daga fund samtakanna í Istanbúl. Einnig var tekið fram að FIEJ vildi með verðlaununum heiðra minningu Jose Carrasco Tapia rit- stjóra yfir alþjóðamálum á Analisis sem myrtur var í september á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að Cardenas muni taka við verðlaunum sínum í Helsinki í maímánuði en þá fer þar fram fertugasta alþjóðaþing blaðaút- gefenda. Timothy Balding, hinn nýi fram- kvæmdastjóri FIEJ sagði einnig við þetta tækifæri að samtökin hygðust veita fullan stuðning nýrri baráttu- herferð gegn ritskoðun út um allan heim. Japan: Smokkar tröllríða hlutabréfa- markaði Tokyo-Reutcr Það er ekki bara á íslandi sem smokkamál og eyðnisumræða tröllríða þjóðfélaginu. í Japan hefur óttinn við eyðni valdið því að hlutabréf í Okamoto fyrirtæk- inu, helsta smokkaframleiðand- anum þar í landi, hafa nærri þrefaldast á einum mánuði. Hlutabréf í fyrirtækinu voru seid á 364 yen um áramót en í gær fóru þau á 920 ycn. Sextán japanskir karlmenn hafa nú látist af eyðni og í þcssum mánuði lést fyrsta konan af þess- um sjúkdóm sem minnkar við- námsþrótt líkamans. Konan bjó í nokkur ár með grískum sjómanni sem talið er að hafí verið með kynhneigð til beggja kynja. Smokkar eru taldir nokkuð örugg vörn við útbreiðslu sjúk- dómsins. Þótt fram að þessu hafi aðeins 27 tilvik eyðni verið skráð í Japan hefur umræða um sjúkdóminn verið nokkuð mikil í Japan og fólk virðist meðvitað um af- leiðingar hans. UTLOND UMSJÓN:

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.