Tíminn - 30.01.1987, Síða 8

Tíminn - 30.01.1987, Síða 8
8 Tíminn Föstudagur 30. janúar 1987 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Umboðsmaður Alþingis Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson mælti á mánudaginn var fyrir frumvarpi til laga um umboðs- mann Alþingis. Frumvarpið er samið að ósk forsætisráðherra af hæstaréttarlögmönnunum Eiríki Tómassyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni og er samhliða frumvarpi til stjórnsýslulaga sem lagt var fram á Alþingi á sama tíma. Bæði þessi frumvörp eru liður í þeirri stefnu ríkisstjórn- arinnar að endurskipuleggja stjórnkerfið, m.a. í því skyni að auka réttaröryggi. í frumvarpinu felst að stofnsett verði embætti um- boðsmanns Alþingis, sem hafi það hlutverk að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitar- félaga. Pá er honum einnig ætlað að taka við kvörtunum á hendur opinberum stjórnvöldum og stjórnsýslumönn- um frá fólki sem þykir misgért við sig. Þessar kvartanir ber honum að rannsaka og ef hann telur að þær séu á rökum reistar gerir hann tillögur um hvernig menn geti náð fram leiðréttingu mála sinna. í Svíþjóð, Danmörku og Noregi þar sem reynsla hefur fengist af þessu fyrirkomulagi í langan tíma er það samdóma álit að með þessari skipan hafi fundist virk leið til aðhalds með stjórnvöldum sem hafi bætt mjög stjórnsýslu landanna án þess að verða of þung í vöfum. í framsöguræðu sinni með frumvarpinu sagði forsætis ráðherra m.a.: „Mönnum hefur orðið æ ljósara með aukinni stjórnsýslu og viðameira framkvæmdavaldi að tryggja þarf betur en gert er að réttur sé ekki brotinn á einstaklingum, að rangindum verði ekki beitt við málsmeðferð hjá stjórnvöldum landsins og að löggjafar- valdið geti haft nánara eftirlit með því að lögum sé fylgt.“ Enginn vafi er á að með því að að setja á stofn embætti umboðsmanns Alþingis samhliða því sem lögfestar væru reglur um málsmeðferð í stjórnsýslunni skapar þingið einstaklingum tækifæri til að leita réttar síns með skjótum og áhrifamiklum hætti. Hér er því tvímælalaust komið til móts við vaxandi óskir almenn- ings um hert aðhald að stjórnvöldum. í framsögu sinni gat forsætisráðherra þess að hann hefði orðið var við það í vaxandi mæli að fólk telji sig ekki fá eðlilega málsmeðferð í stjórnkerfinu; stjórnar- ráði eða stofnunum ríkisins, og af þeim sökum legði hann áherslu á samþykkt frumvarpsisn. Með því væri stigið mjög stórt skref í þá átt að tryggja borgurum öryggi í samskiptum sínum við stjórnvöld. í lok framsöguræðu sinnar sagði forsætisráðherra: „Ég hef sannfærst um það betur og betur með hverju árinu sem líður að orðið er tímabært í okkar þjóðfélagi, sem stöðugt verður stærra og flóknara að starf umboðs- manns verði sett á fót, og vil leyfa mér að vona að það geti orðið á þessu þingi.“ Tíminn tekur undir þessi orð forsætisráðherra og væntir þess að Alþingi geti afgreitt þetta réttindamál fólksins sem fyrst. fþróttamannvirki í gær las Garri Morgunblaðlð sitt af athygli, likt og jafnan endra- nær. Eins og Garri hefur margoft bent á er Morgunblaðið ákaflega fróðlegt blað, þótt það sé kannski ekki að sama skapi gott blað. En vilji menn fræðast um bröltið í valdaklíkunum ISjálfstæðisflokkn- um þá er yfirleitt hægt að lesa töluvert um það efni á millilínanna þar. fcíkt og í Prövdu. En það var lítil frétt sem Garri hnaut um í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði blaðið frá því með miklu stolti að borgarstjórn, þ.e. íhalds- meirihlutinn þar, hefði samþykkt að veita „20 milljónum króna á þessu ári til uppbyggingar íþrótta- mannvirkja á íþróttasvæðum níu helstu hverfafélaga í borginni'*. Líka sagði Mogginn þarna jafn- stoltur að „þá hefur verið ákveðið að veita 12,5 milljónum króna í vélfryst skautasvell í Laugardal“. Það eru allir sammála um að styrkja beri aðstöðu til íþrótta, bæði í Reykjavík og annars staðar á landinu. En hér er að því að gæta að samtímis þessu hefur borgar- stjórinn í Reykjavík ákveðið að láta sameiginlegan sjóð borgarbúa kaupa undir sig drossíu sem kostar nærri fjórðung þess sem leggja á í skautasvellið í Laugardal, eins og Garri minntist á fyrir nokkrum dögum. Ef borgarstjórinn hefði látið sér nægja, segjum níu hundruð þúsund króna bíl, sem flestir þegnar hans myndu nú til dæmis telja sig nokk- uð fullsæmda af, þá hefði Morgun- blaðið getað slegið þessu enn myndarlegar upp. Þá hefði blaðið til dæmis getað slegið upp fyrir- sögninni „22 milljónir til íþrótta- mannvirkja hvcrfafélaga,“ eða þá undirfyrirsögninni „14,5 milljónir í vélfryst skautasvell". Félagsmenn íþróttafélaganna í Reykjavík hafa það þar með svart á hvítu hvert þeir hafa runnið, peningarnir sem annars hefði til dæmis mátt nota til að auðvelda þeim að sinna heilbrigðum og holl- um tómstundastörfum. Steffna Alþýðubandalagsins Gárri verður aukheldur að segja Re^yavik: # 20 milljómE til íþróttamannviriga hverfafélaga ívélfrystskautasyel 12,5 miHjonir ar íþróttamann t^hverfafélaga svæðum níu érj Var veitt iborginm.As,ðastoán 4,5 miUjónum td þessar^ ^ framkvæmda. ^ mUy6num “rSSaáaísssa kvæmdir felagan S ráttavöll- VÍð ^ kt°antósVs búninlsaðstöðu. um utanh . frágang a áhorfendasyæði g verður veitt 1 íþróttasvæðinu en aBSheimita. {Pé til íþrtttahusa eða felag,verður ] Styrkur til þeirra byggmg með öðrum Vustti- . leggja » íVirÁH ° það eins og er að Þjóðviljinn hefur oft verið skemmtilegri og stefnu- fastari en núna undanfarið. Það er engu likara en að einhver doði hafi slegið sér niður þar á bæ. Helst er svo að sjá að blaðið hafi týnt stefnu Alþýðubandalagsins og reiki nú um í cinhvers konar pólitísku myrkri. Þó má vera að skýringuna á þessu sé að finna í aðsendri grein i blaðinu í gær eftir Rúnar Ármann Arthursson. Hún er rituð í tilefni af leiðara sama blaðs frá fimmtu- degi í siðustu viku, þar sem deilt var á Kvennalistann og heimtað að hann kæmi fram með sjálfstæða stefnu sem réttlætti framboð hans á móti konum í baráttusætum hjá öðrum flokkum víða um land. Þar virtist blaðið vera að tala um vinstri stefnu, því að spurt var hvað greindi stefnu Kvennalistans í fé- lagsmálum frá stefnu Alþýð- ubandalagsins og Alþýðuflokksins. í greininni frá í gær er þetta rakið og síðan segir: „Með sömu rökum mætti kannski spyrja hvort ekki sé nóg að hata aðeins einn stjórnmálaftokk í stað þeirra fjögurra sem lengstan aldur eiga í íslenskri pólitík. Þar séu karlar yfirleitt í efstu sætum sem stefni Oestir að þvísama, þ.e. að komast til áhrifa fyrir sig og sína innan ríkjandi þjóðfélagskerfís. Það mætti líka segja að til að vera trúverðugur kostur í íslenskrí pólitík þyrftí Alþýðubandalagið að gera betur grein fyrir sinni sérstöðu en því hefur auðnast undanfarin ár. Að sú mannúð og bræðraþel sem krístallast í þeirrí félagslegu þráhyggju að vilja fyrst og síðast hafa vit fyrir öðru fólki megi heita samnefnari hinna sjálfskipuðu fél- agshyggjufíokka, þótt engir telji sig vita eins vel og silkisófagengi Alþýðubandalagsins hvað aum- ingjans verkalýðnum sé fyrir bestu.“ Þá hafa menn það. Kannski hér sé komin skýringin á hvarflanda- hætti Þjóðviljans síðustu vikurnar og mánuðina? Garri. VÍTT OG BREITT Baráttuglatt silkisófagengi Eins og allir vita er Alþýðu- bandalagið afskaplega menningar- legur stjórnmálaflokkur. Kveður stundunr svo ramrnt að áhuga fiokksins á fögrum listum og fram- úrstefnutildri sér í lagi, að starf- semin líkist fremur klúbbi fagur- kera og listnautnafólks en stjórn- málaafli. Það er auðvitað lofsvert að láta sér annt um listir og menningu og stuðla þannig að fögru mannlffi. En of mikið má af öllu gera og listadekrið getur tekið á sig hjákát- legar nryndir, svo sem eins og þegar farið er að beita menningar- framleiðendum sem dráttarjálkum fyrir vagn harðsvíraðra stjórnmála- þrasara til að bregða menningar- svip á innantómt orðagjálfur. Á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík er fríður flokkur annálaðra skemmtikrafta og orðs- ins listafólks. Allt er þetta fólk sérstakir málsvarar hinna stritandi stétta, eins og allir þeir sem ganga til liðs við Svavar formann. Verkalýðsflokkurinn aldni gleymir ekki þeim rótum sem hann er sprottinn af. Innan um fræðinga margs konar, söngfólk og leikfólk og höfunda er að finna á listanum alvöru alþýðufólk. í 15. sæti er sóknarkona og dagsbrúnarverka- maður í því 29. Það er mikil upphefð fyrir félagana að sjá af hvílíkum krafti stéttabaráttan er háð í þeim flokki sem gefur sig út fyrir að vera brynvörn verkalýðs- Úrval hinna hæfustu En það er ekkert sjálfgefið að próflaus verkalýður kunni fótum sínum forráð í baslinu við að bæta lífskjörin. Aðrir kunna að vera miklu færari að hífa láglaunastétt- irnar upp úr eymdinni, svo sem eins og það andríka fjölefli sem skipar hirð Svavars formanns. Til eru sósíalistar sem draga í efa að Alþýðubandalagið sé sá stað- fasti félagshyggjuflokkur sem látið er í veðri vaka. Rúnar Ármann Arthúrsson, skáld og rithöfundur, ritar litla hugleiðingu í Þjóðvilj- ann. Hann var áður blaðamaður við málgagnið og síðar ritstjóri Jötuns, málgagns allaballa á Suðurlandi. Tilefnið er leiðari í Þjóðviljanum, þar sem kvenna- listakonur eru sakaðar um að vera ekki trúverðugar í stjórnmálum og stefnulausar. Rúnar Ármann dregur stefnu- festu sjálfs Alþýðubandalagsins í efa. Hann skrifar: „Það mætti líka segja að til að vera trúverðugur kostur í íslenskri pólitík þyrfti Alþýðubandalagið að gera betur grein fyrir sinni sérstöðu en því hefur auðnast undanfarin ár. Að sú mannúð og bræðraþel sem krist- allast í þeirri félagslegu þráhyggju að hafa fyrst og síðast vit fyrir öðru fólki megi heita samnefnari hinna sjálfskipuðu félagshyggjuflokka, þó engir telji sig vita eins vel og silkisófagengi Alþýðubandalagsins hvað aumingjans verkalýðnum sé fyrir bestu." Fyrir alllöngu fór að brydda á þeim forsjármönnum verkalýðs- stéttanna, sem Rúnar Ármann kallar silkisófagengi. Þá var liðið gjarnan kallað nautavöðva- og rauðvínssósíalistar, og fyrir utan áhuga sinn á félagslegri forsjá verkalýðsins einkenndust áhuga- málin af menningarsköpun og leð- urdregnum mublum. Þessi lífslistarstefna allaballanna sækir á og er ekkert nema gott eitt um hana að segja. En það vill bara svo til að stjórnmálabaráttan snýst um sitthvað fleira en lífsnautnina frjóu eina saman. Silkisófagengi Alþýðubanda- lagsins er áreiðanlega hið mætasta fólk sem kann að auðga andann og láta sér líða vel. En tekið skal undir efasemdir Rúnars Ármanns um að það viti öðrum betur hvað aumingjans verkalýðnum er fyrir bestu. En sjálfsagt vita stritstéttirn- ar það og velja sér þá þingfulltrúa sem þeim er fyrir bestu. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.