Tíminn - 30.01.1987, Síða 10

Tíminn - 30.01.1987, Síða 10
10 Tíminn Föstudagur 30. janúar 1987 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í viðtali: Erfiðleikar í sjávarútvegi mesta vandamál Suðumesja - segist bjartsýnn á kosningar og telur þrjú stjórnarmynstur líklegust Nú bíða þín fjörmörg óleyst verk- efni í Reykjancskjördæmi. Hver eru að þínu mati brýnustu mál sem takast þarf á við í kjördæminu? „Rétt er að hér bíða mörg verk- efni. Það vekur satt að segja undrun mína hversu margt þarf hér að færa til betri vegar. Hér hefur ekki verið staðið nógu vel að ýmsum málum og úr því þarf að bæta og að því mun ég vinna. Atvinnumálin ber hæst og þá sérstaklega erfiðleikar sem hér eru í sjávarútvegi. Ef svona hefði hallað undan fæti í sjávarútvegi fyrir vestan er ég hræddur um að okkur þingmönnum kjördæmisins hefði verið best að halda okkur í burtu. í þessu máli verða menn að taka höndum saman og snúa vörn í sókn. í öðru lagi vil ég nefna mennta- málin, sem eru sá framtíðargrund- völlur er á þarf að byggja. Eg hef mikinn hug á því að efla hér menntakerfið alveg frá grunni. Fjöl- brautaskóla Suðurnesja þarf stór- lega að efla. Skólinn er góður en hann býr við alltof þröngan húsakost og úr því þarf að bæta myndarlega. Fjölmörg fleiri mál mætti nefna, sem þarf að takast á við hér í kjördæm- inu.“ IVandamál í sjávarútvegi Nú sagðir þú áðan að ef ástandiö í sjávarútvegi væri svipað á Vest- fjörðum og í Reykjaneskjördæmi hefði þingmönnum Vestfirðinga ver- ið best að halda sig í burtu. Hver er að þínu mati ástæða þess að svo er komið í Reykjaneskjördæmi? „Sjávarútvegur var hér lengst framan af byggður á miklum vertíð- arafla. Hér kom gífurlegur afli á land á skömmum tíma. Þessi tími er liðinn. Nú er nauðsynlegt að sjávar- útvegurinn sé heils árs atvinnugrein. Frystihús þurfa að vera miklu full- komnari en áður bar nauðsyn til. Kröfur til hollustuhátta hafa stór- aukist. Fiskvinnslan hér hefur á undanförnum árum dregist afturúr. Þegar ofan á þetta bætast síðan erfiðleikar í sjávarútvegi eins og urðu á árunum 1982-’83 þá verður aðstaða fiskvinnslunnar hér mjög erfið. Erfiðleikar í sölu á skreið hafa líka valdið miklu tjóni ekki síst hér á Suðurnesjum. Mér finnst ekki hafa verið tekið á þessum vandamálum af nægilegri festu af hálfu þeirra þingmanna sem kjörnir hafa verið til þess að vinna að þessum málum fyrir Reyknes- inga. Það hafa gerst hér ýmsir at- burðir sem komast hefði mátt hjá ef þessir menn hefðu rétt fram hjálpar- hönd fyrr. Nú rjúka þessir menn upp þegar enn einn togarinn er að hverfa frá Suðurnesjum. Þeir hefðu þurft að grípa til aðgerða miklu fyrr.“ Heldur þú að sú staða geti komið upp að sjávarútvegur leggist af á Suðumesjum í framtíðinni? „Það dettur mér alls ekki í hug. Hér í kring eru einhver bestu fiski- mið í heimi og það kemur ekki til mála að leggja sjávarútveg hér niður.“ Nú hefur þú starfað mikið að málefnum Hraðfrystihúss Keflavík- ur. Hvað vilt þú segja um framtíð þess? „Samvinnuhreyfingin er nú með ákaflega mikið átak til þess að rétta fyrirtækið við. Ekki má heldur gleyma að samvinnuhreyfingin og Kaupfélag Suðurnesja hafa á undan- förnum árum gert mikið til þess að reyna að tryggja framtíð fyrirtækis- ins. Fiskvinnslan hefur t.d. verið endurbyggð af miklum myndarskap og eru nú með því besta sem maður sér. Auðvitað er erfitt að leggja í svo mikla fjárfestingu á sama tíma og samdráttarskeið er í sjávarútvegi. Eiginfjárstöðu fyrirtækisins þarf að rétta við. Samvinnuhreyfingin er í samvinnu við Byggðastofnun að fjalla um það mál. Eg er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist á þessu máli. Mér sýnist að Byggðastofnun muni veita lán til þessa verkefnis upp á 40 milljónir og samvinnuhreyfingin muni með ýmsum hætti veita a.m.k. öðrum 40 milljónum inní fyrirtækið. Menn bundu miklar vonir við að Keflavíkurkaupstaður kæmi inn í fyrirtækið sem hluthafi. Ég hefði talið mjög æskilegt að svo hefði orðið. Það er best að sem flestir taki þátt í þessu uppbyggingarstarfi. Af einhvérjum ástæðum virðist hlutur bæjarins ætla að bregðast þótt þarna sé um að ræða eitt af kosningaloforð- Steingrímur Hcrmannsson, forsætisráðherra á hádegisverðarfundi á Glóðinni ■ Keflavík, s.l. laugardag. um Alþýðuflokksins að því er mér skilst." Sú staðreynd virðist nú blasa við íbúum í Garði að missa togarann sinn, Gaut. Hefur þú reynt að hafa einhver afskipti af því máli? „Sem sjávarútvegsráðherra útveg- aði ég þennan togara hingað. Þá var skortur hér á skipum og ég held að þarna hafi verið unnið gott verk á sínum tíma. Hinu er ekki að neita að vegna aflabrests og fleiri erfið- leika hefur eigandinn ekki ráðið við rekstur skipsins að fullu þótt margt hafi hann gert mjög vel. Krafa Útvegsbankans er að togarinn verði seldur. Ég vildi gjarnan beita mér fyrir því að togarinn verði heima. Hins vegar verður eigandi togarans að ráða því hverjum hann selur. Þessu máli var slegið á frest í Byggðastofnun til þess að heima- menn fengju ráðrúm til að skoða hug sinn og finna einhver ráð. Því miður hefur það þó ekki tekist." IKvótakerfíð verður endurskoðað Hvað vilt þú segja um þá fískveið- istefnu sem mótuð hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar? „Sá samdráttur sem varð í sjávar- útvegi 1982-83 leiddi til þess að mönnum þótti sú fiskveiðistefna sem fram að því hafði verið fylgt þurfa endurskoðunar við. Niðurstaðan varð sú að taka upp kvótakerfi. Kvótakerfið hefur vissulega sína kosti og gerir mönnum kleift að sækja aflann á eins hagkvæman hátt og mögulegt er. Útgerðarmenn geta hagað sókn sinni að vild innan þeirra marka sem kvótinn setur þeim. Vissulega er það kostur að geta átt sinn kvóta alltaf vísan. Þetta kerfi i hefur hins vegar stóra ókosti. Það kallar á mjög strangar reglur um fjölgun fiskiskipa. Ekki er hægt að fjölga skipum nú nema með laga- breytingum. Þetta leiðir til þess að skipin ganga úr sér. Þau eru ekki endurnýjuð eins og nauðsyn ber til. Ég óttast því að framundan kunni að vera kollsteypa sérstaklega í endur- nýjun bátaflotans. Lögin um kvóta- kerfið ganga úr gildi eftir eitt ár og ég er ekki í vafa um að þá verður fiskveiðistefnan endurskoðuð. Ver- ið getur að kvótakerfmu verði haldið áfram en það verður endurbætt.“ Styður þú núverandi fískveiði- stefnu? „Ég hef verið nokkuð tregur í stuðningi mínum við kvótakerfið. Ég hef hins vegar fallist á ósk mikils meirihluta útgerðarmanna og sjó- manna að taka upp kvótakerfið. Ég vil ekki ganga gegn vilja þessa meiri- hluta og hefði heldur ekki gert það sem sjávarútvegsráðherra." INýsköpun atvinnulífs Að undanförnu hefur verið mikil gróska í laxeldi á Suðurnesjum. Þó ber þar nokkum skugga á þar sem verulegur hluti þess físks sem á land berst er selbitinn. Á síðasta þingi var svokallað selafmmvarp fellt. Hvað vilt þú segja um það?“ „Fyrst vil ' ég segja að ég hef ákaflega mikla trú á laxeldi hér þótt ýmsir erfiðleikar muni verða til að byrja með. Fiskeldi verður tvímæla- laust ein okkar aðalatvinnugrein í framtíðinni. Ég held að úr hafbeit komi yfirleitt betri lax en sá sem ræktaður er í þró, en hann kemur á stuttum tíma árs sem veidur erfið-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.