Tíminn - 30.01.1987, Page 11

Tíminn - 30.01.1987, Page 11
Föstudagur 30. janúar 1987 Tíminn 11 leikum. Það verður að mínu mati að taka selavandamálið föstum tökum. Best er að þeir aðilar sem hagsmuna eiga að gæta í þessu máli nái sam- komulagi. Þó ekki hafi tekist að afgreiða málið enn, þá verður það að afgreiðast. Frumvarpið er samið af nefnd sem ég skipaði á sínum tíma og ég er mjög harður stuðningsmað- ur þess að selavandamálið verði leyst." Hvað er þér efst í huga varðandi nýsköpun atvinnuveganna á Suður- nesjum? „Mér eru efst í huga þeir miklu möguleikar sem eru í hagnýtingu jarðvarmans hér. Þar má einnig nefna fiskeldi sem þegar er hafið í stórum stíl. Það er sú mesta nýsköp- un sem átt hefur sér stað á íslandi í aratugi eða jafnvel um aldir. Því má heldur ekki gleyma að á mörgum sviðum sjávarútvegs eru góðir möguleikar. Menn eru t.d. nú farnir að veiða ígulker. Framundan eru ótalmörg tækifæri til þess að nýta auðlindir sjávarins hér í kring og í því verður gróskan einna mest.“ Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur sem höfuðmenntastofnun Suður- nesjamanna beitt sér mjög fyrir því að mennta fólk til starfa í atvinnulíf- inu hér. Skólinn hefur búið við fjársvelti undanfarið og hefur ekki tekist að koma sér upp viðunandi húsnæði. Hvað vilt þú segja um það mál? „Á því er enginn vafi að ti! lengri tíma litið er vel menntuð æska forsenda framfara bæði í efnahags- legu og menningarlegu tilliti. Við munum byggja afkomu okkar sífellt meir á þekkingu. Þær þjóðir eru og verða fremstar sem hafa yfir mestri þekkingu að ráða til þess að tryggja bætt lífskjör. Við munum ekki í framtíðinni ausa upp fiski og hengja upp í skreið. Við munum í stað þess vinna úr aflanum þá verðmætustu markaðsvöru sem unnt er. í þessu tilliti þarf þekkingu. Við þurfum meiri jrekkingu á fiskeldi, í hátækni, í líftækni o.s.frv. Mér þykir ákaflega slæmt hvernig Fjölbrautaskólinn hefur verið sveltur. Ég mun beita mér fyrir því eins og ég get að hann ásamt menn- takerfinu í heild verði efldur.“ Suðurnesjamcnn sækja stóran hluta atvinnu sinnar á Keflavíkur- flugvöll. Að undanförnu hefur borið á nokkurri hörku í samskiptum okk- ar við Bandaríkjamenn. Þegar svo- kallað „hvalamál" stóð sem hæst sagðir þú t.d í sjónvarpsviðtali að nauðsynlegt væri að kenna Banda- ríkjamönnum betur sín eigin lög. Eru samskipti okkar við Bandaríkja- menn að breytast í átt til verri vegar að þínu mati? „Það vil ég ekki segja. Við verðum samt almennt að taka upp harðari stefnu í samskiptum okkar við aðrar þjóðir. íslenska hagkerfið er mjög opið og þess vegna verðum við að tryggja okkar útflutningsmarkaði og gæta þess vel að ekki sé á hagsmuni okkar gengið. Ég tel að afskipti Bandaríkjamanna af sö!u hvala- afurða til Japans séu með öllu óþol- andi. Sem betur fer var strax tekið á þessu máli af festu. Það kom í minn hlut og fyrst og fremst Halldórs Ásgrímssonar að leysa þetta mál. Bandaríkjamönnum verður vitan- lega að vera ljóst að þeir eru gestir í okkar landi og þeir verða að halda sig innan marka íslenskra laga.“ Flutningamál varnarliðsins hafa að geta siglt þangað ekkert síður en til Reykjavíkur.“ Nú er Ijóst að Íslenskir Aðalverktak- ar hafa með höndum mjög umfangs- mikla starfsemi á Keflavíkurflug- velli. Mestum eða öllum gróða af stárfseminni er dælt til Reykjavíkur viðstöðulaust. Er ekki eðlilegt að gera kröfur til þess að þeir leggi fjármagn til uppbyggingar atvinnu- lífs á Suðurnesjum í stað þess að sópa öllu fjármagninu til Reykjavík- ur? „Mér þykir stórfurðulegt að þetta skuli hafa verið látið líðast. Áðal- verktakar eru búnir að byggja ein- hverja stærstu byggingarsamstæðu á landinu í Reykjavík og eiga að sögn hundruð milljóna eða milljarð í bönkum þar. Það er spurning hvort þeir eigi að gerast hluthafar í rekstri hlusta á þá sem eru að reyna að hasla sér völl í atvinnulífinu hvort sem þeim gengur vel eða illa. Það hefur verið mér ánægja ef hægt hefur verið að veita einhverja aðstoð. Ég hef aldrei beitt banka eða sjóði neinum þeim aðferðum sem ég þarf að skammast mín fyrir á nokkurn hátt. Oft hefur mér tekist að leysa vanda þeirra sem til mín hafa leitað. Ég veiti viðkomandi áheyrn og mál þeirra eru skoðuð. Ég mun leitast við að aðstoða alla þá sem til mín leita úr Reykjaneskjördæmi.“ Nú er mikill fjöldi ungs fólks að kjósa ■ fyrsta sinn í alþingiskosning- um. Hver er sú meginstefna Fram- sóknarflokksins sem þú vilt vekja athygli þess á? „Unga fólkið þarf að meta það hvort það vill fara heilbrigðan og Málefni Suðurnesja voru mikið til umræðu. Fundarmenn töldu að Reykjaneskjördæmi liði fyrir það að eiga ekki þingmann úr röðum Framsóknarmanna. Steingrímur var ákveðinn í að það myndi breytast við næstu kosningar. að undanförnu verið mikið til um- ræðu. Það fyrirtæki sem annast hefur þessa flutninga, Rainbow Na- vigation, hefur haft þann hátt á að lesta og losa skip sitt í Njarðvíkur- höfn. Suðurnesjamenn óttast að ef Eimskip tckur við flutningunum þá muni þeir færast til Reykjavíkur og að sú aðstaða sem sköpuð hefur verið i Njarðvík og kostað mikið fé verði ekki notuð. Hver er skoðun þín á þessu máli? „Ég sé enga ástæðu til annars en að haldið verði áfram að skipa upp í Njarðvíkurhöfn. íslensk skip hljóta fyrirtækja á Suðurnesjum. Mér finnst sá kostur vel koma til greina. Ég legg þó sérstaka áherslu á að þeir geymi stóran hluta af sínu fjármagni hér og byggi með því frekar upp iðngarða á Suðurnesjum en annars- staðar.“ Fyrirgreiðslu- þingmaður? Verður þú fyrirgreiðsluþingmaður fyrir Rcyknesinga? „Ég hef alltaf álitið sjálfsagt að skynsamlegan milliveg milli frjáls- hyggjunnar annars vegar og mikilla ríkisafskipta hins vegar. Framsókn- arflokkurinn er flokkur félagshyggju og samvinnu sem vill stuðla að því að gera einstaklingana sem sjálf- stæðasta en vill jafnframt vernda þá sem minna mega sín. Ég geri mér enga grein fyrir því hvar Alþýðuflokkurinn er. Hann virðist þó sveiflast frá hægri til vinstri eftir því hvernig blæs í það og það skiptið. Það er því ómögulegt að átta sig á því fyrirfram hvaða stefnu sá flokkur tekur. Ungt fólk sem leggur áherslu á góða menntun, aðstöðu til heilsu- ræktar og heilsugæslu, góð dagvist- arheimili o.s.frv. hlýtur að vilja verja velferðarríkið. Þetta unga fólk hafnar frjálshyggju. Ég er sannfærð- ur um að það vill heldur ekki of mikil ríkisafskipti. Það hlýtur því að styðja Framsóknarflokkinn.“ Kemst stefna flokksins nægjan- lega vel til skila til fólksins í landinu? „Það er erfitt að koma henni svo vel til skila að öllum líki. Þetta er atriði sem flokksmenn verða stöðugt að hafa í huga og reyna að bæta af fremsta megni.“ Er Framsóknarflokkurinn bændaflokkur? „Framsóknarflokkurinn er ekki fremur bændaflokkur en flokkur sjávarútvegsins og allrar alþýðu á íslandi. Þeir aðilar sem stóðu að uppbyggingu flokksins voru fulltrúar bændasamtaka, fulltrúar ungmenna- félaga, sem jafnframt voru braut- ryðjendur í sjálfstæðisbaráttunni, og loks fulltrúar samvinnuhreyfingar- innar. Framsóknarflokkurinn hefur starfað að og tekið afstöðu til þeirra mála sem varða íslensku þjóðina. Auðvitað er landbúnaðurinn mikil- vægur í þessu sambandi." Ottastu ekki að sú tilhneiging að líta á Framsóknarflokkinn sem bændaflokk verði honum fjötur um fót í framtíðinni? „Framsóknarflokkurinn hefur þurft að axla þann gífurlega vanda sem landbúnaðurinn á í nú. Flokkur- inn hefur reynt að stuðla að því að landbúnaðarframleiðslan verði í samræmi við þarfir þjóðarinnar. Frá þeim vanda hefur Framsóknarflokk- urinn ekki hlaupist og mun ekki gera það. Framsóknarflokkurinn hefur einnig haft forystu í sjávarútvegs- málum til margra ára. Á þeim mál- um hefur verið tekið af mikilli festu. Vel má vera að ýrnsum bændum finnist að Framsóknarflokkurinn sé nú fremur flokkur sjávarútvegs en landbúnaðar." Hver er skoðun þín á samvinnu- starfi á íslandi? „Ég hef alltaf verið hrifinn af samvinnuhugsjóninni og tel hana ákaflega heilbrigða hugsjón. Sam- vinnuhreyfingin þarl' þó aðhald með samkeppni við einstaklinga. Hreyf- ingin hefur oft sýnt að hún hleypur ekki af hólmi ef á móti blæs eins og gerist oft með einkaaðila. Samvinnuhreyfingin hefur miklu oftar en einstaklingar staðið að baki fyrirtækjum í sjávarútvegi eins og t.d. Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Hreyfingin er einnig einn mikilvæg- asti hornsteinn byggðastefnunnar og á erindi til allra landsmanna.“ Nú eru ýmsir sem ætlast til þess að samvinnuhreyfingin sé með lægra verð og betri þjónustu en einkaaðil- ar, en haldi jafnframt uppi umfangs- mikilli þjónustu á stöðum þar sem einstaklingar vilja ekki hasla sér völl. Eru þetta ekki ósanngjarnar kröfur? „Jú, ég held að þetta sé rétt. Það er spurning hversu lengi samvinnu- hreyfingin getur sinnt þeim erfiðu verkefnum í þjóðfélaginu sem hún hefur sinnt hingað til. Samvinnu hreyfingin verður að sjálfsögðu að hugsa um fjárhagslegan styrk sinn. Sameinuð er hreyfingin mjög sterk og getur fært fjármuni milli fyrir- tækja tímabundið. Ef samvinnu- hreyfingunni tekst nú með myndar- legu fjárframlagi að bjarga Hrað- frystihúsi Keflavíkur mun það von- andi skila sér í framtíðinni. Framsókn með góða málefnastöðu Ef marka má skoðanakannanir nýtur þú mikils trausts og vinsælda sem forsætisráðherra. Hins vegar virðist það ekki koma fram í vaxandi fylgi Framsóknarflokksins. Hver er ástæða þess að þínu mati? „Ef þetta er rétt þá vænti ég þess að það muni koma fram í fylgi flokksins þegar kosið verður. Ég er fullviss um að flokkurinn hefur mun meira fylgi en skoðanakannanir sýna og styðst þá m.a. við reynslu af fyrri skoðanakönnunum sem hafa sýnt minna fylgi en raun hefur orðið á ( kosningum.“ Mikið fjölmenni var á fundinum sem stóð til kl. 3.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.