Tíminn - 30.01.1987, Qupperneq 12

Tíminn - 30.01.1987, Qupperneq 12
Föstudagur 30. janúar 1987, spurning hvort tekst að fjármagna hann með innlendum lánum eins og ráðgert er. Verði raunin sú að fjár- lagahallinn verði fjármagnaður með erlendu lánsfé þá get ég tekið undir það sem Þorvaldur hefur sagt.“ INauðsynlegt að grynnka á erlendum skuldum Hefði ekki verið eðlilegra að nýta hagvöxt síðasta árs til þess að greiða niður erlendar skuldir en hækka laun og undirbúa þjóðina fyrir sam- dráttarskeið sem reynslan sýnir að verða alltaf öðru hvoru? „Nei, ég held að efnahagsaðgerð- irnar liafi komið í réttri röð. Það fyrsta sem gera þurfti var að ná verðbólgunni niður. Ríkisstjórnin ásetti sér að minnka verðbólguna án mikils atvinnuleysis. Ekki var hægt að gera hvorutveggja í einu að ná verðbólgunni niður og greiða erlend- ar skuldir. Því hefði fylgt alltof mikill samdráttur í íslensku efna- hagslífi. Margir óttuðust árið 1983 og ’84 að samdrátturinn myndi leiða til stórfellds atvinnuleysis. í því sambandi bendi ég á ummæli verka- lýðshreyfingarinnar og stjórnarand- stöðunnar á Alþingi t.d. ummæli Svavars Gestssonar. Þessir aðilar spáðu því að í kjölfar efnahagsað- gerðanna yrði mikið atvinnuleysi. Sú spá rættist ekki vegna þess m.a. að ríkisstjórnin taldi nauðsynlegt að þola erlendar lántökur f nokkurn tíma. Ef okkur tekst áfram að halda jafnvægi í efnahagsmálum þá fara að skapast skilyrði til þess að greiða niður erlendar skuldir. Ég vil í þessu sambandi leggja áherslu á mikilvægi greiðslubyrðinnar sem hefur minnk- að og það skiptir miklu máli.“ Þegar þjóðartekjur minnka aftur þolum við þá auknar lántökur? „Ég hef hvað eftir annað sagt í ræðum að einmitt þess vegna þurfi að minnka erlendar skuldir. Hér mun koma samdráttur á ný. Það er náttúrulögmál og afli dregst saman og eykst til skiptis m.a. eftir breyti- legum skilyrðum í sjónum. Þegar samdráttur verður aftur er mikilvægt að tekist hafi að minnka erlendar skuldir til þess að hægt sé að mæta slíku áfalli að nokkru með lántök- um.“ Telur þú líklegt að á allra næstu iárum takist að ganga á erlendar skuldir? „Ef sjávarútvegurinn verður áfram sterkur og aðrar atvinnugrein- ar öflugar þá er unnt að ná erlendum skuldum verulega niður á nokkrum árum. í þessusambandiskiptirmiklu máii hvað sparnaður verður mikill í þjóðfélaginu en sem betur fer hefur I hann að undanförnu farið vaxandi." Oft hefur mikil verðbólgualda fylgt í kjölfar kjarasamninga. Nú er Ijóst að verkalýðshreyfingin er að stórum hluta flokkspólitísk. Hefur hún á undanförnum árum sýnt nægj- i anlega ábyrgð í kjarasamningum? „Verkalýðshreyfingin hefur oft verið nokkuð óábyrg. Ég lít hins vegar svo á að þar hafi orðið á breyting. Verkalýðshreyfingin hefur ; af biturri reynslu lært að í verðbólgu felst engin kjarabót fyrir launafólk. Ég er ánægður með þá afstöðu sem j verkalýðshreyfingin tók bæði í fe- 1 brúar og desember á síðasta ári.“ IÞrenns konar stj ór n arsams tarf líklegt Hvaða stjórnarsamstarf er líkleg- ast eftir kosningar? „Þetta er erfið spurning. Kratar Sparisjóðurinn í Keflavík Erfiðleikar Núverandi ríkisstjórn hefur náð miklum árangri í þeirri viðleitni sinni að minnka verðbólgu og auka stöðugleika í hagkeifmu. Hvers vegna nýtur Framsóknarflokkurinn þess ekki í skoðanakönnunum að þínu mati? „Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur sveiflast nokkuð að undanförnu og fylgi stjórnarflokkanna með. Þarna hafa fjölmargir þættir áhrif. Ég hef engan mann hitt sem viðurkennir ekki þann mikla árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum. Þarna, sem oft áður, gleymir fólk því þegar björninn er unnin hver vann hann. Ég hef engan hitt sem vill nýja verðbólguöldu og vænti þess að ríkisstjórnin verði metin af verkum Frá vinstri: Hermann Sveinbjörnsson, kosningastjóri, Jóhann Einvarðsson, Steingrímur Hermannsson, Ari Sigurðsson, Óskar Þórmundsson og Óskar Guðjónsson. sínum. Verði sú von mín veruleiki þá kvíði ég ekki niðurstöðum kosn- inganna. Ég held að Framsóknar- flokkurinn hafi mjög góða málefn- astöðu þegar gengið verður til kosn- inga.“ Þú hvattir ungt fólk og konur mjög til framboðs í komandi alþing- iskosningum. Ert þú ánægður með hlut kvenna og ungs fólks á listum flokksins eftir að þeir hafa verið ákveðnir? „Já, ég hef hvatt ungt fólk og konur til framboðs fyrir Framsókn- arflokkinn. Ég viðurkenni að ég er ekki nógu ánægður með niðurstöð- umar. Þó eru nú framfarir innan Framsóknarflokksins í þessu efni. T.d. jókst hlutur kvenna mjög í síðustu sveitarst j órnarkosningum. Hlutur kvenna er meiri á framboðs- listum flokksins nú en nokkru sinni áður þótt ljóst sé að þær hefðu viljað ná lengra." í síðustu kjarasamningum var gert verulegt átak til að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Eftir undirritun samninganna sagðir þú að þeir byggðust á mikilli bjartsýni. Er hætta á að enn einu sinni hafi verið slegið upp veislu og verðbólgan farí hraðvaxandi í kjölfarið? „Það er alls ekki hægt að segja að slegið hafi verið upp veislu. Þessir samningar eru langt frá því að líkjast þeim sem gerðir voru 1972-73 þegar verðbólgan fór að vaxa og verða alvarlegt vandamál. Hitt er annað mál, að gangi hækkunin sem veitt var þeim lægst launuðu upp allan launastigann þá er þetta orðið að veislu sem getur haft alvarlegár af- leiðingar. Við þær aðstæður myndi verðbólgan rjúka af stað aftur. Mér sýnist að sem betur fer ætli fólk að sýna þroska í þessu máli, og skilja mikilvægi þess að þeir sem minnst hafa fái meira." Nú hafa tveir virtir fræðimenn, prófessorarnir, Þráinn Eggertsson og Þorvaldur Gylfason, lýst áhyggj- um sínum vegna vaxandi þenslu í hagkerflnu. Þráinn óttast að veittar launahækkanir gangi upp allan launastigann og Þorvaldur Gylfason varar við miklum fjárlagahalla. Hvað vilt þú segja um álit þeirra? „Báðir þessir menn eru virtir fræðimenn, undir það get ég tekið. Það er rétt sem Þráinn segir ef launin ganga upp allan launastigann. Ég vona hins vegar að þetta muni ekki gerast og ég tel mig sjá ýmis merki þess. Það er heldur ekki útilokað að farið verði bil beggja og verðbólga aukist eitthvað í kjölfar þessara kjarasamninga. Fjárlagahallinn er mjög mikið vandamál. Þessi halli veldur mikilli þenslu í þjóðfélaginu og það er TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN H/F, SÍÐUMÚLA 23. S. 686266.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.