Tíminn - 30.01.1987, Síða 14

Tíminn - 30.01.1987, Síða 14
14 Tímirm llllllllllllllll L Föstudagur 30. janúar 1987 Aður en alvaran hefst Nemendaleikhúsid: ÞRETTÁNDAKVÖLD eða Hvad sem þið viljið eftir William Shakespeare. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjórn: Þór- hallur Sigurdsson. Leikmynd og búningar: Una Collins. Lýsing og tæknivinna: ólafur örn Thoroddsen. TónlLst: Valgcir Skagfjörð. Oft er maður búinn að segja það, en jafnsatt fyrir því að Nemenda- leikhúsið er einhver skemmtilegasti þáttur í leiklistarlífi okkar. Þær sýn- ingar sem við höfum séð í Lindarbæ á liðnum árum eru kannski minnileg- astar fyrir sinn frísklega blæ, áhuga og fjör sem lýsir sér í þeim allajafna. Það er fremur þessi hugblær sem vitjar manns þegar hugsað er til sýninganna heldur en nokkur ein- stök verk sem unnin hafa verið í þessum sýningum. Hér er á ferðinni ungt fólk og ómótað sem ekki hefur ennþá náð leikni í að skapa verulega eftirminnilega karaktera, en leggur alúð sína og þokka í það sem það gerir. Hér er vaxtarbroddurinn og maður getur varla annað en litið með tiltrú til framtíðarinnar eftir að hafa síðustu ár fylgst með þeim nemendum sem Leiklistarskólinn sendir frá sér. Kennslan þarna virðist vönduð og traust. Þessi formáli að umsögn um Þrett- ándakvöld er til þess ætlaðui að við brýnum enn einu sinni fyrir okkur sérstöðu leikstarfsemi eins og þess- arar. Hér er námsverkefni á ferð og það er ekki unnt að krefjast fullgildr- ar túlkunar eins og atvinnulcikhúsin eiga að bjóða upp á. En að þeim fyrirvara gerðum er óhætt að segja að sýningin í Lindarbæ var ánægju- leg og lifandi, búin þeim eiginleikum sem gert hafa Nemendaleikhúsið aðlaðandi í augum okkar. Augljóslega eru gamanleikir Shakespeares kjörið verkefni fyrir nemendur. Við fengum að sjá það um árið í hinni eftirminnilegu sýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur á Draumi á Jónsmessunótt hvernig ungir leikarar gáfu sýningunni gildi; þar var á ferð samvinna leiknema og atvinnumanna og bar ágætan ávöxt. í þetta sinn eru leiknemar einir urn hituna. Fyrir utan þá sem nú eru að brautskrást tekur einn „endur- og framhaldsmenntunarnemandi" þátt í sýningunni, svo og nokkrir nemendur úr fyrsta bekk. Einn leikandinn, Valgeir Skagfjörð hefur samið lög sem sungin eru og létu þau einkar vel í eyrum. Þrettándakvöld er sjónhverfinga- lcikur, líkt og Draumur á Jóns- messunótt. Enginn veit hvers vegna leikurinn heitir þessu nafni því að þrettándinn kemur hér ekkert við sögu. Einhvern tíma las ég þá skýr- ingu að Þrettándakvöld væri síðasta gamanleikrit Shakespeares áður en hann sneri sér að sorgarleikjum og héti svo af því að nú væri leik og hátíð lokið og við tæki hið þungbæra lífsstríð; ekki veit ég um sannleiks- gildi þeirrar kenningar. Þrettándakvöld er ekki fullt af jafnkviku lífi og til að mynda Draumur á Jónsmessunótt. En eins og Draumurinn byggir Þrettánda- kvöld á sjónhverfingum, og í báðum tilvikum, eins og oftast, er það ástin sem rekur vél leiksins áfram. Persón- urnar sýnst hvor fyrir annarri, fara krókaleiðir til að ná markmiði sínu, og að lokum, eins og í góðum gamanleik, ná þeir saman sem saman eiga. Aular og hrokagikkir fá maklega refsingu og verða aðhlát- ursefni og klárastur allra er auðvitað fíflið. Víóla, stúlkan sem dulbýst sem karlmaður, er eins konar burðarás verksins. Þórdís Arnljótsdóttir fór af þokka með hlutverkið og fiutti textann einkar fallega. Þetta hlutverk, sem og Orsónos hertoga, Árni Pétur Guðjónsson, og Sebastí- an, Stefán Sturla Sigurjónsson, eru svo sem ekki sérlega skemmtileg, elskendur eru það sjaldnast í leikrit- um. Svipað má segja um Ólivíu, en sú auðuga greifynja er leikin af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Allir leikendur í þessum hlutverkum komu þekkilega fyrir en gátu ekki, sem ekki var von, gefið þessu skikkanlega liði verulegan svip. Öðru máli er að gegna um það fólk sem skipar sér umhverfis elskend- urna. Þar er að finna krydd leiksins, galsa þann og nokkuð grófgert, gaman sem ljær Þrettándakvöldi líf og lit. Herra Tobías búlki, var snöfurlega leikinn af Halldóri Björnssyni, og lítilmennið herra Andrés agahlýr varð einkar skopleg- ur í meðförum Þórarins Eyfjörðs. Af lipurð og áreynsluleysi fór Valgeir Skagfjörð með hlutverk Fjasta fífls, þar er þakklátt og skemmtilegt viðfangsefni. Meiri galsi hefði ef til vill lyft Fjasta meira upp. Hans hlutverk er tvívítt, því að öll speki leiksins er lögð honum í munn, mannþekking og írónískt viðhorf. En einn leikandinn kom verulega á óvart með skopleik af því tagi sem er óvenjulegur í Nemendaleikhúsi. Það er Hjálmar Hjálmarsson í hlut- verki Malvólíós. Hjálmar skóp úr þessu auðtrúa flóni skýran karakter, skoplegan og brjóstumkennanlegan í senn. Ég er illa svikinn ef hér er ekki góður efniviður á ferð. Hjálmar skar sig úr í persónusköpun í þessari sýningu. Enn eru ónefndir nokkrir leikend- ur í minni hlutverkum. Þó verður að geta um Ingrid Jónsdóttur, sem María, hin brögðótta þerna Ólivíu, hressilegur lcikur. Að öðru leyti tel ég ekki upp leikendur og því síður vil ég gefa þeim einkunnir þótt hér séu nokkur orð látin falla. Öll eiga þau vonandi góðan feril framundan við vaxandi þroska. Það er ekki vandalaust að stýra þessu liði í samhæfingu en Þórhallur Sigurðsson er leikinn og reyndur maður og hefur gott auga fyrir sviðsetningarlausnum. Leikmynd Unu Collins var haganleg, skemmti- lega var skógurinn settur fyrir sjónir. í ytri umgerð er farið út fyrir tíðar- blæ Shakespeares, að minni hyggju með hæpnum árangri, a.m.k. fannst mér miður gott að láta menn hlaupa með ferðatösku fram og aftur um sviðið. Fleira var í búningum sem ég felldi mig ekki við, t.d. múndering Malvólíós. Ég sleppi lofsyrðum um þýðingu Helga Hálfdanarsonar, en það er alveg næg ástæða til að fara í leikhús að hlusta á texta hans sem hér er yfirleitt fallega og eðlilega fluttur. Gunnar Stefánsson. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Noröurlandi vestra: Stjórnmálaályktun Kjördæmisþing framsóknar- manna á Norðurlandi vestra lýsir ánægju sinni með þann góðaárang- ur sem náðst hefur í efnahagsmál- um á því kjörtímabili sem nú er að Ijúka. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar var mynduð til þess fyrst og fremst að koma fjötrum á hina háskalegu verðbólgu. Þetta hefur tekist og því ber að fagna. Efnahagsástandið er orðið allt ann- að nú en það var við upphaf kjörtímabilsins. Þá var verðbólgu- hraði 130% á ári og atvinnulrfið var að stöðvast og mikil vá fyrir dyrum. Nú er verðbólguhraðinn kominn niður undir 10% eða minni en hann hefur orðið í hálfan annan áratug. Atvinnuleysi er ekkert, kaupmáttur ráðstöfunartekna er meiri en nokkru sinni fyrr og erlendar skuldir og greiðslubyrði fara minnkandi sem hundraðshluti af þjóðarframleiðslu. Þessi hag- stæða þróun gefur svigrúm til auk- inna framfara í þjóðfélaginu. Framsóknarflokknum ber ætíð að standa vörð um það gildismat að setja manngildi ofar auðgildi og berjast einarðlega fyrir hugsjónum samhjálpar og samvinnu. ísland er gott land. Framsóknar- menn verða að vera í fylkingar- brjósti þeirra er vilja full og óskoruð yfirráð íslendinga sjálfra yfir landi sínu. Kjördæmisþingið telur að kappkosta beri að utanrík- isstefnan sé þannig að við komum hvarvetna fram af þjóðlegri reisn og íslendingum beri að stuðla að friði og afvopnun þar sem þeir fá því við komið og að leggjast gegn hernaðarhyggju og vígbúnaðar- kapphlaupi. Eign okkar íslendinga er landið og hafsvæðið í kringum það. Þetta er grundvöllur tilveru okkar. Land- ið og hafið verðum við að nýta, en nýta skynsamlega og ekki spilla með ofnotkun eða skammsýni. Framsóknarflokkurinn er byggða- stefnu-, félagshyggju- og samvinnuflokkur, og á að vera það í framtíðinni. Flokkurinn á að hafa forystu um umhverfisvernd. Þingið leggur áherslu á að Fram- sóknarflokkurinn á að vera einarð- ur málsvari hinna dreifðu byggða og samvinnustefnunnar. Til þess að ná þessu markmiði verður flokkurinn að standa vörð um sem jafnasta aðstöðu allra landsmanna til menntunar og þess gætt að Lánasjóði ísl. námsmanna verði áfram gert kleift að mæta þörfum námsmanna, sem sækja þurfa nám fjarri heimabyggð. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða búsetu og eðlilegs mannlífs á landsbyggðinni. Til þess að auðlindir landsins og hafsins verði skynsamlega nýttar verður byggðin að verða dreifð um landið. Þingið leggur áherslu á aukna valddreifingu og réttarstöðu lands- byggðarinnar í stjórnkerfi þjóðar- innar. Framsóknarmenn verða í fram- tíðinni að standa vörð um efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það útheimtir að við höfum ætíð eignarhald, íslendingar, á atvinnu- lífi okkar og virk yfirráð. Við verðum, framsóknarmenn, að muna að ekki þýðir að eyða meira en aflað er, slíkt endar með ósköpum. Þess vegna þarf glögga stjórn efna- hagsmála. Við lifum á því sem landið og sjórinn gefa af sér, því verður það ætíð að vera forgangs- verkefni að þær atvinnugreinar er verðmætanna afla, landbúnaðurog sjávarútvegur, búi við góð ytri skilyrði og tekið sé tillit til þarfa þeirra. Við framsóknarmenn verðum áfram að standa vörð um velferðar- ríkið, sjá til þess að þegnarnir búi við félagslegt öryggi og sem jafn- asta lífsaðstöðu, vel sé hugsað fyrir þeim sem eru sjúkir og aldraðir eða standa höllum fæti. Leggja ber áherslu á, að flokkur- inn komi stefnumálum sfnum á framfæri með sem virkustum hætti. í því sambandi verði aðalmál- gagn flokksins „TÍMINN" efldur með auknum tengslum við lands- byggðarfólk. Þjóðmenning okkar greinir okk- ur frá öðrum þjóðum, á þeim grunni eigum við að byggja. Afl flokka til þess að koma stefnumálum sínum í framkvæmd ræðst af því hve margir fylkja sér um flokkinn. Þess vegna verða þeir sem að- hyllast þær hugsjónir sem fram- sóknarmenn berjast fyrir að styðja hann og gefa honum þannig afl til þess að hrinda þeim í framkvæmd. Landbúnaðarmál Geigvænlegt útlit er nú í land- búnaðarmálum. Sá mikli samdrátt- ur sem átt hefur sér stað í mjólkur- og kindakjötsframléiðslu hefur stórskert kjör bændastéttarinnar í heild. Alvarlegast er þó hvað skerðingin kcmur ójafnt niður og að þeir sem orðið hafa fyrir áföllum við búskap sinn, frumbýlingar og þcir sem hafa verið að tlytja milli framleiðslugreina innan búmarks- ins, verða harðast úti. Margir þess- ara bænda sjá fram á gjaldþrot. Ljóst er að ef gengið verður áfram jafnhratt f samdrætti sauð- fjárframleiðslunnar blasir við byggðabrestur í fjölmörgum sveit- um með ófyrirséðum afleiðingum fyrir landsbyggðina og samfélagið í heild, bæði efnahagslega og fé- lagslcga séð. Nú er Ijóst að svo ör samdráttar- stefna sem mörkuð var með nýju búvörulögunum stenst ekki nema menn ætli vitandi vits að setja heila landshluta í auðn, sem á engan hátt var ætlast til við setningu laganna. Því er algcr nauðsyn að nema nú staðar. gefa lengri tíma til aðlögun- ar og nýrrar uppbyggingar. Fimm ár til viðbótar er lágmarkstími til frekari aðlögunar. Því skorar þingið á Framsókn- arflokkinn að beita sér fyrir því af alefli að þær hugmyndir sem Páll Pétursson hefur lagt fam innan þingflokksins um breytingu á bú- vörulögunum og framkvæmd þeirra nái fram að ganga. Sérstaklega vill þingið leggja áhcrslu á; Að tekin verði upp heildarstjórnun á allri kjötfram- leiðslu í landinu. Að mörkuð verði skýr stefna í landbúnaðarmálum þannig að framleiðsluréttur einstakra jarða og vcrðbirgðarsamningar liggi jafnan fyrir 4-5 ár fram í tímann og yrði þá framleiðsluhæfni jarðanna tekin að verulegu leyti inn í dæmið. Að minnstu búum verði hlíft við skerðingu og komi til þess sérstakt fjármagn til að tryggja búsetu og byggðastefnu. Að gert verði sérstakt átak í sölu og markaðsmálum bæði innan- lands og utan og komi til þess sérstakt fjármagn úr ríkissjóði. Að sérskattar á hefðbundinn landbúnað svo sem uppsafnaður söluskattur og 50% fóðurgjald verði endurgreiddir eða þeim aflétt. Samþykkt samhljóða Byggðamál Kjördæmisþing framsóknar- manna á Norðurlandi vestra haldið á Blönduósi dagana 17. og 18. jan. 1987 lýsir þungum áhyggjum vegna fólksfækkunar í kjördæminu og telur nauðsynlegt að þeirri þróun veðri snúið við hið fyrsta. I því sambandi bcndir þingið á eftirtald- ar leiðir: 1. Að undirstöðuatvinnuvegun- um, landbúnaði og sjávarútvegi verði jafnan búin sem best skil- yrði og þannig skapaðir mögu- leikar til frekari atvinnuupp- byggingar. 2. Úrvinnsla afurða verði sem mest innan kjördæmisins. 3. Séð verði um að orkukostnaður verði sem jafnastur hvar sem er á landinu. 4. Áfram verði unnið að bættum samgöngum í kjördæminu og uppbyggingu varaflugvallar fyr- ir millilandaflug á Sauðárkróki. 5. Jöfnuð verði aðstaða til náms. Samþykkt samhljóða.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.