Tíminn - 30.01.1987, Qupperneq 19

Tíminn - 30.01.1987, Qupperneq 19
Föstudagur 30. janúar 1987 Tíminn 19 Framboðslisti framsóknar- manna í Reykjanes- kjördæmi 1. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, Garðabæ. 2. Jóhann Einvarðsson, aðst.m. ráðherra, Keflavík. 3. Níels Árni Lund, ritstjóri, Hafnarfirði. 4. Elín Jóhannsdóttir, kennari, Kópavogi. 5. Valdís Kristinsdóttir, kennari, Grindavík. 6. Gylfi Guðjónsson, ökukennari, Mosfellssveit. 7. Hilmar h. Hilmarsson. við- skiptafræðinemi Njarðvík. 8. Erna K. Kolbeins, verkstjóri, Seltjarnarnesi. 9 .Soffía Guðmundsdóttir, fóstra, Garðabæ. 10. Inga Þyrí Kjartansdóttir, snyrti- fr., Kópavogi. 11. Erla borsteinsdóttir, hjúkrun- arfr. Garði. 12. Bergsveinn Auðunsson, skóla- stjóri, Vogum. 13. Stefanía Jónsdóttir, húsfreyja, Sandgerði. 14. Guðbrandur Hannesson, bóndi, Kjósarhreppi. 15. Hilmar Eiríksson, verslunar- stjóri, Hafnarfirði. 16. Drífa Sigfúsdóttir, bæjarfull- trúi, Keflavík. 17. Helga Jónsdóttir, aðst.m. ráð- herra, Kópavogi. 18. Guðmundur Einarsson, for- stjóri, Seltjarnarnesi. 19. Hilmar Pétursson, skrifst.m., Keflavík. 20. Margrét Sveinsdóttir, fulltrúi, Bessastaðahreppi. 21. Willard F. Ólason, skipstjóri, Grindavík. . 22. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, húsfr. Hafnarfirði. Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbankans: Ummæli Þorsteins skrýtileg og mis- skilningurinn Valdimars - þegar þeir ræða Stefán Valgeirsson Vegna plássleysis í Tímanum í gær féll burt niðurlag viðtals við Stefán Hilmarsson, bankastjóra Búnaðarbanka. Birtist hér með sá hluti er niður féll. - Hvað vilt þú segja um ummæli Þorsteins Pálssonar fjármálaráð- herra í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag um Stefán Valgeirsson, formann bankaráðs Búnaðarbank- ans, þar sem hann segir: „Stefán er nú í sérframboði og við höfum ekki miklar áhyggjur af yfirlýsingum hans.“ „Ummæli Þorsteins eru skrýtileg vegna þess, að Stefán Valgeirsson hefur í þrígang verið skipaður for- maður bankaráðs Búnaðarbankans af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, síðast af núverandi bankamálaráð- herra Matthíasi Bjarnasyni. Hann hefur að mínum dómi gegnt for- mannsstarfinu af ábyrgð og trú- mennsku við hagsmuni bankans, eins og til er ætlast. Ég skil ekki, að sérframboð Stefáns eigi neitt erindi inn í umræðuna um málefni Búnað- arbankans. Yfirlýsingar hans sem bankaráðsformanns hljóta að hafa fullt gildi og sama þunga, hvað sem líður framboðsmálum hans eða skoðunum annarra á þeim.“ - Valdimar Indriðason, formaður bankaráðs Útvegsbankans segir við sama tækifæri, að ummæli Stefáns Valgeirssonar um bankamálin hljóti að vera mismæli eða misskilningur? „Stefáni urðu hvorki á mismæli né misskilningur. Misskilningurinn er hjá Valdimar." VÍ gegn MH: Keppnin verður ekki endurtekin „Fréttin var rétt í Tímanum eins og staðan var þá. Hinsvegar endur- skoðaði framkvæmdastjórn MORFÍS hug sinn á fundi með talsmönnum ræðuliðs Menntaskól- ans við Hamrahlíð og eftir það hafa breytingar átt sér stað,“ sagði Hildur Elín Vignir, formaður mál- fundafélags Verzlunarskólans varðandi þær deilur sem risið hafa eftir keppni skólanna í síðustu umferð rökræðukeppninnar. Fallið var frá þeirri ákvörðun, að leiða lið skólanna saman í endurtekinni keppni, þegar ljóst varð að kurl voru ekki öll komin til grafar. Sat framkvæmdastjórnin á rökstólum í gærnótt og allan gærdag. Þykir nú ljóst að ábyrgð á deilumálinu beri aðilar beggja skóla og ekki síst dómarar og ennfremur telja talsmenn MH að ágreiningsefnið sé sprottið af smá- yægilegum misskilningi um orðalag tillögunnar sem keppt var um og hafi hann ekki ráðið um úrslit keppninnar. „Við teljum ekki ástæðu til að keppa aftur,“ sagði Helgi Hjörvar, liðsstjóri MH liðsins, „við höfum ætíð unað úrskurði dómara, hvort sem við höfum tapað eða sigrað rökræðukeppni. Við sömdum ályktun sem við fengum stjórninni, þar Sem segir nokkurn veginn svona, að okkur er það ekki slíkt kappsmál að vinna ræðukeppni að við nennum að standa í margra daga þrasi og langt fram á nætur um afstaðna keppni." Framkvæmdastjórn MORFÍS hafði ekki birt niðurstöður sínar þegar þetta er skrifað. þj. Fræðslumiðstöð iðnaðarins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins auglýsa: Námskeið um glugga og glerjun. Ætlað iðnaðarmönnum, verður haldið 3., 4. og 5. feb. kl. 17:00-20:00 og 7. feb. kl. 9:00-12:00 á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Þátttökugjald er kr. 4.000.- Innifalin eru námsgögn og kaffi. Námskeið um greiningu og viðgerðir steypuskemmda. Ætlað iðnaðarmönnum, verkfræðingum og tækni- fræðingum í byggingagreinum, verður haldið 9. til 13. feb. kl. 9:00-15:30 á Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins. Sýnikennsla í viðgerðaaðferðum. Þátttökugjald er kr. 12.000.- Innifalin eru ítarleg námsgögn og fæði. Námskeið um hljóðeinangrun. Ætlað iðnaðarmönnum og hönnuðum, verður haldið 16. til 18. feb. kl. 13:00-17:00 á Iðntækni- stofnun íslands. Þátttökugjald er kr. 3.000.- Innifalin eru námsgögn og kaffi. Námskeið um niðurlögn steinsteypu. Ætlað mönnum sem fást við niðurlögn og meðferð steinsteypu á byggingarstað, verður haldið 16. feb. kl. 8:30-16:30 á Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins. Þátttökugjald er kr. 1.200.- Innifalin eru námsgögn og fæði. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ ÍÐNAÐARINS W Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: a) Háspennujarðstrengi Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 3. mars nk. kl. 11:00. b) Lágspennujarðstrengi Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 3. mars nk. kl. 14.00. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á ofan- greindum tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍXURBORGAR Frílcirkjuvegi 3 — Sími 25800 Vörulistinn frá HEINE Versand er kominn. Stórkostlegt úrval af tískufatnaði (allar stærðir), skóm, búsáhöldum, verkf. o.fl. Gæðavör- ur frá Þýskalandi, Hringið/skrifið. S. 666375, 33249. Verslunin Fell, .greiðslukortaþj. BÍLALEIGA Útibú í hringum landið REYKJAVIK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HUSAVÍK:....... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRerrt FRAMTÆKNI s/í Skemmuveg 34 N Vélsmiöja ’OO Kópavogur Járnsmíði - Viðgerðir lceland Tel. 91-641055 Vélaviðgerðir - Nýsmíði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.