Tíminn - 30.01.1987, Síða 20

Tíminn - 30.01.1987, Síða 20
Landssamband framsóknarkvenna Öryggismálafundur LFK gengst fyrir fræöslu- og umræöufundi um öryggismál íslands í húsakynnum Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, mánudaginn 2. feb. kl. 20.30. Málshefjendur veröa Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri öryggis- málanefndar. Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi ritstjóri, Þórður Ægir Óskarsson stjórnmálafræöingur. Fundarstjóri Ásta R. Jóhannesdóttir. Fyrirspurnir og umræöa. Framsóknarkonur hvattar til aö mæta. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn LFK Þorrablót - Reykjavík Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík veröur haldiö í Þórscafé föstudaginn 13. febrúar n.k. Aö venju verður boðið upp á góða skemmtun, en miöaveröi stillt í hóf. Þeir sem hafa hug á aö vera meö láti skrá sig hjá Jónínu í sima 24480 (eftir hádegi). Nánar auglýst síðar. Nefndin. Reykjanes Þorrablót Framsóknarfélögin í Kópavogi halda sitt árlega þorrablót laugardaginn 31. jan. í félagsheimilinu Kópavogi Fannborg 2. Húsiö opnað kl. 19.00. Níels Árni Lund: ávarp í léttum dúr. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: stutt miðnæturávarp. Skessurnar skemmta. Hljómsveitin Melódía leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Tryggið ykkur miða í tíma hjá Ingu sími 641714, Jóhönnu 41228 og Vilhjálmi 43466. Stjórnin. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins Reykjaneskjördæmi hefur veriö opnuö aö Hamraborg 5, 3.hæð. Skrifstofan er opin þessa viku frá kl. 16-18.30. Kosningastjóri er Hermann Sveinbjörnsson. Sími skrifstofunnar er 41590. Vesturland Borgnesingar nærsveitir Félagsvist Félagsvist verður spiluð I samkomuhúsinu í Borgarnesi, föstudaginn 30. jan kl. 20.30. Góð verðlaun. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borganesi. Austfirðir mm •- , i ,'.r i jra'föu íl Fundir B-listans í Austurlandskjördæmi Framsóknarflokkurinn heldur almenna stjórnmálafundi: Fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30 í verkalýðshúsinu Reyðarfirði. Föstudaginn 30. janúarkl. 20.30 í Valhöll, Eskifirði. Frambjói mæta á fundina og halda framsöguræður og svara fyrirspi eru öllum opnir. Framsóknarflokkurinn ðendurflokksins irnum. Fundirnir lllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK Föstudagur 30. janúar 1987 Félagsstarf aldraðra í Neskirkju Þorragleði verður haldin í Safnaðar- heimili Neskirkju á laugard. 31. jan. og hefst kl. 15.00 (kl. 3 e.h.). Sýnd verður kvikmynd af baðstofulífi í gamla daga, tekin á vegum Skaftfellingafélagsins. Sr. Hannes Guðmundsson í Fellsmúla fer með gamanmál og Dóra Reyndal syngur einsöng. Fjöldasöngur o.fl. Hlaðborð verður með hefðbundnum þorrainat. Þátttakendur skrái sig hjá kirkjuverði kl. 17.00-18.00 í dag (kl. 5-6 e.h.) og veitir hann nánari upplýsingar. Félagsvist Breiðfirðingafélags- ins Breiðfirðingafélagið í Reykjavík held- ur félagsvist í Sóknarsalnum að Skipholti 50A á morgun, sunnud. 1. febrúar kl. 14.30. Góð verðlaun og kaffiveitingar. Allir velkomnir. Málfreyjur á íslandi Ráðsfundur verður hjá 111. ráði Lands- samtaka Málfreyja á Islandi á morgun, laugard. 31. jan. aðGerðubergi. Skráning hefst kl. 10.00. Fundur settur kl. 11.00. Allir velkomnir Málfreyjudeildin Björkin, Reykjavík. Jóga fyrir konur Námskeið í jóga, sem ber yfirskriftina: styrkur, þroski, sjálfsþekking, hefst 2. febrúar n.k. Meðal efnis á námskeiðinu er asanas (jóga líkamsæfingar), leiðsögn í hugleiðslu, litskyggnusýningar, mat- reiðsla jurtafæðis og jógaheimspeki. Námskeiðið er á ensku og er ætlað konum. Þýðing á íslensku er möguleg ef óskað er. Það er eitt kvöld í viku, 4 vikur alls og hefst 2. febrúar, mánudagskvöld kl. 20.30 að Þorragötu 1, Skerjafirði. Leiðbeinandi á námskeiðinu, sem skipu- lagt er af Kvennahreyfingu Ananda Marga, er þjálfaður kvenjógi og hug- leiðslukennari Didi Susama Acarya. Námskeiðsgjald er kr. 1.000. Upplýsingar og innritun er í síma 27050. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 31. janúar. Lagt af stað frá Digranesvegi 12, kl. 10.00. Markmið göngunnar er: Samvera, súr- efni, hreyfing. Allir velkomnir. Nýlagað molakaffi og skemmtilegur félagsskapur. Atriði úr óperunni Aida, þar sem ungir sýninguna fslenska óperan Tvær sýningar á Aidu um helgina Tvær sýningar verða á óperunni Aida eftir Verdi hjá íslensku óperunni um helgina. í kvöld, föstudagskvöld, kl. ballettdansarar setja skemmtilegan svip á (Tímamynd Sverrir) 20.00 og á sunnudagskvöld einnig kl. 20.00. í aðalhlutverkum eru: Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Sigríður Ella Magnús- dóttir, Garðar Cortes, Kristinn Sig- mundsson og Viðar Gunnarsson. Aðalfundur Kvenfélags Laugarnessóknar Kvenfélag Laugarnessóknar heldur aðalfund sinn í safnaðarheimilinu mánudaginn 2. febrúar kl. 20.(M). Venju- leg aðalfundarstörf. Rætt verður um leikhúsferðir. Mætið vel og skoðið nýju húsgögnin. Spilakvóld í Kársnessókn Spilakvöld verður í safnaðarheimilinu Borgum í Kársnessókn í Kópavogi, mánudaginn 2. febr. kl. 20.30. Nefndin Laugardagskaffi Kvennalistans Helga Sigurjónsdóttir opnar umræðu um klám á Hótel Vík laugard. 31. janúar kl. 14.00. Opið hús. Ein aukasýning á „Hin sterkari og Sú veikari" Margir urðu frá að hverfa þegar auka- sýning var á einþáttungunum „Hin sterk- ari og Sú veikari" í Hlaðvarpanum. Ein aukasýning enn verður á þessum þáttum, og er hún á sunnudag kl. 16.00, og verður það allra síðasta sýning. Suðurland Skemmtifundur hamonikuunnenda Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund á sunnudaginn 1. febrúar í Templarahöllinni við Skólavörðuholt kl. 15.00-18.00. Fjöldi harmonikuleikara kemur fram, góðar veitingar á boðstólum og dansað er í lokin. Allir ávallt velkomnir. Skemmtinefnd F.H.U. Ahugahópur um byggingu náttúrufræðihúss: Fræðslu- og skemmtiferð í Qóruna laugardaginn 31. janúar. Laugarvatn og nágrenni Jón Helgason ráðherra, Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður ásamt Guöna Ágústssyni og Unni Stefánsdóttur verða til viðtals og ræöa þjóðmálin í barnaskólanum á Laugarvatni miövikudaginn 4. febr. kl. 21.00. ' Allir velkomnir. Rangæingar Félagsvist veröur aö Hvoli sunnudaginn 1. febrúar kl. 21.00. Fjölmennum. Framsóknarfélag Rangæinga. Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna á Suöurlandi, Eyrarvegi 15, Selfossi er opin alla virka daga frá kl. 9.00 til 12.00. Einnig er skrifstofa Þjóöólfs opin á sama tíma. Suðurland - Námskeið Fjögurra kvölda framhaldsnámskeið LFK í ræðumennsku framsögn og framkomu í sjónvarpi verður haldiö á vegum Félags framsóknar- kvenna í Árnessýslu í febrúar nk. Upplýsingar fást og þátttaka tilkynnist fyrir 31. janúar nk. í símum 99-1020, 1516 og 6043. Allar konur velkomnar. Nefndin. Norðurland-eystra Fundur B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra Framsóknarflokkurinn heldur almenna stjórnmálafundi. Skúlagarði fimmtudag 29. janúar kl. 21.00 Hnitbjörgum Raufarhöfn föstudag 30. janúar kl. 20.30 Þórsveri Þórshöfn laugardag 31. janúar kl. 14.00 Kópaskeri sunnudag 1. febrúar kl. 14.00 Skjólbrekku sunnudag 1. febrúar kl. 21.00 Frambjóðendur flokksins mæta á fundina, halda framsöguræöur og svara fyrirspurnum. Fundirnir eru öllum opnir. Framsóknarflokkurinn - Framtíðarafl. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 11.30 - frá Náttúrugripasafninu Hverfis- götu 116 (gegnt lögreglustöðinni) kl. 11.40 - frá Árbæjarsafninu kl. 11.50 og frá Varmárskóla kl. 12.00. Þeirsemkoma í bílinn við Varmárskóla láti vita í st'ma 29822 milli kl. 14.00 og 17.00 í dag, föstudag. Þá er hægt að koma á eigin bílum á áfangastað og slást í hópinn kl. 12.30. Þátttaka í ferðinni kostar 300 kr. en frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Komið verður til baka um kl. 16.00. Þetta er einstök ferð fyrir alla fjölskyld- una til að fræðast um fjörulífverur. „Sýn- ingarskrá" verður afhent með ýmsum fróðleik ss. nafnalista yfir þær plöntur og dýr sem við gætum séð, nýtingu fjörunnar fyrr og nú, fjörukrossgátu o.fl. skemmti- legt fyrir börnin. „Safnverðir“ okkur til leiðsagnar verða: Erlingur Hauksson sjávarlíf- fræðingur, Ólafur Nielsen fuglafræðing- ur, Stefán Bergmann líffræðingur, Vil- hjálmur Þorsteinsson fiskifræðingur og Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur. Á áfangastað, Hjallasandi vestan Brautarholts á Kjalarnesi verður komið um kl. 12 eftir örstutta göngu frá bílunum. Þar mun náttúran sjálf útbúa gríðarstóran „sýningarbás" fyrir okkur á mestu stór- straumsfjöru ársins (flóðhæð verður 4.51 og háfjara verður rétt fyrir kl. 14.00) Við fræðumst um lífríki fjörunnar, fáum að sjá fjörudýr og þörunga sem aðeins finnast við þessar sérstöku aðstæður ýms- ar fuglategundir og jafnvel seli. Til að minna á að í fyrirhugsað náttúru- fræðihús verður gaman að koma, bregð- um við á leik að lokinni fjöruskoðuninni og kveikjum fjörubál úr rekaspýtum, rusli og þangi. Við tökum upp nestið okkar við fjörubálið undir gítarleik. Allir fá svo fallega hörpudiska að skilnaði. 29. janúar 1987 kl. 09.15 Kaup Sala Bandarikjadollar .39,000 39.120 Sterlingspund .59,990 60,174 Kanadadollar .29,0490 29,139 Dönsk króna 5,7735 5,7913 Norsk króna .. 5,6249 5,6422 Sænsk króna ,. 6,0611 6,0797 Finnskt mark ,. 8,6821 8,7088 Franskur franki .. 6,5601 6,5803 Belgískur franki BEC .. 1,0553 1,0586 Svissneskur franki „25,9861 26,0661 Hollensk gyllini „19,3982 19,4578 Vestur-þýskt mark „21,8818 21,9492 ítölsk líra „ 0,03068 0,03078 Austurrískur sch .. 3,1129 3,1225 Portúg. escudo .. 0,2816 0,2825 Spánskur peseti „ 0,3065 0,3074 Japanskt yen „ 0,25675 0,25754 írskt pund „57,853 58,031 SDR þann 22.01 „50,0813 50,2350 Evrópumynt „45.0431 45,1816 Belgiskur fr. fin „ 1,0382 1,0414

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.