Tíminn - 31.01.1987, Blaðsíða 10
ffnlLAUSARSXÖÐURHJÁ
[Wl REYKJAVIKURBORG
Leiðbeinendur óskast
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir
að ráða starfsmenn í hlutastörf til að annast
leiðbeiningu/stuðning viðdaglegan heimilisrekstur
á:
1. Áfangastað, þar sem heimilismenn búa tak-
markaðan tíma.
2. Varanlegt sambýli öryrkja.
Hér er um að ræða krefjandi og áhugaverð störf
sem gætu hentað sem hlutastörf með námi og'eða
heimilisstörfum.
Upplýsingar gefa, Helga Jóhannesdóttir, félags-
ráðgjafi og Rúnar Halldórsson í síma 685911.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
A
Útboð
Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum í
byggingu 2. áf. Hjallaskóla í Kópavogi. Verkið felst
í að byggja 885 m! skólahús á einni hæð úr
steyptum einingum og skila því að mestu leyti
tilbúnu undir tréverk. Sökklar hafa verið steyptir
fyrir þennan áfanga.
Útboðsgögn eru afhent á tæknideild Kópavogs,
Fannborg 2, 3. hæð gegn kr. 10.000 skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á st. miðvikudaginn 11. febrúar
kl. 11.00 f.h. og verða þá opnuð í viðurvist þeirra
bjóðenda sem þar mæta.
Byggingarverkfræðingur Kópavogs.
IAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVIKURBORG
Er í þér einhver unglingur?
Langar þig aö starfa meö unglingum, fyrir unglinga og í þeirra hópi?
Úti og inni? ( gleði og sorg? Er það?
Þá er útideildin þín deild.
Og svo skemmtilega vill einmitt til að við ætlum að fara að bæta við
starfsmönnum til að sinna leitarstarfi í dag- og kvöldvinnu. Einnig
leitum við að starfsmanni til að vinna með hóp unglinga í vímuefna-
vanda.
Við veitum upplýsingar um starfið í síma 20365 alla virka daga frá kl.
13-16.00. Auk starfsgleðinnar þarf umsækjandi að hafa menntun
og/eða reynslu af unglingastarfi.
Þá er bara að skrifa umsókn og leggja hana inná Starfsmannahald
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar
fást, fyrir 13. febrúar.
Ráðunautur í fiskeldi
Búnaðarfélag íslands óskar að ráða landsráðu-
naut í fiskeldi. Starfið verður einkum í því fólgið að
leiðbeina bændum og félögum þeirra, er hafa í
huga að stunda matfiskeldi og, eða seiðaeldi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir búnaðarmála-
stjóri. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1987.
Búnaðarfélag íslands
Bændahöllinni
Pósthólf 7080
127 Reykjavík
Sími19200
Laxveiðimenn
Tilboð óskast í veiðirétt í Svalbarðsá í Þistilfirði.
Tilboð þurfa að hafa borist fyrir 1. mars nk. merkt
tilboð.
Réttur áskilinn til þess að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar gefur
Sigtryggur Þorláksson, Svalbarði 681 Þórshöfn
sími 96-81292.
10 Tíminn
Laugardagur 31. janúar 1987
MINNING
Rannveig Hjartardóttir
Fædd 1. mars 1902
Dáin 22. janúar 1987
Rannveig Hjartardóttir fæddist á
Eyvindarstöðum í Kelduhverfi N-
Þingeyjarsýslu 1. mars 1902, dóttir
hjónanna Hjartar Helgasonar og
konu hans Maríu Björnsdóttur sem
var systir ömmu minnar, Hólmfríð-
ar. Þær voru ættaðar úr Skagafirði.
Ekki kann ég skil á ætt Hjartar en ég
ætla að hann hafi verið aðfluttur í
Kelduhverfið eins og María. Þau
hófu búskap skömmu fyrir aldamót
á jörðinni Eyvindarstaðir, sem er
heiðarbýli í Bláskógarheiði og var
svo sannarlega engin kosta jörð í þá
daga, ekki einu sinni bæjarlækur í
landi hennar og var því allt vatn sótt
í brunn sem var þar, en hann vildi
oft þorna í þurrkum og varð þá að
sækja vatn á hestum eða bera það
heim í fötum langa leið. Á fyrstu
búskaparárum Maríu og Hjartar var
oft þröngt í búi hjá þeim, því börnin
urðu fjögur, Óli, Rannveig, Stefnir
og Helgi. María dó á miðjum aldri
og tók þá Rannveig við bústjórn
heima, en bræðumir sáu um útiverk-
in, eins og þá var títt. Ekkert þeirra
systkina giftist né átti böm og'
bjuggu þau alla tíð á Eyvindarstöð-
um og gerðu jörðina að ágætis
bújörð, en nú er hún komin í eyði
þvf enginn var erfinginn til þess að
taka við búinu og ekki þykir lengur
fýsilegt að byggja heiðarjarðir þó
þar sé komið bæði rafmagn og vatn.
Nú eru þau öll dáin systkinin á
Eyvindarstöðum og gaf Rannveig
sveitarfélaginu jörðina eftir sinn dag
og bað þá vel að njóta.
Ég kynntist þessum systkinum
fyrst árið 1937 er ég fór með móður
minni að heimsækja þau og hélst sá
kunningsskapur alla tíð síðan. Það
mun hafa verið um 1959 að við
hjónin fórum að koma þangað á
sumrin og þótti okkur ætíð gott að
koma þar á bæ, enda alltaf frábær-
lega vel tekið á móti okkur enda
held ég að við höfum verið þar
aufúsugestir. Ég átti oft tal við hana,
hvort hún vildi ekki flytjast í marg-
mennið, en hún aftók það, hún
sagðist ekki vera ein á meðan hún
hefði skepnurnar sínar hjá sér,
þær vom nú ekki margar hin síðari
ár, nokkrar ær og köttur. En svo
vom það bestu vinirnir hennar, fugl-
arnir, þeim gaf hún allan veturinn og
var þar því ótrúlegur fjöldi fugla í
garðinum hjá henni, en trjágarður-
inn var hennar helsta stolt í lífinu.
Ég hef aldrei kynnst öðrum eins
kærleika til dýra eins og hjá henni,
en þau voru ekki henni öll jafn kær
t.d. lokaði hún köttinn alltaf inni
meðan fuglamir vom með unga í
garðinum, vildi ekki eiga það á
hættu að hann gerði þeim mein.
Einnig stundaði hún geitabúskap í
langan tíma og þótti henni þær kosta
skepnur og afurðagóðar. Rannveig
gat verið hryssingsleg í tali og hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum enda vel lesin, átti gott
bókasafn og las allt á milli ástarsagna
og vísindarita og gat því látið í ljós
skoðanir sínar um hin ýmsu málefni
sem vom á döfinni hverju sinni.
Lífsbaráttan hafði verið henni
hörð og oft miskunnarlaus og hafði
hún því lítið álit á amlóðum og þeim
sem söfnuðu skuldum, en sá háttur
var á þeirra bæ að áður en fest var
kaup á vél eðá öðru þá var safnað
fyrst fyrir því, síðan keypt og ekkert
skrifað enda áttu þau systkin víst
ævinlega inni hjá Kaupfélaginu en
ekki öfugt, enda fór svo að lokum að
eigur þeirra bmnnu upp í verðbólg-
unni, því ekki var verið að verð-
tryggja eignirnar með skuldasöfnun
eins og tfðkaðist víða á þeim tíma,
enda held ég að hún hafi ekki ætlað
sér að safna í sjóði, henni nægði að
eiga fyrir útförinni og það átti hún
og gerði ráðstafanir að hún færi
veglega fram.
Þeim fækkar nú óðum sem fædd-
ust um aldamótin og máttu sjá þær
miklu breytingar sem hér urðu á
mannlífinu, úr sárustu fátækt þar
sem fólk hafði hreinlega ekki nóg til
hnífs og skeiðar, og í þá velmegun
sem nú rfkir hér. Ég minnist þess oft
með þakklæti þegar ég kom að
Eyvindarstöðum oft þreyttur á sál
og líkama á ámnum þegar þorska-
stríðin geisuðu hér á miðunum, þá
var gott að koma á þennan friðsæla
bæ þar sem fáir komu, nema fuglarn-
’ ir hennar Rannveigar og leggja sig á
hefilbekkinn í gamia eldhúsinu
hennar þar sem hún eldaði við tað
og sprek, svo stundum sást ekki
handa skil í eldhúsinu fyrir reyk,
; enda var allt annað og betra bragð
af ketinu sem hún steikti yfir kabyss-
unni en því sem eldað var í fína
eldhúsinu uppi á lofti. Þá sagði hún
mér frá lífinu í heiðinni, enda hafi
gengið á ýmsu hjá þeim bæði í
skiftum við menn og málleysingja og
brýndi þá frænka stundum röddina
og gat verið býsna hörð út í samfé-
lagið, en þá vék ég oft talinu að
fuglunum, þá lækkaði röddin og
varð svo undur blíð að ég leit
stundum upp til að aðgæta hvort hér
væri komin álfkona inn í samtalið.
Ég held að svona sérstæðir einstakl-
ingar heyri bráðum sögunni til, því
að í nútfma kapphlaupi um lífsgæðin
þrífast ekki svona persónuleikar.
Rannveig bjó ein á Eyvindarstöð-
um síðustu 7 árin eftir að bræður
hennar dóu og var sá háttur hafður
á, að hún hafði tilkynningaskyldu
einu sinni á dag við nágrannabæina,
lengst af við bæinn Hól og ber að
þakka þá ræktarsemi sveitunga
hennar að veita henni þessa þjón-
ustu.
Rannveig gerði ekki víðreist um
dagana, hún fór ekki lengra af bæ en
til Akureyrar og til Egilsstaða á
lífsleiðinni og táldi sig ekkert erindi
eiga til Reykjavíkur. Rannveig átti
ánægjulegt ævikvöld á Dvalarheimil-
inu Hvammi á Húsavík, þar dvaldi
hún tvö síðustu æviárin og er mér
sagt að hún hafi verið þar hvers
manns hugljúfi og tók þátt í þeirri
starfsemi sem þar fór fram, af heilum
hug. Hún fékk hægt andlát sátt við
Guð og menn.
Guðmundur Kjærnested
ÁRNAÐ HEILLA
Olafur Stefánsson
Undarleg eru þau örlög oft hjá
íslenska bóndanum á þessari öld, að
þurfa að skipta um umhverfi. Yfir-
gefa náttúruna, landið og búsmalann
sem hann hefur máske bundist sterk-
um tilfinningaböndum. Ólafur Ste-
fánsson, sem fagnar sjötugsafmæli í
dag, er einn þeirra íslensku bænda,
sem þurft hefur að yfirgefa víðáttuna
sína og hasla sér völl að nýju á
mölinni. Og það hefur ekki verið
nein venjuleg sveit, þar sem Ólafur
bjó, á Fjöllum. Samt dylst engum,
sem notið hefur gestrisni þeirra
Ólafs og Kristínar Gunnlaugsdóttur
hans góðu konu á Löngumýri 12
Akureyri, að heimili þeirra er rök-
rétt framhald af búskapnum á
Fjöllum.
Þau hjón hafa haldið rausnarbú á
Löngumýrinni og þar hafa margir
notið góðs af höfðingsskap þeirra í -
áranna rás.
Það var fyrir árþúsundi, - eða að
minnsta kosti 15 árum, að erfiðustu
unglingarnir sem þá stunduðu nám
við Menntaskólann á Akureyri,
lentu saman í kompaní, sem þá var
kallað Matarfélagið í Löngumýr-
inni. 1 þessu kompaníi voru menn
einsog Kjartan Stefánsson þá frjáls- •
lyndur íhaldsmaður.en er nú rit-
stjóri Frjálsrar verslunar, þeir Hall-
yrmingar Gunnlaugur og Guttormur
Sigurðssynir þá ungmennafélags-
sinnaðir framsóknarmenn, en nú er
Guttormur höfuðsmaður Ananda
Marga á íslandi, en. Gunnlaugur
reikull mikro-makrófílósóf auk þess
að vera þjóðfélagsfræðingur. Enn
fremur sá sem þessar línur skrjfar
fyrir hönd hópsins og Ævar Kjart-Í
frá Víðihóli sjötugur
ansson, en við vorum þá byltinga-
\ sinnaðir framsóknarmenn en gerð-
umst hægfara anarkókratar með
tímanum.
Þessi hópur, og tilfallandi gestir
settust til matar, þar sem var á
borðum íslenskur matur, blóðmör,
magáll, hrútspungar, saltket, hangið
ket af Fjöllum og í endurminning-
unni margt fleira eins og var hjá
sýslumönnum á sunnudögum á hinni
öldinni. Hjá Óla og Stínu var eilíf
veisla.
Þessir menn úr Matarfélaginu réð-
ust eins og bjarndýr á bráð sfna -
settust við borðið. Borðhaldinu
stjórnaði húsbóndinn á heimilinu
Ólafur Stefánsson af mikilli lipurð.
Staðreyndin er nefnilega sú, að þess-
ir unglingar voru eftir matinn og
fyrir matinn með munninn fullan af
skoðunum. Skoðanir eiga til að
þenja raddbönd. Og stundum flugu
hnútur um borð eins og í kvæðinu
forðum. En hjónunum tókst ævin-
lega að stilla til friðar og a.m.k. kom
einu sinni fyrir, að Ólafur hóf upp
raust sína og fór að syngja. Söng
okkur í dúnalogn. Og stundum gátu
þessi fýlulegu ungmenni ekki staðist
forsöngvarann og sungu með,
honum. Hann er söngvin og lipur-
og var snillingur í umgengni sinni við
ungmennin. Húsfreyjan kunni og að
slá á ljóðræna strengi, þannig að
þrátt fyrir allan matinn og pólitíkina
urðu unglingarnir skáldlega hreyfir í
Löngumýri. Meira að segja raunsæ-
ismaður eins og ritstjóri Frjálsrar ,
verslunar orti ljóð.
Ekki trúi ég að þau Ólafur og
Kristín hafi haft annað en fyrirhöfn-
ina út úr þessu stússi í kringum
okkur menntskælingana. Því það
var ekki einungis þannig að við þessi
ódælu ungmenni borðuðum bílhlass
í mál, heldur sátum við inná gafli hjá
þeim á Löngumýri fram eftir á
kvöldin, - og oftsinnis á daginn,
varð máltíð að löngum málfundi,
sem fló yfir alla skólasókn. En Óli
og Stína umbáru okkur með lofs-
verðri þolinmæði og aldrei fundum
við fyrir öðru en þeirri hlýju hjón-
anna í Löngumýri, sem yljar manni
við endurminningu alla tíð síðan.
Staðreyndin er nefnilega sú, að þau
báru fyrir okkur slíka umhyggju, að
við litum til þeirra eins og foreldra,
alténd brokkgengari hluti Matarfé-
lagsins.
Öll árin á Akureyri hefur Ólafur
Stefánsson unnið hjá Sambands-
verksmiðjunum f bænum. Verka-
maðurinn í verksmiðjunni hefur
samt alltaf verið bóndi. Fas hans er
bóndans frjálsboma. Ólafur er svo
snarlegur að menn hafa á tilfinning-
unni jafnvel heima í stofu, þá gæti
hann í næstu andrá hlaupið á fjöll að
leita sauða. Á þessum tímamótum í
ævi Ólafs Stefánssonar og Kristínar
Gunnlaugsdóttur verður áreiðan-
lega mörgum hugsað til heimilisins
að Löngumýri, þar sem stór fjöl-
skylda, sveitungar af Fjöllum, - og
ótal vinir hafa notið gestrisni og
höfðingsskapar þeirra hjóna. Við
kumpánar úr Matarfélaginu sendum
þakkarkveðjur og hamingjuóskir.
Óskar Guðmundsson