Tíminn - 01.04.1987, Side 15

Tíminn - 01.04.1987, Side 15
Miðvikudagur 1. apríl 1987 Tíminn 15 MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllll Gísli Andrésson Hálsi MÖGNUÐ Ný] M-F 3000 LÍNA! Góður - Betri - Bestur ■ Fæddur 14. nóvember 1917 Dáinn 1. mars 1987 Á Skólavörðuholtinu í hinni ný- vígðu Hallgrímskirkju, sem mun vera stærsta guðshús á íslandi, fór hinn 9. mars s.l. fram jarðarför Gísla Andréssonar á Hálsi, en hann lést í hörmulegu bílslysi 1. dag marsmánaðar. Til þeirrar athafnar komu á annað þúsund manns, til þess að kveðja mikinn heiðursmann og þakka góðvild og vel unnin störf í þágu margvíslegra góðra málefna. Sá, sem þetta ritar, átti þess ekki kost að taka þátt í þessari fjölmennu kveðjustund sökum fjarveru í mjög fjarlægu heimshorni, en langar að setja fram nokkrar minningar um náinn samverkamann og góðan vin. Ég minnist fyrstu kynna við Gísla á Hálsi í sumardvöl á barnsárunum að prestsetrinu Reynivöllum í Kjós og var þá aðeins níu ára gamall, en Gísli á Hálsi var tíu árum eldri. Minnisstæðar eru samkomur Ung- mennafélagsins „Drengur" í Kjós, sem þá voru oft haldnar í „Þinghús- inu“ á Reynivöllum. Þar fóru Háls- bræður fremstir í flokki, og vel man ég, hvernig sópaði að þeim Gesti, Gísla og öðrum Hálsbræðrum. Leiðir okkar Gísla lágu annars lítið saman og kynni okkar urðu ekki náin, fyrr en hann tók sæti í stjórn Sláturfélags Suðurlands á ár- inu 1964 og einkanlega eftir að hann tók við stjórnarformennsku í Slátur- félaginu af Pétri Ottesen, alþingis- manni, eftir lát hans 1968. Um ættir, uppruna, menntun og uppvaxtarár Gísla Andréssonar mun ekki fjallað hér, þar eð margir hafa gert þessu góð skil í minningargreinum eftir andlát Gísla á Hálsi, en mig langar að rifja upp nokkur atriði úr ágætu starfi þessa látna sómamanns í þágu Sláturfélags Suðurlands og kynni mín af honum á þeim vettvangi. Frá stofnárinu 1907 til 1968 höfðu aðeins tveir menn gegnt formennsku í stjórn S.S., þeir Ágúst Helgason í Birtingaholti, 1907-1948, og Pétur Ottesen, alþingismaður, 1948-1968. Það var mikill vandi á höndum þeim manni, sem valdist til þess að taka við formannsstörfum eftir þessa skörunga, en til þess kusu sunnlensk- ir bændur Gísla Andresson, Hálsi í Kjós. Hann naut frá upphafi trausts og vaxandi virðingar innan Sláturfé- lags Suðurlands og á hann hlóðust margvísleg trúnaðarstörf fyrir alla bændastétt landsins. Hefur Gunnar Guðbjartsson, fyrrv. formaður Stéttarsambands bænda, látið þau sönnu orð falla nýlega, að „með Gísla er fallinn einn af atkvæða- mestu félagsmálamönnum, sem starfað hefur fyrir bændastéttina síð- ustu áratugina." Bændur hafa misst skeleggan, traustan foringja og bar- áttumann fyrir betri lífskjörum. Hann var íslenskum bændum einnig góð fyrirmynd. Búskapur á Hálsi var jafnan framúrskarandi um ræktun, húsakost og gæði framleiðsl- unnar. Það kom oft í hlut Gísla Andrés- sonar eftir að hann tók við for- mennsku í S.S. að stjórna fjölmenn- um fundum og fórst það jafnan vel úr hendi, enda mikill félagsmála- maður og góður fundarstjóri. Samstarfsmenn Gísla á Hálsi í S.S. sakna hollráðs vinar. Hann var skoðanafastur og vildi jafnan hafa rétt við, ótrauður og ósérhlífinn. Framkoma hans var jafnan glæsileg og átti að nokkru rætur í ástundun íþrótta og menntun á því sviði á yngri árum. Gísli vildi jafnan að Sláturfélagið væri í fararbroddi. Hann hvatti okkur samstarfsmenn- ina til þess að fylgjast vel með nýjungum innanlands og ekki síður á erlendum vettvangi og var’jafnan ákafur að taka upp nýjar fram- leiðslu- og söluaðferðir, sem tjl fram- fara horfðu. Mér fannst það sameig- inlegt með Gísla og forvera hans í formannsstarfi, Pétri Ottesen, al- þingismanni, að þeir virtust verða enn víðsýnni og framfarasinnaðri eftir því sem árin færðust yfir, ólíkt því, sem fer um flesta aðra menn. Andlát Gísla Andréssonar bar mjög skyndilega að. Við höfðum starfað saman að undirbúningi 80 ára afmælishátíðar í tengslum við aðalfund Sláturfélagsins í apríllok, glaðst yfir að geta þá gert okkur dagamun og gefið félagsmönnum árlegar skýrslur og nú um bætta rekstrarafkomu. Dimman skugga ber á afmælissamkomur okkar, sem fram munu þó fara eins og til var stofnað, enda væri annað síst hinum látna formanni að skapi. Vinir og samstarfsmenn Gísla munu lengi geyma minningarnar um hinn látna drengskaparmann oggóð- an samstarfsmann. EiginkonaGísla, Ingibjörg Jónsdóttir, ljósmóðir, frá Gemlufalli við Dýrafjörð, Iifir mann sinn. Hún tók jafnan af brennandi áhuga og dugnaði þátt í störfum manns síns heima og heiman og var honum styrk stoð. Við vottum Ingi- björgu og hinum stóra og glæsilega barna- og barnabarnahópi þeirra Gísla innilega samúð. Jón H. Bergs Dráttarvélin M-F sem þig vantar Massey-Ferguson KAUPFÉLÖGIN OG BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SlMI 38900 IIMINN Síðumúla 15 © 68 63 00 Blaðberar óskast frá 1. apríl SELTJARNARNES: Melabraut, Skólabraut, Suðurströnd, Unnarbraut, v/Nesveg, Lambastaðabraut, Selbraut, Sólbraut, Sæból og Tjarnarból. Tíminn DJðÐVILJINN S.686300 S.681866 S.681333 Blaðburður er Viö óskum eftir starfsfólki í eftirtalin störf. 1. LAGERSTARF Um er aö ræöa starf á fatalager. Leitað er að starfskrafti á aldrinum 35-50 ára. 2. SENDLASTÖRF. Leitaö er að unglingum í heildagsvinnu. Umsóknareyöublöö fást hjá starfsmannastjóra er veitir nánari upplýsingar. SAHIBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD Óskað eftir að komast í sveit 14 ára strák langar tíl að komast í sveit helst á Norðurlandi (þó ekki skilyrði). Upplýsingar í síma 93-1400, Þórður Már. t Móðir okkar Margrét Þorsteinsdóttir fyrrum húsfreyja, Hallanda, Hraungerðishreppi Flóa Þinghólsbraut 35 andaðist22.mars. Útförinhefurfariðfram. Þökkumauðsýndasamúð. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.