Tíminn - 11.04.1987, Síða 2
2 Tíminn
Laugardagur 11. apríl 1987
Jón Helgason.
og styrkja markaði fyrir landbúnað-
arvörur hefðu skilað umtalsverðum
árangri. Sala smjörs og osta hefði
aukist verulega á undanförnum mán-
uðum. Markaðsátakið varðandi
fjallalambið á síðsumarmánuðum
s.l. árs hefði aukið kjötsöluna úr 500
tonnum á mánuði í 900 tonn.
Jón sagði að halda yrði áfram á
sömu braut. Sama gilti um eflingu
nýrra búgreina. Vænlegar horfði nú
með loðdýraræktina, sérstaklega
minkaræktina, en áður hefði verið.
Fiskeldi mætti auka enn frekar og
hvers kyns ferðamennsku.
Framsóknarflokkurinn er í raun
eini valkosturinn fyrir bændur í
þessu landi, því hann vildi stefna
fram í tímann í stað þeirra eilífu
skammtímalausna, sem hinir flokk-
arnir og flokksbrotin legðu til.
Ömurlegt væri að heyra frambjóð-
endur Þjóðarflokksins reyna sí og æ
að gera nýjungar í landbúnaðar-
framleiðslu að háði og spotti. Slík
viðhorf bæri aðeins vott um þröng-
sýni og afturhald. Borgaraflokkur-
inn legði það eitt til málanna að
afnema allar niðurgreiðslur vegna
afurðanna. Jón Baldvin réri svo
undir með sína „patentlausn" á
vandamálum landbúnaðarins, sem
felst í því að leggja niður samvinnu-
félögin.
Þetta væri í hnotskurn það sem
sykurvatnsmennirnir vildu gera í
landbúnaðarmálum. Þá benti land-
búnaðarráðherra á að launaliðurinn
í verðlagsgrundvelli búvara hefði
aldrei verið nær launum viðmiðunar-
stéttanna en einmitt nú.
„Það verður kosið um heilbrigt
skipulag í sölumálum landbúnaðar-
ins, eins og Framsóknarflokkurinn
hefur unnið við að koma á, eða
niðurrifsstarfsemi og skammtíma-
lausna brotabrotsflokkanna, Al-
þýðubandalags og Alþýðuflokks
þann 25. apríl,“ sagði Jón Helgason
landbúnaðarráðherra.
Það kom fram í máli Sæmundar
Kristjánssonar framkvæmdastjöra
Fóðuriðjunnar í Ólafsdal að menn
hefðu miklar áhyggjur af framtíð
verksmiðjunnar og vildi hann fá að
vita hvað ráðamenn ætluðust fyrir
varðandi starfsemina. Kom fram í
máli Jóns að engar ákvarðanir hefðu
verið teknar um það í ríkisstjórn, en
ákjósanlegast væri að Dalamenn
tækju hana í sínar hendur. Davíð
Aðalsteinsson sagði að ekki kæmi til
mála að leggja starfsemina niður. Þá
minnti Davíð menn á að vandinn í
landbúnaðarframleiðslunni væri
ekki nýr og ætti sér langan aðdrag-
anda. Nú loksins væri framleiðslan
að nálgast það að vera í takt við
markaðinn og það skipti öllu máli
fyrir framleiðendurna.
Alexander Stefánsson félagsmála-
ráðherra tók í sama streng og sagði
að finna yrði strax lausn á þeim
vanda. Þá kom fram hjá Alexander
að ekki kæmi til mála að leggja niður
Mjólkursamlagið í Búðardal eða þá
Mjólkurbúið í Borgarnesi. En kvis-
ast hefur að nefnd, sem er að athuga
málefni mjólkurvinnslunnar í land-
inu muni gera slíkt að tillögu sinni.
Steinunn Sigurðardóttir, sem
skipar þriðja sætið á lista flokksins í
kjördæminu, minnti menn á tillögur
Framsóknarkvenna varðandi opin-
bera stefnu í manneldis- og neyslu-
málum, sem hefði það markmið að
stuðla að betra mataræði og heil-
brigði í landinu. Þar gætu landbún-
aðarafurðir gegnt mikilvægu hlut-
verki. ÞÆÓ
Jón Helgason landbúnaðarráðherra í Búðardal:
„Vilja bændur flokksbrota
og sykurvatnsmenn“
- Vandamál Fóðuriðjunnar verða leyst segja Alexander Stefánsson og Davíð
Aðalsteinsson
Nýlega var haldinn, að frumkvæði
framsóknarmanna á Vesturlandi
fundur í Búðardal með Jóni Helga-
syni landbúnaðarráðherra um stöð-
una í landbúnaðarmálum. En í Dala-
sýslu skiptir landbúnaðurinn og við-
gangur hans öllu máli.
Landbúnaðarráðherra rakti gang
mála í atvinnugreininni síðustu fjög-
ur árin og nauðsyn þeirra aðgerða
sem gripið hefði verið til. Búvöru-
lögin frá vormánuðum 1985 hefðu
verið nauðsynleg aðgerð til að bæta
úr þeim vanda sem óheft offram-
leiðsla hefði valdið. Fólk hlyti að sjá
fáránleikann í því að framleiða vöru
sem seldist ekki.
Þær aðgerðir sem hann hefði stað-
ið fyrir á undanförnum misserum
hefðu verið unnar í samvinnu við
Stéttarsamband bænda og skyldi
ætla að það væri best fært um að
meta hvað kæmi bændastéttinni í
landinu- best við slíkar aðstæður.
Búmarkið, sem Pálmi Jónsson land-
búnaðarráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins bæri mesta ábyrgð á, hefði aðeins
verið innistæðulaus ávísun fyrir
bændastéttina.
Framlenging búvörusamningsins
til 1992 mundi tryggja eðlilegan
aðlögunartíma fyrir þær búhátta-
breytingar sem nauðsynlegt hefur
verið að takast á hendur. Þetta
kölluðu niðurrifsmennirnir á DV
síðan „þjófnað aldarinnar“, þannig
væri viðhorfið á þeim bæ til landbún-
aðarins og bændastéttarinnar.
Þá nefndi Jón Helgason nokkur
skýr dæmi um að aðgerðir til að auka
• 2
4 SUBARU 1800 4WD station að verðmaeti kr. 600.000 hver
18 SUBARU JUSTY 4WD að verðmæti 350.000 hver
HAPPDRÆTTl
Slysavamafélags íslands