Tíminn - 11.04.1987, Page 6

Tíminn - 11.04.1987, Page 6
6 Tíminn Wencke Myhre vill nú vera sem mest með bömunum sínum fjórum og ætlar að minnka við sig vinnuna. Fjölskyldulífið á nú að hafa for- gang hjá Wencke Myhre og Micha- el Pfleghar. Katharine Hepburn skrifar bók K lATHARINE Hepburn var illa haldin af niðurgangi og var stöðugt óglatt. Svæðið þar sem verið var að mynda „African Qu- een“ inn í frumskógum Afríku var allt vaðandi í maurum. Búnings- herbergið hennar var úr bambus og pálmablöðum og með moldar- gólfi! En það versta var samt, - að vinurinn, hann Spencer Tracey, var í mörg þúsund mílna fjarlægð. Hcpburn og Bogart í Afríku. Nú rifjar leikkonan upp atburðina í bók sinni Auðvitað var gott og áhugavert fólk á vinnustað með henni, svo sem eins og Humphrey Bogart og kona hans Lauren Bacall og stjórn- andinn John Huston. Svo mátti sjá þarna fullt af flóðhestum, og einn og einn krókódíl, segir Katharine Hepburn í nýrri bók sem er að koma út eftir hana og heitir „The Making of the African Queen“. Hún kennir bók sína við gerð þessarar kvikmyndar, því að sú mynd hafi komið með breytingu og nýtt líf í leikferil sinn. Vinnutitill bókarinnar segir leikkonan að sé „Sköpun afrísku drottningarinnar, - eða þegar ég fór til Afríku með Bogey, Bacall og Huston og nærri missti vitið". Wencke Myhre tekur móðurhlut- verkiðframyfir líf í sviðsljósinu NORSKA söngkonan Wencke Myhre hefur lengi verið eftirlæti þýska skemmtanaheimsins. Hún hefur lengi verið vinsæl sjónvarpsstjarna þar í landi og plötur hennar hafa selst eins og heitar lummur. Pess vegna fylgir því nokkur eftirsjá í þeim herbúðum þegar Wencke hefur nú látið það spyrjast að hún hafi í hyggju að draga sig í hlé í skemmtanaheiminum, hún ætli að helga sig búi, börnum og eigin- manni næstu árin. Hún stendur nú á fertugu. Hingað til hefur einkalíf Wenc- kes ekki verið neitt einkamál hennar. Þýskir aðdáendur hennar fylgdust með því af einlægri hneykslun þegar þáverandi eigin- maður hennar, danski tannlæknir- inn Torben Friis Möller fór fram á skilnað árið 1980, eftir ellefu ára hjónaband, og hafði fundið sér aðra konu. í sárum sat Wencke og börnin þeirra þrjú. Kim er nú 15 ára, Dani 13 ára og Fam ellefu ára. í hópinn hefur bæst Michael, nú fjögurra ára, fæddur í hjónabandi Wenckes og þýska kvikmynda- leikstjórans Michaels Pfleghar. Wencke segist hafa farið að hugsa sinn gang fyrir 5 árum. Þá var hún stödd í Basel og vann við upptöku á sjónvarpsþætti þegar henni bárust fréttir um að börnin hennar hefðu dottið niður um ís á Oslófirði og verið hætt komin. Hún, sem áður hafði ekki getað hugsað sér líf án söngs, dans og sviðsljósa, fór að sjá það í öðru ljósi. Það er reyndar fulldjúpt í árinni tekið að segja að Wencke hafi sagt algerlega skilið við sviðsljósin, en hún ætlar að minnka talsvert við sig vinnuna og halda sig meira heima við, eiginmanni og börnum til mikillar ánægju. Laugardagur 11. apríl 1987 llll BLÖÐ O.G TÍMARITJÍ Tímarit MM um fjölmiðla o.fl Fyrsta hefti Tímarits Máls og menning- ar 1987 er komið út og er aðalefni þess fjórar greinar um fjölmiðla, einkum út- varp og sjónvarp. Má þar nefna erindi Stefáns Jóns Hafstein sem hann flutti á Rás 1 nýlega og nefnir Kreppu í ríkis- fjölmiðlum. Einar Örn Benediktsson fjöl- miðlafræðingur, kunnur sem Kuklari og Sykurmoli, rekur afdrif menningarstefnu ríkisútvarpsins frá upphafi, og Þorbjörn Broddason skrifar um Samvitundina og ljósvakann, fróðlega úttekt á sambýli þjóðar og ríkisútvarps. Halldór Laxness er 85 ára í vor og er í tilefni af því birt í tímaritinu, í tveim hlutum, grein eftir Peter Hallberg sem heitir Listin að ljúka sögu. Þá eru mög Ijóð í tímaritinu og löng smásaga eftir ensku skáldkonuna Margar- et Drabble sem kom í heimsókn til íslands fyrir tæpu ári. Smásaga er eftir nýliðann Agúst Sverrisson og heitir Saknað,. Ör- sagan Nóvembermorgunn er líka eftir nýliða á þessu sviði, Agústu Snæland, en hun hefur lagt hönd á aðrar listgreinar. Þorleifur Hauksson minnist Snorra Hjartarsonar í heftinu. Þá eru ýmsir ritdómar í tímaritinu og ádrepa eftir Einar Kárason. Tímarit Máls og menningar er 128 bls., prentað í Odda. Kápu hannaði Teikn. Ritstjóri er Silja Aðaísteinsdóttir. Fréttabréf MENOR - Menningarsamtök Norðlendinga 2. tbl. 5. árgangs af Menor, fréttabréfs Menningarsamtaka Norðlendinga er nýkomið llt'. Ritstjórarabb er tremst í blaðinu eftir Hauk Ágústsson, formann MENOR. Forsíðumyndin er eftir Lars Emil Árnason, myndlistarmann á Hofs- ósi, sem er með sýningu á verkum sínum í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi. Þá ersmásagan Nótt eftir Jón Erlendsson, en hún hlaut fyrstu verðlaun í smásagna- keppni MENOR og Ríkisútvarpsins á Akureyri. Þættir úr sögu MENOR eftir Guðmund Ármann segja ýmsar fréttir af menningar- samtökunum, og einnig eru frásagnir af sönglífi norðanlands, sýningu Bjarna Ein- arssonar í Dynheimum á Akureyri og tónleikum Þórarins Stefánssonar, píanó- leikara. Ýmsar MENOR-fréttir eru svo að lokum í þessu blaði. Nýr Hafnarpóstur Útgefendur Nýs Hafnarpósts eru ís- lendingafélagið og Félag íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn. í þessu blaði eru aðallega upplýsingar um páska- og sumarflug SIDS 1987, og aftast er pöntunarseðill til að klippa út og senda til SIDS á heimilisfangið sem á honum stendur. Það er Gunnar Snælundur Ingi- marsson sem vann að þessu blaði. Nýr Hafnarpóstur er prentaður í 1200 eintökum. ¥ÉSJ\IR& IMMUSmHF Jámhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐARKRÓKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR: ....... 96-71489 HUSAVÍK:...... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .. 97-3145/3121 FÁSKRUÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 ínterRevtt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.