Tíminn - 11.04.1987, Side 7
Tíminn 7
Laugardagur 11. apríl 1987
llillll LEIKLIST - ,nr jliE ;|jr
Tilefni til óánægju
Leikfélag Reykjavíkur:
ÓÁNÆGJU-KÓRINN eftir Alan Ayck-
bourn. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson.
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Bún-
ingar: Una Collins. Leikstjórn: Þor-
steinn Gunnarsson.
Alan Ayckbourn er sagður vinsæll
og mikilsmetinn gamanleikja-
höfundur í Bretlandi, og vel trúi ég
því, þótt furðu smekklaust megi
heita að líkja honum við Moliere
eins og hermt er í leikskrá að gert
hafi verið. En Ayckbourn er mór-
alskur gamanleikjahöfundur, af
þessum leik að dæma, og síst er að
efa góða verkfærni hans, - maðurinn
er leikinn í fagi sínu, ekki að því að
spyrja. I meðförum Breta með sína
þaulræktuðu hefð gamanleikja er
þetta áreiðanlega efni í stórskemmti-
lega sýningu. En - best að játa
undanbragðalaust að ég hafði litla
ánægju af sýningu L.R. á þriðjudags-
kvöldið. Sýninguna brestur einfald-
lega fjör og snerpu, hugkvæmni og
djörfung. Hún var dæmigert meðal-
lag, hvernig sem á er litið. Og ef
gamanleikur á raunverulega að ná
því að kæta áhorfandann verður
hann að ná uppfyrir þá miðlungs-
mennsku sem þessi sýning var að
mestu leyti.
Vissulega hefðu allar forsendur
átt að vera fyrir því í Iðnó.
Óánægjukórinn er gamanleikur í
klassískum sniðum: Hversdagslegur
meinleysingi kemur inn í samfélag
fólks sem býr við margs konar ófull-
nægju, áhugaleikarar sem basla við
að setja á svið Betlaraóperuna eftir
John Gay. Æfingar ganga hörmu-
lega, leikstjórinn er gjörsamlega að
bugast. Togstreita. öfund, afbrýði-
semi og aðrir lestir leika lausum hala
í samskiptum þessa fólks, - þetta er
sem sagt ósköp venjulegt mannlegt
samfélag, eins og hjá okkur öllum.
Guy Jones kemur inn í þennan hóp
og verður í skjótri svipan sá sem allt
snýst um, bjargvættur sem hleypur í
skrápana til að leiksýningin megi
halda áfram. En um leið setur hann
af stað skriðu meðal samstarfsfólks-
ins. Konur falla fyrir honum þegar í
Þau leika öll hjá leikfélaginu SOLD,
sem er að setja upp Betlaraóperuna.
Hér slappa af eftir æfingu: Ian
Hubbard (Jakob Þór) Guy Jones
(Sigurður) og Fay Hubbard (Ragn-
heiður Elfa).
stað en hann á bágt með að gera upp
á milli þeirra. - Inn í leikritið er
fléttað söngvum, misgóðum.
Hvernig stendur á því að sýningin
í Iðnó er ekki skemmtilegri en raun
ber vitni? Ég hygg að leikstjórinn
hefði þurft að draga miklu sterkar
fram hinn gróteska húmor verksins.
Persónurnar eru skopgervingar, og
því var að minni hyggju misráðinn
sá raunsæilegi, hæggengi leikstíll
sem Þorsteinn Gunnarsson valdi
sýningunni. Einnig vantaði tilfinnan-
lega erótíska spennu í samleik Guys
og kvennanna Fay og Hönnu. Þetta
er hvorki meira né minna en aðal-
kjarni verksins svo að súspennuslök-
un fer langt með að drepa niður
ánægju manns af sýningunni.
Að þessum harða dómi upp
kveðnum um heildaráhrif leiksins er
skylt að játa að hið reynda leikaralið
skilaði lýtalausri vinnu eins og
reyndar var að vænta. Sigurður Sig-
urjónsson er gestaleikari, fenginn að
láni frá Þjóðleikhúsinu til að fara
með aðalhlutverkið, Guy Jones. Sig-
ur er reyndur skopleikari eins og
alþjóð veit, sýnir ekki á sér nýja hlið
og hinn tempraði leikmáti sem leik-
stjórinn hefur valið veitir Sigurði
líiið tækifæri til að blómstra í hlut-
verkinu, hann ræður ekki við þau
fínu blæbrigði sem til þarf. Ragn-
heiður Elfa Arnardóttir var cggjandi
sem Fay og vantaði ekki nema
herslumun að neistaði milli hennar
og Sigurðar. Kjartan Ragnarsson,
Dafyð leikstjóri, er fremur sjaldséð-
ur á leiksviði nú orðið, enda nýtur
hann sín betur sem höfundur og
leikstjóri. - Af leikendum í smærri
hlutverkum báru þeir eldri af, Guð-
rún Ásmundsdóttir og Karl Guð-
mundsson sér í lagi. Guðrún bjó til
skemmtilega manngerð. í smærri
hlutverkum auk þeirra voru Jakob
Þór Einarsson, Steindór Hjörleifs-
son, Margrét Ólafsdóttir, Sigrún
Edda Björnsdóttir, Hanna María
Karlsdóttir og Þröstur Leó Gunnars-
son. Aftur reynir meira á Margréti
Ákadóttur í hlutverki Hönnu. konu
leikstjórans. Allt slétt og fellt, en
tíðindalaust.
Karl Ágúst Úlfsson þýddi leikinn
á lipurt mál og eðlilegt og söng-
textarnir eru líka bærilega þýddir.
Fagmennskan við sýninguna er
þannig í lagi, en herslumuninn vant-
ar til að verkið lifni á sviðinu, þann
neista sem gerir leiksýningu að hríf-
andi reynslu, því miður.
Gunnar Stefánsson
IAUSAR STÖEXJR HiÁ
REYKJAVIKURBORG
Ráðskona -
sumarstarf
í Árbæjarsafni er staða ráðskonu við Dillonshús
laus til umsóknar. Hlutverk ráðskonu er að annast
daglegan rekstur kaffisölunnar í Dillonshúsi á
opnunartíma safnsins. Laun skv. kjarasamningi
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Umóknarfrestur er til 27. apríl 1987. Nánari
upplýsingar um starfið veitir borgarminjavörður í
síma 84412.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5- hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
rmj LAUSAR STÖÐUR HJÁ
ÍWl REYKJAVIKURBORG
Ritari óskast til starfa á Kjarvalsstöðum í fullt starf,
sem fyrst. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á
vélritun, íslensku, svo og kunnáttu í einu Norður-
landamáli og ensku.
Mikilsvert er að viðkomandi hafi áhuga á myndlist.
Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar.
Umsóknarfrestur er til 22. apríl.
UpplýsingarveitirEinarHákonarson í síma26180.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
rinl IAUSAR STÖÐUR HJÁ
m REYKJAVIKURBORG
TÓNLIST
VINAMINNI
Helga Ingólfsdóttir semballeikari
mun leika á vegum Tónlistarfélags
Kristskirkju miðvikudaginn 15. apríl
kl. 20.30. Tónleikarnir verða í
Kristskirkju, sem um nokkuð skeið
hefur verið lokuð almenningi vegna
stórfelldra viðgerða, innan og utan.
Nú hefur kirkjan verið opnuð á ný,
og er messað þar á hverjum degi eins
og áður, en viðeigandi tónleikar
verða haldnir þar á vegum félagsins
nokkuð reglulega í vor og sumar.
Á þessum tónleikum á miðviku-
dagskvöldið, sem eru opnir öllum
almenningi, mun Helga leika verk
frá 17. og 18. öld. Þau eru eftir
Purcell, Froberger, Forquery, Co-
uperin og Bach, og eiga það sameig-
inlegt að vera samin til minningar
um vini tónskáldanna. Nefnir Helga
því tónleikana „Vinaminni". Flest
verkanna hafa ekki verið flutt á
opinberum tónleikum í Reykjavík
áður og eru sum þessara gömlu
tónskálda, svo sem Froberger og
Forquery, lítið sem ekkert þekkt hér
á landi. Á sínum tíma voru þeir þó
í hópi mestu meistara í semballeik
og tónsmíðum og sama má segja um
Louis Couperin, sem var ættingi
Francois Couperin „hins mikla“.
Það verk á efnisskránni sem helst er
þekkt hér, og er reyndar með vinsæl-
ustu sembalverkum allra tíma, er
Krómatíska fantasían í d-moll eftir
Bach, en hana samdi Bach eftir
skyndilegt fráfall fyrri konu sinnar
Maríu Barböru.
„Vinaminni", sembaltónleikar
Helgu Ingólfsdóttur, eru þriðju tón-
leikar Tónlistarfélags Kristkirkju á
þessu ári, 1987. Þann 26. apríl
gengst félagið fyrir Skáldavöku, í
samvinnu við Mál og menningu.
Munu sex íslensk ljóðskáld lesa þar
úr verkum sínum og einnig munu
hljóðfæraleikarar flytja íslensk tón-
verk og franska barrokkmúsík.
Skáldavakan verður haldin í minn-
ingu Kristínar Önnu Þórarinsdóttur,
sem lést á s.l. ári, en hún var
tvímælalaust meðal bestu ljóðaflytj-
enda landsins.
Helga Ingúlfsdóttir.
m LAUSAR STÖÐUR HJÁ
LwJ REYKJAVIKURBORG
Staöa forstööumanns viö dagh./leiksk. Hálsaborg,
Hálsaseli 27 og Fellaborg, Völvufelli 9 eru lausar
til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin.
Umsóknarfrestur er til 26. apríl.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón-
arfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma
27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafeinda-
verkfræðing eða tæknifræðing til starfa við stjórn-
kerfi og rafeindabúnað veitunnar. Upplýsingar um
starfið veitir Árni Gunnarsson í síma 82400.
Umsóknarfrestur er til 1. maí.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Hafnarbúðir
Hjúkrunarfræðingar nv
Hafnarbúðir er lítill en mjög þægilegurvinnustaður,
góður starfsandi og gott fólk. Þangað vantar nú
hjúkrunarfræðinga á næturvaktir. - Athugið að
þeir sem taka 60% nv fá deildarstjóralaun.
Upplýsingar veittar í síma 19600-300,
hjúkrunarstjórn. Alla daga.
$
upfélag ^^^angæinga
Aðalfundur félagsins verður haldinn að Heima-
landi, þriðjudaginn 5. maí kl. 14.00.
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.
Stjórnin