Tíminn - 11.04.1987, Síða 8
8 Tíminn
Laugardagur 11. apríl 1987
Timiim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guömundsson
Eggert Skúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:.
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Hafskipsmálið
Öldur rísa hátt vegna Hafskipsmálsins þessa Tiagana.
Nýstofnaður stjórnmálaflokkur er skilgetið afkvæmi þess.
Einkabanki rís á rústum lamaðs ríkisbanka, sem gjaldþrot
Hafskips dró með sér á fallinu.
Opinber ákæra hefur verið gefin út og sakargiftir
tilgreindar. Fjórir forráðamenn Hafskips eru ákærðir fyrir
margvísleg brot og sjö bankastjórar fyrir vanrækslu í
starfi. Starfandi bankastjórar Útvegsbankans hafa beðist
lausnar á meðan mál þeirra eru vegin og metin af
dómstólum.
Þótt Hafskipsmálið sé nú fyrst orðið opinbert dómsmál
má segja að það hafi að miklu leyti verið rekið fyrir opnum
tjöldum allt frá því að skipafélagið var lýst gjaldþrota, og
jafnvel fyrir þann tíma.
Margt hefur stuðlað að því. Dauðateygjur fyrirtækisins
voru harðar fyrir gjaldþrotið, stjórnmálatengsl blönduð-
ust í málið og ríkisbanki riðaði til falls.
Umfang þrotabúsins er svo mikið að það hlaut að verða
Ijóst við hvað skiptaráðendur höfðu að glíma. Þingskipuð
nefnd rannsakaði tengsl Útvegsbankans og Hafskips og
skilaði skýrslu. Rannsóknarlögregla ríkisins greip til ráða
sem hlutu að vekja mikla athygli og skattarannsókn var
óhjákvæmileg í kjölfar alls þessa.
Hafskipsmenn hafa látið margt frá sér fara sér til
varnar. Sjónarmið þeirra hafa komið fram í greinum og
viðtölum í fjölmiðlum og einn þeirra skrifað og gefið út
bók, sem er samfelld varnarræða.
Mikil, en ekki alltaf að sama skapi ítarleg, fjölmiðla-
umfjöllun heldur málinu sívakandi manna á meðal sem og
öll þau gríðarlegu umbrot sem eru bein afleiðing gjald-
þrotsins.
Þegar nú ákæruatriði liggja fyrir og málið, eða málin,
eru komin til dómsrannsóknar er von til að öldur lægi og
að réttvísin hafi starfsfrið til málsrannsókna og dómsupp-
kvaðningar.
Sókn og vörn í Hafskipsmálum fer nú fram fyrir
hlutlausum dómstólum. Fjölmiðlar fylgjast að sjálfsögðu
með framvindu mála, en það er ekki hlutverk þeirra að
taka-þátt í málatilbúnaði, hvað þá að setja upp dómssal,
þar sem starfsmenn leika hlutverk dómara og sakborning-
ur leikur einleik í vörn síns málstaðar og ber fram grófar
ásakanir á hendur ákæruvaldi.
Menn geta haft sínar skoðanir á réttarkerfinu og ekki
er óeðlilegt að þeir sem eiga þar undir högg að sækja grípi
til að lýsa það marklaust og hlutdrægt. En varast ber að
veita slíkum ásökunum brautargengi í hóflausum mæli.
Lausnarbeiðni bankastjóranna er sjálfsögð og sýnir að
þeir hafa til að bera siðferðisþrek, sem því miður er
sjaldgæft hér á landi, þegar vafaatriði í sambandi við grun
um misferli koma upp. Bankastjórunum ber saman um að
þeim sé ekki alveg Ijóst í hverju ákærurnar um vanrækslu
og hirðuleysi í starfi felist. En með slíkar ákærur yfir höfði
sér telja þeir ekki við hæfi að stjórna banka á meðan
rannsókn fer fram.
Hafa ber í huga að ákæra um misferli er ekki hið sama
og að sök sé sönnuð. Það er dómstóla, og dómstólanna
einna, að kveða upp sektardóma.
Það er langt því frá að Hafskipsmálið heyri sögunni til.
Dómsrannsókn er rétt að hefiast og þar verður tekist á
um ákærur og málsbætur. A meðan sú málsmeðferð
stendur yfir ættu fjölmiðlar og aðrir að halda ró sinni og
virða þá gömlu réttarreglu að enginn er sekur fyrr en sök
er sönnuð.
Umrótið í kjölfar gjaldþrotsins hefur hvergi nærri lægt
og má vera að það hafi meiri áhrif á íslenskt þjóðlíf en
nokkurn grunaði þegar fyrst kvisaðist að ekki var allt með
felldu í rekstri Hafskips hf.
U
I A.ÓPUR fréttamanna sem vinn-
ur við blöð og aðrar fréttastofnanir
sleppur ekki við naflaskoðun frekar
en aðrir í því skoðanaflóði sem
þjóðin syndir í um þessar mundir.
Nú mun í gangi einskonar frétta-
mannakönnun hjá þeim sem hafa
atvinnu og lífsviðurværi sitt af marg-
víslegri upplýsingaöflun um náung-
ann og tengja sig við háskólann.
Spurt er að ýmsu í þessari könnun,
en þó gleymast mikilvæg atriði, sem
kannski er ekki spurt um fyrir kurteis-
issakir. Þar má nefna kynlífshegðun
og hefðbundnar spurningar um
verjur. Einnig reykingar og brenni-
vín, sem þessi atvinnustétt hefur
orðið fræg fyrir um heimsbyggðina.
Þá hefur gleymst að spyrja um
ástæður fyrir því að blaðamenn lifa
yfirleitt skemur en aðrar atvinnu-
stéttir ef undanskildir eru þeir sem
vinna við asbest og lík eiturefni. Þá
er ekki spurt um matarvenjur frétta-
manna, en mjög er orðum hallað ef
talið er að þeir hafi tíma til að sitja
kjötveislur á borð við þær sem helsti
matvælasérfræðingur stéttarinnar
situr og hefur skrifað um lærðar
bækur.
í leit að vanþekkingu
Staðlaðar og tölfræðilegar upplýs-
ingar leiða til ákveðinnar vanþekk-
ingar, alveg eins og skoðanakannan-
ir. Þess vegna má alveg gera því
skóna að fréttamannakönnun 1987
segi nákvæmlega ekkert um stéttina
sem ekki var vitað fyrir. Naflaskoð-
un af þessu tagi er því ekki síður leit
að vanþekkingu en upplýsingu. Því
veldur fámenni stéttarinnar og það,
hvað hún er blessunarlega lítið stöðl-
uð fyrir stofnanir eins og félagsvís-
indadeild háskólans. En þá erum við
komin að spurningum eins og þeirri
hvað fólk sé yfirleitt að læra og
hverju er það bættara þótt það heyri
tölulega skýringu á því hvort frétta-
maður er slóttugur, frekur eða til-
finninganæmur? Svo hefur stéttin
tekið breytingum til hins verra. Þar
sem svo horfir að hver einasti íslend-
ingur komist í sjónvarp eða útvarp
einhvern tíma á ævinni, hafa fjöl-
miðlamenn reynt að koma sér upp
hópi viðmælenda í fjölmiðlum. Við
sjáum sömu andlitin og heyrum
sömu stöðluðu svörin mánuð eftir
mánuð. Hér er um að ræða ýmiskon-
ar „uppa“, viðskiptafræðinga og
verkalýðsforingja, auk fulltrúa úr
skemmtiiðnaðinum, sem hafa helst
til mála að leggja að allt sé óskaplega
skemmtilegt. Til að rjúfa þessa
keðju hefur fjölmiðlafólk í auknum
mæli tekið upp þann sið að tala
saman innbyrðis, sem var höfuðsynd
á tímum Valtýs Stefánssonar, Stef-
áns Pjeturssonar, Magnúsar Kjart-
anssonar og Þórarins Þórarinssonar.
Nú þykir huggulegt að tala við
sléttan fjölmiðlamann eins og hann
væri þjóðhöfðingi í San Marino.
Unga fólkið
og þekkingin
Öllu hugnanlegri og meir upplýs-
andi um þekkinguna var keppni
skólafólks í Ríkisútvarpinu sem lauk
nýlega með sigri Fjölbrautaskólans í
Breiðholti. Þeir sem fylgdust með
þeirri keppni munu hafa undrast
þekkingu skólafólks á margvíslegum
atriðum, sem varða fréttir og atburði
líðandi stundar og þekkingu á því
sem liðið er. Það er eiginlega furðu-
legt að skólapiltur, sem var varla
' vaxinn úr grasi þegar einhver fót-
boltahetjan gerði tvö mörk í ákveðn-
um leik á Spáni, eða var það á Ítalíu
tíu árum fyrir samkeppnina, skuli
muna svona atvik. En keppendur
léku sér að því að svara svona
spurningum. Þá vissu nemendurhér-
umbil allt um hljómsveitir og þarf
það engan að furða. Einnig vissu
þessir bráðskörpu nemendur allt um
nöfn og ártöl úrþriðja heiminum, og
gátu komið með kórrétt svör við
spurningum, sem ekki voru nema
hálf spurðar af því þeir vissu nóg til
að fara vítt og breitt um viðfangsefn-
ið.
Vonarskarð
sem týndist
Þótt áhorfendur hafi fyllst stolti
yfir því að sjá æsku íslands sýna
frábæra hæfni í hörðu og miskunnar-
lausu prófi, kunna svör við flestum
atriðum og sýna dæmafáa alhliða
þekkingu, komust þeir þó ekki hjá
því að verða fyrir vonbrigðum. Þar
kom í spurningakeppninni að ástæða
Íiótti til að spyrja um landafræði
slands. Brugðið var upp mynd af
Bolungavík, en svarið hljóðaði upp
á Seyðisfjörð. Staðurinn var sýndur
á mynd og getur ekki meiri ólíkinda
en á milli þessara tveggja bæja.
Seyðisfjörður er aðkrepptur en Bol-
ungavík er á opnu svæði frammi við
sjóinn. Annað dæmi sem svar fékkst
ekki við, a.m.k. ekki rétt, var spurn-
ingin um Vonarskarð. Þetta æru-
verðuga nafn gamals fjallvegar er
svo gróið í þjóðarsálina, að það þarf
alveg sérstaka skemmdarstarfsemi í
kennsluháttum til að hindra að börn
og unglingar fái nasasjón af Vonar-
skarði. Þar fór Gnúpa-Bárður á leið
sinni tii baka úr Bárðardal, þar
skammt norðvestur af skarðinu er
Tómasarhagi, sem Jónas orti svo vel
um, og í þetta skarð setti Jón
Helgason niður “melgrasskúfinn
harða“, sem að vísu sprettur þar
ekki. En þrátt fyrir það vissu bráð-
snjallir nemendur í spurningakeppni
frammi fyrir alþjóð engin deili á
Vonarskarði.
Hinar rauðu
fossavöður
Fyrst minnst er á Jónas Hallgríms-
son er ekki úr vegi að benda á þá
staðreynd að ekki kunna allir kvæðin
sem skyldi. Skorti þó hvorki reynslu
eða þekkingu þegar blaðakona á
Morgunblaðinu nefndi rauðar fossa-
vöður og taldi sig vera að vitna í
kvæðið Fjallið Skjaldbreiður. Þegar
hún var leiðrétt sagði hún að tölvan
hefði platað sig og nefndi nú fossa-
móður sér til ábötunar. Rétt er línan
hinsvegar svona og vona ég að
tölvan fari ekki að blanda sér í
málið: Belja rauðar blossamóður.
Þetta er aðeins nefnt hér sem dæmi
Valtýr Stefánsson
um, að ekki þarf námsmenn til að
týna vonarskörðum hvorki í skáld-
skap eða veruleika. Um námsmenn
gegnir þó því máli, að þeir eiga að
standa nær uppsprettunum, sem eiga
síðan að duga þeim allt lífið. Þá
veltur auðvitað á miklu hvaða náms-
efni er talið þýðingarmikið og hvað
aukaatriði. Það heimshyggjufólk,
sem miklu hefur ráðið um námsefni
á liðnum árum, búið það í hendur
nemenda, og lagt línur um áherslur,
hefur í heimsvafstri sínu týnt vonar-
skörðum landsins, og þess vegna er
ekki ástæða til að sakast við bráð-
snjalla námsmenn, sem læra einung-
is það sem fyrir þeim er haft á
þessum tíma æviskeiðsins.
Tansaníufræði
kennslubóka
Hér um árið vöktust upp miklar
umræður um efni kennslubóka,
einkum þann þátt er snerti saman-
tekt fslandssögunnar. Hafði þá ein-
hverjum dottið í hug áð óþarfi væri
að notast við íslandssögu Jónasarfrá
Hriflu sem hafði eflt í okkur þjóðar-
metnað og tengt saman gullöldina,
frelsisbaráttuna og næsta nútíma
með þeim hætti að ógleymanlegt
varð. En í staðinn komu félagsleg
viðhorf og þess freistað að blanda
sögu okkar ívafi annarlegra sjónar-
miða og óskyldra. Um þær mundir
sem íslandssögu Jónasar frá Hriflu
var hent var uppi mikið þus um
þriðja heiminn og er enn. Það átti að
kenna unglingum á íslandi hvað
þriðji heimurinn mátti líða, og fylgdi
síðan í kjölfarið öflug hjálparstarf-
semi þar sem hungursneyðir ríktu.
Við vorum horfin af eigin vettvangi
og létum prestum eftir að biðja um
hjálp handa íslendingum, sem höfðu
orðið fyrir tjóni á meðan við söfnuð-
um og sendum ómælt fé og mann-
skap til sultarlanda, þar sem þjóð-
höfðingjar létu senda sér viskískipin
heim í hlað. Þessi mikli hjálparbú-
skapur kom heim og saman við
kennslugögn skólanna um þriðja
heiminn. Kennslugögn um Tansaníu
þóttu skipta meiru máli en íslands-
saga Jónasar frá Hriflu.
Nú andar suðrið sæla
Svo eru til íslendingar, sem vilja
ekki gleyma íslandi og því sem
íslenskt er. Frú Halla Linker býr í
Kalífomíu og hefur víst átt þar
heima í þrjátíu ár. Hún hefur auk
þess atvinnu sinnar vegna ferðast
um allan heim og gert sér far um að
kynnast menningu ólíkustu þjóða.
Maður frá Stöð 2 átti við hana tal á
dögunum. Þá kom í ljós að þessi.
konaj sem eflaust hefur lært íslands-
sögu Jónasar frá Hriflu í skóla í
Stefán Pjetursson