Tíminn - 11.04.1987, Síða 9
Laugardagur 11. apríl 1987
Vonarskarð séð úr lofti á milll Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls ■ júsm. snom snorrason
Hafnarfirði hafði í engu gleymt móð-
urmáli sínu og talaði það næstum
alveg hreimlaust þrátt fyrir langar
fjarvistir. Stöð 2 sendi einn sinn
besta mann til að tala við frúna, og
heitir þátturinn íslendingar í útlönd-
um. Það er svo annað mál og
athyglisvert, að þessir íslendingar í
útlöndum í Stöð 2 eru allir í Amer-
íku og kemur það heim og saman við
aðra dagskrárgerð stöðvarinnar. Nú
sem þau tóku tal saman frú Halla og
Stöðvarmaður minntist hún allt í
einu ljóðs eftir Jónas Hallgrímsson,
en kom því ekki alveg fyrir sig á
stundinni, enda búin að vera fjarri
„fósturjarðar ströndum" í 30 ár.
Hún sneri sér því að Stöðvarmanni,
sem hefur verið heima hjá sér lengst
af ævinni, og líklega fengið Tansan-
íuskólann. Þá brá svo við að hann
mundi ekki neitt, og hefði einhverj-
um þótt sem þessi Islendingur væri
ekki samræðuhæfur, a.m.k. ekki þar
sem Halla Linker var annars vegar.
.Jón Magnússon
En svo mundi þessi bjarthærða og
viðkunnanlega íslenska kona
kvæðið: Nú andar suðrið sæla vind-
um þýðum. Hjá frúnni var ekki fyrir
að fara neinum fossavöðum.
Könnun á
tilfinningaskorti
Ágætir menn í félagsvísindadeild
háskólans, sem nú ganga fram fyrir
skjöldu til að kanna innviðu stéttar
fjölmiðlamanna og spyrja þá hvort
þeir séu hugmyndaríkir og fróðleiks-
fúsir ættu kannski heldur að spyrja
hvort fjölmiðlar séu til þess að
auglýsa hvern sérstakan fréttamann
í sömu fjölmiðlum eða fjölmiðla-
stéttina sem heild. Jón Magnússon,
fréttastjóri útvarps á sínum tíma var
ötull fréttamaður og margvís og afar
nákvæmur í hlutleysi sínu. Hann var
Þórarinn Þórarinsson
einn af þeim fáu mönnum í fjöl-
miðlastétt sem mátti treysta að fara
rétt með steðjann. Hann heyrðist
aldrei eða sást, og vann sitt mikla
starf í kyrrþey. Hann var fjölmiðla-
maður, sem bar höfuð og herðar yfir
þá, sem nú keppast við að koma í
viðtöl og segja frá sjálfum sér á milli
þess þeir eru að segja mismunandi
áhugaverðar fréttir tíu sinnum á dag
á milli popps og þvaðurs. Það skortir
nokkuð á virðingu þegar svona er
komið, og fróðlegt væri að fá könnun
félagsvísindadeildar á því tilfinn-
ingalífi, sem Tansaníukennslan inn-
rætir fólki og kemur m.a. fram í
starfi fjölmiðlamanna.
Oflæti og mont
Þá speglast mjög í hinni nýju
fjölmiðlun, sem nú tíðkast, sá veik-
leiki smárrar þjóðar að vera með
oflæti og mont út af minnsta tilefni.
Magnús Kjartansson
Fjölmiðlar eru sérstaklega veikir
fyrir þessu vegna þess að eðli málsins
samkvæmt þurfa þeir oft að grípa til
þess að gera fréttnæmt það sem engu
máli skiptir. Þá hafa fjölmiðlamenn,
aðrir en fréttamenn tamið sér tungu-
mál og framkomu, sem ýtir undir
oflætið með því að tönnlast sínkt og
heilagt á því hvort hinn eða þessi sé
ekki eldhress. Stundum gengurþetta
svo langt, að hlustandinn veit ekki
hvort hann á að vera eldhress,
viðmælandinn eða þulurinn sjálfur.
Spurning er hvort hægt er að bjóða
fólki upp á að vera eldhresst í tíma
og ótíma. Aftur á móti virðist kjafta-
gangur á borð við þennan hafa þau
áhrif að enginn fjölmiðlamaður virð-
ist geta komið nálægt neinu máli
öðruvísi en sýna það og sanna að
hann sé eldhress, þjóðin sé eldhress
og landið og miðin. Við slíkar að-
stæður er svo sem við því að búast
að oflæti og mont slæðist með, enda
er þetta tvennt talið eitt af einkenn-
um hressileikans, hvað þá þegar
eldinum hefur veri6 blandað saman
við. Enda má til sanns vegar færa að
hver sá sem of nærri eldi kemur fer
í loftköstum, einkum sviðni hann
aftan fyrir. Þaðan er líklega komin
hugmyndin um hina eldhressu
menn.
i
Innar og heim
Ágætis skáld og gamall fréttamað-
ur, séra Sigurður Einarsson í Holti
sagði í einu kvæða sinna, að hann
stefndi „Innar og heim“. Hann lærði
ekki fræði sín í Tansaníuskólanum,
heldur í Menntaskólanum í Reykja-
vík, þar sem hann var skólabróðir
Halldórs Laxness, og gott ef ekki
granni um sinn neðarlega á Lauga-
vegi. Þessi orð séra Sigurðar lýsa
tilfinningu, sem lítið er höfð í háveg-
um hjá því eldhressa liði, sem stefnir
Tíminn 9
með allt sitt hafurtask burt frá göml-
um gildum út í ævintýraljóma frægð-
arinnar, hvort heldur hana er að
finna í flóttamannabúðum í Asíu í
leit að börnum og vegalausu fólki,
eða í Eþiopíu, þar sem viskíið fæst í
heilum skipsförum mitt í hungurs-
neyðinni. Það mjögsiglandi fólk sem
heldur að heimóttarskapinn sé helst
að finna á íslandi hugsar ekki innar
og heim í bráð. Hið eina forvitnilega
við líf þess er að sjá hvernig föður-
land þess verður, þegar það hefur
haft völd og yfirráð með höndum í
eðlilegan tíma, og þegar Tansaníu-
kennslan hefur staðið sína stund
vegna þess að hér skiptir allt svo
sáralitlu máli, sé ekki hægt að taka
þátt í einhverju öðru en byggja
ísland.
Eldflaugar
íhaldsins
Fjarvistir frá því sem skiptir máli
hverju sinni koma víða fram. Þó er
merkilegast þegar gömul og gróin
blöð taka upp hætti þeirrar nýju
fjölmiðlunar að láta sig engu varða
hin næstu mál, en þjóta í þess stað
út um allar koppagrundir í leit að
viðfangsefnum til að viðhalda þeirri
eldhressu ímynd, sem þeir trúa að
þeir hafi. Nú er orðið skammt til
kosninga, og einhverju sinni hefðu
það þótt tíðindi að varla skuli sjást
þess merki á Morgunblaðinu. Sú var
tíð að Morgunblaðið þurfti margt að
skrifa um gular bækur og þvíumlíkt
og var þó mikið minna í húfi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn en nú, þegar
hann gengur hvað skoðanakannanir
snertir klofinn til kosninga. Morgun-
blaðið tekur upp stefnumið nýfjöl-
miðlunar og fjasar nú í löngu máli
um meðaldrægar eldflaugar á meðan
Sjálfstæðisflokkurinn situr skelfingu
lostinn tvo hesta að hætti Rómverja
og er við það að rifna eftir endilöngu.
Meðaldrægar eldflaugar eru eflaust
merkilegar og hin mestu þarfaþing
vilji menn standa í manndrápum.
En tíu dögum fyrir kosningar skipta
þær engu máli, nema þær séu leyni-
vopnið.
Þegar risinn þegir
Vel má vera að Morgunblaðið sé
orðið of stórt til að leggja sig niður
við að sinna brýnum málum á þjóð-
legum vettvangi. En ætli það að
verða einskonar New York Times
íslands verður skiljanlegt að með-
aldrægar eldflaugar þyki merkilegri
á þessum dögum en t.d. Þorsteinn
Pálsson, sem er maður en ekki
eldflaug og að auki formaður Sjálf-
stæðisflokksins, sem Morgunblaðið
veit ekki að hafi formann síðan Geir
Hallgrímsson hætti.
Þeir sem fylgst hafa með Morgun-
blaðinu í langan tíma og oft séð það
gera frábærlega vel f krafti stærðar
sinnar, mannafla og fjármuna hljóta
að undrast þann doða ög þá stóru
þögn, sem blaðið skýlir sér á bak
við, þegar það þeytir textann um
meðaldrægar eldflaugar,eða skrifar
leiðara unr Nató og Ólaf Ragnar
Grímsson sem á að vera eitthvert
merkilegt fyrirbæri í pólitíkinni.
Hann hefur þó ekkert unnið sér til
frægðar umfram Nató annað en taka
við einhverjum verðlaunum úr hendi
alræmdrar konu, sem gat ekki sofið
hjá hér á árunum öðruvísi en gera
það í fjölmiðlum.
Það er sorglegt tímanna tákn að
Morgunblaðið skuli velja sér fjar-
vistir frá þeirri kosningabaráttu sem
nú er háð undir merkjum tvísýnna
úrslita. Þessum þegjandi risa virðist
ekki koma við lengur hvað er að
gerast í samfélaginu eða hvað um
það verður. Hvergi örlar á andófi.
Blaðið er sterílt í kosningabarátt-
unni, nema Sjálfstæðisflokkurinn
eigi að ná æru sinni ríðandi á með-
aldrægum eldflaugum.