Tíminn - 11.04.1987, Page 10
10 Tíminn
II ÍÞRÓTTIR
Laugardagur 11. apríl 1987
Laugardagur 11. apríl 1987
ÍÞRÓTTIR
Tíminn 11
BBi
Stjarnan og Fram leika til úrslita
í bikarkeppni HSÍ í meistaraflokki
karla í Laugardalshöll á morgun og
hefst leikurinn kl. 14.30. Á undan
leika Fram og FH til úrslita í
meistaraflokki kvenna og hefst sá
leikur kl. 13.00.
Framarar leika í fyrsta skipti til
úrslita í bikarkeppni HSl en
Stjörnumenn í fjórða sinn. Þeim
hefur þó aldrei tekist að sigra svo
ljóst er að nýtt nafn verður rist á
bikarinn að leik loknum. Stjörnu-
menn slógu Víkinga út í sögulegum
undanúrslitaleik og þurfti fram-
lengingu til að fá úrslit. Framarar
lögðu hinsvegar Valsmenn að velli
í undanúrslitum.
Stjörnumenn hafa átt heldur
betra gengi að fagna í vetur en
Framarar, meiðsl hafa sett sitt
mark á Framliðið sem var á tíma-
bili í fallhættu en slapp við það.
Stjörnumenn hafa einnig þurft að
fást við meiðsli og lengi vel var
Magnús Teitsson, þeirra leikreynd-
asti maður frá keppni. Hann lék
með liðinu í síðasta leik íslands-
mótsins og verður væntanlega með
á morgun. Magnús er eini núver-
andi leikmaður Stjörnunnar sem
lék með liðinu 1982 er það keppti
í fyrsta sinn í 1. deild.
1
Bikarmeistarar
Bikarmeistarar í handknattieik hafa orðið:
1974 Valur 1981 Þróttur
1975 FH 1982 KR
1976 FH 1983 Víkingur
1977 FH 1984 Víkingur
1978 Víkingur 1985 Víkingur
1979 Víkingur 1986 Víkingur
1980 Haukar 1987???
Magnús Teitsson, leikreyndasti leikmaður Stjörnunnar hefur verið meiddur
í allan vetur. Hann leikur væntanlega með á morgun og gæti reynsla hans
reynst Stjörnumönnum drjúg.
Ekki er gott að vita hvort liðið
það verður sem fer með sigur af
hólmi, réttast að mæta bara í
höllina og sjá en svo mikið er víst
að von er á spennandi leik eins og
bikarúrslitaleikir eru ævinlega.
Liðin sem leika á morgun verða
þannig skipuð (leikjafjöldi með
m.fl. félagsins - aldur):
FRAM
Markverðir:
Guðmundur A. Jónsson . . 25-21
Óskar Friðbjörnsson .... 75-25
Aðrir leikmenn:
Agnar Sigurðsson ........112-23
Andrés Andrésson..........85-25
Birgir Sigurðsson.........27-22
Björn Eiríksson .........130-28
Hermann Björnsson .... 199-23
Júlíus Gunnarsson.........18-18
Ólafur Þór Vilhjálmsson . . 20-19
Per Skaarup...............27-32
Ragnar Hilmarsson .... 125-32
Tryggvi Tryggvason .... 125-23
STJARNAN
Markverðir:
Sigmar Þröstur Óskarsson . 33-25
Jónas Þorgeirsson . 30-30
Aðrir leikmenn:
Agnar Róbertsson . 17-21
Sigurjón Guðmundsson . 214-23
Guðmundur Óskarsson . . 125-27
Hilmar Hjaltason . 35-18
Magnús Teitsson 296-29
Páll Björgvinsson . 33-36
Skúli Gunnsteinsson .... 136-20
Gylfi Birgisson . 66-23
Hafsteinn Bragason .... . 70-19
Einar Einarsson 104-19
Ragnar Gíslason . 8-19
Hannes Leifsson 148-30
HVERJAR ERU -
PÍNAR TÖLUR?
1 2 3 4 5 6 7 8
4 7 3 7 5 0 3 2
9 10 11 12 13 14 15 16
4 4 3 4 2 1 2 2
17 18 19 20 21 22 23 24
6 1 3 2 2 1 6 1
25 26 27 28 29 30 31 32
0 0 3 1 5 2 5 4
Skrá yfír tölur sem dregnar hafa veríð
út í Lottói undanfamar nítján víkur. j
c
Algerir yfirburðir
Njarðvíkingar unnu yfirburðasigur á
Valsmönnum í bikarúrslitaleiknum í körfu-
knattleik í gærkvöldi. Njarðvíkingar skor-
uðu 91 stig gegn 69 stigum Valsmanna og
var sá munur jafnvel heldur í minna lagi
miðað við gang leiksins.
Njarðvíkingar urðu þarna bikarmeistarar
í fyrsta sinn, þeir höfðu áður leikið fjórum
sinnum til úrslita án sigurs, töpuðu síðast í
fyrra með aðeins einu stigi.
Njarðvíkingar höfðu sem fyrr sagði al-
gera yfirburði og gildir það hvar sem á er
litið, á öllum sviðum leiksins. Sérstaklega
voru þó yfirburðirnir í fráköstunum áber-
andi.
Munurinn jókst jafnt og þétt eftir því sem
á fyrri hálfleikinn leið, Valsmenn skoruðu
tvær fyrstu körfurnar, Njarðvíkingar jöfn-
uðu 4-4 og síðast var jafnt 14-14. Þá skildu
leiðir, 39-32 í hálfleik og 91-69 í lokin.
Jóhannes Kristbjörnsson var besti maður
vallarins, einkum átti hann stórleik í fyrri
hálfleik og skoraði þá 16 stig. Aðrir leik-
menn Njarðvíkinga léku einnig vel og
komust vel frá þeim mikla hraða sem var
allan leikinn.
Hjá Valsmönnum var Tómas Holton
sprækastur og Einar Ólafsson átti einnig
þokkalegan leik.
Stig Njarðvíkinga gerðu: ísak Tómasson
22, Jóhannes Kristbjörnsson 20, Valur
Ingimundarson 17, Helgi Rafnsson 12,
Kristinn Einarsson 12, Teitur Örlygsson 4,
Árni Lárusson 2, Hreiðar Hreiðarsson 2.
Stig Vals: Tómas Holton 19, Einar Ólafs-
son 16, Torfi Magnússon 13, Leifur Gúst-
afsson 8, Sturla Örlygsson 6, Björn Zoéga
4, Bárður Eyþórsson 2, Páll Arnar 1.
Þokkalegir dómarar leiksins voru Sigurð-
ur Valur Halldórsson og Sigurður Valgeirs-
son.
Jóhannes madur
leiksins
Bikarúrslitaleikurinn í kvennaflokki:
Sáallrabesti
Torfí Magnússon er grimmur á svip og ætlar sér greinilega þetta frákast. Engin furða,
Njarðvíkingar áttu þau flest í leiknum og hér eru þeir einir fjórir sem sækjast eftir
boltanum. Tfmámynd Pjcfur.
Jóhannes Kristbjörnsson var kjörinn
besti maður bikarúrslitaleiksins í gær-
kvöldi. Jóhannes var vel að heiðrinum
kominn, barðist mjög vel bæði í vörn og
sókn og skoraði grimmt. Það voru íþrótta-
fréttamenn sem stóðu að kjöri manns
leiksins.
KR-ingar lögðu Keflvíkinga að velli í
stórgóðum og æsispennandi úrslitaleik í
kvennaflokki. Lokatölur urðu 65-61 KR í
hag en munurinn var aðeins 1 stig 1 1/2 mín
fyrir leikslok.
Það voru Keflavíkurstúlkurnar sem
höfðu yfirhöndina framanaf, voru mun
sprækari og virtist sem einhver deyfð væri
yfir KR liðinu. Keflvíkingar komust mest í
7 stiga mun, 29-21, eftir að hafa verið yfir
m.a. 17-11 og 21-15. Þegar fjórar mínútur
voru til leikhlés tóku KR- ingar hraustlegan
kipp og löguðu stöðuna úr 21-29 í 34-29.
Þær létu leikhléið engin áhrif hafa á sig og
voru komnar í 41-29 þegar tvær mínútur
voru liðnar af seinni hálfleik eða gerðu með
öðrum orðum 20 stig í röð! Á þessum kafla
gekk allt upp hjá þeim, þær stálu boltanum
hvað eftir annað, hittu ágætlega (að vítun-
um frátöldum) og áttu mun fleiri fráköst. Á
meðan gekk ekkert upp hjá Keflavíkurlið-
inu. Þær tóku sig loks saman í andlitinu og
snéru dæminu alveg við, minnkuðu muninn
í 47-49 þegar hálfleikurinn var tæplega
hálfnaður. Var það fyrst og fremst að þakka
góðum varnarleik og fráköstum.
Gífurleg barátta var það sem eftir var
leiks og þegar 1 1/2 mín. var eftir var staðan
62-61 KR í hag. ÍBK var í sókn en tapaði
boltanum í uppkasti. KR fékk þá dæmdar
á sig 10 sek. en stálu boltanum aftur og
skoruðu 64-61. Enn stálu KR-ingar boltan-
um og Keflvíkingar fengu ásetningsvillu er
10 sek voru eftir. Eitt stig bættist þar enn
við og KR hélt boltanum út leikinn.
Leikurinn var mjög skemmtilegur og sá
albesti kvennaleikur sem undirrituð hefur
augum barið, mikil barátta, góður varnar-
leikur og oft á tíðum bráðskemmtilegur
samleikur í sókninni. KR liðið er mun
leikreyndara og líkast til hefur það riðið
bakkamuninn en hið unga iBK-lið er stór-
gott og á sannarlega framtíðina fyrir sér.
Bikarmeistararnir í kvennaflokki; KR. Þær léku mjög vel í gærkvöldi og unnu sigur i
stórgóðum leik. KR-ingar eru einnig íslandsmeistarar. Tímamynd Pjciur.
Engin ein stóð uppúr KR-liðinu, Krist-
jana er alltaf sterk í fráköstunum og einnig
nú þrátt fyrir daufa byrjun. Þá skoraði
Linda margar góðar körfur.
Hjá ÍBK átti Anna María hreint stórkost-
legan seinni hálfleik, mjög sterk í vörninni
og skoraði drjúgt. Guðlaug átti einnig mjög
góðan leik.
Stigin, KR: Kristjana Hrafnkelsdóttir
19, Linda Jónsdóttir 19, Cora Barker 11,
Björg Björgvinsdóttir 11, Emelía Sigurðar-
dóttir 3, Dýrleif Guðjónsdóttir 2.
ÍBK: Anna María Sveinsdóttir 22 (18 í
seinni hálfl.), Guðlaug Sveinsdóttir 21,
Kristín Sigurðardóttir 5, Björg Hafsteins-
dóttir 5, Margrét Sturlaugsdóttir 4, Bylgja
Sverrisdóttir 2, Kristín Blöndal 2.
Jóhannes Kristbjörnsson, maður bikarúrs-
litaleiksins. Timamynd Pjelur.
Bikarmeistarar Njarðvíkinga fögnuðu ákaft þegar sigurinn var í höfn. Otrúlegt en satt, þeirra fyrsti bikarmeistaratitill.
Tímamynd Pjelur.
íþróttaviðburðir
helgarinnar
Kraftlyftingar: ísiandsmót í
Bæjarbíói í Hafnarfirði, laugar-
dag. Keppni í kvenna- og léttari
flokkum hefst kl. 10.00 en í
þyngri flokkum kl. 14.00.
Skíði: Alpagreinarí Bláfjölluin,
Fjarðarganga og íslandsganga í
Olafsfirði.
Knattspyrna: UMFA-ÍK í
stóru bikarkeppninni kl. 14.00 á
laugardag, Þróttur-KR í Reykja-
víkumiótinu kl. 20.30 á sunnu-
dag.
Blak: Vormót BLÍ á Akureyri,
hófst i gærkvöldi, lýkur í dag,
laugardag.
Frjálsar íþróttir: Víða-
vangshlaup íslands, Brautarholti
á Skeiðum sunnudag kl. 14.00,
Skólakeppni FRÍ í Baldurshaga
kl. 10.00 laugardag og í Laugar-
dalshöll kl. 14.00.
VIB BYGGJUM Á REYNSLUNNI VIB BYGGJUM Á REYNSLUNNI VIB BYGGJUM A REYNSLUNNI
URVALS PARKET FRA PAL0HEIM0 FINNLANDI:
EIK - BIRKI - BEYKI - ASKUR
$ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR
KRÓKHÁLSI 7 SlMAR: 672888 og 82033