Tíminn - 11.04.1987, Side 12

Tíminn - 11.04.1987, Side 12
12 Tíminn FRETTAYFIRLIT ERMELO — Gassprenging varö í námu í Suður-Afríku og létu þrjátíu og fjórir námu- verkamenn lífiö. BONN — Sovésk stjórnvöld ætla aö fara þess á leit, eftir aö samningum um að fjarlæga meðaldrægar kjarnorkuflaugar frá Evrópu hefur verið náö, að allar skammdrægar kjarnorku-' flaugar verði einnig fjarlægðar frá Evrópu. Þetta var haft eftir sovéskum stjórnarerindreka. Laugardagur 11. apríl 1987 ÚTLÖND WASHINGTON - Reagan Bandaríkjaforseti hefur neitað að láta utanríkisráðherra sinn Georae Shultz hætta við fyrir- hugaoa för sína til Moskvu þrátt fyrir að þingið hafi hvatt hann til þess vegna njósna- hneykslisins í sendiráði Bandaríkjanna í borginni. Embættismaður í Hvíta húsinu sagði að Reagan væri bálreið- ur vegna njósna Sovétmanna í sendiráðinu en ætlaði samt sem áður að senda Shultz austur til Sovétríkjanna. MOSKVA — Stjórnvöld í Sovétríkjunum viróast hafa minnkandi trú á að ferð Shultz utanríkisráðherra Bandaríkj- anna til Moskvu í næstu viku verði til þess að eitthvað ávinn- ist í afvopnunarmálum. Sam- búð risaveldanna tveggja hefur versnað til muna í kjölfar njósnamálsins í bandaríska sendiráðinu í Moskvu. BRUSSEL — Ráðamenn NATO svöruðu tilboði Varsjár- bandalagsríkjanna um að skera á útgjöld til hernaðar- mála heldur kuldalega og sögðu að slíkt myndi einungis viðhalda ójafnvægi Vestur- veldunum í óhag. ALGEIRSBORG Skæruliðar Polisariohreyfing- arinnar sem berjast fyrir sjálf- stæði í Vestur-Sahara sögðust hafa fellt 157 hermenn Mar- okkóstjórnar og tekið 17 til • fanga í hörðum bardögum á miðvikudag. JOLO, Filippseyjum - Fidel Ramos ytirnersnofðingi á Filippseyjum bað stjórnarher- menn að vera vel á verði fyrir árásum uppreisnarmanna úr hópi múslima. Á sama tíma var tilkynnt að 22 fleiri menn hefðu látið lífið í bardögum stjórnarhersins við skæruliða kommúnista. COLOMBO — Ríkisstjórnin á Sri Lanka lýsti yfir einhliða vopnahléi í baráttunni við að- skilnaðarsinna tamila. Vopna- hléið á að standa yfir í átta daga og hefur aukið vonir um að friðarviðræður verði teknar upp að nýju í þessum grimmu átökum. Mikhail Gorbatsjov í Tékkóslóvakíu: Afvopnunarmál efst á baugi í sjónvarpsræðu Moskva, t*rag-Reuter Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi lagði í gær til að viðræður yrðu teknar upp er miðuðu að því að fækka og síðan fjarlæga skamm- drægar kjarnorkuflaugar frá Evr- ópu. Sovétleiðtoginn vildi með þessu greinilega draga úr ótta ráðamanna Vestur-Evrópuríkja vegna hugsan- legs samkomulags risaveldanna um að fjarlæga allar meðaldrægar kjarn- orkuflaugar frá Evrópu. Gorbatsjov lagði [retta til í ræðu sem hann hélt í Prag og var henni sjónvarpað beint til Moskvu. Hann er nú í opinberri heimsókn í Tékkó- slóvakíu. Margir ráðamenn í ríkjum Vestur- Evrópu hafa lagt á það áherslu að allir samningar stórveldanna um meðaldrægar kjarnorkuflaugar yrðu að vera tengdir jafnvægi í skamm- drægum flaugum þar sem Sovét- menn hafa mikla yfirburði. Gorbat- sjov kom að nokkru til móts við þær kröfur í þessari ræðu sinni en sagði að vísu að viðræður um fækkun Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi: Heldur áfram að taka af skarið í afvopnunarmálum. skammdrægra flauga „ættu að hefj- ast án tengsla við þróun og útkomu Fjármálaheimurinn: Gullið hækkar, dollari lækkar Lundúnir-Rcuter Verð á gulli hækkaði mjög í verði á fjármagnsmörkuðum í gær og hafði verðið á málminum ekki verið hærra í sex mánuði. Á sama tíma lækkaði bandaríski dollarinn og hefur ekki verið lægri gagnvart japanska yeninu síðustu fjörutíu árin. Hlutabréf féllu í verði bæði í Wall Street og í Evrópu. í Lundún- um reyndu menn allt hvað þeir gátu til að selja bandarísk ríkis- skuldabréf og snéru sér þess í stað að kaupum á gulli, þeim gjaldmiðli sem ávallt er treyst á er óvissa ríkir á peningamörkuðum. Seðlabankar Japans, Vestur- Þýskalands og Frakklands keyptu allir dollara í gær til að reyna að stemma stigu við lækkun hans. Hún hófst áþreifanlega að nýju á miðvikudag þegar helstu iðnaðar- þjóðum heims, sjö þjóða hópnum svokallaða, tókst ekki að komast að neinu afgerandi samkomulagi um aðgerðir til að snúa þróuninni við. Það var í rauninni ekki mikið sem þjóðirna.r sjö, Bandaríkin, Japan, Vestur-Þýskaland, Frakkland, Bretland, Italía og Kanada, gátu heldur gert, efna- hagsraunveruleikinn er hreinlega slíkur. Það er gífurlegur viðskiptahalli Bandaríkjamanna móti hagstæð- um vöruskiptajöfnuði Vestur- Þjóðverja og sérstaklega Japana sem veldur lækkun dollarans. Þingkosningarnar í Egyptalandi: Meirihlutinn heldur minni - Flokkur Mubaraks forseta samt sem áður allsráðandi á þingi Kairó-Reuter Stjórnarandstaðan í Egyptalandi jók þingmannafjölda sinn mikið í kosningunum í vikunni en sem áður er flokkur Hosni Mubaraks forseta, Lýðræðislegi þjóðarflokkurinn, alls- ráðandi á þingi. Það var Zaki Badr innanríkisráð- herra landsins sem las upp lokaúrslit- in í sjónvarpi í fyrrakvöld. Sam- kvæmt þeim fær bandalag þriggja' flokka 56 þingmenn og er þar með orðið stærsta stjómarandstöðuaflið. í bandalaginu eru Sósíalíski verkamannaflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Bræðralag múslima, sem er bannað að starfa sem sjálf- stæðum stjórnmálaflokki. Þetta bandalag tekur nú við af mið- og hægriflokknum sem stærsta stjórnar- andstöðuaflið. Mið- og hægriflokkurinn var eini stjórnarandstöðuflokkurinn á síð- asta þingi og hafði þá 58 þingmenn. Nú fékk flokkurinn hinsvegar ekki nema 39 þingmenn kjörna. Flokkur Mubaraks fékk 308 þing- menn af þeim 400 sætum sem barist var um og tapaði því þó nokkrum sætum, fékk 391 sæti síðast. Aðrir flokkar komust ekki á þing, fengu ekki þau 8% sem til þurfti í þessum kosningum sem 7,23 milljón- ir af 14 milljónum kosningabærra manna í landinu tóku þátt í. Hið nýja þing mun síðar útnefna Mubarak sem forseta til næstu sex - ára þ.e.a.s. ef ekkert óvænt kemur upp á í egyptsku stjórnmálalífi. viðræðanna um meðaldrægar kjarn- orkuflaugar". Sovétleiðtoginn lagði einnig til að utanríkisráðherrar 35 landa sem sæti eiga á öryggisráðstefnu Evrópuríkja í Vínarborg hittust til að ræða mögu- leikann á nýjum viðræðum um af- vopnunarmál er miðast skyldu að því að fækka kjarnorkuvopnum og draga úr hefðbundinni vígvæðingu. Gorbatsjov kom til Prag í fyrradag eftir að heimsókn hans þangað hafði verið frestað vegna kvefpestar Sovétleiðtogans. Ítalía: Guðí glugga Supino, Ítalía-Reuter íbúar í þorpinu Supino á Suð- ur-ítalíu segjast hafa séð andlit Krists í gluggarúðu í einu húsi ' þorpsins og hefur rúðan nú verið tekin til rannsóknar. Lögreglan sagðist hafa farið með rúðuna til Rómar til að kanna hvort hér væri um brot(þó ekki rúðubrot) að ræða á lögum sem kallast að „notfæra sér trú aimennings". jVfikill fjöldi trúaðra hefur, al- veg síðan ung skólastúlka sagðist hafa séð Krist í glugganum fyrr í þessum mánuði, safnast saman fyrir utan hús þetta í þeirri von að sjá andlit drottins bregða fyrir. Komið upp um spillingu í borginni Rostov við ána Don: Bifreiða- viðgerðir byggðust á mútum Moskva-Reuter Meira en tugur manns hefur verið ákærður í sambandi við hneykslis- mál í sovésku borginni Rostov við ána Don þar sem hún rennur í Asóvshaf. Það varvikublaðiðNedel- ya sem skýrði frá þessu máli. Nedelya sagði rannsókn undanfar- inna tveggja ára hafa leitt í ljós að starfsmenn við bifreiðaverkstæði héraðsins hefðu þegið mútur frá viðskiptavinum sem vildu að við- gerðum yrði hraðað. Einnig hefði lögreglumönnum sem þetta vissu verið mútað til að þegja. Þeir sem þurftu að láta gera við urðu að borga 100 rúblur (einar sex þúsund krónur íslenskar) fyrir það eitt að fá bíla sína tekna inn á verkstæðið. Þessi upphæð hækkaði svo verulega ef þörf var á varahlut- um. Vikublaðið nefndi framkvæmda- stjóra viðgerðaþjónustunnar á nafn og sagði hann persónulega hafa tekið við þúsund rúblum í mútur með þessum hætti. Ekki var skýrt frá hversu réttarhöldin yfir fram- kvæmdastjóranum og öðrum ákærð- um tæki langan tíma. Spillingarmál kom upp í þessari sömu borg fyrir tveimur árum þegar framkvæmdastjóri ríkismatvöru- búðar varð uppvís að því að hafa tekið til sín matvæli fyrir sig og vini sína. Hann var tekinn af lífi. Sú venja að borga „þakklætispen- inga“ fyrir fljóta viðgerðaþjónustu er reyndar útbreidd í Sovétríkjunum þar sem viðgerðir taka venjulegast langan tíma og varahlutir eru af skornum skammti. UTLONP UMSJÓN: Júgóslavía: Brottrekin kona nýtur samúðarfrægsleikara Belgrad-Rcutcr Einn af helstu leikurum Júgó- slavíu neitaði um síðustu helgi að leika í vinsælu sviðsverki. Þetta gerði hann til að mótmæla brott- vikningu konu úr kommúnista- flokk landsins. Konunni hafði ver- ið settir tveir kostir, að skilja við og fordæma pólitískar aðgerðir manns síns ellegar vera rekin úr flokknum. Aleksander Bercek heitir leikar- inn og neitaði hann að taka að sér aðalhlutverkið í „Tattóveruðum sálum“, leikhúsverki sem sýna átti fyrir fullu húsi í Sarajevo um síðustu helgi. Leikarinn kemur úr hinu vinsæla leikhúsi Zvezdara í Belgrad og fordæmdi hann brottrekstur kon- unnar, doktor Antic Zorka, úr flokknum. Maður hennar Bogdan, sem einnig er doktor, var settur í fang- elsi á síðasta ári ásamt tveimur öðrum félögum sínum. Var þeim stungið inn fyrir þjóðernishyggju og fyrir að gagnrýna stefnu komm- únistaflokksins. Bercek blandaði sér í málið af „mannúðarlegum" ástæðum eins og hann sjálfur sagði, ekki af pólitískum ástæðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.