Tíminn - 11.04.1987, Síða 16
16 Tíminn
*__________________________________
Veðurathugunar-
menn á Hveravöllum
Veðurstofa íslands óskar að ráðatvo einstaklinga,
hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hvera-
völlum á Kill. Starfsmennirnir verða ráðnir til
ársdvalar, sem væntanlega hefst seint í júlímánuði
1987. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir
og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar
þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal
fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, ná-
kvæmni og samviskusemi. Laun eru samkvæmt
launakerfi ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar,
menntun, fyrri störf og meðmæli, ef fyrir hendi eru,
skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 1. maí n.k.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar í tækni- og
veðurathuganadeild Veðurstofunnar, Bústaðavegi
9, 150 Reykjavík, sími 686000.
Vísindastyrkir
Atlantshafsbandalagsins 1987
Atlantshafsbandalagiö leggur árlega fé af mörkum til aö styrkja unga
vísindamenn til rannsókna eöa framhaldsnáms erlendis. Fjárhæö sú
er á þessu ári hefur komið í hlut íslendinga í framangreindu skyni
nemur um 2,2 millj. ísl. kr. og mun henni varið til að styrkja menn er
lokið hafa kandidatsprófi í einhverri grein raunvísinda til rannsókna
eða námsdvalar við erlendar vísindastofnanir, einkum í aðildarríkjum
Atlantshafsbandalagsins.
Umsóknum um styrki af fé þessu- „Nato Science Fellowships" -skal
komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir
1. júní nk. Fylgja skulu staðfest afrit prófskírteina og meðmæla, svo
og upplýsingar um starfsferil og ritverkaskrá. Þá skal tekið fram hvers
konar rannsóknir eða framhaldsnám umsækjandi ætli að stunda, við
hvaða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerðan
dvalartíma. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
9. apríl 1987.
Til sölu
Zetor 6718 árg. 73 - 4911 árg. 79 - 7911 árg. ’80
5011 árg. ’81 - 5245 árg. ’85 - 7011 árg. ’81 -
7045 árg. ’83 - MF 135 árg. 74 - MF 35 árg. ’58
- IH 414 árg ’66 - MF 128 heybindivél árg. ’82 -
NH 370 heybindivél árg. 79 - Case IH 1494 4x4
með ámoksturstækjum árg. ’86
Upplýsingar í síma 99-8313
Styrkir til háskólanáms í Frakklandi
Frönsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa Islendingum til
háskólanáms í Frakklandi á skólaárinu 1987-88. Um er að ræða
eftirtaldar námsgreinar: bókmenntir.húsagerðarlist, kvikmyndagerð,
listasögu, leikhúsfræði, tónlistarfræði og raunvísindi. Umsóknum,
ásamt staðfestum afritum af prófskírteinum og meðmælum, skal skila
til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir27.
apríl n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamáiaráðuneytið
9. apríl 1987.
Guðmundur Sveinsson
netageröarmeistari
frá Góustöðum
Engjavegi 24, fsafiröi
lést að morgni 9. apríl i Landakotsspítala. Jarðarförin auglýst síðar.
Bjarney Ólafsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn
t
Móðir okkar
Guðný Gestsdóttir
frá Hamri
andaðist á Hrafnistu fimmtudaginn 9. apríl
Börnin
fmj LAUSAR STÖÐUR HJÁ
m REYKJAVIKURBORG
Fulltrúi í
fjölskyldudeild
á hverfaskrifstofum heil staða eða hlutastörf
Afleysingastarf fyrír fulltrúa er vinnur við forræðis-
og umgengnisréttarmál. (7 mánuði). Áskilin er
félagsráðgjafamenntun eða sambærileg menntun
á sviði sálarfræði eða fjölskyldumála.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í
síma 25500.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
St. Jósefsspítali
Landakoti
Hjúkrunarfræðingar bd
Hjúkrunarfræðingar, langar ykkur ekki til að starfa
á frábærri barnadeild? Unnið er eftir einstaklings-
hæfðri hjúkrun. Aðlögunarprógram sniðið eftir
þörfum starfsfólks. Góður starfsandi.
Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra
í síma 19600-220 alla virka daga.
Reykjavík 9.4. 1987.
Laugardagur 11. apríl 1987
lllllllllllllllllllllll DAGBÓK 1111!
Baráttuskemmtun á
Hressingarskálanum
Áhugafólk um miðbæ Reykjavíkur
mun efna til baráttuskemmtunar á Hress-
ingarskálanum í dag, Iaugard. 11. apríl
kl. 15:00. í deiliskipulagi Kvosarinnar er
gert ráð fyrir niðurfifi margra elstu húsa
Reykjavíkur. Margir borgarbúar eru ugg-
andi yfir þeim tíðindum og vilja spyrna
við fótum.
Hressingarskálinn er eitt þeirra húsa
sem skipulagið hefur dæmt til dauða.
Samkoman hefst þar kl. þrjú (15:00). Þar
munu tala Unnur G. Schram. Flosi Olafs-
son, Sigurður A. Magnússon og Ásta
Kristjana Sveinsdóttir. Helgi Þorláksson
og Guðjón Friðriksson munu fræða um
gömlu byggðina, en Þórarinn Eldjárn og
Ingibjörg Haraldsdóttir lesa upp. Hópur
leikara flytur brot úr dagskránni „Reykja-
vík er perla“. Dómkirkjukórinn syngur
við innganginn.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill
meðan húsrúm leyfir.
Félagsvist
Húnvetningafélagsins
Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur
félagsvist í dag, laugardaginn 11. apríl kl.
14:00 f félagsheimilinu Skeifunni 17.
Þetta er síðasta félagsvist vetrarins.
Allir velkomnir.
Félagsvist
Kvenfélags Kópavogs
Spiluð verður félagsvist hjá Kvenfélagi
Kópavogs á mánudag 13. apríl kl. 20:30 í
Félagsheimilinu.
Allir velkomnir.
Jazzklúbburinn
„Heiti potturinn“
Sunnud. 12. apríl leika Kristján Magn-
ússon og félagar: Þorleifur Gíslason,
tenór og altósax Kristján Magnússon,
píanó, ásamt bassa- og trommuleikara í
Duushúsi kl. 21:30.
Keflavíkurflugvöllur
Ný flugstöð
Veitingarekstur — Útboð
Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli býður út veit-
ingarekstur í nýju flugstöðinni.
Um er að ræða allan veitingarekstur í flugstöðinni,
þar með talið mötuneyti starfsfóiks, frá júní 1987 og
fram til ársloka 1990.
Eftirtalin svæði samtals 1.114 fermetrar og búnaður tilheyra
veiti ngarekstrinum:
1. Aðaleldhús á 2. hæð, 387 fermetrar alls, með tilheyrandi búnaði
til matargerðar og uppþvottar, kælum, frystum og öðrum
geymslum og aðstöðu fyrir starfsfólk.
2. Mötuneyti starfsfólks á 2. hæð, 321 fermetrar alls, með
afgreiðsluborðum og tilheyrandi búnaði, og borðum og stólum
fyrir 190-200 manns.
3. Veitingaafgreiðsla og bar við biðsal á 2. hæð, 133 fermetrar
alls, með tilheyrandi búnaði, en aðliggjandi er veitingarými með
borðum og stólum, um 275 fermetrar alls.
4. Aðstaða fyrir takmarkaða veitingaþjónustu við útsýnisstað á 2.
hæð, 23 fermetrar, með tilheyrandi búnaði, en aðliggjandi er
veitingarými með borðum og stólum, um 68 fermetrar.
5. Veitingabúð í gróðurskála á 1. hæð ásamt búri, 250 fermetrar
alls, með tilheyrandi búnaði.
Lágmarksgjald fyrir aðstöðuna er kr. 10.600.000.- á ári.
Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistofunni, Fellsmúla
26 Reykjavík, frá og með mánudeginum 13. apríl gegn 5.000.- kr
skilatryggingu.
Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Almennu
verkfræðistofunni eigi síðar en 29. apríl 1987.
Tilboðum skal skilað til Almennu verkfræðistofunnar fyrir kl. 14:00
föstudaginn 8. maí 1987.
Flugmálastjórn á
Keflavíkurflugvelli
DÆMALAUST BITL - VIÐ ÖLLUM KVILLUM?